Tíminn - 13.04.1954, Blaðsíða 2

Tíminn - 13.04.1954, Blaðsíða 2
TÍMINN, þriðjudaginn 13,‘apríl 1954. B6. blaff. Glaðui* forst (Pramhald af 1. síSu.'- beinlínis bjargar lífi sínu með því að slíkir gúmmbát- ar voru í bátum, sem fórust á rúmsjó. Skipverjar höfðu nokkurt afdrep í gúmmíbátnum, þar sem yfir hann er tjaldað til skjóls. Rak þá nú stjórnlaust undan sjó og vindi í 22 klst. Ekki höfðu þeir önnur mat- föng meðferðis en það, sem eftir var í einum nestiskassa skipverja, er þeim tókst að ná með sér, er báturinn sökk. Allir voru þeir blautir og kaldir eftir að hafa lent í sjónum er þeir björguðust í gúmmíbátinn. Á sunnudaginn var alltaf stöðugt hvassviðri og stór- sjór og bar þá austur með landinu nokkuð djúpt, en alltaf höfðu þeir þó land- sýn. Ekki urðu þei’r varir við neinar skipaferðir. Aðfaranótt mánudagsins lægði veðrið heldur, en það versnaði_ aftur með morgn- inum. í birtingu fóru þeir félagar enn að horfa vonar- augum eftir skipum. Snemma morguns sáu þeir skip, sem fór langt frá þeim og nær landi. Hafði björgun- arbátinn þá borið nokkuð djúpt undan landi, um 50 sjómílur austur af Vest- mannaeyjum, eftir því sem síðar kpm í ijós. Þorleifur fór utan á björg- unarbátinn, er þeir sáu til skipsins. Bundu þeir veifu á ár, sem fylgdi bátnum, og reyndu þannig að láta til sin sjá. En það var árangurslaust í þetta skipti. Ekki leið þó á löngu, þar til þeir urðu aftur skipa- ferða varir. í þetta sinn kom skipið til móts við þá og tókst þeim að láta sjá sig. Kom skipið til þeirra og reyndist það vera brezkur togari, Hull City, sem var á leið frá Grimsby, beint á Íslandsmíð. Er skemmst frá því að segja, að skipbrotsmennirnir björguðust allir um Borð í togarann og fengu þar hinar ágætustu viðtökur. Má telja mikið lán að togaramenn komu auga á björgunarbát- inn, því annars er óvíst hver örlög þeirra félaga hefðu orðið, er þá hefði borið lengra á haf út og fjær skipaleiðum. Togarinn fór með skip- brotsmennina heim til Eyja og þóttu þeir úr helju heimt- ir, þar sem flestir höfðu talið þá af. Bæði Ægir og Fanney höfðu leitað að Glað, er hans var saknað, en líklega ekki farið nógu langt. Flugvél leit aði einnig í gærmorgun, en án árangurs. Eigendur Glaðs voru þeir Þorleifur Guðjónsson skip stjóri óg Þorgils Bjarnason, sem var vélstjóri á bátnum. Tíminn samfagnar skipbrotsmönnum og ást- vinum, sem heimtu þá heim aftur úr þessari tvísýnu við- ureign við ógnþrungið haf- ið. Megi gæfa og gengi fylgja þessum dugmiklu sjómönn- um um alla framtíð, og öðr- um starfsbræðrum þeirra. Útvarpíd ÍJtvarpið í dag: Fastir liðir eins og venjulega. 20.30 Erindi: Áfangar i réttindamál um kvenna; síðara erindi (Rannveig Þorsteinsdóttir, lög fræðingur). 20,55 Tónleikar (plötur). 21,15 Náttúrlegir hlutir: Spurning- ar og svör um náttúrufræði (Guðm. Þorlákss. cand. mag.). 21.30 Undir ljúfum lögum: Carl Billich leikur píanólög eftir Chopin). 22,00 Fréttir og veðurfregnir. 22,10 Passíusálmur (48). 22.20 Úr heimi myndlistarinnar. — Björn Th. Björnsson listfr. sér um þáttinn. 22,40 Kammertónleikar (plötur). 23.20 Dagskrárlok. Útvarpið á morgun: Fastir liðir eins og venjulegá. 20.20 Lestur fornrita: Njáls saga; XXXI. (Einar Ól. Sveinsson). 20,50 íslenzk tónlist (plötur): Kon- sert fyrir þrjá saxófóna og strengjasveit eftir Victor Ur- bancic (Þorvaldur Steingríms son, Sveinn Ólafsson, Vil- hjálmur Guðjónsson og strengjasveit Sinfóníuhljóm- sveitarinnar leika; höfundur- inn stjórnar)i 21,05 Vettvangur kvenna. — Erindi: Um Marian Anderson söng- konu (Anna Þórhallsdóttir). 21,30 Einsöng'ur: Marian Anderson syngur (plötur). 21,45 íslenzkt mál (Bjarni Vil- hjálmsson cand. mag.). 22,00 Fréttir og veðurfregnir. 22,10 Passíusálmur (49). 22.20 Með kvöldkaffinu. — Rúrik Haraldsson leikari sér um þáttinn. 23,00 Dagskrárlok. Svar forstjórans I (Framhald af 8. slðu.) vegis sem hingað til afgreidd- ar á viðeigandi hátt af yfir- 'stjórn S.V.R. Virðingarfyllst, Strætisvagnar Reykjavíkur Eiríkur Ásgeirsson (sign.)“. Niðurlag. Áður hafði verið birtur fyrri hluti bréfs forstjórans til vagn stjóranna hér í blaðinu en nið urlag þess hljóðar svo: „Vér teljum það mikilsvert, að Strætisvagnar Reykjavíkur og starfslið þeirra njóti vinsælda á meðal viðskiptavinanna, fólksins, sem daglega ekur með strætisvögnunum, og treystum vér því, að þér gerið það, sem í yöar valdi stendur, til aö svo megi verða“. STEF (Framhald af 8. eíðu.) Óbeint svar frá Gruenther. Loks hefir yfirherstjórn Atlantshafsbandalagsins í Paris sent út frétt þess efn- is, að bandalagið muni stofna sérstaka menning- ardeild til að annast sam- vi'nnu milli bandalagsríkj- anna, og fylgir það fréttinni, að mál þetta hafi hingað til orðið að bíða, vegna mikilla anna í hervopnamálum. — Sagt er, að HoIIendingur nokkur muni verða ráðinn til að stjórna þessari menn- ingardeild bandalagsins. Suraardraktirnar komnar Sambandið við stjörnurnar og blaðafregnir af því Tíminn skýrir svo frá, að rödd manns af annarri stjörnu hafi heyrzt á fundi i félagi Nýalssinna nýlega. En á stálþráðinn, sem þarna skil aði frá sér röddinni, hafði hún komið af miðilsmunni, en í miðilinn frá ábúum hinnar fjarlægu stjörnu. Ég býst við, að flestum þeim, sem trúa þessu, muni þykja það allnýstárlegt, en hinir verða þó margir, sem telja þetta hégóma einberan og halda að miðillinn hafi verið að blekkja viðstadda. Það er nú mitt álit, að hvorki hafi þarna verið um eintómar blekkingar að ræða, né heldur sé þetta svo mikil nýjung í eðli sínu, að ekki hafi svipaðir atburðir átt sér stað áður. í stað þess að vera algert eins dæmi, held ég, að samband takist við ábúa annarra stjarna svo oft, að ekkert sé algengara. Það er manninum eðlilegt að komast í slíkt sam band í hvert skipti sem hann sofnar. Hver einasti draumur er að mér skilst tilkominn fyr- ir áhrif frá mannverum á öðr- um hnöttum og þá væntan- lega draumar annarra manna einnig. Ætla ég ekki að rök- styðja þetta nánar hér, en að- eins minna á, að ýmsir fræg- ustu vísindamenn nútímans viðurkenna hugsanaflutning vísindalega sannaðan (en reyndar getur hver sá, sem þorir að treysta eigin viti, sannað sér þetta sjálfur). Og eigi hugsanaflutningur sér stað manna á milli hér á jörð, hví þá ekki milli jarðstjarna? Ég er Tímanum vitanlega þakklátur fyrir að sýna félagi Nýalssinna þann áhuga, sem lýsti sér í frásögn hans af nefndum miðilsfundi, þótt hún væri raunar meiri að fyr irferð en efni. Ég get að vísu ekki beinlínis rengt þær upp lýsingar, sem gefnar voru um fundinn, en fleirum en mér mun finnast þær hafa harla lítið fféttagildi og allra sízt gefa þær tilefni til stórra fyr- irsagna í virðulegu dagblaði. Annað liefði kannske verið merkilegra til frásagnar, t. d. sú hljóðfræðilega rannsókn, sem gerð mun hafa verið á því, sem talaðist af munni mið ilsins og á að hafa sýnt merki- legt mállýzkusamræmi hjá þeim röddum, sem fram komu hverri fyrir sig. En slíkt hefir annaðhvort farið framhjá heimildarmanni Tímans eöa honum hefir síður þótt taka því að nefna það, en hinum vafasama boðskap um klæða burð framliðinna, sem honum lá svo á að koma á framfæri. En þeim, sem vinveittir eru því að gerðar verði tilraunir til sambands við aðrar stjörn ur, vildi ég segja frá því, af þessu tilefni, að starfsemi fé- lagsins, sem þetta hefir að markmiði, er ekki komin á þann rekspöl, að frá stórtíð- indum sé þar að segja. Það vantar peninga til þess að byggj a stj örnusambandsstöð - ina og afla til hennar þess, sem hún þarfnast. En undir því, hvort hún rís, kann meira að vera komið en flesta grun- ar. Þorsteinn Guðjónsson. iV.V.V.VAAVVWAVJWWVWWy Land-Rover ÁRNI GUÐJÓNSSONi hdl. Mál fi*. skrífstofa Garðastræti 17. Sími 6314 By appointment to HU AtaiMty Tho Kl>«# Manufacturert of Land-fíovert Tht fíottr Oompang LtM. Miklar og gagngerðar breytingar hafa nú verið gerð ar á landbúna&arbílnum LAND-ROVER. — Hann hefir verið lengdur um Vz fet og eykur það rýmið aft- ur í bílnum um 25% og ber hann nú þægilega 7 manns í með bílstjóra. — Einnig hefir hurðaumbúnaðurinn ;• verið endurbættur og er bíllinn nú ryk- og vatnsþéttur. Heildverzlunin HEKLA h.f. Hvcrfisgötu 103 - Sími 1275 AWVAVAWAW/AWAVVVVVWAVAVAVVVVAVWrt \W^AVAV,V/A’.V.V.V.V.,/JWVWVVVWAVWWVW | m.s. Gullfoss \ Sú breyting verður á áætlun m.s. „GULLFOSS“, að skipið fer frá Reykjavík miðvikudaginn 21. apríl ■I j kl. 5 e. h. í stað þriðjudags 20. apríl. J. H.f. Eimskipafélag íslands ji ^/AVW/Z.V.VA'AV.V.VAVA’.VJVAWftVWViV llllllllllllllllllllllllllllllllltllllllllllllllMllimillllllllllllHI llllllllllllllllllllllllllllililllllllllllllllllllllllllllllllllllllMl í •BSaiaup 9 -R m 8fff\ | iuiis ‘uoa i a'eguisÁiddn | 1 •SoiuÁssnuu luSuogum i I SaiSup goS So iiuasni39H I | •UinUUQUI III3IJ JUI'BSU | i nuuiAtjn buuia sb jiBci f I •IBUI •J'I BIJ BuiIQIJSaBUUnO 1 I pB jsmiso jneBuisgBH f | JnqeuiSQ^a 1 ....... ( Bændur { | 17 ára piltur vanur öllum 1 I sveitastörfum óskar eftir | {vinnu helzt nú þegar eða J | eftir mánaðarmót á góðu | ! sveitaheimili. Tilboð merkt | | „1. maí“ sendist afgr. Tím- | I ans fyrir 1. maí næstkom-f f andi. iiiiiiiiiiiiiiiiitiiiiiiiiiiiiiiiillililiiiiiiiiiiliniiiiiiiiiiiiiini I Góð jörð Ámundakot í Fljótshlíð fæst til kaups eða leigu í fardögum. Tún véltæk. Hey- skapur fyrir 30 kýr. Nýtt steinsteypt íbúðarhús með öll- um þægindum og raflýsingu frá Soginu. Heymjölsverk- smiðja getur fylgt Góðir greiðsluskilmálar. Upplýsingar gefa Sigurður Sigurðsson, Ferðaskrifstofunni, og eig- andi jarðarinnar Eggert O. Sigurðsson, Ámundakoti i Fljótshlíð. Tnnilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinarþel við andlát og jarðarför frú SVANBORGAR LÝÐSDÓTTUR frá Keldum. Vandamenn.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.