Tíminn - 31.03.1954, Page 6
TÍMINN, miðvikudaginn 31. marz 1354.
75. blaS.
BTÖDLEIKHtíSID
j Piltur og stúlha |
Sýning í kvöld kl. 20.
35. sýning. — UPPSELT
Næsta sýning föstudag ki. 20.00.
SÁ STERKASTl
Sýning fimmtudag kl. 20.
Næst síðasta sinn,
Pantanir sækist daginn fyrir sýn
ingardag fyrir kl. 16. Annars
seldar öðrum.
Aðgöngumiðasalan opin frá kl.
13,15—20,00. Tekið á móti pönt
unum. Sími: 812345. Tvær línur.
Heitt brenna
æskuástir
(För min heta ungdomsskuil.)
Afburðagóð ný, sænsk, stórmynd
um vandamál æskunnar. Hefir
alls staðar vakið geysilega at'
hygli og fengið einróma dóma
sem ein af beztu myndum Svía. 1
Þessa mynd ættu allir. að sjá.
Maj-Britt Nilsson,
Folke Sundgist.
Sýnd kl. 5, 7 og 9.
NYJA BÍÓ
— 1544 —
Heimtir úr helju
(Thee Came Home.)
Stórbrotin og alvöruþrungin
amerísk mynd byggð á sannri
frásögn Agnes Keith, sem dvaldi
í fangabúðum Japana um ára-
bil:
Bönnuð börnum yngri en 16 ára
Sýnd kl. 5, 7 og 9.
Bönnuð fyrir börn.
TJARNARBIO
Hin gullna
Salamandra
(The Golden Salamander)
Óvenju spennandi og viðburðarík
ný, brezka mynd, afar vel ieikin
og nýstárleg.
Aðalhlutverk:
Trevor Howard
og franska leikkonan træga
Anouk
Myndin er tekin i Tunis.
Bönnuð börnum.
Sýnd kl. 5, 7 og 9.
BÆJARBÍÓ
— HAFNARFIRÐI -
Sunnudagur í
ágást
ítölsk verðlaunamynd, er sýnd
var í meira en ár í stærsta kvik
myndahúsi Parísar. — B. T. gaf
myndinni fjórar stjörnur.
Anna Balini,
Franco Interlenghi.
Myndin hefir ekki verið sýnd
áður hér á landi. — Danskur
Bkýrlngatexti.
Sýnd kl. 7 og 9.
Sími 0184.
♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦<
Gerist ttskrifcndur cð
«7
AUSTURBÆJARBIO
Hans og Pétur
í KVENNAHLJÓM SVEITINNI
(Fanfaren de Liebe)
Bráðskemmtileg og fjörug, ný,
þýzk gamanmynd. — Danskur
texti.
Aðalhlutverk:
Dieter Borsche,
Ingt Egger,
Georg Thomalla.
Þessi mynd, sem er ein bezta
gamanmynd, sem hér hefir lengi
sézt, á vafalaust eftir að ná sömu
vinsældum hér og hún hefir hlot
ið í Þýzkalandi og Norðurlönd-
um.
Sýnd kl. 5 og 9.
Tregari afli í
síðustu viku
Afli Faxaflóabáta varð
heldur lélegur í síðustu viku. '■
Virðist svo sem fiskurinn!
hafi horfið með loðnunni um !
síðustu helgi. í nokkrum ver
stöðvum hafa bátar reynt að
beita síld í stað loðnunnar,
en þá hefir aflinn jafnvel
verið ennþá minni.
Sjómenn eru hins vegar
vongóðir um að enn sé mikill
afli ókominn á land, enda er
sýnt að meiri fiskur er nú
en undanfarnar vertíðir.
Uetjuf
SKÓGARINS
eftir J O. CURWOOD
27.
GAMLA BIO
— 1475 —
Sleginn út
(Right Cross)
Spennandi, ný, amerísk Metro
Goldwyn Mayer kvikmynd um
ungan hnefaleikara.
June Allyson,
Dock Potcell,
Richardo Montalban.
Sýnd kl. 5, 7 og 9.
TRIPOLI-BIO
Slmi 1182.
Völ iin arli iisið
(The Maze)
Óvenju spennandi og tæknilega
vel gerð 3-víddarmynd, gerð
eftir samnefndri sögu eftir
Maurice Saudoz.
Aðalhli^tverk:
Richard Carlson,
Veronica Hurst.
Venjulegt aðgöngumiðaverð, að
viðbættri gleraugnaleigu.
Sýnd kl. 5, 7 og 9.
Allra síðasta sinn.
Bönnuð börnum innan 16 ára.
HAFNARBÍÓ
— Sími 6444 —
Sýnir hina umdeildu ensku
skemmtimynd:
Kveimholli
skipstjórimi
(The Captains Paradise.)
Mynd þesl, sem f jallar um skip-1
stjóra, sem á tvær eiginkonur,
sína í hvorri hejjnsálfu, fer nú
sigurför um allan heim. En í
nokkrum fylkjum Bandaríkj-
anna var hún bönnuð fyrir að
vera siðspillandi. — Aðalhlut-
verkið leikur enski snillingur-
inn
Alec Guinnes,
ásamt
Celia Johnson.
Aukamynd: Valin fegurðar-
drottning heimsins (miss tfni-
vers) árið 1953.
Sýnd kl. 5, 7 og 9.
♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦
TRICO
hreiMAr allt, jafnt gólfteppi
sem fínasta silkivefnað.
Heildsölubirgðir hjá
CHEMIA H. F.
tmkMðHla keto»«fmjrB.
•J
X SERVUS GOLDlO
f______________íL/'vn
.0.10 HOLLOW GROUND 0.10
>mra YELIOW BLADE mni cp'
Kommánisti ræðst á
regluboða
(Framhald af 5. síðu.)
manna. Slíkt starf hefir ver-
ið unnið í mörgum löndum,
og árangurinn sjálfsagt stund
um minni en til var ætlazt,
enda lítt í minnum hafður.
En „Iausnarorð“ þeirra komm
únistanna gleymist áreiðan-
lega engri þjóð, sem komizt
hefir í kynni við það af eigin
raun. í þeirra slóð um helm-
ing tveggja heimsálfa rignir
blóði og tárum milljóna, sem
hafa orðið fórna,rlömb hins
mikla „lausnarorðs“ ofstækis-
manna með mannkynsbölið
„á vörunum“.
X.
Skaðræðismenii,
er stela hjörtuimm
(Framhald af 3. siðu.)
að illt, en illt gott, eins og
ritningin kemst að orði. „Vei“
slíkum, hrópar hún yfir þá.
Fyrir þeim hlýtur ávallt að
fara að lokum eins og Absa-
lómi. Afdrif hans urðu hörmu
leg, og að síðustu verða
mannskemmdamennirnir,
rógberarnir, þjónar undir-
byggjunnar og Marðariðj-
unnar, háðung allra manna.
„Vegur þeirra endar í veg-
leysu“.
Mikið blóð heiir runnið og
mikil spilling átt sér stað í
sambúð manna og þjóða sök-
um skemmdarverka þeirra, er
stela hjörtunum, stela holl-
ustu manna frá því, sem á að
vera þeim heilagt mál, svo
sem þjóðrækni og ræktarsemi
.við manngöfgi og góða siði.
Varið ykkur á skaðræðis-
mönnunum.
Pétur Sigurðsson.
Islendingaþættir
(Framhald af 3. síðu.)
ur hafa eignast átta börn,
fjóra sonu og fjórar dætur,
og eru þau öll á lífi. Börnin
eru öll myndarfólk, og reka
nú flest búskap af svipaðri
atorku og foreldrar þeirra
gerðu. Einn sonanna er for-
stjóri fyrir samyrkjubúi
Egilsstaðakauptúns. — Þessi
börn þeirra Hallbjarnarstaða
hjóna og barnabörn eru nú
annar stærsti frændbálkur-
inn í dalnum.
Meðal Skriðdælinga eru
menn ágætlega máli farnir,
sem kunna vel að koma fyrir
sig orði við hátíðleg tæki-
færi. Fór samsætið að Haug-
um hið bezta fram við ræðu
höld og söng og stóð yfir til
klukkan fjögur um nóttina.
Voru heiðursgestirnir að
fornum sið, leystir út með
veglegum göfum.
Vallanesi 22. marz
Pétur Magnússon
— Þessi koss veitir þér fyrirgefningu hundrað synda,
sagði hún blíðlega. — Ég vona, að bréfið veiti þér ham-
ingju.
Hjarta Cliftons sló örar við að sjá þá ástúð, sem ríkti
milli systkinanna. Ástarsvipurinn, sem kom á andlit
Antoinette var eins og sólargeisli, sem'^llt í einu brýzt
fram undan skýjaflóka. Slíkt ástartillit mundi veita hvaða
manni sem væri afl og þor til að berjast til þrautar.
Gaspard leiddi Clifton upp í lítið þakherbergi, sem búið
hafði verið sem gestaherbergi. Clifton tók upp beztu klæði
sín og Gaspard sýndi honum annað herbergi innar af, en
þar var hið fegursta baðker úr postulíni.
— Hér er mesti stásshlutur hússins — baðkerið. Það er.
heitt vatn í hægri krar.anum en kalt í þeim vinstri. Kerið
er þrisvar sinnum fjögur fet að stærð, svo að þú skalt
steypa þér varlega í það. Afsakaðu mig svo andartak með-
an ég les bréfið frá Angelique.
— Já, blessaður láttu mig ekki tefja lengur fyrir þér.
Hann var að ljúka við bað sitt, þegar Gaspard kom þjót-
andi inn til hans aftur, og var nú ægireiður að sjá á svip-
inn.
— Gleði, ekki nema það þó. Þetta bréf er fullt af ásök-
unum og kvenna flærð. Svikin skína út úr hverri línu, og
þessu er kastað í höfuðið á manni eins og fuglaskít. Ég
skal svei mér —-------.
— Nú, hvað stendur eiginlega í þessu bréfi, maður?
spurði Clifton hvatlega.
— Stendur — það er ekki einu sinni minnzt á mig. Það
er ekkert nema lýsingar á þessum andstyggilega Ajax
Trappier, hve fallegir hestar hans séu, og hver ágætismað-
ur hann sé sjálfur að bjóða henni í ökuferð á hverjum
sunnudegi. Þetta er smán, og mig þyrstir í blóð hans. Hvers
vegna er hún að ergja mig með öllu þessu skvaldri um
þennan spjátrung, sern keypti sig lausn frá herþjónustu.
— Ég veit það svei mér ekki, en ég skal reyna að geta
mér þess til, ef ég fæ að sjá bréfið.
Gaspárd rétti honum bréfið, sem hann hafði vöðlað sam
an í reiði. Við lesturinn gat Clifton ekki annaö en brosað,
en svipur Gaspard varð enn þungbúnari. — Þetta liggur i
augum uppi, sagði Clifton að lestrinum loknum. Faðir
Alphonse hefir alveg rétt fyrir sér. Það ert þú sem ert
heimskinginn í þessu máli, Gaspard, fyrst þú sérð ekki þeg
ar í stað, að ungrú Fanchon er að sálast af ást til þín, og
hún notar aðeins þessa venjulegu' aðferð kvenfólksins til
þess að koma vitinu fyrir þig og reyna að fíýta för þinni
til sín.
— Hún heldur, að ég sé aöeins umrenningur og geti ekki
,fest mig við neitt, af því að mér gezt betur að skóginum
og stórfljótunum en að hirða um hesta og svín.
— En þú elskar hana samt, er það ekki?
— Jú, ég elska hana af öllu hjarta.
— En þú vilt ekki fórna svo miklu fyrir ást þína að setj-
ast að sem bóndi?
— Jú, ég gæti hugsað mér það, en ég kann ekki við að
láta þvinga mig til þess.
— Hvað ætlar þú þá að gera?
— Ég ætla að heimsækja þennan Ajax Trappier og skora
hann á hólm, og síðan ætla ég að brjóta hvert einasta beiii
í skrokk hans.
— Ekki nema það þó. Hún ætti annars að frétta það, því
að þá mundi hún kannske gráta úr sér augun af ótta við
að þér yrði misþyrmt í bardaganum. En ég held, að slík við
ureign mundi samt vera til bóta, hvor sem sigur bæri úr
býtum.
— Heldur þú í alvöru, að hún elski mig?
— Já, það er ég viss um. Ég skil það aðeins ekki, hvers
vegna hún leggur svona mikla áherzlu á það, aö þú setjist
að sem bóndi.
— Ó, henni er þetta í blóðið borðið. Langa-langafi henn
ar settist að í Saint Felicien fyrir 160 árum, og Fanchon-
fjölskyldan hefir búið á sama blettinum síðan. Angelique
þykist vera hreykin af því og kertir hnakkann. Þetta er
stórbýli, og hún er eins og drottning þarna nyrðra. Gaspard
yppti öxlum. — í kvöld mun þér verða sagt, hvernig á þvi
stendur, að St. Ives fjölskyldan er nú nær eignalaus, og
karimaður af þeirri ætt er getur ekki lifaö af eignum konú
sinnar. Nú er ég búinn að létta á hjarta mínu og segja þér
allt. Hann gekk til dyra sneri sér þá við. — Þú kemur niður,
þegar þú ert tilbúinn, Clifton.
Þegar hann var farinn, rakaði Clifton sig og klæddist.
Honum fannst sem hann stæði nú við dyr mesta ævintýris
lífs síns, og það var ekki ómögulegt, að Antoinette St. Ives
kæmi við sögu í því ævintýri, væri ef til vill lífiö og sálin
í því.
Antoinette St. Ives sat í stofunni og beið hans, þegar
hann kom niður. Bróðir hennar hafði gengið eitthvað frá.
Hún sat álút og var að lesa. IJár hennar ljóst sem geiðslaflóð
lá um herðar hennar, og augu hans ljómuðu af aðdáun.
j — Nú, þarna kemur bardagamaðurinn, sagöi hún glað-
lega og leit upp. Bróöir hinn hefir sagt mér, hvernig þér