Tíminn - 08.09.1954, Qupperneq 2

Tíminn - 08.09.1954, Qupperneq 2
E2 TIMINN, miffvikudaginn 8. september 1954, 200. blað. „Guð varðveiti þig, eí þú laetur hann sigra þig.“ , „Ég geri ekki betur en ég get, en afi minn var mikiil bog- maður og gat sér frægðarorð við Hast- ings. Ég vil helzt ekki smána minningu hans.“ „Fjandinn Iiirði afa þinn og allt hans hyski. Hittu, eða þú skalt hafa verra af.“ Nál og þráður næstu kynslóð'a Höfum aftur fengið hið margeftirspurða FIX-SO fatalím, sem ómissandi er á hverju heimili. Afgreiðum næstu daga til verzlana úti á landi. Kaupmenn og kaupfélög gerið pantanir yðar sem fyrst. ÍSLENZKA VERZLUNARFÉLAGH) H.F, Sími 82943 — Laugaveg 23. Kynskipti færast mjög í vöxt meðal kvenna og karla í Evrópulöndunum Síðan bandaríski hermaðurinn George Jörgensen tók upp á því að skipta um kyn með lijálp dansks skurðlæknis, virð- ist mikill kynskiptafaraldur hafa gripið um sig. Síðan liefir finskur flugmaður, Robert Cowetl, en hann var tveggja toarna faðir, sagt af sér sem karlmaður og gerzt kona, eftir að hafa afplánað róttækar skurðaðgerðir og látið dæla miklu magni af kvenhomrónum inn í líkama sinn. J>íú kall- ast flugmaðurinn frú Róberta. Fjöldi karlmanna í Tyrklandi, 'Frakklandi og víðar hafa farið eins að ráði sínu. Það eru þó ekki ein- ungis karlmenn, sem láta gera jþessar breytingar, því kvenfólkið ætlar ekki aS verða neinn eftirbát- ur i þeim efnum. Það lætur breyta sér í karlmenn og hefði slíkt þótt lýgilegt fyrir nokkrum árum, þegar konur jafnt sem karlmenn urðu að sitja uppi með það kyn, sem hlotn- aðist í vöggugjöf og engin tök voru á að áfrýja málinu til skurðlækna eða hormónasérfræðinga. Spretthlaupskonur að karl- Snönnum. Fyrsta stúlkan, sem vitað er um að hafi látið breyta sér í karlmann, heitir Ada Maria Luisin. Var hún með laglegri stúlkum, er hún var kvenkyns. Eftir breytinguna geng- ur hún í karlmannsfötum og gefur kvenfólkinú undir fótinn. Fransk- ar konur vildu ekki verða eftirbát- ar stallsystur sinnar í Ítalíu. Ain fræga spretthlaupskona, Clarie Bressolles, sem einu sinni átti met- ið í hundrað metra spretthlaupi kvenna, hefir látið breyta sér í karlmann. Sama er að segja um Lea Caurla, sem enn á Frakklandsmet 1 tvö hundruð metra spretthlaupi kvenna. Caurla gifti sig eftir að hún komst í tölu karlmanna og er ekki annað vitað en eiginkona hinn ar fyrrverandi spretthlaupskonu sé harðánægð með mann sinn. ig leiði smásjá í ljós, að litungar frumu úr konu líti út eins og 48 jafnstór samræmd strik, en aðeins 46 af litungum karla séu eins stórir, annar tveggja sé örsmár, en hinn risavaxinn af litungi að vera. All- ar fumur í sama líkama hafa sams konar erfðaeindir. Þess vegna er því haldið fram, að þótt Jörgensen hafi skipt um kyn, hafi frumur | Jörgensen söngkona Jörgensen hermaður. a£ vígvelli í næturklúbb Gróðafyrirtæki. Þessar kynbreytingar virðast vera j mjög í tízku í mörgum löndum og mjög ábatasamar fyrir þá aðila, er láta fremja breytinguna á sér. Þann Útvarpíð Útvarpið í tlag: Fastir liðir eins og venjulega. 19.00 Tómstundaþáttur barna og unglinga (Jón Pálsson). 19.30 Tónleikar: Óperulög (plötur). 20.20 Útvarpssagan: Þættir úr „Of- urefli" eftir Einar H. Kvaran; VI. (Helgi Hjörvar). 20.50 Léttir tónar. — Jónas Jónas- son sér um þáttinn. 21.35 Vettvangur .kvenna, — Tveir samtalsþættir um rekstur barnaheimila í Noregi og á ís- landi: Frú Jóna Kristín Magn úsdóttir ræðir við frú Guðrúnu Briem Hilt frá Osló og frú Láru Gunnarsdóttur formann félagsins „Fóstru" í Rvík. 22.10 „Hún og hann“, saga eftir Jean Duché; XIII. (Gestur Þor- grímsson les). 22.25 Kamme|rtónleikar (plötur): Strengjakartett í Des-dúr op. 15 eftir Dohnányi. Introdukt- ion og allegro fyrir hörpu og sextett. 23.00 Dagskrárlok. Útvarpið á morgun: Fastir liðir eins og venjulega. 20.30 Erindi: Sir William Craigie og rimurnar (Stefán Einarsson prófessor í Baltimore). 20.50 íslenzk tónlist: Páll ísólfsson leikur orgelverk eftir íslenzk tónskáld (plötur). 21.10 Upplestur: Þóroddur Guð- mundsson les frumort kvæði. 21.25 Einsöngur: Alexander Kipnis syngur (plötúr). 21.45 Náttúrlegir hlutir: Spurning- ar og svör um náttúrufræði (Ingimar Óskarsson grasafr.) 22.10 „Hún og hann“, saga eftir Jean Duché; XIV. (Gestur grímsson les). 22.25 Sinfónískir tónleikar (plötur) '23.00 Dagskrárlok. ig er bandaríski hermaðurinn George Jörgensen nú Kristín Jörg- ensen hálaunuð dægurlagasöng- kona. Fær hún um tvær og hálfa milljón króna á ári fyrir að skemmta í næturklúbbum með söng og dansi. Ungfrúin er meðal ann- ars fræg fyrir hversu vel hún syng ur. Nýlega var ungfrú Jörgensen spurð að því, hvort hún þráði að eignast börn. Hún kvaðst vera hrædd við að lenda í vandræðum, þegar krakkarnir stálpuðust og íæru að spyrja hana um æskuárin. Sálrænar orsakir. Orsakirnar til þess, að fólk vill skipta um kyn, eru taldar sálræn- ar í flestum tilfellum. Sumir telja samt, að sú staðreynd kunni að eiga sinn þátt í því, að í öllum karlmönnum er að finna kvenhor- móna engu síður en karlhormóna, þótt þeir síðarnefndu séu ráðandi í flestum tilfellum. Sama er að segja um konur. Þær hafa eínnig í sér karlhormóna auk tveggja kven- hormónategunda. Þegar hið eð!i- lega jafnvægi þessara honnóna raskast virðist það beina astríðum einstaklingsins inn á óeðlilegar brautir. Hinn margumtalaði her- maður, Jörgensen, var haldinn löng un til aö klæða,st kvenfatnaði, með an hann var karlkyns og gekk þar annað eftir. Mun þetta allt hafa ráðið ákvörðun hans um að skipta um kyn. Eru skiptin framkvæmanleg? Sumir læknar vilja halda pví fram, að kynskipti séu hvorki fugl né fiskur og að kynskiptingar séu hvorki raunverulegir karlar eða konur. Hafa þeir ber.t á, að erfða- eindaeinkenni frumanna í körlum og konum séu allfrábrugðin. Þann- hennar eftir sem áður erfðaeindir karlmanns. Hvernig sem því kann að vera varið, þá virðist ungfrú Jörgensen og aðrir kynskiptingar, sem fetuðu í fótspor hennar, ánægð ari með lífið en áður. Af því verð- ur að draga þá ályktun, að að- gerðin hafi að minnsta kosti að einhverju leyti leyst vandamál þeirra. Fix Skjala- og skólatöskur fyrirligjíj andi Davíð S. Jónsson & Co. Þingholtsstræti 18 dt UL mun cr Ofríki Hafnarbíó sýnir. Aðalhlutverk: Joseph Cotten, Shelley Winters. Þetta er kvígildis og hrossaópera með leikurum, sem hafa því hlut- verki að gegna að hleypa í brýrnar, munda byssur, fæla kýr með skot- hríð og elskast á það dularfullan hátt, að ekki er vitað hvað parar sig saman fyrr en síðustu mínúturn ar. Joseph Cotten og Shelley Wint- ers gera sitt bezta til að þetta fari allt snurðulaust fram, en þaú geta varla þverfótað fyrir hornum og klaufum. Að öðru leyti sýnir mynd- in yfirgang einnar fjölskyldu við landnámsmenn á frumbýlisárunum vestra og er myndin því ekki með öllu án þyndarpunkts, — I.G.Þ. Káta ekkjan Gamla híó sýnir. Aðalhlutverk: Lana Turner, Feniando Lamas. Myndin hyggð á óperettu eftir Franz Leliar. Það ber einkum að skrifa á reikn- ing Lehar þá skoðun að ekkjur séu kátar, ef nokkur er þeirrar skoðun- ar, að þær séu kátari en annað fólk. Káta ekkjan í samnefndri mynd er til Vestmannaeyja Ráðgert er, að Esja fari með fólk í skemmtiferð til Vestmannaeyja um næstu helgi, burtferð seint á föstu dagskvöld, komið aftur snemma á mánudagsmorgun. Tekið á móti pöntunum nú þegar. Skipaútgerð ríkisins ekkert tiltakanlega fjörug. Afcur ■' I móti er biðill hennar fótfimur jg j söngvinn. Hann bið'lar til hennar með ærslum að undirlagi kóngs, sem þarf á milljónum kátu ekkj- unnar að halda til að borga Austur- ríki skuldir. Mikið er gert úr þessu skuldafargani evrópíska kóngsins og í sambandi við það hefði verið nær að kalla kátu ekkjuna, ríku ekkj- una eða Marshall. Lana Turner leikur kátu ekkjuna og gerir hlut- verkinu góð skil á köflum, þótt hún nái hvergi þeim tökum á því sem hún hafði á Coru í Pósturinn hring- ir alltaf tvisvar. Lana Turner hefur látið nokkuð ásjá um fegurð hin síð ai'i ár, og þar sem hún þarf fyrst og fremst að vera fögur í myndinni, er hlutverkið henni erfitt. Lamas er góður í bláu reiðbuxunum, en skrltin útfærzla er hann á evrópísk- um greifa. Blanki kóngurinn er kjarnakarl. „Heads will roll“, segir hann, en marshallinn í Turner kem ur í veg fyrir slikar gerræðisráðstaf- anir. — I.G.I*. ÍVAR HLÚJÁRN. Saga eftir Walter Scott. Myndir eftir Peter Jackson42 Ög nú vandaði hann skot sitt sem bezt.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.