Tíminn - 12.10.1954, Side 6

Tíminn - 12.10.1954, Side 6
6 TÍMINN, þriðjudaginn 12. október 1954. 229. blað. yrm}> KflÍDLEIKHÖSIÐ JVi touche óperetta í þrem þáttum. Sýning í kvöld kl. 20.00. 20. sýning. Næsta sýning fimmtudag kl. 20. Næst síðasta sinn. Hrakfalla- bulUurinn Sprenghlægileg og afar skemmti leg gamanmynd í litum. Sýnd kl. 5. Silfurtúnylið eftir Halidór Kiljan Laxness Sýning miðvikudag kl. 20. Aðgöngumiðasalan opin frá kl. 13,15—20.00. Tekið á móti pönt- unum. Sími: 8-2345, tvær línur. Ögiftur faðir þessi hefir vakið geysi athygli og umtal, enda verið sýnd hvar- vetna með metaðsókn. Þetta er mynd, sem allir verða að sjá. Hrífandi ný sænsk stórmynd, djörf og raunsæ, um ástir unga fólksins og afleiðingarnar. Mynd Sýnd kl. 7 og 9. Bönnuð börnum innan 12 ára. NYJA BIO — 1M4 — Rússncski liallcítmit (Stars of the Russian Ballet) Aukamynd: Fæðing Venusar, litmynd af málverkum frá end- urreisnartímabilinu. Sýnd kl. 5, 7 og 9. TJARNARBÍÓ Hwl Bttt. Mandy Frábær verðlaunamynd, er jall ar um uppeldi heyrnarlausrar stúlku og öll þau vandamál, er skapast í sambandi við það. Þetta er ógleymanleg mynd, er hrifur alla sem sjá hana. Sýnd kl. 5, 7 og 9. BÆJARBIÓ - HAFNARFIRDI - /TÖLSK KVIKMYNDAVIKA: Síðusta stefnumótiö með Alida Valli. Myndin var talin ein af 10 beztu kvikmyndum, sem sýnd var í Evrópu 1952. Sýnd kl. 7 og 9. Mersulína Sýnd miðvikudag. Sunnudagur í tígúst Sýnd fimmtudag. Treggjja uura von Sýnd föstudag. Lokaðir gluggar Sýnd laugardag. Sími 9184. AUSTURBÆJARBÍÓ Á rcfilsstignm (The Intruder) Sérstaklega spennandi og vel 'gerð ný kvikmynd, byggð á ikáldsögunni „Line on Ginger" ’eftir Robin Mauham. Aðalhlutverk: Jack Hawkins, George Cole, Dennis Price. Bönnuð börnum innan 16 ára. Sýnd kl. 9. Sala hefst kl. 2 h. Sýnd kl. 5 og 9. Sjóniannudags- kabarettinn Sýningar kl. 7 og 11. GAMLA BÍÓ — 1*7» — A suðræimi strönd — 1475 — (Pagan Love Song) Skemmtileg og hrifandi ný em- erísk söngvamynd, tekin í lit- um á suðurhafseyjum. Aðalhlutverk: Esther Williams, Howard Keel. Sýnd kl* 5, 7 og 9. TRIPOLI-BÍÓ Biml 1189. Johnny Holiduy Frábær, ný, amerísk mynd, er fjallar um baráttu kornungs drengs, er lent hefir út á glæpa- braut, fyrir því að verða að manni, í stað þess að enda sem glæpamaður. Leikstjórinn, Ronnie W. Alcorn upplifði sjálf- ur í æsku það. sem mynd þessi fjallar um. Aðalhlutverk: Allen Martin, William Bendix, Stanley Clements, Hoagy CarmichaeL Þetta er mynd, sem enginn ætti að láta hjá líða að sjá Sýnd kl. 5, 7 og 9. HAFNARBÍÓ — Bíml 8*44 — Aðeins þín vegna (Because of You) Efnismikil og hrífandi ný am- erísk stórmynd, er hlotið hefir mikla aðsókn víða um heiin. j Kvikmyndasagan kom sem fram haldssaga í „Famelie Journal- en“ fyrir nokkru undir afninu: „For den skyld". Loretta Young, Jeff Chandler. Sýnd kl. 7 og 9. Geimfararnir með ABBOTT og SOSTELLO Sýnd kl. 5. J iuuj aaviB wonsA tuu t oia aNnoas motioh ovo flVXJl_/~*\_TL/X_q Lrv/Ti—w—ir\yu ;^m09 SÍ1ÁH3SX ♦♦♦♦♦♦♦« Á Snæfellsnesi (Framhald af 4. síðu). inn áhuga á að heyra rök Sigfúsar fyrir dómunum um beztu hrútana, en þau flutti hann ítarlega. Með héraðssýningunni vill aðalfundur Búnaðarsambands ins gefa sýslubúum kost á að sjá saman beztu gripi sýslunnar. Af því geta þeir margt lært, og þó nn meira margt lært, og þó enn meira þeir líka til með að vita reynsluna á hverjum hrút, sem sýndur verður. Eg vil hér endurtaka þökk mína til Snæfellsnesinga fyr ir það óvenjulega framtak, sem þeir hér sýna. Það var sú tíð að bændur í Snæfells nessýslu voru ekki taldir þeir beztu hvað búskap snertir. En hafi nokkur sýsla farið myndarlegar af stað? Eg held ekki. Hér halda þeir sjálfir skipulegar sýningar á milli sýninga þess opinbera. Þeir ákváðu að halda héraðs sýningar á hrútum, og gefa rnyndarlegan grip til verð- launa þar. Þeir bindast sam- tökum um alla sýsluna og stofna og starfrækja fjár- ræktarfélög. Afla sér þar vissunnar um hvað sé bezt og finna með því tryggan grundvöll fyrir árangri fram tíðarstarfsins. Þetta dæmi mættu aðrir bændur hugleiða og taka sér til fyrirmyndar. Eg vona og veit, að þetta rtarf _þeirra ber árangur. Það er einungis eitt sem gæti taf ið þeim framfarabrautina. Það er af þeir skyldu fara að horfa of mikið á höfða- töluna, hugsa of mikið um að fjölga fénu, og því ekki gæta þess að geta veitt því það fóður, og þá hirðingu, sem nauðsynlegt er til þess að það geti sýnt fullan arð. Eg sá víða vélgrafna skurði. Eg sá að það er hugur í þeim Snæfellsnessbændum að stækka túnin sín. Og v.el sé þeim fyrir það. Eg vona að öflun nægra heyja, heyja sem geta tryggt gott fóður búfénaðarins, gengi ávallt á undan fjölgun fjárins. Geri hún það, og hirði þeir af trú mennsku og alvöru að því bezta í framtíðinni, eins og þeir eru nú byrjaðir á, þá er víst að þeir fá góðan arö af búum sínum á komandi árum. 7. október 1954. 19. amP€D Raflagir — ViðgerSir Rafteikningar Þlngholtsstrætl 2i Síml 8 15 56 aimniu* tIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIlllllllMIIIIIIIIIIIIIIIII» ! Blikksmiðjan j | GLÖFAXI | I HRAUNTEIG M- S/MT 7*88. I I * ■aaumiiuiiiiiiBiiiiiiiiiiiiimMiiMiiiiiiiiiiuiiiiinmiiiai Spálaheifp Skátdsaga eftir llja Ehrenburg ekki í dag. Mannskepnan vill ekki deyja, hún heldur dauða- haldi í lífið til síðustu stundar. IV. Lena sofnaði ekki fyrr en undir morgun, og vaknaði seint, enda var sunnudagur, og hún hugsaði þegar með sér: — í dag verð ég að segja honum allt. Það er óheiðarlegt aö þegja lengur um það. í skrifstofu ívans stóð Valdimar málari við grindina. Lenu langaði mest til að hverfa á brott aftur eins hljóölega og hún hafði komið, en ívan vildi umfram allt sýna.henni má) verkið. Hann sagði: — Mér finnst það líkt mér. Að vísu er ég ofurlítið gildari, en augun eru mín, um það er ekki að villast. Listamaðurinn bætti við með undirleitu brosi: ■— Maður inn yðar hefir mjög mjúka andlitsdrætti. Það er erfitt aö mála hann. En ég hefi lagt mig allan fram um aö túlka innri verðleika hans. Lena gekk brott án þess að svara. Þetta er viðbjóðslegt, bæði það, sem hann- sagði um „innri verðleika" og tvíræða brosið á manninum. Undarlegt, að Andrés gamli skyldi eiga slíkan son. Er heimurinn þá fullur af fólki, sem lifir án afláts í lygi? Alveg eins og ég .... Eirðarleysið greip hana. Ég þarf aö fara út. til að kaupa svolítið hunang handa Shuru, henni þykir hunang svo gott. j Mér er _svo þungt yfir höfði, að ég get ekki hugsað í sam- hengi. Ég þgrínast hreins lofts. Og veöriö er yndisíqgt, svo ólíklegt sem það er eftir slíka iió£t. Málarinn veröur vafa- laust faiinn þegar ég kem aftúr. Þá ætla ég að segja við ívan: — Ég þarf aö tala við þig, verð að segja þér svolítiö, sem þolir enga bið. Loftið var tært og frostbjart. Sólin líktist kringlu málaðri með litablýanti í raúðum og gulum lit, en skinið frá henni vár þó svo sterkt, að þaö skar í augun. Lena naut venju- . lega slíks vetrarveðurs, en- í dag virtist henni það þrúgandi. ! Aðeins snjór og aftur snjór svo langt sem augað eygði. Það var enn langt til vors. Og hverju skipti það, hvers hefi ég að vænta af vorinu? En það varð ekkert af hinu ráðgerða samtaji við ívan Wasiljason. Meðan Lena var úti kom Chitrow í heimsókn, og þeir ákváðu aö fara á veiðar. ívan rumdi af velþóknun ! og sagði ákafur: — Kannske kem ég ekki tómhentur heim. | Það væri ekki arnalegt að fá héra í matinn. í raun og veru létti Lenu. Hún hugsaði með sér: Vafalaust kemur hann seint heim, og það er ekki um annað að ræða en bíða til morguns. Það er gott, því að raunar er mér ekki fyllilega ljóst enn hvað það er, sem ég vil, eða hvað ég ætla að segja. Daginn eftir þurfti íváh aö fara snemma á fund, og Lena varð enn að skjóta sam.talinu á frest. Á hverjum morgni : húgsaöi Lena, er hún vaknaði við að heyra ívan ræskja sig í myrkrinu: Ég verð að taka á- kvörðun. Þetta má ekki halda svona áfram. En svo hófst dagurinn með önnum sínum og umstangi. Hún hraðaði sér í skólann. Þar var margt, sem ræöa þurfti við skóla- stjórann. Það varð að hvetja silakeppina í bekknum sem mest og veita hinum greindari ný viðfangsefni. Skáld eins og Niekrasow hlaut þó að geta vakið aðdáun allra. Lena las hátt fyrir nemendur sína og reyndi aö láta þá fylgjast með og naut sjálf hinna angurblíðu ljóða. Allan daginn var nóg að gera í skólanum. Eftir hádegið komu B-bekkirnir. 1 og síðan foreldrafundir eöa námskeiö í Marxisma eða Lenin isma. Þannig liðu dagarnir. ívan Wasiljason var alls ekki ánægður með öll þessi um- svif konu sinnar í starfinu utan heimilisins. Hann hugsaði með kvíða: — Hún-skýtur alltaf yfir markið. Það er al- rangt að ofbjóða sér þannig. Við morgunverðarborðið eða kvöldteið reyndi hann að skemmta henni með smásögum: — Nú skal ég segja þér dálítið skrítið. Brajnin er dæma- laus hérvillingur, skal ég segja þér. í gærmorgun kom hann í skrifstofu sina klæddur peysu af konunni sinni. Hann , var alveg í öngum sínum og áleit, að hann hlyti að vera (sjúkur, þar sem hahh hafði lagt svo mikið af áð peysán I hengi á honum eins og víður poki. Svo kom kona hans |þjótandi nokkru síðar. Allir veltust um af híátri. ívan' Wasiljason hló hátt, og Lena neyddi sig til að brosa. Þetta er óheiðarlegt, hugsaði hún á hverjum degi á heim leiðinni úr skólanum Það er óheiðarlegt af mér að halda áfram að búa með manni, sem ég elska ekki og virði ekki einu sinni. Ég hefði átt að vera búin aö segjá honum það fyrir löngu, að svona;gæti þetta ekki haldið áfram. En hann mundi aldrei vilja missa Shuru. Þaö verður óleysanlegt vandamál, og þegar allt kemur til alls verður það barnið, sem mest líður fyrir þetta. Ég hefi ekki leyfi til að eyði- leggja framtíð litlu stúlkunnar minnar. Hvaö á ég aö gera í þessum vanda Þetta var snjóþungur janúarmánuður, og þegar Lena kafaði ófærðina milli mannhæðarhárra skafla, fannst henni 1 að hún lægi lifandi grafin í snjódyngjunni. Hjartað þolir þetta ekki einum degi lengur, hugsaöi hún með sér.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.