Tíminn - 17.11.1954, Blaðsíða 7

Tíminn - 17.11.1954, Blaðsíða 7
260. blað. TÍMINN, miðvikudaginn 17. nóvember 1954. ■3 Hvar eru skipin Sambandsskij). Hvassafell er í Ábo. Arnarfell fór frá Almeríu 11. þ. m. áleiöis til Reykjavikur. Jökulfell lestar á Norð urlandsliöfnum. Dísarfell lestar cg losar á Nórður- og Austurlands- höfnum. Litlafeli er í olíuflutning- um í Faxaflóa. Helgafell lestar síld á Faxaflóahöfnum. Tovelil er I Keflavík. Stientje Mensinga er í Keflavík. Kathe 'Wiaris er á Siglu- firði. Eimskip. Brúarfoss fer frá Hamborg 18.11. til Reykjavíkur. Dettifoss fór frá Reykjavík 15.11. til New York. Fjall foss kom til Reykjavíkur í morgun 16.11 frá.Hull. Goðafoss fer vœnt- anlega frá Rotterdam á morgun 17. 11. til Reykjavíkur. Gullfoss fer frá Kaupmannahöfn 20.11. til Leith og Reykjavíkur. Lagarfoss fór frá Reykjavík 15.11. vestur og noröur um land. Reykjafoss fór frá Hafn- arfirði í nótt 16.11. til Dublin. Sel- foss fór frá Gautaborg 15.11. til Antwerpen og Reykjavíkur. Trölla- foss fer frá Rotterdam í dag 16.11. til .Jfamborgar Gdynia, Wismar, Gautaborgar og Reykjavíkur. Tungufoss fór frá Akureyri 15.11. til Napoli. Ríkisskip. Hekla var á Akureyri 1 gserkvöld á vesturleið. Esja er í Reykjavík. Herðubreið er á leið frá Austfjörð- um til Reykjavíkur. Skjaldbreið var á ísafirði í gærkvöld á norðurleið. Þyrill fór frá Reykjavík síðdegis í gær vestur og norður. Baldur fer frá Reykjavík í dag til Stykkis- hóims og Búðardals Flugferðir Loftleiðir. Edda millilandaflugvél Loftleiða er væntanleg til Reykjavíkur ár- degis í dag frá New York. Flugvélin fer aftur áleiðis til Stavangurs, Osló ar, Kaupmannahafnar og Hamborg ar eftir tveggja stunda viðdvöl. Árnað heiLla Hjónaband. Þann 22. okt. s.l. voru gefin sam- an í hjónaband ungfrú Þorbjörg Gísladóttir, Helluvaði í Mývatns- sveit og Jón Árni Sigfússon, Vog- um í Mývatnssveit. e Ur ýmsum áttum Franskl scndikennarinn, Mademoiselle Marguerite Delahye fíytulr fyrirlestuf í Háskólanum, kennslustofu I, fimmtudaginn 18. nóv. kl. 18,15, en hann fjallar um Charles Péguy, écrivain et poéte francais, (1873—1914). Æsikulýðsfélag Laugamessóknar. Fundur í samkomusal Laugarnes- kirkju annað kvöld, íimmtudag, kl. 8,30. Skemmtiatriði, kvikmjj.id, veitingar. Haustfermingarbörnum í sókninni'sérstaklega boðið á fund- inn. Garðar Svavarsson. Vinningar í liappdrætti Samkórsins í happdrætti á hlutaveltu Sam- kórs Reykjavíkur, sem haldin var í Listamannaskálanum s.l. sunnu- dag, komu upp þessi númer: 339, 1775, 3029, 4527, 8230, 9356, 9833, 10:359, 11139, 13455, 14310, 16448, 16471, 17557, 18501, 19009, 25001, 26294, 28493. Vinninganna má vitja hjá Guðmundi Þorsteinssyni, gull- smið, Bankastræti 12 í Reykjavík, og verða að hafa verið sóttir fyrir 15. des. n.k. wiuiiiiiiiiiniiimiiiiiiiiiiifiiiiiiiiijiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiB Blikksmiójan | GLÓFAXI | | HRAtJNTEIG 1« B/íOS TIIS i i 5 ■KiijjurtniiiiiiiiiiiffiiiiiiiiimiiiuiMiiiiiiiiuiiiiiiiimiuc Frakkar eru staöráðnir í því að beita fwllri hörku til að bæla niður uppreisnina í Alsír, en Arabarnir munu verða erfiðir viðureignar því þeir eru líka blóðheitir ekki sfður en Frakkar og ákveðnir að vinna vel fyrir málstað sinn. — Myndin er frá Alsír og sýnir franska skriðdreka, sem komn- ir eru á vettvang. Ófriðlegt í Alsír Áætlunarbílar á norðuríeið sein- færir í gær Áætlunarbílar Norðurleiðar fóru áleiðis til Akureyrar í gærmorgun. Færi er að verða sæmilegt að öðru leyti en því, að vegir eru þungfærir af aur sums staðar og snjór lítið eitt til trafala á Öxrtadalsheiði. Voru bílarnir ekki komnir til Akureyrar klukkan hálfellefu í gærkvöldi en þá væntanlegir á hverri stundu. Ágætt veður var fyrir norð- an í gær, hlýtt veður og hafði tekið mjög upp. Er orðið mjög snjólitið á láglendi í Eyja- firði og Skagafirði. Nokkuð hvasst var síðdegis í gær þar nyrðra. Bát livolfir (Framhald af 1. Bíðu). ráð að synda með Ragúel til lands í gegnum brimið mikið á annað hundrað metra. Gekk það slysalaust, og náðu þeir allir laudi ó- meifidir, en þrekaðir mjög. Þeim tókst þó að komast hjálparlaust heim í Grunna- vík, sem er um klukkutíma gangur frá slysstaðnum. Varð þeim ekki verulega meint af volkinu. Reynt að bjarga bátnum. Strax og fréttist um at- buröinn, brugðu menn við til hjálpar og vildu bjarga bátn um frá því aö brotna í fjör- unni. Fóru þeir Nesbræður, Jóhannes og Magnús, á bát sínum ásamt fleiri mönnum. Þeir fundu bátinn þar sem hann maraöi í kafi við fjöru boröið undir Staðarhlíð. Menn fóru um borð í bátinn til aö ausa hann, en meðan á björgunarstarfinu stóð, brimaði skyndilega aftur, svo að mennirnir, sem voru við björgunarstörfin, komust ekki aftur um borð í bát þeirra Nesbræðra. Urðu þeir að hætta við frekari björgun og halda heim til Grunnavík ur gangandi. í fyrrinótt var foráttubrim á þessum slóðum og gjöreyði lagðist báturinn i fjörunni. Er það tilfinnanlegt tjón fyr ir þá, sem áttu bátinn og stunduðu á honum sjó, en þeir þykja þó hafa sloppið vel úr svo bráðum lífsháska. GS. Glervcrksmiðja (Framhald af 8. slðu). tæpir 1400 fermetrar að flat armáli og er það stálgrinda- hús, sem Kolsýruhleðslan hef ir annazt uppsetningu á. Er stálgrindin fengin erlendis frá. Grunnur verksmiðjuhúss ins og undirstöður véla var byggt á s, 1. sumri, en nú er verið að klæða húsið að utan með bárujárni. Mun það taka stuttan tíma og verður þá settur upp glerbræðsluofn, en í hann fara um 370 tonn af steypu. Getur ofninn brætt um 70 tonn að jafnaði i einu, og af hverjum 14 tonn um af hráefni skilar hann 12 tonnum af gleri, en gert er ráð fyrir að það verði sól- arhringsframleiðsla verk- smiðjunnar. Við framleiðslustörfin, sem eru mjög margþætt, munu að jafnaði starfa 60—80 manns, þar af fyrst um sinn níu erlendir glergerðarmenn, auk verksmiðjustjóra, sem er þrautreyndur belgískur verkfræðingur, sem hefir veitt viðurkenndum glerverk smiðjum forstöðu. Stjórn Glersteypan h. f. skipa þessir menn: Björgvin Sigurðsson, héraðsdómslög- maður, og er hann formaður félagsstjórnar, Gunnar Á. Ingvarsson, Stefán Björns- son, Hjalti Geir Kristjánsson og Ingvar E. Einarsson. Fram kvæmdastjóri fyrirtækisins er Ingvar S. Ingvarsson. Tvær unglingabæk- nr Æskunnar Barnablaðið Æskan, sem kunnugt er að því að gefa út góðar íslenzkar barnabækur, hefir nú sent frá sér tvær bækur á jólamarkaðinn í svipuðu sniði og áður. Er það telpnabók, sem heitir Dóra í dag eftir Ragnheiði Jónsdótt ur, rithöfund og er framhald af Dóru-bókunum hennar, sem hafa orðið vinsælar. í síðustu bók var skilið við Dóru í London, og nú hitta lesendurnir hana þar aftur, en brátt liggur leiðin heim. Hin bókin er Todda kveð- ur ísland eftir Margréti Jóns dóttur, rithöfund, og er hún einnig’ framhald sagnanna um Toddu, sem börnin kann ast vel við. í þessari bók er sagt frá ýmsu er á daga henn ar drífur síðasta sumarið í Sunnuhlíð og síðast brottför hennar af íslandi. Akureyringar sáu SAS-flugvélina fara hjá Fi’á fréttaritara Tímans á Akureyri. Farþegaflugvél SAS á hinni nýju heimskautsleið milli Kaupmannahafnar og San Francisco fór hér yfir landið laust fyrir miðnættið í fyrri- nótt. Flugvélin sást frá Egils- stöðum og flaug síðan yfir Akureyri kl. 11,45 í gærkvöldi, og fylgdust Akureyringar gerla með ferðum hennar. Hin SAS-flugvélin, sem var á austurleið í nótt á sömu á- ætlunarleið, fór yfir Reykja- vík. Fiskaflinn í ár svip- aður og í fyrra í lok októbermánaðar nami fiskaflinn á öllu landinu 3541 þús. lestum en 316 þús. lest- um á sama tíma i fyrra. Af aflanum í ár eru rösklega 47 þús. lestir síld. Aflinn skipt- ist annars þannig, að 163 þús. lestir voru frystar, 82 þús. lest ir saltaðar, 48 þús. lestir hert- ar 5300 lestir fluttar út ís- varðar og 4800 lestir í aðra verkun. Aðislfundiir IVeyt- endasamtakaima Aðalfundur Neytendasam- taka Reykjavíkur verður haldinn n. k. fimmtudags- kvöld í Tjarnarkaffi, og hefst fundurinn kl. 8,30 e. h. Verð- ur þar gefin skýrsla um starf semi samtakanna á liðnu ári og bornar fram tillögur til lagabreytinga. Þá verða einn ig til umræðu öll helztu á- hugamál neytenda, sem sam tökin hafa látið til sín taka og gerðar ályktanir um þau. Frá Alþingi (Framhald af 4. síðu). mönnum á hverjum stað, þeg- ar eigendaskipti verða á ætt- arjörð. Um þá matsgerð gegn- ir mjög öðru máli en um alls- herjar fasteignamat ,sem gert er fyrst og fremst vegna skatt greiðslu og því er nauðsynlegt að samræma sem mest um allt land. Matsgerð úttektar- manna á umbótum ættar- jarða getur verið framkvæmd að nokkru leyti í samráði við erfingjana og þarf því eigi að vera endilega í samræmi við annað mat. Fastar reglur fyrir þeirri matsgerð þykir því eigi rétt að setja í lög. Svo margvíslegar kringumstæður geta verið fyrir hendi, að treysta verður eingöngu á rétt sýni og sanngirni úttektar- manna á hverjum stað. Nánari grein þykir land- búnaðarnefnd eigi þörf að gera fyrir þessu frumvarpi. iiHMiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiueMiiiiiMiiiiiiiiniiiiiivtiiiiuin PILTAR ef þlð elgið stúlk-f una, þá á ég HRINGINA.I | ' Kjartan Ásmundsson 1 gullsmiður, - Aðalstrætl 8j Sími 1290 Reykjavíkj ailllMIIIIMIIIUJIIIMIIIIMllllllUMIIIIMIlllllllltlMIIUIlllU VIÐ B.TÓÐUM YÐUR ÞAÐ BEZTA OlíufélagiS h.f. SÍMI 81600 Blomamark- aðurinn f víð Skátaheimillð | alls konar afskorln blóm og margt fleira. Sími 6295 ■iiiiiiiiuiuMiiiiiHiiiiauMiiiitininiiMiiiiiiiiMn niiimiuininnii'liiluiiil/Binnnmiinmiaini VOLTI R aflagnir afvélaverkstæði afvéla- og aftækjaviðgerðir Norðurstig 3 A. Slmi 6453 i Þingfréttir (Framhald af 4. síðu). foks, mæla einungis fyrir um það, að unnið sé að sand- græðslu á vegum ríkisins á svæðum, þar sem uppblástur lands á sér stað, til þess að koma í veg fyrir hann og græða foksvæðin. Það nýmæli felst í frum- varpi þessu, að starfsemi sand græðslu ríkisins er ætlað víð- ara svið en verið hefur. Sam- kvæmt frumvarpinu skal sand græðslunni heimilt að girða og græða sanda, mela eða ann að gróðurlaust land, ef þess er óskað af landeiganda, þótt þar sé ekki hætta á uppblæstri og gróðurleysið stafi ekki af sandfoki, heldur öðrum ástæð um. í sumum héruðum landsins eru stór svæði sanda og mela, sem telja má víst ag auðvelt sé að breyta í gróðurlendi. Með frumvarpi þessu er að þvi stefnt, að sandgræðsla ríkisins hafi aðstöðu til að færast enn meira í fang en verið hefur við hið gagnlega starf að auka gróður landsins.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.