Tíminn - 13.10.1954, Blaðsíða 6

Tíminn - 13.10.1954, Blaðsíða 6
6 TÍMINN, miðvikudaginn 13. október 1954. 230. hlað PTÓDLEIKHÚSID SilfurtúngliS eftir Halldór Kiljan Laxness Sýning í kvöld kl. 20. UPPSELT. Næsta sýning föstudag kl. 20,00. Nitouche óperetta i. þrem - áttum. Sýning fimmtudag kl. 20. Næst síðasta sinn. Aðgöngumiðasalan opin frá kl. 13,15—20,00. Tekið á móti pönt- unum. Sími: 8-2345, tvær línur. Ogiftur faðir þessi hefir vakið geysl athygli og umtal, enda verið sýnd hvar- vetna með metaðsókn. Þetta er mynd, sem allir verða að sjá. Hrífandi ný sænsk stórmynd, djörf og raunsæ, um ástir unga fólksins og afleiðingarnar. Mynd Sýnd kl. 7 og 9. Bönnuð börnum innan 12 ára. HraUfalltt- bálkurinn Sprenghlægileg og afar skemmti leg gamanmynd í litum. Sýnd kl. 5. '■v" ’í’ rj?i NYJA B10 — 1M( — Rússneski ballcttmn (Stars of the Russian Ballet) Aukamynd: Fæðing Venusar, lltmynd af málverkum frá end- urreisnartímabilinu. Sýnd kl. 5, 7 og 9. _ TJARNARBÍÓ Bb*l S4U. Maudy Frábær verðlaunamynd, er jall ar um uppeldi heyrnarlausrar stúlku og öll þau vandamál, er skapast í sambandi við það. Þetta er ógleymanleg mynd, er hrífur alla sem sjá hana. Sýnd kl. 5, 7 og 9. BÆJARBÍÓ — HAFNARFIRÐI - ÍTÖLSK KVIKMYNDAVIKA: Mersalína Óvenju fagurt listaverk. Aðalhlutverk. María Felix. Sýnd kl. 7 og 9. Sunnuduyur í átjúst Sýnd fimmtudag. Tveggja aura von Sýnd föstudag. Lokaðir gluggar Sýnd laugardag. Sími 9184. íleekfeiag: RCTKJAVÍKIJR’ Frumsýning: Erfinginn Sjónleikur í 7 atriðum eftir Ruth og Augustus Götz eftir sögu Henry James. Frumsýning annað kvöld kl. 8. Leikstjóri: Gunnar, Hansen. í aðalhlutverkum: Guðbjörg Þorb j arnardóttir, Þorsteinn Ö. Stephensen, Hólmfríður Pálsdóttir, Benedikt Árnason. Aðgöngumiðar seldir í dag kl. 4—7 og á morgun eftir kl. 2. — Sími 3191. AUSTURBÆJARBfÓ Á refilsstigum (The Intruder) Sérstaklega spennandi og vel gerð ný kvikmynd, byggð á skáldsögunni „Line on Ginger" eftir Robin Mauham. Jack Hawldns, George Cole, Dennis Price. Bönnuð börnum innan 16 ára. Sýnd kl. 9. Sjómunnudags- kabarettinn Sýningar kl. 7 og 11. GAMLA BÍÓ — 147* — A suðræimi strönd — 1475 — (Pagan Love Song) Skemmtileg og hrífandi ný em- erísk söngvamynd, tekin í lit- um á suðurhafseyjum. Aðalhlutverk: Esther Williams, Howard Keel. Sýnd kl. 5, 7 og 9. TRIPOLI-BÍÓ Bimi lisa. Suðrœnar nœtur (Sudliche Náchte) Bráðskemmtileg, ný, þýzk músik mynd tekin að mestu leyti á Ítalíu. Öll músíkin í myndinni er eftir einn frægasta dægurlaga höfund Þjóðverja, Gerhard Winkler, sem hefir meðal annars samið lögin: „Mamma mín“ og „Ljóð fiskimannanna frá Capri“, er vinsælust hafa orðið hér á landi. Tvö aðallögin í myndinni eru: „Ljóð fiskimannanna frá Capri“ og tangóinn „Suðrænar ætur“. í myndinni syngur René Carol ásamt fleirum af frægustu dæg urlagasöngvurum Þjóðverja, með undirleik nokkurra af beztu danshljómsveitum Þýzkalands. Aðalhlutverk: Germaine Damar, Walter Miiller, Margit Saad. Sýnd kl. 5, 7 og 9. ♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦< HAFNARBÍÓ — Síml 8444 — Aðeins þín vegna Sýnd kl. 7 og 9. Dularfulli kafbáturinn (Mystery Submarine) Hörkuspennandi amerísk mynd, viðburðarík frá upphafi til enda. MacDonald Carey, Marta Toren. Bönnuð bömum innan 12 ára. Sýnd kl. 5. Vörn Sigurbjarnar (Framhald af 4. stðul. málstaSur menntamálaráð- herra er vaxinn og gæti oröið Sigurbirni Einarssyni örlaga- rík, ef hann kysi að keppa um embætti, þar sem reynir á sanngirni og réttsýni. Sigurbjörn hættir sér út á hálan ís, þegar hann stað- hæfir í greinarlok, að vinir séra Guðmundar sjái „ofsjón um yfir því, þótt keppinautur hans hlyti stuðning eins af þremur kennurum guðfræði- deildar“. Þetta eru getsakir. Það sér enginn ofsjónum yfir þessu. Hins vegar undrast margir, að Sigurbjörn Einars son skuli mæla óréttÆætinu bót af því, að það hefir orðið vini hans og skjólstæðingi til framdráttar. Þórir Kr. Þórð- arson stendur jafnréttur eftir þessa deilu. Hitt er staðreynd, að menntamálaráðherra hefir níðzt á séra Guðmundi Sveins syni og að Sigurbjörn Einars- son reynir að bera blak af Bjarna Benediktssyni, þegar greidd er að honum atlaga. Sigurbjörn Einarsson er fjölgáfaður og hámenntaður maður, frábærlega orðsnjall og ritfær eins og bezt verður á kosið. Próflausum blaða- mahni er því auðvitað ærinn vandi að þreyta við hann kappræðu. En barningur Sig- urbjarnar í róðri þessarar deilu sýnir bezt, að málstað- urinn er ekki nógu góður. IX. Vísir hefir sent mér tóninn vegna greinar minnar, þar sem rakin var saga dósents- málsins. Leggur hann mikið upp úr því, að Tíminn skyldi koma efniskjarna hennar á framfæri við lesendur sína og ályktar, a|ö slíkt sé tilræði við stjórnarsamvinnuna! Þetta sýnir minnimáttar- kennd og ótta við þjóðina. En því fer fjarri, að hér sé yfir nokkru að kvarta. Sigurbjörn Einarsson hefir fengið grein sína birta í þremur blöðum, og fagna ég því sannarlega vegna aðdáunar minnar á mál frelsinu og virðingar fýrir skoðunum annarra. En er þá goðgá, að hinn málstaðurinn sé túlkaður í tveimur blöðum? Morgunblaðið ónotast út af því, að dósentsmálið skuli rætt og rakið. Það reynir að verja menntamálaráðherra og dylgjar um Helandermál, en kryddar allt þetta vísna- gerð, sem er skemmtileg til- breyting. Greinar Morgunbl. minna á bátana, sem kallaðir voru með Engeyjarlagi. Þær virðast til orðnar í stjórnar- ráðinu og bera blæ af skaps- munum Bjarna Benediktsson ar. Skal hér að lokum minnzt á aðalatriði þeirra. . Það er rétt, að menntamála ráðherra hefir ekki brotið lög við veitingu dósentsem- bættisins. Hitt er rangt, að hann hafi farið að reglum háskólans. Bjarni Benedikts- son virti að vettugi álitsgerð dómnefndar og tillögu guð- fræðideildar. Og menntamála ráðherra viðhefur vinnu- brögð, sem hann hefir áður fordæmt. Hann gaf út 22. á- gúst 1936 skýrslu sína og tólf annarra háskólakennara um veitingu prófessorsembættis í lagadeild háskólans. Þar er lögð rík áherzla á sjálfsákvörð unarrétt háskólans um skip- anir í embætti og sagt orð- rétt: „Það er almennt viður- kennt, að háskóladeildirnar sjálfar, ef til vill með aðstoö annarra sérfróðra manna (dómnefndar við-samkeppnis próf), eru bezt dómbærar um , það, hverja velja skuli kenn- 20. Æráðaþeifi' Skáldsaga eftir llja Ehrenburg ■ : 4 Þegar hún var heima, leitaði hún trausts hjá barninu. Þegar Shura svaf eða undi hjá föður sínum, vissi Lena varla hvað hún átti af sér að gera. Hér er mér allt svo fram- andi, hugsaði hún með andúð, er hún horfði á glugga- tjöldin, sem hún hafði eitt sinn glaðzt við að sauma og hengja upp. Hún leit yfir munina í stofunni. Allt þetta heimilisyndi hafði hún skapað, en nú snerist það gegn henni með fjandsamlegu valdi. Hún reyndi að sannfæra sjálfa sig um það, að hið nýja viðhorf hennar væri á engan hátt tengt Dimitri. Ég hugsa ekki einu sinni um hann, sagði hún við sjálfa sig. Við sjá- umst ekki einu sinni lengur, þetta er úr sögunni. En í raun og veru yar hann alltaf í huga hennar. Hér í þessum hæg indastól sat hann einu sinni og sagði henni frá því, hvern ig herdeild hans hefði ráðizt á hús eitt í Breslau, náð efri hæðinni meðan Þjóðverjar réðu enn neðri hæðinni. Svo ræddu þau um hljómlist á eftir. Þaö var einmitt í þetta skipti, sem Dimitri Sergejsson reis hvatlega á fætur og sagði: — Þú ert enn mjög ung Jelena Bórisdóttir, þú munt varla skilja það. Stundum finnst manni, sem maður sé sjálf ur innifrosinn í eigin sál, en svo skeður eitthvað sem los- ar um, það byrjar eitthvað að titra í innstu leynum hug- ans, og maður finnur þegar, að líf leýnist undir þykkri íshellunni. En hvers ve'gna endaði þetta svona illa? Sökin er mín,- hugsaði Lena. Það er ég sem hefi eýðilagt það allt. Það er ég sem hefi valdið hinni hræðilegu umturnun þessa vin- áttusambands. Hún hugsar um þetta án afláts. Hann stöðv aði hana í tíma. Nú er þessu lokið, hún mun aldref sjá hann framar, svo að þetta skiptir eiigu. Og þó mundi hún láta sér nægja hið allrá minnsta, aðeins það að hann kæmi aftur, það væri nóg að hann kæmi í stutta heimsókn, stanz aði ekki nema hálfa klukkustund. Hann mátti tala um einskis verða hluti — þennan harða vetur eða að allar skáldsögur væru lélegar, henni var sama hvað hann segði, ef hún fengi aðeins að vita af nærveru hans. Nei, hvað gengur annars að henni? Það nær engri átt að auðmýkja sig þannig. Hún er farin að líkjast söguhetjunum í gömlu skáldsögunum, þessum frúm, sem höfðu ekki öðru að sinna en að gæla við eigin tilfinningar. En hún var sovétkona, sem bar virðingu fyrir sjálfri sér. Hún þarfnaðist ekki ölmusu Það var bezt að Dimitri sigldi sinn sjó. Ef þau mættust einhvers staðar af tilviljun, í klúbbnum eða á götunni, þá ætlaði hún að brosa og segja nokkur vingjarn- leg orð við hann til þess að sýna honum, að henni sé ekki brngðið. En það leysir á engan hátt vandann. Vandinn er h.iónaband hennar, maðurinn hennar. Hvernig á hún að lifa lífinu með manni, sem hún elskar ekki lengur? Það hvarflaði þó aldrei að Lenu að líta á Dirnitri sem or- sök skipsbrotsins í hjónabandi hennar. Hún var sannfærð um, að betta tvennt .væru óskyld mál. Þegar hún kynntist Dimitri var hún löngu hætt aö elska mann sinn. Um tima áleit hún sig hafa eignast góðan kunningja þar sem Dimitri var, en nú var hún ein og yfirgefin. Hún vissi það, að yfir- gæfi hún mann sinn mundi enginn skilja hana eða styrkja. En þó sótti sú hugsun enn fastar að henni, eftir að Dimitri var búinn að snúa við henni bakinu, að hún yrði að yfir- gefa mann sinn. Hún sagði án afláts við sjálfa sig, að hún gæti ekki létt af sér því oki, sem þyngst þjakaði hana, fyrr en hún hefði gert Mreint íyrir sínum dyrum í hjónabands- málunum. En í hvert sinn, er hún var þar komin í rök- semdaleiðslu sinni, varð henni hugsað til barnsins, og ákvaö ara innan vébanda þeirra. Vér fullyrðum það hiklaust, að það má heita nálegá undan- tekningarlaus regla í öllum lýðræöislöndum, að embætta- veitingar við ríkisháskólana eru algerlega í sjálfra þeirra höndum, því að enda þótt rík isstjórnirnar kunni að hafa hið lagalega veitingavaid, þá er því ekki beitt öðru ýísi en í samræmi við tillögur hlut- aðeigandi háskóla. Sjálfseign arháskólarnir ráða Iika vit- anlega þessum málum alger- lega upp á sitt eindæmi. Há- skóla íslands er þetta jafnt nauðsyn sem öðrum háskól- um“. Svo mörg eru þau orð, og munu útskýringar óþarfar. Þetta var skoðun Bjarna . Benediktssonar lagaprófess- ' ors 1936, þegar ráðherra beitti lagalegu veitingavaldi þann- ig, að ágreiningi olli. En hver er í dag afstaða Bjarna Bene diktssonar menntamálaráð- herra? Nú fylgir hann þeirri reglu, sem fordæmd var af honum og samkennurum hans 1936. Bjarni Benediktá- son hagar embættisveitingum sínum á þá lund, að hann hafnar undantekningarlaust tillögum ráðgjafaraðila. Hann ráðstafar skólastjórastöðum og dósentsembætti gegn vilja viðkomenda og gerir enga grein fyrir sjónarmiðum sín um og vinnubrögðum. Morg- unblaðið ætti því að gæta hófs i bundnu máli sem ó- bundnu um embættaveiting- ar menntamálaráðherra. Bjarna Benediktssyni verð ur ekki stefnt fyrir dómstóla laganna vegna framkomu sinnar og vinnubragða sem menntamálaráðherra. En hann kemst ekki hjá því að mæta fyrir dómstóli almenn ingsálitsins. Og Alþingi hlýt- ur hann að standa reiknings- skap ráðsmennsku sinnar, ef þess verður krafizt. Hclgi Sæmundsson.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.