Tíminn - 07.03.1954, Page 5
TÍMINN, sunnudaginn 7. marz 1954.
.55. blaíí.
j^cíttur u
'ZjsUnncir
*$?
Métin búin til.
Stórmerk og þörf nýjung í iðnframíeiðs"
Hin nýja rafhreyílaverksmiðja SÍS
framleiðir 600 hreyfla á ári
Mögieleikar íll aukaafngar. Belan gjaldeyr-
ssspstnsaður, því árlega vora ílaiíir ina
2öÖ® raflireýflar, emsslg atvinaaaaknnig
Samband íslenzkra samvinnufélaga hefir fyrir nokkru
byrjað framleiSslu á rafmótorum, og er það alger nýjung
í íslenzkum iönaði. Undahfarin ár hafa verið fluttir til lands
ins um 2009 rafmótorar árlega, en nú er búizt við, að hin
nýja rafmótoraverksmiðja geti franileitt 609 mótora, og eru
möguleikar til að auka það magn verulega.
Hin nýja framleiðsla er
starfrækt af Jötni h.f. í húsa
kynnum við Hringbraut 119
í Reykjavík. Nauðsynlegt var
að ráöa hingao til lanös er-
lenda sérfræðinga til þess að
stjórna framleiöslunni, og var
ráðinn þýzkur raffræðingur,
Joachim Brúss frá Beriín.
Framleiðslan hefst í
málmsteypunni.
Hér fer á eftir stutt lýsing
á framleiðslu rafmótora í verk
smiðiu SÍS:
Það má segja, aö hún byrji
í málmsíeypunni, bar sem
alúmíníum er brætt og hellt
fljótancli í mót. í þessari deild
verksmiðjunnar eru tveir raf
magnsbræðsluofnar, báðir
smíðaðir hér, og munu vera
fyrstu bræðsluofnarnir sinn-
ar tegundar, sem hér eru í
notkun og nota rafrnagn við
bræðsluna. Hitástiginu og
bræðslutímanum er stjórnað
með sjálfvirkum mælum. Næt
urraímagn er mest notað við
bræðsluna. I húsið, sem er ufi
an um rafvélina, er notað
alúmíníum, sem er létt og
talið miklu heppilegra en
þyngri málmar, sem áður
voru notaoir í húsin. í land-
inu fellur til nokkurt magn
af alúmíníum, sem hægt er
að bræða upp og nýta aítur
í húsin og aðra hluta raf-
hreyflanna. Húsið er steypt í
þrennu lagi, og fer síðan á
renniverkstæðíð, bar rem það
er rennt af mikilii nákvæmni.
Húsin eru öll nákvæmlega
eins fyrir sömu tegur.d og
stærð af rafvélum, og er það
mikill kostur; ef hús bilar á
rafvél, er strax hægt að fá
annað hús af réttri -stærð.
Þegar búið er að renna húsið
og ganga frá því að öðru leyti
er þrýst inn í það mörgum
kranslögðum rafalstálblöðum.
Innri brún blaðanna er al-
sett raufum fyrir sáturvafið.
Plöturnar eru mjög þunnar
og er hver plata einangruð
frá næstu plötu. Húsið með
plötunum, sem kallað er sát-
ur, fer nú inn á vafningaverk-
stæðið. Þar eru vafningarnir
vafðir í þar til gerðri vél.
Vafningarnir eru síðan baðað i
ir í lakki, sem einangrar, og
síðan eru þeir þurrkaðir í
ofni, sem hitaður er upp með
rafmagni. Þessi hluti rafvél-
arinnar er nú tilbúinn til sam
setningar. Frá rennivetk-
stæðinu koma ásar rafvél-
anna, en þeir eru úr mjög =
góðu stáli. Á ásana er þrýst. 1
stáiblöðum, svipuðum þeim, ! |
sem þrýst er inn í húsið, en 1
þau eru með rauf á ytri brún. jj
Tii þess að þrýsta plötunum á |
ásana þarf kraftmikla pressu §
og er notuð við það 400 tonna |
hydrolisk pressa, og mun |
hún vera kraftmesta pressa |
sinnar tegundar í iandinu.
Arsábyrgð á hreyflunum. i j
Ásinn með plötunum, sem j
kallaður er snúður, fer nú aft j
ur inn í málmsteypuna, og j
þar er brætt í raufarngr j
hreint alúmínium. Eftir að
alúmíníumsteypan hefir verið
löguð til á renniverkstæðinu
eru settar kúlulegur á ásinn
og síðan fer snúðurinn á sam
setningarverkstæðið. Eftir að
rafvélin hefir verið sett sam-
an, fer fram nákvæmt eftir-
lit á henni og er hún síðan
reynd ákveðinn tíma og
mæld. Sé ekkert athugavert
við vélina, er hún máluð, sett
á hana merki framleiöanda
og spjald, sem segir til um
spennu vélarinnar, stærð,
snúningshraða og annað, sem
kaupandi þarf að vita um.
Verksmiðjan tekur eins árs
ábyrgð á öllum rafhfeyflum,
sem hún framleiðir, og er í
því mikið öryggi fyrir kaup-
andann og jafnframt trygg-
ing fyrir því, að verksmiðjan
framleiðir einungis vélar af
beztu gei*ð.
400 lesta pressa sem er hin síærsta sinnar teg. hér á landi.
Holdtekjan
(Framhald.)
Kristur er „sannur Guð og sannur maður“, í trúar-
vitund og játningu kristins manns. Það yrði of langt
mál að lýsa hér tilraunum forn-kirkjunnar og mið-
aldakirkjunnar til að gera grein fyrir þessari miklu
þversögn (paradox). En þar hafa flokkar og stefnur
sveiflazt milli tveggja pcla. Sú stefna, er einna lengst
gekk i því, að leggja einhliða áherslu á guðdcmseðli
Krists, hélt því fram, að Jesús hefði alls ekki komið
fram í holdslíkama, heldur hefði hann aðeins sýnzt
gera það (Doketismi). Að hinu leytinu hafa þeir verið,
sem lita fyrst og fremst á Jesú sem mann með sér-
stakri útsendingu (Ebjonítar). Hinar fornu játningar
eru tilraunir til þess meðal annars að halda jafnvægi
milli hinna tveggja öfga, — annað hvort Guð eða
maður. Á hinn bóginn mátti heldur ekki gera úr Kristi
einhverja veru, sem hvorki væri Guð né maður. Guð-
fræðingarnir töluðu um tvö eðli Krists, sem hvorki
mátti blanda saman né aðgreina. — Á fyrri hluta þess-
arar aldar komu þessi vandamál greinilega fram í
deilunni um eingetnaðarkenninguna. Þær deilur voru
ekki aðeins háðar um biblíuskýringu, heldur og um
trúfræði. En umræðurnar urðu oftast harla ófrjóar,
því að í þeim var að jafnaði gengið út frá því, að meyj-
arfæðinguna bæri að skoða sem útskýringu á guð-
dómseðli Jesú. Nú virðast flestir merkustu trúfræðing-
ar lútherskrar kirkju (Pseuter. Aulin) og fleiri skyldra
kirkjudeilda (Quick) vera sammála um það sjónar-
mið, að fæðingin geti ekki gefið skýringu á holdtekj-
unni. Jafnvel þótt hægt væri að sanna, að Jesús hefð'i
verið likamlega eingetinn, getur tilorðning likamans
aldrei gefið skýringu á hinu mikla undri, sem tilvera
hins syndlausa manns hlýtur að vera. Og ef vér á
annað borð lítum á tilveru Jesúm Krists sem sérstakt
kraftaverk, liggur það í hlutarins eðli, að engin líf-
eðlisfræðileg kenning nær til að skýra það. Þegar
trúarjátningin segir, að Jesús sé „getinn af heilög-
um anda og fæddur af Maríumey", er það tilraun til
að túlka með orðum það, sem engin orð ná yfir. Játn-
ingin er fyrst og fremst vitnisburður trúaðs manns
um það, að Kristur sé ekki afsprengi jarðneskra efnis-
lögmála, heldur Guðs heilaga anda, — og þó sé hann
ekki íklæddur óraunverulegum sýndarlíkama, heldur
fullkomlega eðlilegum mannslíkaina, af konu fæddum.
Allar hinar háspekilegu umræður um eðli Krists eru
sprottnar af þeirri löngun mannsandans að vilja
skilja sannleikann. Og þær eru einnig tilraunir til
þess að setja sig inn í hugsanaferil þeirra kynslóða, er
fyrstar mótuðu hugmyndakerfi kristinnar trúar. En
vandamálið hefir einnig verið rætt frá allt annari
hlið. Siðbótamennirnir lúthersku ruddu hér sem síðar
nýjar leiðir. Melanchton sagði að hinar háspekilegu
hugleiðingar væru harla gagnslitlar. „En þann, sem
á hinn bóginn þegir um hin atriðin, svo sem vaíd synd-
arinnar, lögmálið, náðina, er vart hægt að kalla krist-
inn. Þvi að af þessum hlutum er, að því er ég álít, hægt
að þekkja, hver Kristur er, því að þekkja Krist, er að
þekkja velgerningar hans, en ekki eins og guðfræð-
ingar þessir kenna, með heilabrotum um eðli hans
eða hvernig hann fór að því að verða maður“ (Loci).
Marteinn Lúther tekur í sama streng. Hann segir, að
Kristur sé ekki kallaður Kristur af því, að hann hafi
tvenns konar eðli, heldur vegna þess hjálpræðisverks,
er hann hafi að sér tekið.
Enskur guðfræðingur segir, að gegnum allar aldir
sé það tvennt, sem hafi falizt í trú manna á guðdóm
Krists. Annað sé það, að jarðneskt lif Jesú sé skoðað
sem starfstæki Guðs (instrument of God’s action).
Hitt sé það, að líf Jesú sé tákn hinnar óumbreytan-
legu veru og eðlis Guðs (Quick).
Vér getum gert tilraun til að setja oss holdtekjuna
fyrir sjónir með einfaldri táknmynd — krossinum.
Látum hina láréttu línu tákna mannlegt líf, en hina
lóðréttu guðdómleikann. Einn punktur er sameigin-
legur báðum hinum. Hapn tilheyrir láréttu línunni, án
þess að hverfa úr hinni lóðréttu. Er ekki Kristur með
líkum hætti mannlegur, án þess að hætta að vera
guðdómlegur, — og guðdömlegur, án þess að hætta
að vera mannlegur? Og birtist ekki eðli hins sanna
guðs í krossfesti hins sanna manns? Jakob Jónsson.
...........................................................iiiiiii.. ................................................................................................................