Tíminn - 05.03.1954, Blaðsíða 2

Tíminn - 05.03.1954, Blaðsíða 2
■ TÍMINN, föstudaginn 5. marz 1954. 53. blað. Stcingrímur Sigurðsson: MáHverkasýrcing Sveins Björnssonar Þa3 vekur gleði á þessum tímum, þegar óheilindi og uppskafningsháttur og sýnd armennska ýmiss konar vaða uppi og allt að því ráða lögum og lofum í lífi menningar og lista, ef ein- hver, óstuddur af öðru en þörf, fer að spreyta sig á að skapa eitthvað fallegt, ein- göngu af því hann sjálfan langar til þess. Og enn gleöi ríkara er til þess að hugsa, ef árangurinn er jafngóður eins og sýning Sveins Björnssonar ber vitni, svo góður, að mann rekur í roga stanz. Hann hefir málað að- eins fimm undanfarin ár, hann hefir stundað sjóinn, síðan hann var fimmtán ára gamall, hafið hefur verið akademía hans rétt og slétt þrettán ár, góður skóli, sem kennir að vinna og hjá hon um leyst listhneigö úr læð- ingi. Forfeðurnir skráðu sögur okkar án tilgerðar og tillærðr ar tækni, og þannig ortu menn ljóðin okkar áöur fyrr, og þannig urðu þjóðsögurnar til, ævintýrin, rímurnar, og í myndlistinni útskurðurinn og skrautvefnaðurinn — þar réð þörfin alltaf — ekki tízka eða skcíli, sem þótti fínn, eða metnaður fyrir sjálfs sín hönd. Þannig hefur góð list orðið til alstaðar á öll- um öldum. Lífberanleg list er alltaf yfirlætislaus. Lista mennirnir höfðu ekki hug- fast, að það teldist „fínt“ að fást við fystir, að minnsta kosti náði slík hugsun ekki valdi yfir þeim, þeir voru ekki einu sinni að láta nafns síns getið beztu lista- mennirnir, eins og t. d. sumir fornsöguhöfundarnir og skáld þjóðkvæðanna, og hver veit deili á öllum höf- undum helgilistarinnar ís- lenzku? Þess vegna er ekki hægt annað en að fagna því nú, þegar nafnlaus maður, ólærður af liststofnunum, eín veðraður af sjávarseltu kemur fram á sjónarsviðiö með listaverk, kannski miklu frambærilegri en margt, sem hér telst nú til lista, einungis af því að það er mötaö af tízkubundinni venju og ráðandi kreddu- kenningum. Og þegar yfir- iætisleysiö er annars vegar og þegar menn nálgast list- ræn viðfangsefni af óspilltu hugarfari og heíðarleik og taka sér pentskúf og liti í hönd til þess að endur- spegla það, sem hrífur þá, þegar þeir eru staddir úti á reginhafi, örþreyttir af volki og líkamlegu erfiði, eins og þessi ungi sjómaður Sveinn Björnsson, þá orkar slíkt ekki óáþekkt eins og þegar létt hafgola berst að vitum manns eftir langætt mollviðri. Sveinn Björnsson sýnir þessi fyrstu verk sín án þess að hafa nokkurn sýndar- stimpil eins og nám i París, Höfn, Róm; hann skrapp í fáa tíma í Myndlistarskólan um fyrir þrem árum, en hon um leiddist og hann fór, vega nesti hans er einlæg trú á efnið, og markið ekki að sýnast betri í augum ann- arra. Hann hefir unnið að list sinni án nokkurrar til- sagnar, að því er bezt er vit- að, — hann hefur engan stælt, þó aö bregöi fyrir ó- ljósum áhrifum frá Gunn- Myndin er af einu olíumálverkinu á sýningu Sveins Björns- sonar í Listamannaskálanum. Nefnist það „t Hafnarfirði“. laugi Scheving í stöku mynd um, efnisValið er víða líkt ,hjá þeim, hús við sjó, skip 'og sjór, — en Sveinn er greinílega persónulegur í list sinni engu að síður. Skipamyndir hans eru mjög sérkennilegar, smbr. Síld- veiðar um vetur, unnin mynd, gædd lífi. Það er hressandi að skyggnast um sýninguna: Það, sem ein- kennir hana, er frjálsleiki og gleði, málarinn er óhindrað- ur í leit sinni, og maður fær það óðara á tilfinnf.nguna, að hann sé þroskavænlegur listamaður, en ekki fúskari. Sveinn Björnsson Hann kannar og uppgötvar fyrirmyndir (mótiv) af smekk og skjótsæi og glímir við örðugar myndrænar gát- ur, og honum- tekst að steypa saman liti og form í lifandi heild sumstaðar, þar sem hann beitir djörfum ráð um eins og t. d. 1 vetrar- myndunum. Kyrrlátur kraftur stafar af mynd, sem hann kallar Helgafell (nr. 19), — það er ein geðþekkasta mynd sýn- ingarinnar, þýðir litir, brúnt, ljósgrænt, grátt i sjálf- krafa samhljóm, öllu stillt í hóf. Þetta er sönn íslenzk náttúrustemning, sem málar inn túlkar þar, hann hefir lifað sig inn í ósnortinn stað og túlkar samlifun sína sann færandi. Myndirnar Hafnar fjörður (nr. 52), Suður með sjó (nr. 55) og Frá Þingvöll- um (nr. 56) eru minnisstæð ar; málarinn hefur glætt við fangsefnin ómengaðri til- finningu fyrir íslenzkri nátt úrufegurð, þessi málverk virðast gerð af hugsýni og innri sjón. — Myndir Sveins eru misjafnar að gæðum, eins og gefur að skiija, en hann kastar ekki til þeirra höndum, þar er hugur og hjarta á bak við. Sumstaö- ar skortir drátthagleik, en litagjöfin vegur ótrúlega upp á móti þetrri vöntun, hún er fersk og furðu fjöl- þætt. Sveinn virðist enn ekki smitaður af neinni á- kveðjinni stefnu — enn er hann ósnobbaður — þó eru myndirnar hvorki náttúru- eftirhermur né staðnaöar glansmyndir, þær eru sjálf- stæð málverk með ákveðið og karlmannlegt form eins og hönd sjómannsins, en tak ið er hlýtt. Málarinn skynj- ar meiri hlýleik í hafinu og hreggbörðum ströndum íslands en almenn sjón eyg- ir. Margar myndanna eru frá Hafnarfirði og grennd, höfn in, garðarnir og hraunið og lítil húsin í ýmsum litbrigð- um, ýmist vafin skrúða sum ars eða vetrar, allt eru þetta hugleikin viðfangsefni mál- aranum, og alstaðar þar kemur í ljós meginstyrkleik ur Sveins, mótiv-valið og næm iitakennd. Ef menn eins og Sveinn spryttu hér upp á fleiri lista sviðum nú, þá má vænta heil brigðs gróðurs i andlegu lífi. Þessi nýi málari er ekki fú- inn í rótinni. 3. marz 1954 Aflaíróttir (Framhald af 1. Bíðu.) . kvöldi. Þrír bátar þar eru að fara á loðnuveiðar. Langsótt loðna. Þegar blaðið átti tal við Akranes í gærkvöldi, voru bát ar þar í óðaönn að beita loðnu, sem þeir höfðu fengið' frá Þor lákshöfn. Var hún flutc á bíl - um til Reykjavíkur og þaðan á bát. Veðurspáin er heldur . ill, en þó voru bátarnir farnir að taka bjóðin á ellefta tíman um og róðrartíminn var ki. hálftólf. Ekki fengu þó allir næga loðnu, sumir þó á alia línuna en aðrir að nokkru. Afli bátanna var góður í gær en nokkuð misjafn, yfir- leitt frá 5—11 lestir. Gætiö varúöar í umferöinni Þetta er vél sem treysta má, hvort heldur hún er notuð til sjós | eða lands. Sem trillubátsvél tekur hún flestum hér | þekktum vélum fram, er AFAR sparneytin, gangörugg | og er sett í gang með SVEIF köld. Til lands er hún | mjög hentug fyrir súgþurrkun. Hún brennir HRÁOLÍU og er því eins hættulítil og framast má vera. Þá er hún framúrskarandi sem smárafstöð, ca. 5—6 « kw. --- Talið við umboðsmanninn, og kynnið yður umsögn hinna mörgu, sem reynt hafa og þekkja þessa | JUNE-MUNKTELL-vél af margra ára reynslu. Jyne-§¥iunkteIS Iiin Isndskuima vól, livori heMiit’ «31 s.ijós cöa lands. Ý ELZTA VÉLASÖLUFIRMA LANDSINS. | | TÚNGÖTU 7. — STOFNSETT 1897. — REYKJAVÍK. | | SÍMAR: 2747 & 6647. | 2-TAKTS m arinmot nóen Kvenkápur, fallegar og vandaðar, mikil verðlækkun. Álnavara, ýmiss konar, t. d. tvisttau frá kr. 6,00. Laka- léreft 1,60 br. kr. 20,00. Kiólatau frá kr. 10,00, og ýms- ar aðrar vörur með tækifærisverði. Klæðaverzlim Assdrésar Andréssonar h. f. SSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSi Jarðarför mannsins míns, HALLGRÍMS BENEDIKTSSONAR, stórkaupmanns, fer fram frá Dómkirkjunni mánudaginn 8. marz kl. 2 e. h. Húskveðja frá heimili okkar, Fjólugötu 1, hefst kl. 1,10 e. h. Þeir, sem viíja minnast hins látna, eru beðnir að láta góðgerðarstofnanir njóta þess. Áslaug Benediktsson.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.