Tíminn - 13.04.1954, Blaðsíða 4

Tíminn - 13.04.1954, Blaðsíða 4
TÍMINN, þrigjudaginn 13. apríl 1954. 86. blað. Tilkynning frá Skattstofunni í Reykjavík Vegna þeirra brytinga á skattalögunum, sem Alþingi hefir nú samþykkt, og gilda eiga við skattálagningu á þessu ári, er framteljendum hér með bent á að kynna sér þessi nýju ákvæði. Skattalögin í heild, ásamt leiðbein- ingum um framkvæmd hinna nýiu ákvæða, hafa nú ver- ið sérprentuö og fást gögn þessi á skattstofunni. Nokkrar þeirra auknu frádráttarheimilda, sem lögin ákveða eru þess eðlis að frekari upplýsinga er þörf en í framtali greinir. Er hér á eftir getið þessara nýmæla og þeim tilmælum beint til allra þeirra, er telja sig eiga rétt t:l skattlækkunar samkvæmt þeim, að lá'ta skattstofunni í té nauðsynlegar upplýsingar eftir því sem bent er á um hvert einstaka atriði. 1. Skattfrelsi sparifjár. Samkvæint 7. grein d-lið og 22. grein laganna er viss hluti af innstæðum i bönkum, sparisjóðum og innláns- deildum félaga, og vextir af sömu innstæðum, undanþeg iö framtalsskyldu og tekju- og eignaskatti, sem ekkert skulda hinn 31. desember ár hvert, eða sé um skuldir að ræða, er skattfrjás sá hluti heildarinnsteeðu, sem er um fram heildarskuldir. í þessu sambandi skal þó draga frá heildarskuldum fasteignaveðlán sem tekin hafa verið til 10 ára eða lengri tíma og sannanlega verið tekin til kaupa eða endurbóta á fasteignum skattgreiðandans. Allir þeir, sem telja sig eiga að njóta skattfrelsis af sparifé samkvæmt ofanskráöu, en hafa talið fram skuld ir, og einhvern hluti skuldanna er lán gegn veöi í fast- eignum til lengri tíma en 10 ára, verða að gera grein fyr ir eftirfarandi varðandi hvert einstakt fasteignaveðlán. a. Á hvaða fasteign hvílir lánið? b. Hvenær var lánið tekið og til hve langs tíma? c. Hverjar voru eftirstöðvar lánsins hinn 31. desember 1953? Tilgreina skal sérstaklega áfallna vexti frá síðasta gjalddaga til ársloka. d. Vegna kaupa, byggingar eða endurbóta á hvaða fasteign var lánið tekið? 2. Húsaleignfrádráttnr. í 10. grein, m-lið, eru eftirfarandi ákvæði um húsa- leigufrádrátt: „Nú færir leigutaki í íbúðarhúsnæði sönnur á að hann borgi hærri húsaleigu en því nemur, sem af- not húsnæðisins mundu talin til tekna, ef það væri sjálfsíbúð, og er honum þá heimilt að telja hálfan muninn til frádráttar tekjum, áður en skattur er á þær lagður. Frádráttarheimild þessi gildir þó ekki fyrir einhleypa, og húsaleigufrádrátturinn má ekki nema meiru en kr. 600.00 á ári á hvern mann, sem framteljandi hefir bæði á framfæri og í heimili.“ Þeim leigutökum, sem eiga kunna rétt á leigufrádrætti samkvæmt ofangreindu, en hafa ekki gert fulla grein fyrir húsaleigugreiðslum sínum, eða stærð leiguhús- næðis, eins og krafist var í skattframtali, er hér með gefinn kostur á að bæta úr þeirri vanrækslu. 3. Iðgjöld af lífsábyrgðnm. Hámark frádráttarbærra iðgjalda hefir verið hækkað í kr. 2.000,00. 4. Iðgjöld af ólögboðinim lífeyrlstryggingum í 10. grein, d-lið, er heimilað að draga frá tekjum til skatts iðgjöld af ólögboðinni lífeyristryggingu, er nemi allt að 10% af launum eða hreinum tekjum, þó ekki meiru en kr. 7.000,00 á ári. Þeir, sem á s. 1. ári hafa greitt slík iðgjöld, verða að gera grein fyrir fjárhæð iðgjaldsins og hjá hvaða sjóði eða stofnun lífeyristryggingin er keypt. Öllum eftirlauna- og lífeyrissjóðum og öðrum stofn- unum, er slíkar tryggingar annast, er bent á að kynna sér þau skilyrði, sem sett eru í d-lið 10. greinar laganna og uppfylla verður til þess að iðgjaldagreiðslur til þeirra megi draga frá tekjum. 5. Ferðakostnaður Samkvæmt 10. grein, staflið i, mega þeir skattgreið- endur, sem fara langferðir vegna atvinnu sinnar, draga frá ferðakostnað eftir mati skattyfirvalda. Það telst því aðeins langferð að ferðakostnaður milli heimilis og atvinnustaðar nema a. m. k. kr. 250,00 fram og til baka, enda sé miðað við ven/aleg og óhjákvæmi- leg útgjöld. Auk fargjalds má taka tillit til fæðis- og gistingarkostnaðar. Frádráttur þessi hjá hverjum gjald- enda kemur að jafnaði aðeins til greina vegna einnar slíkrar langferðar á ári hverju. Hver sá, sem telur sig eiga rétt til frádráttar sam- kvæmt þessum lið, verður að gera nákvæma grein fyrir ferðakostnaði sínum. 6. Hlífðarfatakostnaðnr fiskimanna í 10. grein, h-lið, er heimilað að veita fiskimönnmn frádrátt vegna sérstaks hlífðarfatakostnaðar. Af skipverjum á togurum njóta þessa frádráttar: há- setar, bátsmaður og 2. stýrimaður og nemur frádrátt- urinn kr. 300,00 fyrir hvern mánuð, sem skipverji er lögskráður. Á öðrum fiskiskipum njóta allir skipverjar frádrátt- arins, kr. 200,00 fyrir hvern mánuð, sem skipverji er slysatryggður í skiprúmi. Þeir, sem frádráttarins eiga að njóta, leggi fram vott- orð um, hve lengi þeir hafi verið í skiprúmi, annað hvort frá lögskráningaryfirvaldi eða hlutaðeigandi út- gerð. 7. Frádráttur vegna stofnunar heimilis. í 10. grein, k-lið, er ákveðinn sérstakur frádráttur þei mtil handa, sem gifzt hafa á skattárinu. Þar sem skattstofan hefir í höndum aðeins takmarkaðar upp- lýsingar um hjónavígslur, er nauðsynlegt, að í framtöl- um hlutaðeiganda séu fullnægjandi upplýsingar þetta varöandi. 8. Frádráttur vegna keyptrar hcimilisaðstoöar. Samkvæmt 10. grein, j-lið, skal með vissum takmörk- unum, veita frádrátt vegna keyptrar heimilisaðstoðar: 1. Ef gift kona, sem er samvistum við mann sinn, vinn- ur fyrir skattskyldum tekjum og kaupir í staðinn heimilisaðstoð. 2. Ef einstæð móðir, sem framfærir börn sín eða aðra ómaga á heimili sínu kaupir heimilisaðstoð vegna öflunar skattskyldra tekna. 3. Ef ekklar og ógiftir menn, sem hafa börn eða ómaga á framfæri á heimili sínu kaupa heimilisaðstoð þess vegna Keypt heimilisaðstoð telst í þessu sambandi laun og hlunnindi ráðskonu eða vinnukonu og greiðslur fyrir börn á dagheimilum. 9. Sölohagnaður. Vakin er athygli á hinum breyttu ákvæðum í 7. grein, e-lið, um skattskyldu söluhagnaðar af fasteignum. Þá er og atvinnurekendum bent á að kynna sér hinar nýju reglur í sömu lagagrein um skattlagningu á fyrn- ingum af seldu lausafé, enn fremur fyrimæli í framan- nefndum leiðbeiningum varðandi þéssi efni. Af ákvæð- um þessum leiðir m. a. að öll skattskyld fyrirtæki verða nú og framvegis að láta nákvæmar fyrningarskýrslur fylgja ársreikningum sínum. Þeir, sem telja sig eiga rétt til skattlækkunar sam- kvæmt einhverju framangreindra atriða, verða að hafa komið nauðsynlegum upplýsingum þar að lútandi til skattstofunnar, skriflega eða munnlega, — ekkí í síma, — í síðasta lagi fimmtudaginn 22. þ. m. Þeir, sem senda upplýsingar bréflega, tilgreini fullt nafn, fæðingardag og heimilisfang nii og á fyrra ári. Úlfarnir stefna nú að fyrsta meistaratitli sínum í deildakeppninni, og má segja, að tími sé til þess kominn, þar sem liðið hefir verið í fremstu röð eftir styrj öldina; sigraði í bikarkeþpninni 1949, og hlaut sömu stigatölu árið eftir í deildakeppninni og Portsmouth, sem sigraði, en hafði verri markatölu. Víst er, að nú á ekki að láta tæki- færið til sigurs ganga sér úr greipum: Það sýnir hinn mikli sigur yfir Charlton bezt, því á undanförnum árum hef i_r Charlton haft gott tak á Úlfunum, og oftast borið sigur úr býtum. Svo virðist sem West Brom- wich ætli að lenda í því sama og önnur stórlið,, sem reynt hafa að sigra bæði í bikar- keppninni og deildakeppn- inni, en misst af hvoru tveggja. Hinir erfiðu leikir undanfarið hafa valdið því, að helmingur aðalliðsins er nú meira og minna meiddur, en það vill oftast koma fyrir í lokaátökunum í ensku knatt,- spyrnuni, að mikil harka fær- ist í leikina, einkum, þegar leikið er við þau lið, sem eru í fallhættu. Má því reikna með, að WBA bíði það sama og Manch. Utd. og Arsenal, en þessi lið reyndu hvað eft- ir annað að sigra í báðum keppnunum, en misstu alltaf |af sigrinum á síðustu stundu. Sérstaklega er dæmið um Ar- senal 1952 táknrænt, en þá lék liðið við sigurvegarann Manch. Utd. í síðasta leikn- um í deildinni og tapaði með 6—0, og viku síðar tapaði Ar- senal fyrir Newcastle í úr- slitaleiknum í bikarkeppn- inni með 1—0. i í 2. deild er keppnin mjög tvísýn ennþá. Fjögur lið heyja þar harða baráttu um rétt- inn til að komast í 1. deild, en sem kunnugt er,komast tvö efstu liðin þangað. Leicester hefir mesta möguleika til sig- urs, en þess ber þó að geta, að liðið á eftir að leika báða leikina við Blackburn, sem er í öðru sæti, og getur það sett strik í reikninginn, og gefur tveimur næstu liðum, Everton og Nottm. Forest aukna mögu leika. Ekki er þó vafi á því, að Leicester og Blackburn hafa beztu liðunum á að skipa, en hjá þessum liðum leika marg ir frægir leikmenn, eins og t. d. Morris, Froggatt, Rowley og Hines hjá Leicester, en Langton, Eckersley, Briggs og Quigley hjá Blackburn. Úrslit s. 1. laugardag: 1. deild. Skattstjórinn í Reykjavík Arsenal—Liverpool 3-0 Aston Villa—Burnley 5-1 Blackpocl—Manch. Utd.. 2-0 Cardiff—W.B.A. 2-0 Cheisea—Bolton 2-0 Huddersf.—Tottenham 2-5 Manch. C.—Middlesbro 5-2 Portsmouth—Newcastle 2-0 Sheff. Utd.—Preston 1-1 Sunderiand—Sheff. Wed. 2-4 Wolves—Charlton 5-0 2. deild. Biackburn—Birmingham 3-0 Brentford—Luton 0-1 Bristol K.—Plymouth 3-1 Bury—West Ham 2-0 Derby—Nottm. Porest 1-2 Doncaster—Leeds 0-0 Everton—Stoke 1-1 Hull—Leicester 0-3 Lincoln—Swansea 3-1 Notts Co.—Rotherham 1-2 Oldham—Pulham 2-3 | Staðan er nú. þannig: 1. deild. Wolves 38 23 6 9 89-54 52 West Bromw. 38 21 8 9 83-53 50 Huddersfield 38 18 11 9 .73-53 47 (Fr,unlia' d á 7. síðu»

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.