Tíminn - 21.02.1954, Page 8
. TlMINN, sunjiudagin?! 21. fcbrúar 1954.
43. blfið.
ÞINGMAL
Athugun á byggingar-
efni vegna útihúsa
Frsmsöguræða Ásgeirs Bjarnasonar
Éins og áður hefir verið get
ið, flytja þeir Ásgeir Bjarna
son og Vilhjálmur Hjálmars
son tillögu í sameinuðu þingi
þess efnis, að ríkisstj órnin
láti fara fram athugun á
byggingarefni með það fyrir
augum að gera byggingar úti
húsa ódýrari. Við 1. umræðu
um tillöguna fiutti Ásgeir
Bjarnason eftirfarandi fram
scguræðu:
Hv. 2. þm. S-Múl., flytur
þessa till. ásamt mér. En
till. þessi er fram komin
vegna þess, að margir bænd
ur standa nú á þeim gatna-
mótum að þeir geta ekki leng
ur notað þau .gömlu penings
hús, sem þeir hafa haft not
aí til þessa, og verða því að
byggja að nýju. En bygging-
ar á nýjum húsum eru mjög
dýrar og það svo, að efna-
litlir bændur efast um, hvort
þeir geti risið fjárhagslega
undir þeim kostnaði, sem af
því hlýzt. Og þetta hefir
einnig orðið til þess, að marg
ur bóndinn hefir horfið frá
sinni iðju og lent að lokum
á mölinni, þannig, að það er
fvllilega tímabært að sinna
þessum málum frekar heldur
en. verið hefir til þessa.
Ég tel ekki ósennilegt, að
. það muni hægt að fá hús,
sem er fliótlegt að setja upp
og krefjast ekki neinnar fag
vinnu, en öll fagvlnna er
mjög dýr. Hús þessi mundu
ef til vill geta verið á málm
grindum og að mestu leyti úr
plötum, sein annaðhvort
væru úr alumlnium, stáli eða
asbesti, eða einhverjum öðr-
um efnum, sem eru lítið
þekkt hér á landi. Þetta er
fyllilega ástæða til að rann-
saka nrjög gaumgæfilega.
Á síðustu árum hafa farið
fram fjárskipti hér á landi
og vonir standa til að þau
muni vel fara, og sauðfé því
fjölga ört á komandi árum,
og ekki sízt fyrir það, að
ræktun túna hefir aukizt
stórkostlega nú síðasta ára-
tuginn. Auk þess má á það
benda, að öll tækni, sem nú er
í sveitum er miklu meiri en
áöur var. Heimilisdráttarvél-
arnar ásamt þeim tækjum,
sem hægt er að nota í sam-
bandi við þær, eru margvís-
leg, og framleiðslan getur
þvi stóraukizt á komandi ár
jum, ef ekkert sérstakt kem-
ur fyrir. Það má því búast' við
því að byggingar á penings-
búsum og öllu, sem þeim til
heyrir, verði miklu meiri nú
á næstunni heldur en verið
thefir til þessa. En það ligg-
jur jafnframt ljóst fyrir, að
iþað er ekki hægt fyrir þorra
jbænda nú að byggja mjög
! dýrar byggingar. Því geta1
þeir aldrei fjárhagslega risið
undir. Og auk þess er land-
jbúnaðinum eða bændum oft
láð það, hvað þeirra fram-'
^ leiðsluvörur séu dýrar. En
'ein leiðin til þess, að fram-
leiöslan geti lækkað er sú,
að það sé hægt að byggja ó-
tíýrt, það þurfi ekki að taka
1 miki' og dýr lán eða lán til
langs tíma, heldur sé hægt
að fá þau með góðum kjör-
um. Þá ætti framleiðslan
jafnframt þvi, sem hún vex.
einnig að geta orðið ódýrari,
ef ekki þarf að leggja í það
gífurlegan kostnað, sem svo
jaftur hlýtur að krefjast
:mjög liækkaðs verðlags.
Það er lagt til hér, að ríkis
jstjórnin láti athuga þetta í
í samtáði við teinknistofu
Jlandbúnaðarins, sem á und-
janförnum árum hefir haft
jmeð þessi mál að gera og
j stendur vafalaust bezt að
jvígi að láta ranrisaka þetta
mál. Ég vonast til þess að
þessi till. fái skjóta og góða
afgreioslu hér á hv. Alþingi,
og að lokinni þessari um-
ræði að þá verði till. vísað
til fjárveitinganefndar og
síðan tekin fyrir til siðari
umræðu.
Tillögunni var að umræð-
unni lokinni vísað til fjárveit
inganefndar og annarar um-
ræðu.
Auknar vinsældir
sápu í Thailandi
í Thailandi eru nú 50,000
manns, sem nýlega hafa lækn
azt af yaws — hitabeltis-
sárasótt. Þessi góði árangur
hefir náðst íyrir aðgerðir heil-
brigðismálastofnunar S. Þ.
(WHO). Það er fyrst og
fremst penisillín, sem læknað
heíir þessa skæðu sótt, en
læknar og hjúkrunarlið WHO
getur þess í skýrslum sínum,
að tæpast hefði þessi árangur
náðst fyrir undralyfið eitt, ef
ekki hefði fylgt alda almenns
hreinlætis. Fólk, sem aldrei
hafði notað sápu og vatn
saman fyrr, hefir nú kynnzt
undirstöðuatriðum almenns
hreinlætis.
Það hefir vakið athygli, að
lækun þessar hræðilegu veiki,
sem hundruð þúsunda þjást
af í hitabeltislöndunum, hefir.
ekki kostað nema sem svarar
33 íslenzkum krónum.
Talið er að enn séu um 1,5
milljónir manna í Thailandi,
sem þjást af yaws og sem
þurfa á lækningu að hakla.
(Frá upplýsingaskrifstofu
Sameinuðu þjóðanna.)
Góður
Efílr ‘ Hiíövsr Magtsússon, Eaugarvatni
aiiiHliMliHMlHmMiiimHHHuimiiHHiimiiiiniiHiiiHHiiHiiiHiHHiHiiiiiiMiHHinMiuiimmiMiiHHinHHHiHHiiii
j ÞÁTTUR KIRKJUNNAR |
= (Framlaald aí 5. Bíðu.) |
| sinni hefir hann hlotið það sérstaka hlutverk að |
1 beina fólkinu til Krists sjálfs. Og það er mála sann- |
1 ast, að hversu vitur maður, sem presturinn kann að |
| vera og hversu lærður sem hann er í guðfræði, er árang- |
| urinn af starfi hans ekki trygg^ur, fyrr en honum hefir §
| tekizt að fá skjólstæðing sinn til þess að leita til Krists f
| sjálfs með vandamál sín. Það er presturinn, sem á að |
1 hverfa fyrir Kristi, — en það er hans heilaga hlutverk |
| að opna dyrnar, svo að þeir geti mætzt, Jesú og Nikó- |
| demus, — Jesú og þú.
Vorir tímar eru timar mikillar félagshyggju. Gildi f
| einstaklingsins vill æði oft gleymast. Verst er þó, ef ein- |
| staklingurinn gleymir því sjálfur, að hann er einhvers f
1 virði, og hefir einnig sina eigin ábyrgð. Sagan um Nikó- §
| demus og raunar margar aðrar sögur guðspjallanna, f
| bera þess vitni, að guð elskar sérhvern mann, eiris og |
| sólin hlúir að hverju strái fyrir sig. Jesú sagði: Þann, i
1 sem til mín kemur, mun ég alls ekki burt reka. Það getur I
1 vel verið, að þú sért ekki meira metinn af heiminum |
| en svo, að fáir kæri sig um að hlusta eftir því, sem |
| með þér býr, eða vilji við þig tala. En guð sjálfur vill =
| tala við þig, — svo framarlega sem þú vilt tala við \
I hann. |
| Jakob Jónsson. |
■IIIIHII|lll(lllllllllUllllll||ll(llltilllll||ll|IHll||||IHIHIll||IUII|Illll|lllllllMlllllillllli|iyiHllllllII|IHIIIIMIHlll|iniHlfl
Ferðabréf
(Framhald af 6. síðu.)
frá Gljúfri í Ölfusi eru hér
alltaf búsett og mjög vel lát-
in. Karl hefir nú um 12 ára
skeið verið læknir við einn
helzta tauga- og geðveibis-
spítalann í London. Eru í
þeim spítala venjulega fast að
hálfu þriðja þús. sjúklinga
og fara þetta 30—50% af þeim
þaðan albata. Væri betur að
slíkur árangur fengist á
Kleppi heima.
Þorsteinn Hannesson hefir
alltaf fasta atvinnu við að
skemmta fólki með óperusöng
sínum.
Jóhann Tryggvason starfar
að söngkennslu í skóla og
hans fræga dóttir, Þórunn,
heldur stöðugt áfram að læra
og iðka hljóðfæraleik. Er hún
mjög vel látin, kvað vera. þar
sem hún cr þekkt og miklar
framtíðarvonir með hana,
þótt hörð sé samkeppnin á
því sviði, sem hún helgar sér.
! Jóhann og kona hans,
Kiara, kljúfa alveg furðan-
lega vel að koma sínum barna
hóp áfram hér í borg, þótt
þau séu útlendingar.
Tvær gamlar og góðar
starfsstúlkur mínar giftust
hingað Englendingum á
stríðsárunum og búa hér:
Þórdís Wíum frá Fagradal 1
Vopnafirði, sem var aðal-
matselja í Hreðavatnsskála
fyrsta sumarið, sem ég dvaldi
þar, og Guðrún Jónsdóttir
(Guðmundssonar) frá Nárf-
eyri, er var frammistöðu-
stúlka hjá mér að Laugar-
vatni sumarið, sem ég veitti
forstöðu veitingahúsinu þar.
Báðar þessar stúlkur voru
mjög myndarlegar og tíugleg-
ar í verkum sínum. Os r.ú búa
þær hið bezta hér í London,
Þórdís gift bankamanni, er
vinnur í Englandsbanka. en
Guðrún gift póstmeistara. —
Alltaf er fagnaðarefni, þegar
landinn hefir það gott erlend
is, engu síður en lieima.
Skal ég nú ekki lengur
þreyta kunningja mína né
aðra, er kunna að lesa þetta.
Sendi ykkur máske línur
seinna, jsegar ég er kominn í
sumiar og sólskin einhvers-
staðar í suðurátt.
Með beztu kveðjum og ósk-
um.
Ykkar einl.
Vígfús Guðmundsson.
Mánutíaginn 15. þ. m. kom
hinn nafnkunni merkisbóndi
Ólafur Sigurðsson á Hellu-
landi í Skagafirði og sýndi
hér í merintaskólanum á Laug
arvátni kvikmyndina „Skín
við sólu Skagafjörður“. Að- i
sókn var minni en veröugt
var, sem stafaði af öðrum
fundarhöldum þemian dag,
og svo af hinu, að myndin var
ekki auglýst áður, og fólk
vissi ekki, hvern dýrgrip átti
að sýna. Því hinu vil ég ekki
trúa, að smekkur unga fólks-
ins og annarra sé orðinn svo
heillum tíorfinn, að það vilji
síður sjá Iand sitt í sumar-
klæðum og alla þá unun, sem
því fylgir, en ýmislegt rusl,
bæði innlent og útlent, sem
ævinlega fyllir þó öll sæti í
hvert sinn, sem slíkt er til
boða, jafnvel útlendar skrall
og allssiags hryðj uverka-
mvndir. —
Ég get ekki að því gert, að
fyrir minn smekk bar þessi
fagra mynd af öllu því, sem
hér hefir verið sýnt á Laug-
arvatni, vegna fjölbreytni
sinnar. Veit ég þó, að slíkar
myndir væri hægt að sýna
víða af landinu, ef til væru.
Ég óskaði- sannarlega undir
sýningu myndarinnar,.að hún
stæði til morguns. Ef ekki hún
sjálf, þá tæki við næsta sýsla
og svo koll af kolli, unz við
værum búin að sjá allt þetta
fagra iarid okkar, ov öll vinnú
brögð fólksins. Öll sérein-
kenni hverrar svSlu. Alla bá
untíurfögru ’ staði, sem þetta
faera og áaæta land hefic
uppá að bjóða, hverjum þeim,
sem vill hafa evru og augii
opin. Hvílík nótt væri þetta,
sem upná allt betta hefði að
bjóða. Væri nokkur svb unp-
gefinn há einu nótt, að vaka,
sem tíárin ætti bess kost að
lífa yfir állt ísland á eirini
nóttu. Því þótt við vsérum á
fleyp’iferð um allfc landið á
hesfum, bílúm ’og flugvélum
í vikur ov mánuði. og kostuð-
uðum til hess erfiði og í bús-
urdum fiártriuni. vissúm við
ekkí meira úm Iandið ckkar,
heldur en eftir þessa elnu
nött.
Hvenær kemur sð þvi. að
Árnessvsla fer að ,sýna öllum
landslýð sína fögru staði; sem
I hún er svo rík af. Svo sem
Suðurlandsundirlendiö af
Kambabrún, Þingvelli. Geysi
ejósandi í allri sinni tign,
, Gullfoss, brimið með suður-
'ströndinni. bá óskaplegu æei-
ifegurð, hálsinum fvrir utan
.Laugarvatn um sólaruppkomu
0. fl. Og svona mætti lengi upp
telja um land allt. Þessar
myndir þarf að fara að taka
og sýna. Engin landkynning
er betri og ódýrari og æsk-
mmi í landinu hollari.
En hvað þá um myndina
hans Ólafs ,|Skín við sólu
SkagafjörðiA'". Éjg viil helzfc
ekki reyna að lýsa henni, því
það get ég ekki. Hana þurfa
og eiga allir að sjá sjálfir,
allt annað er ónýtt. Þó get
ég ekki stillt mig um að minn
ast á það, sem mér þótti einna
skemmtilegast að sjá. Þar sá
maður stóð Skagfirðinga
margt og í blóma, rekið til
afréttar, tamningamessu á
göldnum folum, þótti mér all-
flestum hestamönnunum far-
ast vel við að venja folana við
að standa kyrrir á meðan þeir
fóru á bak þeim, en það er
fyrsfci kostur á tamningu, og
enginn var sá að láta folana
setja sig af sér, þótt baldnir
væru, en það þótti lítt bæt-
andi, ef folar komust uppá
það. Þarna voru og kappreið-
ar, sem vel fóru fram. Fjár-
réttir, æðarvarp, ádráttur fyr
ir lax og silung, klifið í Drang
ey, kvöldvaka í sveit, sem
fram fór hið bezta að öllu,
nema ég hefði kunnað betur
við að unga heimasætan hefði
dillað sér dálítið betur við
rokkir.n og teygt nokkuð
lengra úr kembunni (ekki
lopanum). Þá var gaman að
skyggnast ,.heim að Hólum“
á hátíðisdegi þeirra Skagfirð-
inga við afhjúpun minnis-
varða Jóns Arasonar. Siá öll
höfuðból beirra Skagfirðinga,
svð sem: Reynisstað, Páfa-
staði, Helluland, Hofstaði o.
fh o. fl., sem of Iángt yrði upp
að teliá. Eu af öllu þessu bar
þó sðlarlagið. þesar sóíin hníg
11 r ( sæ við Dranaey.
Þefrar ég fór fyrst um Skaga
fiörð 1920, gisti ég á Páfastöð
um og sá bessa sömu undur-
fögru sjón, úr hlaðvarpanum
bar, og gat ekki farið að sofa
fvrr en löngu eftir miðnætti,
bótt þrevttur væri. Þessari
fövru sjón hef ég aldrei getað
aleymt og því síður nú, þegar
ég sé hana aftur. Þetta fagra
sólarlag er eitt af því, sera
tensrir saman jarðlífið og ei-
lífðina, og hjálpar okkur til
að reyna að skilja almætti
guðs.
Þetta varð lengra en til stóð.
1 Þakka bér fyrir komuna
bú varst sannarlegá
góður ^estur og komdu aftur
sem fyrst, þá verður fullt
hús. :
Kvenadeild Slysavarnafélagsins í Reykjavík.
Alsnennur dansleikur
í Sjálfstæðishúsinu í kvöld kl. 9
Gömlu og nýju dansarnir
fe Aðgöngumiðar seldir frá kl. 2.
Nefndin
Blómaáburður
Nú er nauðsynlegt að fara að gefa stofublómunum
áburð. — Kaupið okkar viðurkennda hollenzka blóma-
áburð.
Blóm & Ávextir
Vlnnið ötuliega að útbreiðslu TlUAIVS