Tíminn - 09.06.1954, Blaðsíða 6
:*
TÍMINN, migvikudaginn g. júní 1954.
126. blaff.
SflSíj
HÖDLEIKHtiSID
WITOUCHE
Sýning í' kvöld kl. 20.
yiLLIÖNDIN
Sýning föstudag kl. 20.
Síöasta sinn.
' ASgöngumiðasalan opin frá kl.
13,15 til 20. Tekið á móti pönt-
unum. Sími 8-2345, tvær Iínur.
Hrakfalla-
bálkurinn
Sindrandi fjörug og fyndin ný
amerísk gamanmynd í eðlilegum
litum. í myndinni eru einnig
fjöldi mjög vinsælla og skemmti
legra dægurlaga.
Mickey Rooney,
Anne James.
Sýnd kl. 5, 7 og 9.
NÝJA BÍÓ
— 1544 —
Söngvag'leði
(„111 Get By“)
Rétt og skemmtileg músik-
litmynd, full af ljúfum lögum.
Aðalhlutverk:
June Haver,
William I.undigan,
Floria De Haven,
og grinleikarinn Dennis Day.
Aukamynd:
Sýnd kl. 5, 7 og 9.
TJARNARBÍÓ
Siml 6485.
Brúðkaupsnóttin
(Jeunes Mariés)
Afburðaskemmtileg frönsk gam-
anmynd, er fjallar um ástands-
mál og ævintýraríkt brúðkaups-
ferðalag. Ýms atriði myndarinn-
ar gætu hafa gerzt á íslandi.
Myndin er með íslenzkum texta.
Aukamynd:
ÚR SÖGU ÞJÓÐANNA VIÐ
ATLANZHAFIÐ.
Myndin er með íslenzku tali.
Sýnd kl. 5, 7 og 9.
BÆJARBIÓ
— HAFNARFIRÐl -
ABíNA
Stórkostleg ítölsk úrvalsmynd,
sem farið hefur sigurför um all-
an heim.
Myndin hefur ekki verið sýnd
áður hér á landi.
Danskur skýringartexti.
Bönnuð bömum.
Sýnd á annan í Hvítasunnu
Sýnd kl. 7 og 9.
SERVUS GOLDX^
"N___íiy\j\
—ir\>nJ
IrxAU-
0.10 HOLLOW GROL'ND 0.10
mrn YELtOW BLADE mm
5*
ÚR OG KLUKKDR
— Viðgerðir á úrum. —
JÓN SIGMUNDSSON,
skartgripaverzlun,
Laugavegi 8.
TBICO
hrelniiftr allt, Jafnt gólíteppi
eem fínasta silkivefnað.
BeUdsölubirgðir hjá
CHEMJA H. t.
LEIKFÉLA6
REYKJAVftOJR1
„Frttenka Charles“
Gamanleikur í 3 þáttum.
Sýning í kvöld kl. 20,00.
Aðgöngumiðasala frá kl. 2.
Sími 3191.
GIMBILL
Gestaþraut í 3 þáttum
sýning annað kvöld kl. 20.
Aðgöngumiðasala kl. 4—7.
Sími 3191.
Uögregluforingiim
Roy Rogers
Hin afar spennandi kúrekamynd
í litum, með
Roy Rogers, Lynne Roberts
og grínleikaranum:
Andy Devine.
Sýnd kl. 5.
AUSTURBÆJARBÍÓ
Ung og ástfangin
(On Moonlight Bay)
Mjög skemmtileg og falleg ný
amerísk söngva- og gaman-
mynd í litum.
Aðalhlutverk:
Hin vinsæla dægurlagasöngkona
Doris Ðay
og söngvarinn vinsæli:
Gordon MacRae.
Sýnd kl. 7 og 9.
GAMLA BÍÓ
— 1475 —
Ævintýri I París
(Rich, Young and Pretty)
Ný og bráðskemmtileg amerísk
söngvamynd í litum, er gerist i
gleðiborginni.
Jane Powell,
Danielle Darrieux,
Fernando Lamar
og dægurlagasöngvarinn
Vic Damone.
Sýnd kl. 5, 7 og 9.
TRiPOLI-BIO
, Sími 1182.
Astarævintýri
í Monte Carlo
(Affair in Monte Carlo)
Hrífandi fögur, ný, amerísk
litmynd, tekin í Monte Carlo.
Myndin fjallar um ástarævin-
týri ríkrar ekkju og ungs fjár-
hættuspilara.
Myndin er byggð á hinni heims
frægu sögu Stefáns Zweigs,
„Tuttugu og fjórir tímar af ævi
konu.“
Merle Oberon, Richard Tod,
Leo Genn.
Sýnd kl. 5, 7 og 9.
HAFNARBIO
— Simi 6444 —
Litli
stroknsöngvarinn
(Meet me at the Fair)
Bráðskemmtileg og fjörug ný
amerísk skemmtimynd í litum.
Sýnd kl. 5, 7 og 9.
Htismæðraskólhm
á Löngumýri
(Framhald af 4. síðu.)
sneri heim til ættbyggðar sinn
ar úr fjarlægu héraði, þar|
sem hún um nokkurt skeið j
veitti forstöðu húsmæðra- j
skóla. Lengi hafði það verið
draumur hennar og einiæg
ósk að helga húsmæðrafræðsl
unni í Skagafirði krafta sína.
Og með þeim krafti og óbil-
andi kjarki, sem jafnan hefir
einkennt frk. Ingbjörgu, hófst
hún handa um að reisa hús
Uetjut
SKÓGARINS
eftir J O. CURWOOD
78.
æskuheimili ’Allir hinir röskan menn höfðu verið að starfi við að ryðja
og hér voru því fáir full-
jtimbrinu í fljótið allmiklu ofar,
hraustir skógarhöggsmenn.
Hvergi sást neitt til manna Hurds. Þarna stóðu þær Antoin-
^ ette, Catherine og Angelique nokkra metra frá, þar sem þéir
| félagar renndu bát sínum að landi. Denis greip um hendur
mæðraskóla á
sínu Löngumýri.
Nokkrir efuðust um að
þessi framkvæmd heppnaðist
en allir viðurkenndu nauðsyn
þeirrar framkvæmdar, sem,
hér var um að ræða. Og þeir,' þeirra, en hann sagði ekki orð. Þess var engin þörf. Clifton og
sem bezt þekktu dugnað hennjDelphis gátu sjálfir séð, hvernig ástandið var.
ar voru öruggir um það, að| Svo sneri Clifton sér að fljótinu. Hann stóð lengi kyrr með
bví verki, sem hún byrjaði ájkreppta hnefa og horfði út yfir lónið, sem var að myndast.
mundi hún Ijúka. Og nú eftir Hér hafði ekki verið að unnið með neinum vettlingatökum.
tíu ár blasir árangurinn við (Menn Hurds höfðu vel að unnið. Clifton gleymdi alveg um
augum allra, sem fara þjóð- stund hópnum, sem stóö að baki honum, en'hann gleymdi
leiðina yfir Skagafjörð. samt ekki alveg Antoinette St. Ives. Hún stóð þarna nokkur
Skagfirðingar þakka frk. j skref frá honum og hafði ekki af honum augun. En hvað hún
Ingibjörgu ómetanlegt fram- J hlaut að hata hann og fyrirlíta, hugsaði hann með sér. Nú var
lag hennar til „menningar- hann sigraður og Laurentnska félagið var eyðilagt. Hann
mála“ héraðsins og óska þess hafði ætlað að bjarga öllu við en ekki reynzt maður til þess.
af alhug, að mega njóta Hann hafði látið óvinina leika á sig, verið sá glópur, að láta
krafta hennar enn um langa ekki varðmenn sína hafa auga með Sandfellinu.
hríð.
G. O.
Erlent yfirlit
(Framhald af 5. Eiðu.)
ingi í hernum. Hann er sagður
traustur maður, en er hinsvegar
ekki slíkur mælskugarpur og
Hambro.
Athugun á 40 stunda
vinnuviku.
Sænski félagsmálaráðherrann,
Stráng, hefur nýlega skipað 10
manna nefnd, er á að rannsaka það
. á sem víðtækustum grundvelli,
hvaða áhrif 40 stunda vinnuvika
myndi hafa í för með sér. Athugun
þessari skal m. a. beint að því,
hvort hægt sé að koma henni í
framkvæmd, án þess að minnka
afköstin. Kröíunni um 40 stunda
vinnuviku eykst nú mjög fylgi inn-
an sænsku verkalýðshreyfingarinn-
ar og hefur því stjórnin talið rétt
að efna til framangreindrar rann-
sóknar, sem búist er við að taki all-
iangan tíma.
E.s. Brúarfoss
fer frá Reykjavík miðviku-
daginn 9. júní til austur- og
norðurlandsins.
Viðkomustaðir:
Vestmannaeyjar,
Djúpivogur,
Fáskrúðsfjörður,
Reyðarfjörður,
Eskifjörður,
Norðfjörður,
Seyðisfjörður,
Húsavík,
Siglufjörður,
Akureyri.
H.f. Eimskipafélag íslands
niiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiinii iii >iiui iimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiii
£ 9 I
| Rdí Iskona i
| óskast í sveit. — Tilboð f
1 leggist á afgreiðslu Tim- =
I ans fyrir þriðjudagskvöld, 1
| merkt „Sveit.“ i
MllllllllfimilllllllllllllllllllllMIIIUIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIll
Og nú þurfti ekki lengi að bíða afleiðinganna. Trjábolirnir
þeyttust nú í hrönnum undan straumnum og hrúguðust upp
í straumsvelgnum ofan viö þrengslin. Þaðan héyrðist nú há-
vært brak og iðandi kösin hlóðst upp, því að alltaf bættist
meira við að ofan. Ruðningarnir urðu hærri og hærri. Þetta
virtist algerlega vonlaust. Delphis greip krampataki um hand-
legg Cliftons, og á sama andartaki flaug þeim það sama í
hug. Þessi hækkun ruðningsins á einum stað sýndi sem sé,
hvar haft það, sem mesta ruðningnum olli var að finna. Þeir
gengu þegjandi nokkur skref afsíðis og hópurinn bak við þá
hafði ekki af þeim augun.
Augu þeirra mættust. — Já, það er stóra bjargið í miöjum
ruðningnum, sem öllum vandanum veldur, sagði Bolduc. Góð
hleðsla af sprengiefni á réttan stað mundi leysa haftið og
brjóta timbrinu leið fram úr þrengslunum.
Hann horfði á Clifton, en hann var náfölur og sagði ekki
orð enn. Það var þó ekki óttasvipur, og andlitsdrættir þeirra
beggja voru nú harðir sem skornir í tré.
— Vatnið, sem safnast hér fyrir, þrýstir á með milljónum
hestafla, og getum við aðeins sprengt þessa miðju ruðning-
anna, mun annað láta undan og farvegurinn hreinsast. Flóð-
bylgjan og timbrið mun þá ryðjast áfram með meiri krafti
en nokkru sinni fyrr og fleytingin ganga með meiri hraða
en nokkurn hefir órað fyrir.
— Já, alveg rétt, en hvernig — — ?
— Það mun að Ikindum kosta mannslíf.
— Já, en timbriö kemst leiðar sinnar og fyrirætlanir Hurds
verða að engu.
— Já, rétt er það.
Þeir stóðu fast saman. Nú hló Buldoc, og nú var kominn
eðlilegur hljómur í hláturinn.
— Ég vil ekki gera það fyrir Denis, sagði hann, og ekki
fyrir nokkurn mann annan, en ég vil ekki, að Hurd sigri með
þessu bragði.
Clifton svaraði hægt. — Delphis, sæktu nokkrar sprengi-
efnihleðslur og segðu Denis um leið, að víkja fólkinu svolítið
frá fljótinu, því að viö ætlum að reýna nokkrar minni hátt-
ar sprengingar hér við bakkann.
Þeir tókust í hendur sem snöggvast.
Bolduc kom aftur til hans örskammri stundu síðar og á
meðan hann var burtu hafði Clifton starað án afláts út yfir
fljótið og veitt glögga athygli þeim umbrotum, sem átti sér
stað, er trjábolirnir hrönnuðust upp undan straumköst-
um og timrinu, sem að ofan barst.
— Ég sagði þeim, að við ætluáum að reyna að gera smá-
sprengingar hérna við bakkann og fékk fólkið til að færa
sig dálítið frá. Sprengihylkin eru tilbúin til notkunar, og ég
hefi lagt í þau tveggja mínútna kveikiþráð.
Þeir sneru sér aftur að ólgandi flaumnum. Milli árbakkans
og timburhrannanna í miðri ánin, þar sem stóra bjargið var
og og hélt öllu föstu, var allbreytt bil, þar sem trjábolir köst-
uðust til, en hrönnuðust ekki upp. Þetta yröi hættulegasti
hluti þeirrar leiðar, sem þeir yrðu að fara. Þar mundi dauð-
!nn liggja i leyni við hvert fótmál. En færu þeir varlega og
hefðu heppnina með sér, var ekki útiiokað, að þeir mundu
komast yfir og út að bjarginu, en það yrði verra að fara til
baka, því að þá mundu þeir ekki mega bíða eftir lagi, þar
sem búið yrði þá að kveikja á þræði sprengjanna, og þeir
yrðu að komast eins fljótt brott og auðið væri.
— Á sama andartaki og sprengingin verður, tvístrast
timburhrannirnar, sagði Delpis. Eitt er víst, við verðum- að
komast eins fljótt brott og upp á bakkann aftur og nokkur
kostur er, og til þess að sleppa má ekkert tefjá för okkar.
Clifton gat ekki stillt sig um að snúa sér viö sem snöggv-
ast og líta til Antoinette. Hún stóð hjá Denis ofursta örlítið
írá aðalhópnum og horfði á hann.
— Jæja, þá skulum við halda af stað. I
— Já, við stefnum að straumhnútnum þarna miðja vegu.
Gættu þess að líta ekki við til að gá að mér. Allt veltur á að
komast yfir á sem skemmstri stundu, svo að viðarkösin fál
sem minnstan tíma til að breyta sér. Og falli annar okkar