Tíminn - 20.06.1954, Side 6
TÍMINN, sunnudaginn 20. júní 1954.
134, Ma3.
$M)t
WÖDLEIKHÚSID
NITOUCHE
óperetta í þrem þáttum
Sýning í kvöld kl. 20.
Næsta sýning þriðjudag kl. 20.
Örfáar sýningar eftir.
Aðgöngumiðasalan opin frá kl.
11 til 20. Tekið á móti pöntunum.
Simi 8-2345, tvær línur.
Hetjur
ranða hjartans.
Geysifjörug og skemmtileg, ný,
amerisk söngvamynd, þar sem
bip. vinsæla dægurlagasöngkona
Frances Langford
segir frá ævintýrum sínum á
Btríðsárunum og syngur fjölda
vtosælia dægurlaga.
Sýnd kl. 5, 7 og 9.
BARNASÝNING KL. 3.
Sprenghlægilegar gamanmyndir
nneð Shamp, Larry og Moe og
teiknimyndir.
r>- > rj£\
NYJA BIO
— 1544 —
Uppreisnln á Haiti
(Lydia Bailey)
Sýnd kl. 5, 7 og 9.
Böm fá ekki aðgang.
Allt í gramum sjó
Grínmyndin góða og sprellfjör-
uga með
ABBOTT og C0STELLO
Sýnd kl. 3.
Sala hefst kl. 1 e. h.
TJARNARBIÓ
Simi 6485.
Stássmey
Cover Girl)
Hin íburðarmikla og bráð-
skemmtilega söngva- og dans-
mynd í Technicoior,
Aðalhlutverk: I
Hin heimsfræga Bita Hayworth
ásamt
Gene Kelly
Lee Bowman.
Fjöldi vinsælla laga eftir Jerome
Kern við texta eftir Ira Gersh
vin eru sungin og leikin í mynd-
toni.
Sýnd kl. 3, 5, 7 cg 9.
Sala h,efst kl. 1 e. h.
BÆJARBÍÓ
— HAFNARFIRÐI -
Storkostleg ítölsk úrvaismynd,
WXD. íarið hefur sigurför um all-
M heim.
ljyndin hefur ekkl verið eýnd
áður hér á landl.
Danskur skýxingartextl.
Bösouá bömum-
Sýwi.fcl. iwi.
-
Utíli straku-
simgvarlnn
Bráðskemmtileg og íjörug,
tffHPtískgkeinnitimyod í eðlileg-
VW9 litum.
Sýnd kl. 3 Og 6.
ÍLEIKFÉIAG
rR,EYKJAyÍKUfC
GUIBILL
Gestaþraut í þrem þáttum
eftir Yðar einlægan.
Sýning í kvöld kl. 20.
Aðgöngumiðasala frá kl. 2 í dag.
„Frœnlfff Charles"
Sýning þriðjudag kl. 20.
Aðgöngumiðasala kl. 4—7 á
morgun. Simi 3191.
Örfáar sýningar eftir.
AUSTURBÆJARBÍÓ
Örlagakynni
(Strangers On a Train)
Sérstakiega spennandi og vel
leikin, ný, amerísk kvikmynd,
byggð á samnefndri skáldsögu
eftir Patricia Highsmith.
Aðalhlutverk:
Farley Granger,
Ruth Roman,
Robert Walker.
Bönnuð börnum innan 16 ára.
Sýnd kl. 5 cg 9.
Frumskógastiílkan
— ANNAR HLUTI —
Hin spennandi og viðburðaríka
frumskógamynd, byggð á skáld-
sögu eftir höfund TARZAN-bók
anna.
Sýnd aðeins í dag kl. 3.
Sala hefst ki. 1 e. h.
GAMLA BÍÖ
— 1475 —
Boðskortið
(Invitation)
Hrífandi og efnisrík, amerísk úr-
valskvikmynd, er fjallar um ham
ingjuþrá ungrar stúlku, er átti
skammt eftir ólifað.
Aðalhlutverk:
Dorothy McGuire,
Van Johnson,
Ruth Roman.
Nokkur amerísk kvennatímarit
töldu myndina eina af beztu
myndum ársins.
Sýnd ki. 5, 7 og 9.
Sindbað sæíari
Sýnd ki. 3.
Sala hefst kl. 1 e. h.
TRIPOLI-BÍÓ
Síml 1182.
Otamdar konur
(Untamed Women)
|
Afar spennandi og óvenjuleg, ný,
amerísk mynd, er f jallar um hiu
furðulegustu ævintýri, er fjórir
amerískir flugmenn lentu í í síð-
asta stríði.
Mikel Conrad,
Sýnd ki. 5, 7 og 9.
Bönnuð hörnum ínnan 16 ára.
HAFNARBÍÓ
— Siml 6444 —
Hollywood
Varieties
Létt og skemmtileg, ný, amerísk
kabarettmynd með fjölda af
skemmtiatriðum. Koma fram
mikið af skemmtikröftum með
hljómlist, dans, söng og skop-
þætti.
Eýnd kl. 5, 7 og 9.
Úsýnilegi
hnefaleikarinn
Endalaus hlátur frá upphafi til
enda með
ABBOTT og COSTELLO
Sýnd kl. 3.
Sala hefst kl. 1 e. h.
Síðustu sýningar hjá
Leikfél.Reykjavíkur
90 sýningar á leikárinu.
Leikfélag Reykjavíkur er
um það bil að hætta störfum
á leikárinu. Venjulegast eru
síðustu sýningar félagsins í
maílok, svo var það í fyrra og
náði þó sýningarfjöldinn há-
marki eða 115 sýningum. Þá
var ein sýning höfð í júní-
mánuði, en nú að meðtöldum
lokasýningunum í n$estu viku
verða þær 12. Síðustu tvö leik
' rit félagsins náðu miklum vin
sældum, Frænka Charleys og
Gimbill, en þau komu seint
fram á leikárinu, hafa þó ein-
att verið sýnd fyrir hásfylli í
Iðnó, þó að svona sé áliðið.
Sýningarfjöldinn á leikárinu
er það nokkru fyrir ofan með
allag. í kvöld sýnir félagið
gamanleikinn Gimbil í næst
síðasta sinn og er það 10. sýn
ing leiksins, en hann var frum
sýndur í miðjum maí. í næstu
viku verða svo síðustu sýning-
ar á Frænku Charleys, sem
búið er að sýna 29 sinnum frá
því í vikunni fyrir páska.
!
Graham Greene:
•<>♦■►< «3»
il
3.
álchum
Þáttnr kirkjannar
(Framhald af 5. Eíðu.)
irnar gefur, og vefa þínar
perlur í voðina, sem þú átt
að skapa úr geislum hvers
dags og þú getur gert að lifi
þinu og mótað þannig heiil
þína og annarra.
Og kristindómurinn á leið-
arsteininn að takmarkinu,
hlustaðu eftir ráðum hans og
leiðsögn og gersemar þær,
sem himinninn aúðgar þig aö
á hverjum morgni, verða þér
dýrmætari öllum áþreifanleg
um verðmætum.
Mundu, hver stund sitt
starf, sína blessun af kröft-
um þínum og gáfum og hver
dagur verður likt og perlu-
festi, þar sem hver blikflötur
speglar dýrð Guðs og veitir
þér gleði og öðrum ljós í
skuggum gæfuleysis, unz þeir
skynja líka, hvernig varðveita
skal stundir ævinnar og skapa
úr þeim hið sanna líf.
Rvík, 12. maí 1954.
Árelíus Níelsson.
Iiii n 11111111111111(1111111111 iii iiiii ii t (ii iiiiiii n iniiiiiiiii iil
I Hreingerningar |
VANIR MENN I
1 FLJÓT AFGREIÐSLA |
| Tökum einnig að okkur 1
| hreingerningar úti á landi I
SÍMI 5041 |
| Hreingerningarfélagið I
I RÆSTING
■iitiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiisiiiimimiiiiiifiiuiiii
Blikksmiðjan
i GLÖFAXI i:
i o
HBAUNTEIG 14- g/MI 11».
» Cemia-Desinfector
1 'er vellyktandl sótthretosandlj
yökvl nauðsynlegur á hverjul
úelmill tll Bótthrelnsimar 41
'munum, rúmfötum, húsgögnum.j
jsímaáhöldum, andrúmslofti o.
»s. frv. — íæst í öllum lyfjabúö-,
»um og snyrtivöruverzlimum.
♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦»♦♦«
im
í
Hún hristi höfuðið og tók að gráta hljóðlega. Ég var stað-
ráðinn í að látast ekki skilja ástæðuna. Þetta var einföld
spurning. Ég hafði verið aö velta þessu fyrir mér 1 sambandi
við söguhetjuna. Þessu var alls ekki beint gegn Henry. Ágæt-
ustu menn átu oft kaffibaunir. Svo hélt ég áfram.,. Hún
grét á meðan, og svo sofnaði hún. Hún svaf alltaf vel, og ég
tók þetta sem nýja móögun.
Henry drakk rommið hratt. Hann horfði dapurlega í kring-
um sig á rauða og gula pappírsrenningana.
— Hvernig hafðirðu það um jólin? spurði ég hann.
— Ágætt, alveg prýðilegt, svaraði hann.
— Varstu heima? Henry leit á mig, eins og honum þætti
hreimurinn í rödd minni undarlegur.
—; Heima? — Auðvitað.
— Og Sara — líður henni vel?
— Já.
— Viltu ekki annað rommglas?
— Nei, nú skal ég.
Meðan Henry sótti í glösin, gekk ég inn á klósettið. Vegg-
irnir voru útkrotaðir: — Fjandinn hirði þig vert og þína
brjóstamiklu frú. —- Við óskum öllum hórum góðs sýfilis og
gleðilegs lekanda. — Ég fór fljótlega út aftur fram í pappírs-
ræmurnar og glasaglamrið.
Stundum, þegar ég sé sjálfan mig endurspeglast í öðrum
mönnum, hef ég mikla löngun til að trúa á helga menn.
Ég sagði Henry frá setningunum, sem ég hafði séð. Ég
ætlaði að ganga fram af honum. Ég varð undrandi, þegar
hann sagði blátt áfram:
— Aft.rýðisemi er hræðileg.
— Áttu við þetta um brjóstamiklu konuna?
— Báðar setningarnar. Þegar þér líður illa, öfundar þú
annað fólk, sem líður vel.
Ekki hafði ég gert ráð fyrir, að hann hefði lært þetta
í heimavarnarráðuneytinu. Og hérna — í þessari setningu
— streymir biturleikinn aftur fram úr penna mínum. En
hvað hiturleiki er líflaus óskapnaður. Ég myndi skrifa með
ást, ef ég gæti. En ef ég gæti skrifað með ást, væri ég annar
maður en ég er, Þá myndi ég aldrei hafa glatað ástinni.
Samt fann ég allt í einu eitthvað þarna yfir gljáandi borð-r
plötunni. Ekki jafnheita tilfinningu og ást, kannske var það
ekki annað en sameiginleg ógæfa. Ég sagði við Henry:
— Líður þér illa?
— Bendrix, ég er áhyggjufullur.
-— Yfir hveriu?
Ég geri ráð fyrir, að það hafi verið rommið, sem kom
honum til að tala. Eða hafði hann einhverja óljósa hug-
mynd um, hvað mikið ég vissi um hann? Sara var honum
trú. En þegar fólk þekkist eins vel og við, getur ekki farið
hjá því, að það komist að ýmsu. Til dæmis vissi ég, að hann
hafði fæðingarblett vinstra megin viö naflann, því að fæð-
ingarblettur á mér hafði minnt hana á hann. Ég vissi, að
hann var nærsýnn, en vildi ekki ganga með gleraugu i ná-
vist ókunnugra (og enn þá þekkti ég hann ekki meira en
svo, að ég hafði aldrei séð hann með þau). Ég vissi, að hon-
um þótti gott að fá sér te um tíuleytið. Ég vissi jafnvel,
hvernig hann háttaði. Var honum kunnugt um, að ég vissi
allt þetta um hann, svo að meiri vitneskja um hann per-
sónulega myndi ekki hafa nein áhrif?
— Ég hef áhyggjur út af Söru, Bendrix, sagði hann.
Dyrnar á veitingastofunni voru opnaðar, og gegnum götu-
ljósið sá ég rigninguna streyma úr loftinu. Lítill, glaðlegur
maður snaraðist inn og sagði: — Nú er það svart, en enginn
svaraði.
— Er hún veik? Mér heyrðist þú segja....
— Nei. Ekki veik, það held ég ekki.
Hann leit dapurlega í kringum sig — hann kunni auðsjáan-
lega ekki við sig hér. Ég tók eftir því, að hvítan í augum
hans var blóðhlaupin. Ef til vill hafði hann ekki notað gler-r
augun nógu mikið — það voru ailtaf svo margir ókunnugir —
ef til vill hafði hann grátið?
— Bendrix, sagði hann. — Ég get ekki talað um þetta hér,
eins og hann hefði verið vanur að tala um það á einhverjuto
ákveðnum stað. — Komdu heim með mér.
— Helduröu, aS Sara sé komin heim?
— Ekki geri ég ráð fyrir því.
Ég borgaði fyrir okkur. Það út af fyrir sig var merki þess,
að Henry væri viðutan, því aö hann var mótfallinn að láta
aðra bjóða sér. Ef fólk var með honum í leigubíl, var hann
alltaf fyrstur til.að greiða. Hann hafði peningana í lóían-
um, meðan aðrir voru að leita á sér. Regnið streymdi enn
þá um trjágöngin, en það var ekki langt heim til Henrys.
Það var bogagluggi yfir dyrunum, og hann opnaði fyrir okkur
með smelllykli og kallaði:
— Sara — Sara.
Ég vonaðist eftir að fá svar og kveið fyrir að fá svar, en
enginn anzaði,
— Hún er enn þá úti, sagði hann. — Við skulum koma inn
í skrifstofuna mína.
Ég hafði aldrei komið inn í skrifstofu hans fyrr. Ég hafðl
alltaf verið gestur Söru. Þegar ég hafði hitt Henry, var það
á hennar yfirráðasvæði í húsinu. Hjá henni ægði öllu saman.
Ekkert var skipulagt, engin tízka eða stíll. Ailt virtist til-
heyra þeirri viku, sem var að líða. Þar var ekkert, sem
minnti á gamla dága eöa liðnar minningar. Þar virtpst
allir hlutir vera notaöir. En hér í skrifstofu Henrys vrtis’t
enginn þlutur, nokkru sinni hafa,yerið snertur. Ég efaðist