Tíminn - 20.06.1954, Blaðsíða 4
4
TÍMINN, sunnudaginn 20. júní 1954.
134. blag.
Eins og kunnugt er, urðu
úrslit þau í bæjarstjórnarkosn
ingunum í vetur, að einn
flokkur hlaut meirihluta í
þremur .bæjarstjórnum, þ. e.
Sjálfstæðisflokkurinn í
Reykjavík og á Ólafsfirði, og
Kommúnistaflokkurinn á
Norðfirði. í 10 bæjarstjórnum
fékk enginn einn flokkur,
meirihluta. Það hefir þó sið- !
ur en svo komið að sök, því'
að starfhæfur meirihluti hef-
ir myndazt í þeim öllum með
samstarfi tveggja eða fleiri
flokka.
Niðurstaðan hefir orðið
sú, að í þremur af þessum
tíu bæjarfélögum hefir það
fallið í hlut Framsóknar-
manns að fara með bæjar-
stjórastöðuna, þ. e. á Akra-
nesi og Seyðisfirði, þar sem
andstöðuflokkar Sjálfstæðis
flokksins vinna saman, og á
Sauðárkróki, Siglufirði og I
Keflavík, þar sem Framsókn
armenn og Sjálfstæðsmenn
vinna saman.
í tveimur af þessum bæjar
félögum er Alþýðuflokksmaö-
ur bæjarstjóri, þ. e. á ísafirði,
þar sem Framsóknarmenn og
Alþýðuflokksmenn vinna sam
an, og í Hafnarfirði, þar sem
Alþýðuflokksmenn- og komm-
únistar mynda meirihlutann.,
í tveimur þessara bæjarfélaga'
er Sjálfstæðismaður bæjar-
stjóri, þ. e. í Vestmannaeyj-j
um, þar sem Framsóknar- í
menn og Sjálfstæðismenn
vinna saman, og á Akureyri,
þar sem ekki er nein bindandi
samvinna milli flokkanna. í,
einu þessara bæjarfélaga erj
svo kommúnisti bæjarstjóri,1
þ. e. á Húsavík, þar sem Al-
þýðuflokksmenn og kommún-
istar vinna saman.
Framsóknarflokkurinn
hefir flesta bæjarstjóra.
Samkvæmt þessu yfirliti
eru 5 af 13 bæjarstjórum
landsins Framsóknarmenn, 4
Sjálfstæðismenn, 2 Alþýðu-
flokksmenn og 2 kommúnist-
ar. Framsóknarflokkurinn
hefir þannig flesta bæjar-
stjóra.
Þetta kemur ekki á óvart,
þegar þess er gætt, að Fram-
ysóknarflokkurinn vann á
mest allra flokka í bæjar-
stjórnarkosningunum í vetur,
að Reykjavík undanskilinni.
Hins vegar myndi þetta ekki
hafa þótt trúlegt fyrir nokkr-
um árum, þegar allir andstæð
ingar Framsóknarflokksins
kepptust við að stimpla hann
sem einhliða bændaflokk og
töldu hann óalandi og óferj-
andi í kaupstöðum og kaup-
túnum. Þá bar þessi áróður
alltof mikinn árangur.
Fímm bæjarstjórar. — Fyfgi Framsóknarflokks
ins í kaupsföðunum. — Glundroðakenngngfn af
sönnuð. — Er varnarþörfin liðin hjá? — Horg-
unblaðið og prentfrelsið. — Heilindi í samsfarfi,
— Þar sem austrið og vestrið mætast.
Daníel Agústínusson,
bæjarstjóri á Akranesi.
Björgvin Bjarnason,
Bæjarstjóri á Saúðárkróki.
Jón Kjartansson,
bæjarstjóri á Siglufirði.
Þessi áróður hefir hins veg
ar misst marks, þegar al-
menningur bæjanna hefir
farið að íhuga málin betur.
Bæjarbúum hefir orðið ljóst,
að fólk til sjávar og sveita
hefir sameiginlegra hags-
muna að gæta og þess vegna
á það að vinna saman, en
ekki að skipa sér í andstæð-
ar fylkingar. Jafnframt hef-
ir þeim orðið Ijóst, að hin
markvissa umbótastefna
Framsóknarflokksins er væn
legust til lausnar á vanda
málum bæjanna.
Þess vegna fara Framsókn
armenn nú með forustuna í
fimm bæjarfélögum landsins
og standa að stjórn þriggja
bæjarfélaga annarra.
Glundrooakenningunni
hrundið.
Meirihlutasamvinna sú,
sem tekizt hefir í þeim tíu bæj
arfélögum, þar sem enginn
einn flokkur fékk meirihluta
í kosningunum í vetur, af-
sannar vel glundroðakenning
una, sem haldið var fram af
Sjálfstæðismönnum í vetur.
Núverandi forsætisráðherra í
afsannaði hana líka ágætlega j
í ræðu sinni 17. júní. Hanni
benti á, að hér hefðu orðið |
meiri framfarir seinustu tíu
árin en nokkru sinni áður.
Allan þann tíma hefir þó eng
inn einn flokkur haft meiri-
hluta á Alþingi. Ríkisstjórn-
irnar hafa orðið að styðjast
við samstarf tveggja eða
fleiri flokka allt þetta tíma-
bil.
Svona hefir þetta líka allt
af verið alla leið síðan 1915,
er þjóðin endurheimti sjálf
stæði sitt, nema árin 1924—
27. Þá hafði einn flokkur
meirihluta á Alþingi, Sjálf-
stæðisflokkurinn, sem þá
hét raunar sínu rétta nafni.
Þau f jögur ár eru mestu kyrr
stöðutími á öllu þessu tíma-
bili.
Vissulega má margt að
samstjórnum finna. En fram j
angreind reynsla sýnir, að
ekki væri til bóta að fá í
stað þeirra stjórn Sjálfstæð- I
isflokksins eins, líkt og nú er
haldið fram í Mbl.
Samsteypustjórnir.
Með því, sem her er sagt,
er ekki verið að halda fram,
sérstaklega þeirri stjórnar-
skipan, sem hefir fleiri
flokka í för með sér og gerir
því samvinnu tveggja eða
fleiri flokka nauðsynlega um
stjórn landsins. Sums staðar
hefir hún gefist mjög illa, t.
d. í Frakklandi. Annars stað-
ar hefir hún gefist vel, t. d. á
Norðurlöndum, svo að stjórn-
málaþróunin hefir hvergi'
reynst farsælli. Vafalaust er, |
að skipulag samsteypustjórn-
anna reynir enn meira á
samstarfsvilja og þjóðhollan
skilning flokkanna en þar
sem flokkar eru aðeins tveir
og skiptast á um að fara með
völdin, eins og t. d. í Bret-
landi. í löndum samsteypu-
Jóliannes Sigfússon, i
bæjarstjóri á Seyðisfiröi.
stjórnanna verða flokKarnir
að læra þá list að gera til-
slakanir til samkomulags, en
halda þó uppi fána flokks-
stefnunnar, svo að framtíð-
armarkið gleymist ekki. Þetta
hefir tekist hjá hinum Norð-
urlandaþjóðunum.
Sameinandi afl.
Hér á lanai nefir það orðið
hlutverk Framsóknarflokks-
ins að vera hið sameinandi
afl þjóðarinnar. Hann hefir
orðið að vinna til vinstri og
hægri eftir því, sem kring-
umstæður hafa verið og hann
hefir getað mestu áorkað
hverj u sinni. Án þessarar með
algöngu hans hefði hæglega
getað skapast hér franskt á-
stand í stjórnmálum lands-
ins.
Það sýnir bezt, hvernig
Framsóknarflokknum hefir
tekist þetta lilutverk, að síð
an 1918 hefír hann átt leng-
ur sæti í stjórn en nokkur
annar flokkur og þessi tími
hefir veriö lang mest fram-
faratíminn í sögu þjóðar-
innar.
Af þessari forsögu flokks-
ins geta Framsóknarmenn
verið stoltir. Fjarri fer samt,
því, að þeir vilji lifa á þess- \
ari fornu frægð. Takmarkið
er að Framsuknarflokkurinn
verði áfram forvígisflokkur
nýrrar framsóknar og nýrra'
úrræða og nýrra tíma, svo
sem hann hefir verið hingað
til, jafnframt því, er hann
Valtýr Guðjónsson,
bæjarstjóri í Keflavík.
ver þjóðina stjórnmálaiegri
upplausn og glundroða.
Áíti að segja upp
varnarsamni'ngnum?
Þeirri spurningu hefir ver-
ið varpað fram, hvort ekki
hafi verið óþarft að gera hið
nýja samkomulag við Banda
ríkin um varnarmálin vegna
þess, að nú sé orðið það
íriðvænlegt í heiminum að
segja hefði mátt varnarsamn
ingnum upp. Þessu er því að
svara að þótt nokkúð virðist
nú friðvænlegra en 1951, þá
er ástandlð í alþjóðamálum
enn svo ótryggt, að alira
veðra er von.
Friðarhorfurnar hafa ekki
heldur glæðst vegna þess,
að yfirgangsmennirnir hafi
lagt áforni sín á hilluna,
heldur vegna þess, að varn-
i’r hinna frjálsu þjóða hafa
í tyrkst og árás er því ófýsi-
legri en áður. Því má búast
við, að strax og þessar varn-
ir veiktust afíur, myndu á-
rásaröflin færast í aukana
á nýjan íeík.
Meðan svo hörfir, vérSa
frjálsu þjóðirnar neyddar til
að viðhalda vörnum sínum.
Það gildir Íslendínga ekki síð
ur en aðra, enda eiga fáar
þjóðir meira undir því, að
friöur haldist. Hins vegar er
sjálfsagt að fylgjast vel með
því, sem gerist, og binda sér
ekki erfiða bagga lengur en
þörf krefur. Það getur
m. a. verið veðurviti, hvort
; ’ninar Norðurlandaþjóðirnar
; draga úr vörnum slnúm.
Prentfrelsi og sérréttindi.
Mikið er brosað vegna á-
huga þess fyrir prentfrelsinu,
sem skyndilega hefir birzt 'í
Mbl. í tilefni af því, að utan-
ríkisráðherra fyrirskipaði op-
inbera rannsókn vegna þeirra
ummæla Flugvallarblaðsins,
að hann sendi rússneska
njósnara á Keflavíkurflugvöll
og héldi þar verndarhendi yf-
ir þeim. Menn mirinast þess,
að Mbl. hefir ekki borið prent
frelsið fyrir brjósti, þegar nú-
verandi dómsmálaráðherra
hefir fyrirskipað opinberar
rannsóknir vegna blaðaum-
mæla, er falið hafa í sér létt-
vægari ásakanir en þá, sem
hér um ræðir, t. d. vegna
frásagna Alþýðublaðsins um
landhelgisveiðar togara.
Þaö sést bezt á þvi, aú það
er ekki prentfrelsiö, sem Mbl.
ber hér fyrir brjósti. Hér gæg
ist aðeins fram sá andi sér-
réttindamennskunnar, að lög
in eigi ekki að ná til Sjálf-
stæðismanna eins og ann-
arra. Þeir eiga að mega að
bera andstæðinga sína
þyngstu sökum, án þeSS að
þurfa að standa reiknings-
skil ráðsmennsku sinnar. Þjóð
in getur vel af þessu lært,
hvernig lögunum yrði beitt,
ef Sjálfstæðismenn ættu ein
ir eftir að fara með stjórn í
þessu landi.
■ ■ ' • • • •-;) •
Forvígismenn Sjálfstæðis-
flokksins og Flugvallarblaðið.
Óheilindi Sjálfstæðis-
manna koma þó bezt fram í'
þessu máli, þegar þeir eru að
tala um það í annarri and-
ránni, að þeir vilji heilbrigt
og drengilegt samstarf milli
stjórnarflokkanna um utan-
ríksmálin.
Það er bezt að segja það
skorinort og umbúðalaust,
að sá Framsóknarmaður er
vandfundinn, er leggur trún
að á þessi ummæli, meðan
Morgunblaðið og forkólfar
Sjálfstæðisflokksins leggja
blessun sína yfir starfsemi
McCarthyistanna við Flug-
vallarblaðið, er bersýnilega
leggja meginkapp á lyga-
áróður til að gera utanríkis
ráðherra og flokk hans tor-
tortryggilega utan Iands og
innan.
Annað mál hefði það verið,
ef Mbl. cg forkólfar Sjálfstæð
isflokksins hefðu afneitað
Fiugvallarblaðinu og öllu þess
iFramhald á 5. síðu.)
SSSS55S55555S5S5S5SS55555S5555S5SS5SSSS55SSa
AugEýsendur!
Þeir, sem þurfa að auglýsa samkomur og annað í há-
grenni Reykjavíkur, Suðurlandi, Borgarfirði og víðar,
athugið að Tíminn kemur í stórum byggðarlögum nær
því inn á hvert heimili sama daginn og blaðið kemur
út eða daginn eftir. Það er því liklegt að auglýsingar
í Timanum um samkomur o. fl. beri skjótan og góðan
árangur. •••^;:
SKRIFAD