Tíminn - 21.08.1954, Page 6
6
TÍMINN, laugardagimn 21. ágúst 1954.
186. blaff. :
Borgarstjórinn
og fíflió
Ákaflega skemmtileg og preng- *
hlægileg, ný, sænsk gamanmynd
meS hinum vinsæla
Nils Poppe.
Sjaldan hefir honum tekizt bet
ur að vekja hlátur áhorfenda
en í þessari mynd, enda tvöfald
ur í roSinu.
Aðrir aðalleikarar:
Inga Landgré,
Hjördis Petterson,
Dagmar Ebbesen,
Bibi Andersson.
Sýnd kl. 3, 5, 7 og 9.
NÝJA BIO
— 1M4 —
Stóri vinningurinn
(The Jackpot)
Bráðfyndin og skemmtileg, ný,
amerísk mynd um alis konar
mótlæti, er hent getur þann, er
hlýtur stóra vinninginn í happ-
drætti eða getraun.
Aðalhlutverk:
James Stewart,
Barbara Hale.
Sýnd kl. 5, 7 og 9.
TJARNARBIO
Biml M8J
Ofsahræddir
(Scared Stiff)
Bráðskemmtileg ný amerísk j
gamanmynd.
Aðalhlutverk:
Dean Martin,
Jerry Leurts,
Eizabeth Scott,
Carmen Miranda.
Sýnd kl. 5, 7 og 9.
Bönnuð börnum innan 12 ára.
BÆJARBÍÓ
— HAFNARFIRDi -
Ég hefi aldrei
elskaS aðra
Bráðskemmtileg, djörf, ný,
frönsk gamanmynd gerð af
franska kvikmyndasnillingnum
Christian Jaques,
sem gerði myndina Pan-Fan. —
Þessi mynd hefir verið sýnd í
Palladium í Kaupmannahöfn og
víðar við metaðsókn.
Daniele Celus,
Daniele Darrieuxe,
Marte Carol.
Bönnuð bömum innan 16 ára.
Danskur texti.
Sýnd kl. 9.
Sýnd kl. 7.
Sími 9184.
SERVUS GOLDlC-
fL/Xil_
—'w'—LTX/HJ
s
0.10
mrr.
HOLLOW GROUND 0.10
YELIOW BLADE m m
M
Cemia-Desiníector
er Tellyktandi sótthreinaandi
vökvi nauðsynlegur & bverju
heimlll til sótthreinsunar á
munum, rúmfötum, húsgögnum,
símaáhöldum, andrúmsloftl o.
m. írv. — í'æst 1 ðllum lyfjabúð-
um og inyrtivöruverzlunum,
AUSTURBÆIARBÍO
Dodge City
Sérstaklega spennandi og við-
burðarík amerísk kvikmynd.
Aðalhlutverk:
Errol Flynn,
Olivia DeHavilland,
Ann Sheridan.
Bönnuð bömum.
Sýnd kl. 5, 7 og 9.
Sala hefst kl. 4 e. h.
GAMLA BÍÓ
— 1*75 —
Veíðimenn í
vesturvegi
(Across the wide Missouri)
Stórfengleg og spennandi .me-J
rísk kvikmynd í litum.
Clark Bable,
Ricardo Montalban,
María Eleana Marqués,
John Hodiak.
Sýnd kl. 5, 7 og 9.
Bönnuð börnum innan 14 ára.
TRIPOLI-BÍÓ
Siml 1189.
Stnlkan með blán
geímuna
(Maske ln Blau)
[ Bráðskemmtileg og stórglæsileg
I ný, þýzk, músíkmynd í Agfa-
j litum, gerð eftir hinni víðfrægu
í óperettu „Maske in Blau“ eftir
! Fred Raymond. — Þetta er tal-
| in bezta myndin, sem hin víð-
I fræg revíu-stjarna Marika Rökk
j hefir leikið í.
Aðalhlutverk:
Marika Rökk,
Paul Hubaclmid,
Walter Muller.
Sýnd kl. 5, 7 og 9.
HAFNARBÍÓ
— Siml 844* —
Nluðurinn með
járngrímuna
(The Man in the Iron Mask)
Gey; ispennapdi amerísk æviti-
týramynd eftir skáldsögu A.
Dumas, um hinn dularfuba
fanga í Bastillunni og síðasta
afrek skyttuliðanna.
Eouis Hayward,
Joan Bennett,
Warren William,
Alan Hale.
Bönnuð börnum innan 11 ára.
Sýnd kl. 5, 7 og 9.
Islenzkir dómarar |
(Framhald af 4. síðu).
an lögmannsstörf í Leeds,
Minnawankan, og Tower,1
nokkur ár í hverjuin þessara 1
bæja, en fluttist síðan til
Bismarck, höfuðborgar ríkis-
ins, er hann var skipaður
dómsmálaráðherra Norður-
Dakota. Hélt hann því em-
bætti í nokkur ár, en hóf síð
an aftur lögfræðistörf á eig-
in reikning, unz hann var
skipaður hæstaréttardómari.
Níels er kvæntur amerískri
konu, Ruth Hallenback að
nafni. Eiga þau tvö börn,
George, námsmann við há-
skólann í Grand Forks, og
Margot í heimahúsum.
Þúsundlr vlto, m> gæfmn
fylglr hringunum frá
SIGCRPÓR, HmfnmntneU á.
Margar gerlir
fyrlrllggjandi.
Sendum gegn póstkrðfa.
AÍ leikábkutn
Heiðurssamsæti það, sem
byggðarfólkið í Upham hélt
þeim dómurunum, hófst eins
og fyrr er getið, nokkru eftir
hádegi á sunnudaginn, 11.
júlí. Samkvæmisstjórn hafði
með höndum Wm. Freeman,
kennari frá Bottineau, tengda
bróðir Ásmundar, og fórst
honum það vel úr hendi. Af
ræðumönnum kvaddi hann
fyrstan fram hinn virðulega
og víðkunna hæstaréttardóm
ara, dr. Guðmund Grímsson
frá Bismarck. Er hann gagn
kunnur báðum hinum ný-
skipuðu dómurum, og talaði
liann mjög hlýlega til þéirra
og um þá. Fórust honum m.
a. orð á þessa leið: „Af langri
reynslu og kynningu, sem ég
hefi haft bæði af Níels og
Ásmundi, þori ég að fullvíssa
íslendinga hvar sem er um
það, aö þessir menn muni
standa vel í stöðu sinni og
verða sjálfum sér, sveitung-
um sínum hér í Upham og
þjóðflokk sínum til sóma i
hinum ábyrgöarmiklu stöð-
um, sem þeir skipa nú“.
Rak síðan hver ræðan aðra.
Barney Ásmundsson frá Bell
ingham, Wash., tengdabróðir
Ásmundar, flutti fjöruga og.
fyndna ræðu á íslenzku. Þá:
töluðu þar þeir Óskar Ben- j
son, lögmaður frá Bottineau I
bróðir Ásmundar, Ólafur W.1
Johnson, læknir frá Rugby, j
N.O., bróðir Níelsar, og dr. I
Valdimar J. Eylands frá
frá Winnipeg, sem flutti j
kveðjur frá Þjóðræknisfélagi
íslendinga í Vesturheimi og
frá Kirkjufélaginu, sem.
Melakton-söfnuðurinn í Up-j
ham tilheyrði til skamms
tíma. Á milli ræðanna voru.
sungnir íslenzkir og enskir
söngvar undir stjórn Kris
Benson í Upham, bróðurson-
ar Ásmundar. Þá tóku heið-
ursgestirnir til máls hver af
öðrum. Voru þeir báðir inni-
lega hrærðir, en umfram allt
þakklátir fyrir samsætið og
auðsýnda vináttu og heiður.
Báðir rifjuðu þeir upp að
nokkru þá persónusögu, sem
að framan er greind, og fóru
fögrum orðum og maklegum
orðum um þau áhrif til góðs,
sem þeir hefðu hlotið á upp-
vaxtarárunum í sveit, bæði
frá foreldrum sínum og öðr-
um áhugamönnum um menn
ingarmál. Heiðurinn, sem
þeim væri sýndur, tilheyrði
miklu fremur frumherjum
sveitarinnar, sem hefði skap
að þeim eld í anda, og hvatt
þá til dáða.
í sakvæmislok voru báðum
dómurunum gefnar fallega
innbundnar bækur, sem allir
viðstaddir skrifuðu nöfn sín
í, og einnig verðmætir lind-
arpennar, sem þeir hver um
sig kváðu sig myndi nota við
undirskriftir dómskjala til
minningar um daginn. All-
mörg símskeyti bárust frá
fjarlægum vinum, og voru
þau lesin að J.okum.
— Bendrix, ég veit ekki, hvað á að gera. Eitthvað hræði-
legt hefir komið fyrir. Þegar hún var með óráðið (auðvitað
var ekki mark takandi á því), sagði hjúkrunarkonan mér,
að hún hefði í sífellu beðið um að koma með prest til sín.
Að minnsta kosti var hún alltaf að segja — Faðir — Faðir,
og það gat ekki verið hennar eigin faðir, því að hún hafði
aldrei þekkt hann. Vitanlega vissi hjúkrunarkonan, að við
vorum ekki kaþólsk. Hún virtist afar skilningsrík Hún ró-
aði hona. En ég er áhyggjufullur, Bendrix.
Með reiði og beiskju hugsaði ég: — Þú hefðir getað látið
vesalings Henry í friði. Okkur hefir alltaf tekizt að draga
fram lífið án þín. Hvers vegna ferðu allt í einu að skiþta
þér af okkur eins og sending frá andstæðingum okkar.
— Þegar maður á heima í London, sagði Henry. — Þá
er auðvelt að fá líkbrennslu. Ég var að hugsa um að láta
útförina «fara fram í Golders Green, þangað til hjúkrun-
arkor.an sagði mér þetta. Grafarinn hringdi til líkbrennslu
mannanna. Þeir geta tekið Söru strax eftir morgundag-
inn.
— Hún var með óráð, sagði ég. — Þú þarft ekki að vera
með áhyggjur af því, sem hún sagði.
— Ég var að hugsa um, hvort ég ætti að spyrja prest um
þetta. Hún hélt svo mörgu leyndu fyrir mér. Ég veit ekki
betur en að hún hafi getað verið orðin kaþólsk. Hún var
svo undarleg upp á síðkastið.
— Nei — nei, Henry, hún trúði ekki frekar en við gerum.
Ég vildi láta brenna hana. Mig langaði til að geta sagt:
— Vektu þennan líkama til lífsins aftur, ef þú getur. Af-
brýðisemi minni lauk ekki við dauða hennar, eins og var
um Henry. Það var eins og hún væri enn á lífi hjá elsk-
huga, sem hún hefði tekið fram yfir mig. Mig langaði mest
til að geta sent Parkis á eftir henni til að trufla elífan
frið þeirra.
— Ertu alveg viss?
Alveg, Henry.
Ég verð að vera varkár, hugsaði ég. Ég má ekki vera eins
og Ríkharð Smythe. Ég má ekki hata, því að ef ég hataði,
þá myndi ég trúa, og það væri svo mikill sigur fyrir þig og
hana. Þessi leikaraskapur að tala um hefnd og afbrýði,
það er bara til að hafa eitthvð að hugsa um, svo að ég
geti gleymt, að hún er dáin. Fyrir viku síðan þurfti ég ekki
annað en segja við hana: — Manstu eftir, þegar við vor-
um fyrst saman, og ég hafði enga stilling á mér til að láta
í sjálfsalann. Og þá sáum við þetta fyrir okkur. Nú átti
ég þessa minningu einn. Hún hafði gleymt öllum okkar
minningum að eilífu, og það var eins og hún hefði með
dauða sínum rænt mig hluta af mér sjálfum. Ég var að
missa einstaklingseinkenni mín. Þetta var fyrsta stig míns
eigin dauða. Minningar mínar féllu frá mér eins og rotn-
ir limir.
— Ég hef skömm á öllum þessum bænum og gröfurum,
en ef Sara hefir viljað það, þá vil ég reyna að koma því
í kring.
— Hún kaus að ganga í borgaralegt hjónaband, sagði ég.
Það getur ekki verið, að hún hafi kært sig neitt um, að
jarðarför hennar færi fram í kirkju.
— Nei, ég hugsa, að þaö sé satt.
— Borgaralegt hjónaband og líkbrennsla, sagði ég. Þaö
fer saman.
Henry lyfti hendinni og pirði á mig auguunm í skuggan-
um, eins og hann héldi, að ég væri að gera að gamni mínu.
— T.áttu mig sjá um þetta allt saman, sagði ég nú í sömu
stofunni og við sama arininn og ég hafði stungið upp á, að
hann sendi mig til Savage.
— Þetta er fallega gert af bér, Bendrix. Hann hellti dreggj
unum úr flöskunni í glös okkar.
— Miðnætti, sagði ég. Þú verður að reyna að sofna, ef
þú getur.
— I,æknirinn skildi eftir handa mér einhveriar pillur.
En hann vildi ekki strax þurfa að vera einn. Ég vissi ná-
kvæmlega, hvernig honum leið. Því að ég myndi líka hafa
frestað eins lengi og ég hefði getað að fara einn heim
í herbergið mitt eftir að hafa verið heilan dag með Söru.
— Ég held áfram að gleyma. að hún er dáin, sagði Henry.
Þetta hafði ég líka reynt allt árið 1945 — slæma árið —
há mundi ég aldrei þegar ég vaknaði ,að ástarævintýri okk-
ar var lokið, og að nokkur annar myndi geta hringt í sím-
ann, nema hún. Hún var jafn dauð þá eins og núna. Þetta
árið hafði einhver vofa dregið mig á tálar í einn eða tvo
mánnði. En nú var vofan kveðin niður, og þiáningin myndi
bráðlega líða frá. Ég myndi deyja smám saman með hverj-
um deginum sem liði, en mig langaði til að fresta dauða
mínum Maður lifir jafnlengi og maður þjáist.
— Þú skalt fara að sofa, Henry.
— Ég óttast, að mig muni dreyma hana.
— Þú gerir það ekki, ef þú tekur pillurnar.
— Viltu fá þér eina, Bendrix.
— Nei.
— Viltu ekki vera hér í nött. Það er svo ömurlegt úti.
— Mér er sama um veðrið.
— Ég skal koma niður með hrein rúmföt.
— Vertu ekki að hafa fyrir því, Henry.
En hann var farinn. Ég horfði á kubbagólfið. Ég mundi
nákvæmlega eftir hreimnum í ópi hennar. Á borðinu, þar
sem hún skrifaði bréf sín, voru ýmsir smáhlutir á rúi og
stúi. Ég mundi eftir hverjum einasta þeirra eins og letri 1