Tíminn - 21.09.1954, Blaðsíða 6

Tíminn - 21.09.1954, Blaðsíða 6
3 TÍMINN, þriðjudaginn 21. september 1954. 211. blað. erÖDLEIKHÚSID NITOUCHE Óperetta í þrem þáttum. Sýning miðvikudag kl. 20,00. Aðgöngumiðasalan opin frá kl. 13,15—20,00. Tekið á móti pönt- unum. Sími: 8-2345, tvær línur. Venjulegt Ieikhúsverð. Aðeins örfáar sýningar. Hœttulegur andstœðingur Bönnuð börnum. Sýnd kl. 7 og 9. Uppþot Indíánamia Spennandi og bráðskemmtileg amerísk mynd í litum. George Montgomery, Sýnd kl. 5. ♦♦♦♦♦♦♦♦ NYJA BIO I — 1544 — Með söng í hýarta (With a song in my heart) Heimsfræg, amerísk stórmynd 1 litum, er sýnir hina örlagaríku Bevisögu söngkonunnar Jane Froman. Sýnd kl. 5, 7 og 9. ♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦< TJARNARBIO Btal tiU. Maðuriim í hvítu fötunum Mynd hinna vandlátu (The Man in the White Suit) Stórkostlega skemmtileg ,g bráð fyndin mynd, enda leikur hinn óviðjafnlegi Alec Guinness aðalhlutverkið. — Mynd * essi hefir fengið fjölda verðlauna Jg alls staðar hlotið feikna vin- sældir. Sýnd kl. 5, 7 og 9. BÆJARBÍÓ — HAFNARFIRÐI - Undir dögun Skemmtileg og viðburðarík am- erísk mynd er lýsir baráttu Norð manna gegn hernámi þjóð' verja, gerð eftir rkáldsögu W. Woods. Aðalhlutverk: Erroi Flynn, Ann Sheridan. Sýnd kl. 7 og 9. Sími 9184. AUSTURBÆJARBÍÓ Ópera betlarans (The Beggar’s Opera) Stórfengleg og sérkennileg, ný, ensk stórmynd í litum, sem vak- ið hefir mikla athygli og farið sigurför um allan heim. Aðalhlutverk leikur af mikilli snilld: Sir Laurence Oliver ásamt Dorothy Tutin, Daphne Anderson. Sýnd kl. 7 og 9. Bönnuð börnum innan 16 ára. NÝTT TEIKNIMYNDA- OG SMÁMYNDASAFN Sýnd kl. 5. GAMLA BÍÓ — 147» — ÍJlfurinn frá Sila Stórbfotin og hrífandi, itölsk kvikmynd með hinni frægu og vinsælu Silvana Mangano aðalhlutverkinu. Sýnd aftur vegna áskoranna. Bönunð börnum. Sýnd kl. 5, 7 og 9. TRIPOLI-BÍÓ Blml 1183. Fegurðardísir næíuriimar (Les Belles de la Nult) Ný, frönsk, úrvalsmynd, er hlaut fyrstu verðlaun á alþjóðakvik- myndahátíðinni f Feneyjum, árið 1953. Þetta er myndin, sem valdið hefir sem mestum deil- um við kvikmyndaeftirlit Ítalíu, Bretlands og Bandarikjanna. Mynd þessi var valin til opin- berrar sýningar fyrir Elísabetu Englandsdrottningu árið 1953. Leikstjóri: René Ciair. Aðalhlutverk: Gérard Phiiipe, Gina Lollobrigida, Martine Car-| ol og Magali Vendueil. Sýnd kl. 5, 7 og 9 Sala hefst kl. 4. Bönnuð börnum. HAFNARBÍÓ — Slmi 6444 — Laun dgggðarinnar (Le Rosier de Madame Husson) Afbragðs, ný, frönsk skemmti- mynd eftir sögu Guy de Maupas sant, full af hinni djörfu en fín- legu kímni, sem Frökkum er svo einlæg. Aðalhlutverk: Aðalhlutverk leikur hinn frægi franski gamanleikari BourviL Sýnd kl. 5, 7 og 9. >♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦ Ragnar Jónsson haBstaréttarlðfnutSsp Laugaven I — Blml 7711 Lðgíræðintörf os Plgnaum- StáUL ♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦ Cemia-Desinfector er vellyktandl lótthrelneandi vökvl nauðsynlegur 4 hverju helmill til eótthrehunmar A munum, rúmíötum, húsgögnum, •imaáhöldum, andrúmelofti e. e. frv. — Fæst í öllum lyfjabúf - ’ um og injTtlvöruverelunum. Siinclkcppiiin (Framhald af 5. siðu). mun framkvæmdanefndin birta árangur hverrar sýslu; og kaupstaðar, svo og hver! árangur keppninnar varð hjá öllum þátttökuþjóðunum. Hafi sundnefndir óskir fram að færa um úrvinnslu nafnaskránna, eru þær beðn ar að koma þeim óskum á framfæri við framkvæmda- nefndina sem fyrst. í framkvæmdane.índ Sam- norrænu sundkeppninnar: Erlingur Pálsson, Þorgeir Sveinbjarnarson, Þorsteinn Einarsson. Skniðgarðar (FYamhald a; 3. siðu.) mar Óskarsson. Blomsterlög og Blomsterknolde, eftir Tön- nes Bacher. Fugstoff for Fag folk, útg. af J. E. Ohlsen Enke. Blomsterdyrkning, eft ir Hother Paludan. Næsta grein fjallar um með ferð á ágræddum rósum og alparósum. Hafliði Jónsson. Starfsmaimafélag Kcflavíknrvallar (Framhald af 4. siðu). færa, sem stuligu mjög í stúf viö orðavaðal stórskotáliðs- rranna. Og er ekki að efa, að Jóhann vill Starfsmannafé- laginu vel. Helgi S. átti cnn eftir að tala og hafði mi formlega tillögu fram að færa, þess einls, að funtíurinn kysi fimm manna nefnd til þess að starfa með stjórninm að undirhúningi aðalfundar. Var þessi tillaga til umræðu, og mun það eingöngu hafa ver- io tillögumaður sjálfur, sem talaði fyrir henni. Enginn annar. Kom það fram sem fyrr, að andstæðingar félags ins höfðu ekkert til málanna að leggja. Tók nú óðum að líða að þeim tíma, er fundi átti að vera slitið, þ. e. 11,30, en þá var skyldugt að rýma húsið, og það hafði formað- ur tilkynnt fundarmönnum með þriggja stundarfjórð- unga fyrirvara. Og kom þar, að hann sleit fundi á tilsett- um tima og kvað fundi frest- að um eina viku og yrði þá haldið áfram með störf fund arins þar sem frá var horfið. Er nú loks sem þeir fái málið, Konráð Axelsson og Pósthús-Þórður. Æpa þeir heróp mikið, um það bil er hinir kurteisari fundarmenn taka að ganga út úr salnum og þykjast nú eiga eítir að segja einhver lifandis ósköp við fundarmenn, þó að þeir hafi streitzt sem fastast við að þegja allt iiðiangt kvöldið, þrátt fyrir áskoranir um að láta álit sitt í ijós, Sáu fundarmenn það sein- ost tíl hinna nýju banda- mamia, að Hjálmar Theó-, dórsson og nokkrir af l:3i stórskotafylkingarinnar æptu \ kór, þvert ofan í öll fund- arsköp, að þeir heimtuðu orðið. Þeir heimtuðu orðið, sem þeim hafði verið boðið margsinnis allt kvöldið, loks þegar búið var að slíta fund- inum og meiri hluti fundar- manna hafði búizt til b-,ott- farar. Fundarmaður. : 1_! 1. StáÍaJteifr Skáldsaga eftir llja Ehrenburg Sögusvið Bráðaþeys er ekki ákveðinn staður með kunnu staðarnafni i Rússlandi, en það er bær, sem vaxið hefir um- hverfis stóra verksmiðju. Bærinn virðist þó vera á bökkum Volgu. Áð rússneskum sið er föðurnafn persóna notað sem millinafn. Jelena Borissowna þýðir þá Jelena Borisdóttir, og er það í samræmi við íslenzka nafnvenju. Nöfn persóna verða því í þessari þýðingu, sem er nokkuð stytt, islenzkuð með þeim hætti, því að skírnarnafn og föðurnafn er hið venju- iega ávarp í rússnesku. Aðalpersónur sögunnar eru: ívan Wasiljason, forstjóri verksmiðjunnar, Jelena Bórisdóttir, kölluð Lena, kona hans, Dimitri Sergejsson, verkfræðingur við verksmiðjuna, Sawtsjenko, ungur verkfræðingur, Jewgen Valdimarsson, vélfræðingur, Andrés ívarsson, fyrrverandi kennari, Valdimar Andrésson listmálari og Sonja Andrósdóttir, börn hans, Tanja Orlova, leikkona. Maríu Iljinisnu leizt ekki sem bezt á þetta. Gleraugun hennar sigu án afláts niður á nefið, þótt hún ýtti þeim upp hvað eftir annað, og að lokum sátu þau alveg frammi á nefbroddi. Hún tilkynnti hátíðlega: — Félagi Brajnin hefir orðið og næsti ræðumaður er félagi Ðimitri Sergejsson. Dimitri Sergejsson leit upp. Hann lyfti mjóum, dökkum brúnum svolítið e'ins og ævinlega, þegar undrun setti að honum, og þó var hann alls ekki undrandi þessa stund- iriá. Hann vissi vel, að hann gat alls ekki komizt hjá því að taka þátt í umræðunum. María Iljinisna hafði í krafti embættis síns sem bókasafnsvörður mælzt til þess, að hann tæki til máls á þessum lesendafundi1) og hann Hafði fúslega fallizt á íþáð. í verksmiðjunni naut. Dimitri almennrar virðingar. ívan Wasiljason; forstjqíl, hafði hiklaust skýrt frá því í viður- vist bæjarstjórans, að það væri Dimitri að þakka að tekizt hefði að afgreiða hina hraðvirku málmplöga sámkvæmt áætlun. Dimitri naö't' þó ekki aðeins álits sem dugandi verk fræðingur. Allir dáðust að alhliða menntun hans, skynsemi og hógværð. Og Maria Iljinisna, sem eitt sinn hafði rætt við hann um bókménntir, sagði hverjum sem var, að Dimi- tri væri menntamaður, og túlkun hans á verkum Tschechove væri blátt áfram meistaraleg. Brajnin verkfræðingur talaði hratt, eins og hann ótt- aðist að geta ekjfci gagt allt, sem hann vildi. Stundum rak hann þó í vörðúrnar, stamaði og blaðaði ákaft í minnis- blöðum sínum. — Burtséð frá þeim annmörkum, sem aðrir ræðumenn hafa bent á, hei'ic." þessi skáldsaga mikinn uppeldislegan boðskap að flytja, 'ef svo mætti segja. Brajnin þuldi á- herzlulaust: — Hvers vegna, beið Subzow landbúnaðar- ráðunautur svo herfilegan ósigur í skógrækt sinni? Vanda málið er sýnt í réttu ljósi. Subzov hefir vanmetið þýðingu gagnrýni og sjálfsgagnrýni. Að sjálfsögðu hefði ritari flokks deildarinnar átt að geta hjálpað honum. En höfundurinn hefir auðvitað viljáð sýna þaö þegar í upphafi, hve illa hljóti að fara, þegár menn víkja frá meginreglum hinnar félagslegu leiðsagnar. Þess vegna gæti þessi skáldsaga orðið gimsteinn bókmennta vorra, ef höfundurinn hefði gagnrýnina í huga og breytti ýmsum atriðum............ Lestrarsalurinn var troðfullur, og fólk stóö i göngum og dyrum. Sagán, sem rætt var um, hafði auðsjáanlega vakið áhuga. Hún var gKrifuð af ungum rithöfundi. En tilheyr- endur þreyttust fijótt á þulu Brajnins. Honum var þökkuð ræðan með dreifðu lófataki og Dimitri fékk orðið. Dimitri Sergejsson var góður ræðumaður, og fólk hlust- aði á hann. En þó varð María fyrir vonbrigðum. Honum tókst ekki eins vel upp og þegar þau ræddu um Tschechow. Hvað gekk að DíQ^tri? Hvers vegna var honum Subzov, hin unga og óhamingjusama söguhetja, svo ógeðfelldur? Það var auðheyrt *ð ræðumanni gazt ekki að bókinni, þótt hann færi um hána lofsamlegum orðum. Hann sagði til dæmis: — Hinn Mðríki ritari flokksdeildarinnar, sem nýt ur þess að vera nökkurs konar guð, er heilsteypt persóna. Hin unga og hreinlynda kommúnistastúlka er líka sönn. Jafnvel Subzov he|ir margt til brunns að bera, sem minnir á lifandi manneskju. — En af hreinskilni sagt er það aðeins eitt, sem veldur því, að mér gezt &kki að bókinni, sagði Dimitri. Það er lýs- ing höfundarins áTeinkalífi Subzovs. Sú barátta, sem hann lýsir, er ekki eipu sinni sennileg, hvað þá einkennandi.2) Lesandinn getuí’ ekki trúað þvi, að hinn heiðarlegi ráðu- nautur hafi ge|að orðið ástfanginn af konu félaga síns, léttúðugri og sjalígóðri konu, sem ekki á sömu áhugaefni tí Það er skylda sovétbókavarðar að efna við og við til umræðu- funda meðal lesénda safnsins til þess að geta meö þeim hætti beint áhuga hins almenna lesanda á réttar brautir. -) Það eru ekki undantekningarnar heldur hið almenna og einkenn andi, sem lýsa á samkvæmt forskrift flokksstjórnarinnar. Það er krafa hennar til tistamanna, eínkum rifhöfunda.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.