Tíminn - 25.09.1954, Blaðsíða 6

Tíminn - 25.09.1954, Blaðsíða 6
« TÍMINN, laugardaginn 25. september 1954. 215. blaff. BTÖDLEIKHÚSID Topaz Sýning að Hlégarði í Mosfells- sveit sunnudag kl. 20,00. 95. sýning. 'y 1 tígrisklóm Mjög dularfull, ,spennandi og við burðarik, ný, þýzk sirkusmynd um ástir, aíbrýðisemi og undar lega atburði í sambandi við hættuleg sirkusatriði. í mynd- inni koma íram hinir þekktu loftfimleikamenn, Þrír Orlandos sem hér voru fyrir nokkru síð- an. René Deltgen, Angelika Hanff. Sýnd kl. 5, 7 og B. NÝJA BÍÓ — 1M4 — Með söng í hjarta I (With a song in my heart) Heimsfræg, amerísk stórmynd í litum, er sýnir hina örlagariku ævisögu söngkonunnar Jane Froman. Sýnd kl. 5, 7 og 9. TJARNARBÍÓ himi K4SB. Ævintýri á Unaðsey (The Girls of Pleasure Islancl) Bráðskemmtileg, ný, amerísk lit mynd, er fjallar m ævintýri þriggja ungra stúlkna og 1500 amerískra hermanpa. Leo Genn, Audrey Dalton. Sýnd kl. 5, 7 og 9. BÆJARBIO — HAFNARFIRDI - liögregluþjónniim og þjófarinn t Heimsfræg ítölsk verðlauna mynd, er hlaut viðurkenningu á alþjóða kvikmyndahátíð í Cann es sem bezt gerða mynd ársins. Poddo hinn ítalski Chaplin, hlaut „Silfurbandið", viðurkenn ingu ítalskra kvikmyndagagn- rýnenda. Aðalhlutverk: Addo Fabrizi, Todd, Rossana Podstrea hin unga ítalska stjarna. Mynd- in hefir ekki verið áður ýnd hér á landi. Danskur skýringartexti. Sýnd kl. 3, 5, 7 og 9. Sími B184. AUSTURBÆIARBIO Fræðimeim 1 opinn dauðann (Captain Horatio Hornblower) Mikilfengleg og mjög spennandi, ný, ensk-amerísk stórmynd í lit um, byggð á hinum þekktu sög- um eftir C. S. Forester, sem om ið hafa út í ísl. þýðingu undir nöfnunum „í vesturveg" og „í opinn dauðánn". Aðalhlutverk: Gregory Peck, Virginia Mayo, Robert Beatty. Bönnuð bömum innan 14 ára. (Framhald af 5. síðu). mæla, láta flytja bein Jöns Arasonar og annarra Höla- biskupa suður yfir heiöar. Líklega yrðu þeir taldir hafa helgað sér land í fjalladaln- um norðlenzka, þar sem enn þá lifir ferkst á vörum fólks- ins „heim að Hólum.“ Steinþór Helgason. Sýnd kl. 5, 7 og 9. Sala hefst kl. 4 . h. GAMLA BIÓ — 147* — 1 sjöunda himni (The Belle of New York) Skemmtileg, ný, amerísk MGM dans- og söngvamynd í itum, sem gerist í New York í þá góðu gömlu daga um aldamótin. Aðalhlutverkin leika, dansa og syngja hin óviðjafnanlegu Fred Astaire og Vera Ellen. Sýnd kl. 5, 7 og 9. TRIPOLI-BIO Bíml 1183. I bllðu og stríðu (I dur och skur) Bráðskemmtileg, ný, sænsk söngvamynd með Alice Babs í aðalhlutverkinu. Er mynd þessi var sýnd í Stokk hólmi, gekk hún samfleytt í 26 vikur eða 6 mánuði, sem er al- gert met þar í borg. Sýnd kl. 5, 7 og 9. »♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦ HAFNARBÍÓ — Sfml 8444 — Geimfararnir Ný Abbott og Costello-mynd (Go to Marz) Nýjasta og einhver allra skemmtilegasta gamanmynd hinna frægu skopleikara. - Þeim nægir ekki lengur jöröin og leita til annarra hnatta, en hvað finna þeir þar? Uppáhalds skop leikarar yngri sem eldri. Bud Abbott, Lou Costello, Mary Blanchard. Sýnd kl. 5, 7 og 9. Kunna Danir að drekka? (Framhald af 4. siðu'). truflun á öllu eðlilegu at- hafna- og félagslífi, en óþarft er að telja slíkt upp enn einu sinni. Nei, þjóðir hafa aldrei iært að drekka og munu aidr- ei læra það, því að stöðugt koma nýjar og óreyndar kyn sióðir, jafnan tregar til að byggja á reynslu hinna eldri. Afglöpin endurtaka sig því alltaf. Áfengisframleiðsla og áfengissala á að hverfa eins og ýmsar aðrar leifar fornr- ar villimennsku. Péttir Sigurffsson. Cemia-Desinfector « rellyktandl lótthrelnBandi Fökvl nauBsynlegur & hverju helmlll tll Bótthrelnaunar 4 munum, rúmfötum, húsgögnum, afmaáhöldum, andrúmíloftl e. «. fnr. — Fæst í öllum lyíjabúS- um og snyrtlvöruvemlunum. Ragnar jónsson haestaréttsrlffxœaSw Laugaveg I — Bíral 7761 LöEfræðiffcörf og elgnaum- etMla. Þúsundir vita, «8 giefu ___ íylgli hringunum frá_____ 8IGURÞÓR, Hshuuntnttt t, . Margar gerllr fyrirllggjandl. Bendum gegn póstkröfs. HSSim ■igw Dulles ræðir uin alþjóðlega kjarn- orkustofnun New York, 23. sept. — John Foster Dulles, utanríkisráð- herra Bandaríkjanna, flutti ræðu á allsherjarþingi S. Þ. í dag. Ræddi hann um stofn un alþjóðlegra samtaka eða félags, er ynni að hagnýt- ingu kjarnorkunnar til frið samlegra nota. Er hér um sömu tillögu að íæða og _Eis- enhower forseti hefir áður flutt, en Rússar ekki fengist til sámstarfs um. a-—---------------— Hreindýrin fóru aftur inn á öræfi Frá fréttaritara Tímans á Egilsstöðum. Hreindýraveiðarnar hafa gengið heldur illa síðustu tvær vikurnar, enda fengu menn öðru að sinna, þegar g^ngur hófust. í hlýindunum á aögunum leituðu dýrin, er komin voru út á heiðar, aft- ur til öræfa, en nú hefir kóln að mjög í veðri og snjóaö í fjöll og munu dýrin þá leita niður aftur. Munu menn þá halda eitthvað áfram við veiðar, því að ekki er búið að skjóta öll þau dýr, sem leyft var. ES. Fræg þyrilvængja skemmtir börnnm Önnur þeirra tveggja þyril vængja, sem fyrstar flugu yf ir Atlantshaf, mun taka þátt í flugsýningu á Keflavikur- flugvelli n. k. laugardag, en flugsýningin er eitt atriðiö í skemmtun þeirri, sem varnar liðið efnir til fyrir börn úr Keflavík og nágrenni. Þyrilvængja þessi flaug yfir Atlantshaf í ágúst 1952. Mun hún sýna alls konar fluglist- it, svo sem fljúga þráðbeint upp og niður í loftinu. Einnig verður sýnt. hvernig þyril- flugur fara að því aö bjarga mönum, sem eru einangraðir, og ekkj verður náð til öðru vísi en úr lofti. eift Skáldsaga eftir llja Ehrenburg hans frá stríðsárunum eru sannar. Þetta var alveg eins og hann segir. En persónur hans eru of orðmargar, draga of víð tækar ályktanir, og þess vegna virðast þær ekki eins sann- sögulegar. Lena andmælti honum áköf: — Ályktar þú ekki sjálfur? Gleðstu ekki sjálfur yfir því að rökræða það, sem sækir á hug þinn. Hann varð ráðvilltur. — En hvers vegna þurfa menn að vera svo persónulegir, tautaöi hann. Fyrir- gefðu, ég hefi áreiðanlega þreytt þig með þessu masi. Dimitri hafði aldrei sagt Lenu frá bernskuárum sínum eða ást sinni til Natösu og allra sízt hinni erfiðu baráttu fyrir að komast áfram í lífinu. En hún fann ósjálfrátt, að manni hennar skjátilaðist, þegar hann kallaði Dimitri lukkunnar pamfíl. Einmitt þess vegna mat hún svo mjög sálarstyrk Dimitris og heita lund, sem hann reyndi ætíð að fela. En það skipti annars litlu máli, hvort þessi gáfaði verkfræðingur var eftirlætisbarn örlaganna eða ekki, hann var lifandi maður. Þegar vopnahlé var samið í Kóreu, ræddi hann þann at- burð í fyrirlestri. Hann gerði það vel og dró myndir sínar skörpum línum, lýsti nákvæmlega óförum amerísku her- stjórnarinnar og lauk máli sínu með því að lýsa hinum gleðilega árangri baráttunnar. Þetta hafði allt saman end- að á annan veg en á Spáni. Árásarmennirnir hefðu fengið hæfilegt umhugsunarefni, og þar að auki mundu friðar- og föðurlandsvinir nú um heim allan bera höfuðið hærra. En á heimleiðinni sagði hann: — Ég átti góðan félaga á stúdentsárunum, það var ung stúlka frá Kóreu. Hún var lítil og grönn eins og barn. Þessa dagana víkur hún ekki úr huga mér. Hún háfði svo fallegt bros. En hvað það er gott, að hún skuli nú fá að brosa aftur eftir allar þær ógnir, sem yfir hafa dunið. Lena hugsaði með sér: — Ef til vill er ég eina manneskjan, sem þekkir Dimitri allan, bæði þann. Dimitri, sem heldur stjórnmálaræöur og hinn, sem hugsar um litla Kóreustúlku, sem líktist barni og brosti fallegá. Stundum fannst henni þó, að hann væri torskiíinn. Dag nokkurn sagði hún honum áköf, að Warja Popowa, nem- andi hennar í efsta bekk, hefði orðið fyrir þungu áfalli. Rödd hennar skalf, meðan hún sagði frá: — Hugsaðu þér bara, þeir ráku hana fyrirvaralaust úr ungkommúnistá- sambandinu. Án nokkurrar rannsóknar. Þeir:víldú ékki’ einu, sinni hlusta á skýringar stúlkunnar. Að vísu var bæjar- sovétinu að lokum sagt frá þessu, og nú hefir stúlkan fengið félagsskírteini sitt aftur. En getur þú ekki ímyndað þér, hvílíkt reiðarslag það er að verða fyrir slíku á æskuárum — aðeins sautján ára. Lena vænti þess, að Dimitri deildi samúð með henni, en hann þagði. Hefði maður hennar tekið sömu afstöðu, mundi hún hafa hugsað: Hajan er ragur. En hún virti Dimitri og hugsaði með sjálfri sér. Eg þekki þetta líklega ekki til hlítar. Alveg óafvitandi tengdist hún Dimitri nánar og nánar. Þegar margir dagar liðu án þess, að hann léti sjá sig, gat hún ekki stillt sig um að spyrja mann sinn: — Dimitri Serg- ejsson er vonandi ekki veikur? Þannig leið sumarið. En þegar leið á ágúst fór Dimitri brott í sumarleyfi. Svo kom hann heim aftur þungbúinn eins og þrumuský. Lena hugs- aði með sér, að ef til vill stafaði þetta af því, að hann hefði komizt í kynni við einhverja unga stúlku suöur í Kákasus. Dimitri var farinn að forðast Lenu. Tvisvar hafði hún stöðv að hann á götu og í bæði skiptin afsakaði hann sig með annríki, hét þó að líta inn til þeirra fljótlega. En hann kom ekki. Lena braut heilann um ástæðuna, og dag nokk- urn flaug henni í hug: Þetta er of mikið. Ég hugsa of mikið um hansn. Ég skyldi þó aldrei vera ástfangin af honum? En hún vék þeirri hugsun þegar til hliðar. Á mínum aldri er maður búinn að varpa slíkri heimsku fyrir borð. Gald- urinn er aðeins sá, að bærinn hérna er ekki auðugur að greindu og skemmtilegu fólki, og þar að auki var ég far- in að venjast komum hans. Hana hafði raunar alls ekki langað til að fara á fundinn í bókasafninu, því að hann hlaut að verða leiðinlegur. Ræðumennirnir mundu vafalaust eins og venjulega lesa einhverjar klausur upp úr minnisbókum sínum og aö öðru leyti láta sér nægja að vitna í blaðagrein og endursegja efni bókarinnar, sem ræða átti um. En maður hennar vildi umfram allt hafa hana með sér. Ritari bæj arsovétsins haföi tilkynnt komu sína, og varla mundi vanta marga af helztu mönnum bæjarins. Hann bætti við svolítiö ergilegur: — Hvers vegna þarft þú alltaf að viðhafa mótbárur? Þér mun alls ekki leiðast, því að Dimitri tekur þátt í umræðunum. Lena varð reið: — Mér er hjartanlega sama, hvort Dimitri- tekur þátt í umræðum eða ekki. ívan Wasiljason kímdi í barminn. En hvað konur gátu verið duttlungafullar. Fyrst var Dimitri afburðamaður í hennar augum, en nú var henni hjartanlega sama. Lenu grunaði ekki, að þetta kvöld mundj hafa úrslitaþýð- ingu fyrir allt líf hennar. Ræða Dimitris varð henni reið- arslag. Meðan hann var að tala, langaði hana mest til a'ð sökkva niður í gólfið. Þessu var öllu beint gegn henni. Hann lét sem hann væri að gagnrýna bókina, en í raun og veru stóð hann þarna í ræðustólnum og skýrði frá því, hvers vegna hann vildi ekki lengur eiga neitt saman við hana að sælda. Það er ekki um að villast, hugsaði Lena ótta-

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.