Tíminn - 15.05.1954, Page 4

Tíminn - 15.05.1954, Page 4
TIMINN, laugardaginn 15. maí 1854. 108. blað. J'ökull Jakobsson: Síðari grein Leikhús og leikskólar í Vínarborg Sérstakur og sjálfstæður þáttur í leikhúslífi Vínar eru hin svonefndu kjallara'leik- hús (avant-gardetheater). Að vísu tiðkuðust þau að nokkru i Þýzkalandi og Austurríki fyrir stríð, en með nokkuð öðrum hætti, og fluttu þá að mestu léttmeti og skemmt- an eina (kabaretta o. s. frv.). Eftir stríðið þegar leikhúslíf- ið hófst að nýju, var mikill hörgull á viðunandi leikhús- um* flest þeirra voru ónot- hæf eftir sprengjufall og á- rásir. En áhugi leikhúsfólks- ins rénaði ekki, það gerði sér að góðu húsnæði, sem áð- ur hefði vart þótt boðlegt góðum verkum. í Þýzkalandi var algengt að leikflokkar byggju um sig í hálfhrund- um stórbyggingum og höfðu innan skamms breytt þeim í leiksvið og áhorfendasvæði, þótt frumstæður bragur væri á. í Vín hagaði betur til. Þar eru gríðarmiklir kjallarar undir húsum, sérstaklega þar sem kaffihús og greiðastaðir eru, vofu notaðir áður undir vínámur og vistageymslur. Kjallararnir undir kaffihús- um borgarinnar urðu leikhús. Leikhús þessi eru undan- tekningarlaust rekin af ein- staklingum og einkasamtök- um. Þau krækja sér í fé með ýmsum hætti. Eitt er til dæm is að mestu stutt af stúdent- um, önnur fá beinan stuðn- ing frá auðmönnum. sem á- huga hafa á leiklist eða eru upp með sér af að styrkja menningarfyrirtæki. Klúbb- ar eru myndaðir um önnur þar sem föst félagsgjöld eru styrkasta stoðin. Starfslið þessara leikhúsa er nær eingöngu ungt fólk, sem lokið hefir leiklistarnámi og enn ekki fundið leiðina til frægðar. Snjall leikari þarf þó engu að kvíða þótt hann byrji feril sinn í kjallara. Ef hann sýnir hæfileika á hann von um öruggari og feitari samning við stærri leikhús- in. Það er því mikið vanda- mál kjallaraleikhúsanna, að þeim helzt sjaldan lengi á góðum leikurum , innan skamms hafa þeir verið „upp- götvaðir“ af útsendurum stærri leikhúsanna. Þrátt fyr ir það er framboð á leikur- um alltaf svo mikið, að jafn- vægi helzt, leiklistin í kjöll- urum er oftast vel í meðal- lagi og stundum hreinasta af- bragð. Vegna aðstöðu sinnar þurfa kjallaraleikhúsin að vera vel á verði og hnitmiða leikrita- val sitt, þau eru öðrum leik- húsum fremur undirorpin ( duttlungum áhorfandans og eitt illa sótt verk getur ráðið úrslitum um tilveru þeirra. ■ Og þau hafa í tvær andstæð- j ar áttir að horfa: Að fylgj- j ast árvök með nýjum straum- um í leikbókmenntunum, | reyna að keppa við stærri leik húsin og vera á undan þeim' með ný og óþekkt verk. í þessu er mikil áhætta fólgin, eng-' inn getur—séð fyrir hversu fyrirtækið muni heppnast. Að þessu leyti eru þau tilrauna- leikhús. Til þess að vega upp á móti áhættunni hafa sum þeirra tekið það til bragðs aö sýna innan um gamanleiki og létt verk, sem vitað er um að munu ganga og laða þann ig til sín almenning. Gróðinn af slíkum sýningum getur þá bætt upp, ef næsta tilraun misheppnast. Framar öllu leggja þau þó áherzlu á að auka leikmenn- inguna, flytja verk, sem hafa meningarlegt — og mannlegt gildi. Tilvera þeirra er ýms- um duttlungum háð, aldrei er að vita, nema að kassinn verði tómur á morgun og loka þurfi fyrir fullt og allt, þess vegna verður oft að tefla á tæpasta vaðið, enginn hætta er á að kjallaraleikhúsin staðni í hóglífi og makræði, þeirra tilvera byggist á að flytja áhorfendum sínum nýj asta æðaslagið í leikmenn- ingunni. Bragur allur á kjallaraleik húsunum er annar og frjáls- ari en í stærri leikhúsunum, þar sem allt er föstum regl- um háð og hnökralaust. Eins og áður er sagt, eru kjallar- arnir undir kaffihúsum og eigendur kaffihúsanna láta sér nægja sem húsaleigu að selja gestunum veitingar. Borð eru á milli sætaraðanna, veitingar fram bornar í hléi og fyrir sýningar, gestirnir sitja yfir rjúkandi kaffibolla og reykja í makindum, meðan hetjan berst baráttu sinni á sviöinu. Minnsta kjallara- leikhúsið er fyrir marga hluti skemmtilegt. Það tekur ekki nema 49 manns í sæti, þar eð greiöa þarf skemmtanaskatt af leikhúsum meö 50 sæti og þar yfir. Gesturinn má búast við því, að stúlkan, sem tók við frakkanum hans í fata- geymslunni, birtist honum aftur á leiksviðinu sem kon- ungsdóttir um kvöldið og sá, sem visaði til sætis, komi í ljós sem ráðherra eða betl- ari. Ef til vill er ótalinn mesti kostur þessara leikhúsa. Þau veita nýjum og óreyndum leik urum oft tækifæri til að spreyta sig á erfiðum og kröfu hörðum hlutverkum, sem þeir ef til vill hefðu þurft að bíða eftir í mörg ár, hefðu þeir strax að námi loknu fengið stöðu við stærri leikhúsin. Þannig flýta þau fyrir þroska leikaranna. Ungu leikararnir vilja heldur koma fram í gerfi frægra persóna, þó á kjallaraleiksviði sé, en verða sýknt og heilagt að sætta sig við þjónahlutverk í Burgtheat er. Starfið í kjallaraleikhúsun- um er að mörgu leyti frum- gróður leikmenningarinnar í borginni. Ekki væri úr vegi að athuga nokkuð jarðveginn sem hún sprettur upp af: Leikskólana, þar sem leikhús- fólkið fær menntun sína. Fyrst skal frægan telja hið svokallaða Max Reinhardt Seminar, sem útskrifar leik- ara og leikstjóra. Það er rík- isstofnun, hefir starfað síð- an 1929, og var lengst af und ir stjórn hins heimsfræga leik stjóra Max Reinhardt, sem hefir mótað skólann og gef- ið honum svip og form. Enn svífur andi hans þar yfir vötnum. Nemendur skólans hljóta beztu menntun í leik- list, sem völ er á, undir leið- sögn hæfustu sérfræðinga Auturríkis. Úr þessum skóla hafa flestir beztu leikarar þýzkumælandi landa komið. Eitt er það, sem þessi leik- skóli getur státað af fram yfir alla aðra í Evrópu. Það er fullkomið leikhús, sem skól (Framhald á 6. síðu.) ALLT Á SAEV9A STAÐ Nýkomnar jeppavélar Einnig cldri standsettar jeppa- vélar fyrirliggjandi. Tökum gömlu vclina yðar uppí sera grciðslu. H.F. EGILL VILHJÁLMSSON Kefur bóndi hefir kvatt sér hljóðs og fer með stökur sínar að' venju: „Ilcill og sæll Starkaður! Gleðilegt sumar, góðir menn og ■ konur, gæfunnar dísir ykkur veiti lið. Ennþá er Refur sveitarinnar sonur, sjóinn þó karlinn stundum dvelji við. Þegar snjór fór að þána, kvað ég þessa stöku: Þegar sunna þýðir hjarn þýt ég snemma á fætur. Vil þó eins og vorsins barn vaka fram á nætur. En nú er blessaö vorið komiö og vorhugur í flestum og þá kveð ég þessar sléttubandavísur: Mjöllin þánar, eyðist ís, aftur vorrar jarðar. Fjöllin blána, röðull rís raunir léttir haröar. Jörðin auða grasi grær, gaukar hneggja snjallir. Hjörðin sauða fylli fæi', fagna seggir allir. Brautir sléttast, þróast þor þrýtur fanna styrinn. Þrautir léttast, veitir vor vonum manna byrinn. Og þegar vorsólin ljómar vönn og skær, kveð ég: Færir blessun, eykur yndi Eygló björt um vorsins tíð. Nærir, hressir, lífgar lyndi, léttir hjörtum böl og stríð. Bætir, græðir, sár er svíða, — svarðar gróður þroska nær. Lætur flæða Ijósið blíða, lífsins móðir hrein og skær. Svo vík ég að öðru efni og koma hér sýnishorn: Harðla gott er hjálp að fá helzt í þraut og vanda. Samt er betra ætíð á eigin fótum standa. Eftirfarandi vísa þarf ekki skýr- ingar við: Haldið við' er haturs glóð hennar eykst því máttur. Stendur fyrir þrifum þjóð', þrotlaus ílokkadráttur. Alþing íslendinga fær þessa stöku: Þings er háttur þroskaseinn, þar er sjaldan friður. Því sem stingur upp á einn annar rífur niður. En þingið semur þrátt fyrir það alltof mörg lög. og því kveð ég: Lagabálkar lengjast mjög, lítil eru að sumum notin. Væru færri á Fróni lög, færri yrðu lagabrotin. Þingið á stundum þakkir skiiið og fær þessar þakkir frá mér: Þökk og lof skal þingi tjá, — það er að segja ef ég vil. — Breyting lagabreyting á búið oft það hefir til. /slenzk tunga er auðug af ýms- um atvinnuheitum manna, sem enda á „stjói'i" eða „fræðingur". Sbr. hreppstjóri, skipstjóri, skatt- stjóri o. s. frv. og t. d. sagnfræð- mgur, mjólkurfræðingur, listfræð- ingur o. fl. o. fl. Um þetta varð eftírfarandi staka: Marga nafngift menntun gaf, mönnum, smáum, stórum. Fullt er allt á Fróni af „fræðingum"’ og „stjórum". Þegar ég heyrði „Sölku Völku“ lesna í vetur næst á eftir passíu- sálmum Hallgríms Péturssonar, kvað ég: íslendingar allir fá — enginn vill það tálma — Sölku-Völku í „uppbót“ á aldna Hallgríms sálma. En þá „uppbót" hefi ég ekki not- að mér. Daníel Friðriksson á Akranesi fékk þessa vísu írá mér í fyrravetur: Laus frá beyg við lífsins él, lyndis-geig ei ber hann. Sundum „deigur“ Ðaníel drengur seigur er hann. Eftirfarandi vísu kvað ég um sjálfan mig, en hún getur átt við fleiri: Sporin þungu þekkja má, þyrnum stungin rekkur. Leið sem ungur lagði á lífsins klungur-brekkui'. Svo kemur hcr málsháttur í stöku: Þráfaldlega þetta eést, því mun neita enginn. Nýtist hverjum bónda bezt baggi heima fenginn. Þegar ég las það í blaði, að rænt hefði veriö messuskrúðanum úr Vallaness-kirkju, kvað ég: Herrans þjón mun harmur * þvinga, helgra tíða sönguf þver. Sankti-Pétur Sunnmýlinga sviptur messuklæðum er. Svo koma hér þrjár stökur um Vigfús hinn víðförla, en hann var þá staddur í Suður-Afríku, þegar þær voru kveðnár: Vigfús ennþá viða fer, veröldina kannar. Varla mikið meira sér maður nokkur annar. Áfram heldur stað úr stað, stundir þolir heitar. Þegar vorar aftur að, upp til dala leitar. Hvert á land sem Fúsi fer frjáls og hress í sinhi. Allra bezt hann unir sér undir Grábrókinni. T ——T--1 Endar svo kvcðskapurinn með eftirfarandi stöku: Stund til gróöa gæfist ný, glóð ef Ijóða brynni. Tómahljóð er orðið í óðar-skjóðu minni.“ Lýkur svo kveðskap Refs bónda. Starkaður. Langaveg 118 — Tteykjavík Sími 8 18 12 ‘ Plöntur! Plöntur! PLÖNTUSALAN BYRJUiÐ. Höfum yfir 100 tegundir af fjölærum jurtum, ásamt mörgum teg. af sumarblómum og garðarósum. Hringið, skrifið, við sendum. Biðjið um plöntuskrá. PLANTBE) ÁVALLT EINHVERJU NÝJU. Gróðrarstöðin Sólvangur Sími 80936 C3S3eSSSSIS55S5SSSSSSÍ*íí$SÍÍ$55SSSSS5ÍSSSSSSSSS5ÍÍSS5$ÍÍSS$íí$SÍ5ÍS

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.