Tíminn - 02.12.1954, Blaðsíða 7

Tíminn - 02.12.1954, Blaðsíða 7
273. blað. TÍMINN, fimmtudaginn 2. desember 1954. ERLENT YFIRLIT: Setja Rússar nú traust sitt á hjálp de Gaulle? ':V' Hefir ritað miimingabók stna ®g ber Churc' hill Jieldur illa söguna en hælir Eden. - Nts hjéða Htissar tle Coulle heint Fhnmtud. 2. des. Innflutningur fiskibáta Fyrir nokkru síðan var frá því skýrt, að samkomulag hefði náðst í ríkisstj órninni um innflutning 30 nýrra vél báta. Er nú þessa dagana ver- ið að veita leyfi þeim, er þá eiga að fá. Þetta eru mikil og góð tíð- indi fyrir alla þá, sem unna íslenzkum sjávarútvegi og vilja gengi hans sem mest. Nauðsyn er brýn að endur- nýja bátaflota landsmanna reglulega, en enn sem komið er geta innlendar skipasmíða- stöðvar ekki annað að byggja þá báta, sem nauðsynlega þarf og þess vegna þarf að leita til annarra þjóða um bátakaup. Um þetta mál stóð talsverð- ur styrr í sumar á tímabili, og var þetta eitt þeirra mála þar sem í odda skarst með Fram- sóknar og Sjálfstæðismönn- um í ríkisstjórninni. Sjálfstæð ismenn vildu hindra innflutn ing bátanna en Framsóknar- menn töldu, að þarna væri um stórfellt hagsmunamál út- vegsins að ræða og börðust af alefli fyrir því að innflutn- ingur yrði leyfður. Nú hefir stefna þeirra sigr- að og er það vel. Ýmsir hafa reynt að halda því fram í sambandi við þetta mál, að Framsóknarflokkur- inn væri andstæður skipa- smíðum innanlands. Þetta er hin mesta fjarstæða. Flokk- urinn hefir á allan hátt reynt að stuðla að vexti og eflingu innlendra skipasmíða og er þess skemmst að minnast, að síðan flokkurinn tók við stjórn fjármálanna hefir hann Iétt af bátasmíðastöðv- um ýmsum tollum af efni o. fl., sem höfðu verið innheimt- ir á meðan Sjálfstæðismenn fóru með þau mál. Framsóknarmenn vilja hag og eflingu íslenzkra skipa- smíða sem mesta, en þeir vilja ekki láta það koma í veg fyrir eðlilega þróun í báta- útvegi með þvi að hindra menn, sem hug hafa á að end urnýja báta sína, í því með þvingunum. Nærri 50 umsóknir munu hafa legið fyrir um innflutn- ing báta og sést á því, hvort það hefir veriö að ófyrirsynju eða út í bláinn, að Framsókn- armenn tóku upp baráttu fyr- ir innflutningi fiskibáta. .Nú er mikið rætt um nauð- syn þess, að fólk stundi fram- leiðslustörf og er engum það Ijósara en Framsóknarmönn- um. Bann við innflutningi á vélbátum hefði stuðlað beint og óbeint að því að hindra fjölda. manna frá þátttöku í framleiðslustörfunum. Síkum leik vildi Framsóknarflokkur- inn ekki taka þátt í, þess vegna bar hann fram sína stefnu, sem nú hefir sigrað. En hvað liggur að baki stefnu Sjálfstæðisflokksins í þessum málum? Er það ein- göngu umhyggja fyrir iðnað- inum. Varla mun hægt að segja það, því þá hefði flokk- urinn fyrst snúið sér að tak- mörkun innfutnings annars varnings, sem fyllir allar búð- ir og heldur uppi samkeppni við innlendar iðnaðarvörur. Líklegra virðist mega telja, Undaníarið verið hljótt um franska hershö^ingjann de Gaulle í heimsfréttum, ,,en nafn hans hefir nú aftur komið^fram á sjónarsviðið í sambandi við Jjað að Rússar hafa gert honum heimboð og búizt er við, að þeir jpuiii reyna að fá hann til að g§inga erinda sinna i Evrópu. Einnig í stjórnmálum heimalands sins“ hefir de Gaulle haft hljótt um sig, og einn af nán- ustu samverkamönnum hans hefir látið hafa það eftir sér að de Gaulle hefði í hyggju að leysa upp stjórnmálaflokk sinn og draga sig út úr stjórnmálum. Enda þótt slík fullyrðing komi svo að segja frá aðalstöðvum de Gaulle sjálfs, er þó jafn ókunnugt um framtíðaráform hans og ávalit hefir verið. Nær eyrUmj fóHcsins. En hvort ’sem flokkurinn verður leystur upp eða ekki, hefir de Gaulie meiri áhrif í landi sínu en marga grunar. Það, sem hann seg- ir, nær ávallt eyrum fólksins, og það er þess vegna ekki ósennilegt, að minningar hans frá stríðsárun- um, sem hann hefir ritað og ný- lega er hafin útgáfa á, verði víð- lesin bók, og eigi eftir að auka á- hrif hans enn að mun. Enda hafa bókaforlögin blátt áfram slegizt um réttinn til að gefa bók hans út, og var það Plon-forlagið, sem gekk með sigur af hólmi frá þeirri bar- áttu. Bókin verður gefin út í þrem útgáfum, einni vandaðri og tveim ódýrari, og sést á þvi, að de Gaulle hefir hugsað sér að láta bókina ná til eins margra Prakka og hlustuðu á hið fræga ávarp hans til frönsku þjóðarinnar 18. júní 1940, frá BBC útvarpsstöðinni í Lundúnum. Efling franska hersins. Fyrir 20 árum barðist de Gaulle allra manna ötullegast fyrir því, að útbúnaður franska hersins yrði miðaður við kröfur tímans, en þá tóku hvorki haþshöfðmgjar eða stjórnmálamenn hann alvarlega, að undanskildum Reynaud forseta, enda hefir de Gauile alltaf síðan borið mikla virðingu fyrir Reynaud, jafnvel þótt tækist ekki að fá for- setann til að flytja stjórnaraðsetr ið til Algier og halda baráttunni á- fram frá Norður-Afríku. í London setti de Gaulle sér tvö aðalmarkmið, fyrst að setja á lagg irnar nýjan franskan her utan landamæra Frakklands, og svo að halda uppi heiðri Frakklands, þann ig að því leyföist að leggja orð í belg við friðarsamningana að stríð inu loknu. Hvort tveggja voru erfið viðfangsefni, ekki síður hið seinna, því að de Gaulle komst brátt á snoöir um, að bæði Bandaríkin og Stóra-Bretland höfðu augastað á frönskum nýlendum, og vildu a. m. k. frekar gefa þeim frelsi en láta þær standa með de Gaulle. Landsmenn hans brugðust. En það voru landar de Gaulle, sem fyrstir brugðust honum. Hers höfðingjarnir í setuliðunum í N- Afríku gengu á band Petain mar- skálks, og engir yfirmenn hersins komu til London, sem svar við út- varpsávarpi hans. Ekki einu sinni þeir Frakkar, sem staddir voru í Bretlandi, fylktu sér um hann. Grundvöllur hins frjá'sa franska hers voru sveitir úr frönsku her- deildunúm, sem börðust við Nar- vik, og eina heiðarlega undantekn ingin meðal hershöfðingjanna var Catroux, yfirhershöfðingi í Indó- kína, sem hélt þegar af stað til London, eftir að hafa heyrt ávarp de Gaulle. Enda er Catroux sá eini, sem de Gaulle talar verulega hlýlega um í bók sinni, því að þrátt fyrir allt er það bitur maður, sem ritar þessa bók, og farið er sparlega með vinsamleg orð. De Gaulle hlýtur að hafa haft ótakmarkaðan kjark og sjálfstraust, því að aldrei gafst hann upp á því að fylgjast með og láta til sín taka í málefnum frönsku nýlendnanna, og óhræddur var hann við að gagn rýna eftirlit það, sem brezka stjórn in lét hafa með frjálsum Frökkum. En aldrei vísuðu Churchill eða Ed- en honum á dyr, heldur áttu tíð- um samræður við hann um frönsk málefni. Fellur illa viff Churchill. De Gaulle virðist vera einn hinna mörgu, sem ekki líkar við Churc- hill, án þess þó að gefa á því nokkra skýringu. Samt var Churchill sá fyrsti, sem tók á móti honum í Eng landi, og veitti honum dýrmæta aðstoð þrátt fyrir erfiða tíma ensku þjóðarinnar. De Gaulle ásakar hinn brezka leiðtoga fyrir undir- ferli, og fyrir að hafa aldrei vilj- að viðurkenna hið frjálsa Frakk- land. Og í hvert skipti, sem skarst í odda með þeim, sneri Churchill upp í persónulegar ádeilur. í einni deilu þeirra sagði Churchill: „ÉS' kann líka þá list að beygja mig“. Og de Gaulle lét ekki standa á svari: „Það kunniö þér vegna þess, að þér standið fremstur í ílokki sameinaðrar þjóðar, og hafið mik- inn her á bak við yður. En ég. Hvað hefi ég í höndunum? Ég ber ábyrgð á örlögum Frakklands, það er þung byrði og ég hefi ekki efni á því að beygja mig.“ Aftur á móti hefir de Gaulle að- eins gott eitt að segja um Eden. Hinn brezki utanríkisráðherra kom ávallt til dyranna eins og hann var klæddur, og sagði hug sinn allan. Hann gleymdi heldur ekki öðrum þjóðum, jafnframt því sem hann lagði alla sína krafta fram til stuðnings þjóð sinni. De Gaulle var sannfærður um að Eden bæri hlýj an hug til Frakklands. Þann 18. júní 1942 auðnaðist de Ga-'.lle það að halda upp á tveggja ára afmælisdag ávarps síns til frönsku þjóðarinnar, ásamt 10 þús und frönskum hermönnum og borg urum, en á sama tíma voru fransk ir hermenn að vinna sinn fyrsta sigur í siðari heimsstyrjöldinni, og frönsk herskip og verzlunarskip voru dreifð út um öll heimsins höf. Þessi sigur vannst fyrst og fremst fyrir tilstuðlan de Gaulle, sem nú hefir með útgáfu á minningum sín um írá stríðinu, reist sér minnis- varða, sem áreiðanlega fær sögu- lega þýðingu og styrkir sess hans meðal frönsku þjóðarinnar. Fjárlög - skattar Þessa dagana er fjárveit- inganefnd að leggja síðustu hönd að undirbúningi tíllagna sinna um breytingar á fjár- lagafrumvarpinu við aðra umræffu, sem aö öllum líkind- umferfram í næstu viku. _ Hefir nefndin unniff mikið starf og ekki unnt sér langra frístunda, enda er mikiö verk og vandasamt að ákveða um framlög ríkissjóðs til ein- stakra mála, málaflokka eða framkvæmda. Þurfa nefndar- menn að hafa mjög glögga yfirsýn yfir aðstæður hverju sinní. Að sjálfsögðu er vandi að velja á milli. Þarfirnar eru margar en fjármagnið takmarkaff, þess vegna hlýtur úthlutun fjár- ins að verða enn meira vanda verk heldur en ef af nógu væri að taka. í þessu sambandí rifjast upp ábyrgðarleysi og skrum pólitík stjórnarandstæffinga, einkum þó kommúnista. Þeir flytja tillögur og frumvörp í Alþingi um framlög ríkisins til þess að gera þetta og gera hitt, byggja bryggju þarna, kaupa togara fyrir þennan stað, verja svo eða svo miklu til bygginga eða félagsmála, en á sama tíma flytja þeir til- lögur um aff lækka skatta, fella niður tolla og skatta o. s. frv. Vissulega væri æskilegt að hægt væri að lækka tolla og skatta og bezt væri að sjálf- sögðu að þeír væru algerlega afnumdir. En þá þýddi ekki að gera kröfur á ríkið um framlög til framkvæmda eða annars. Þetta verða stjórnar- andstæðingar að skilja, og haga sér samkvæmt því, ef hægt á að vera að tala um þá sem ábyrga stjórnmála- flokka. Annars gætir oft furðulegr- ar ósvífni í málflutningi stjórnarandstæðinga, einkum kommúnista í sambandi við skattamálin. Þeir Ieyfðu sér t. d. í síðustu útvarpsumræðum að halda því fram, að skattar hefðu hækkað á einstaklingum á s. 1. árum og rökstuddu það með því að heildarupphæð per- sónuskatta í landinu hefði hækkað nokkuð á árinu. En þá brast þekkingu eða hreinskilni til þess að segja sannleikann, þann sannleika, að hækkaðir skattar stafa af auknum tekjum þjóðarínnar en ekki af hækkun skattstig- ans. Meira að segja hefir tekjuskattur lækkað um 28% að meðaltali á einstaklingum með þeirri breytingu, sem gerð var á skattalögunum á síðast- liðnu ári að frumkvæði Fram sóknar f lokksins. Margar aðrar breytingar hafa verið gerðar á löggjöf- inni um skattheimtu ríkis- sjóðs, sem miða að því að draga úr útgjöldum almenn- ings til opinberra þarfa. Framsóknarmenn hafa allt af barizt fyrir gætni' og spar- semi í rekstri þjóðarbúsins og hefir núv. fjármálaráðherra flokksins fylgt þeirri stefnu fast eftir. Ráffdeild í ríkisrekstri'num er ein helzta leiðin til þess að draga úr óhæfilega háum sköttum. Þess vegna er stjórn Fram- sóknarflokltsins á fjármálun- um bezta trygging þjóðarinn- ar fyrir góðri stjóm þei'rra mála og þar méð gegn óheyri- legri skattaálagningu. Hin eina sparnaðar- ábending Gísla Jónss. Á síðastliðnu ári, þegar Gísli Jónsson alþm. hélt wppi hörðum árásum á Skipaútgerð ríkisins fyrir sukk og óstjórn og krafð- ist þess, að stofnunin yrði lögð niffur og skipum henn ar skipt á milli Eimskipa- félags íslands og SÍS, var nefndur Gísli krafinn um nánari rök fyrir ádeilu sinni. Meðal annars var hann spurðwr að því, hvort hann gæti bent á, að t. d. Eim- skipafélagið greiddi Sæjgri Jaun en! (Skipaútgérðin á skipum, i skrifstofum eða við vöruafgreiðslu. En ekki gat G. J. bent á þetta, held ur ekki, að Eimskipafélag- ið greiddi minna fyrir skipa að umhyggja fyrir kaup- mannastéttinni hafi þar ver- iö ofarlega í hug. Þeim hafi ekki þótt fært að verja gjald- eyri til bátakaupa og eyöa þannig fé, sem annars hefði gengið til innflutnings á gling urvörum, sem engum eru til gagns en færa heildsölum drjúgar tekjur af álagningu. Slík er stefna Sjálfst.flokks- ins og svo setja þeir upp sak- leysissvip og segjast vera að vinna fyrir iðnaðinn. En það er hin háskalegasta blekking, þvi að ekki er hægt að efla iðnað í landinu á þann hátt að hindra framgang út- vegsins. Slíkt væri hið mesta öfugstreymi sem Framsóknar- flokkurinn hlýtur alltaf að berjast gegn. viðgerðir né fyrir olíur eða aðrar útgerðarvörwr keypt ar hér á landi. Það var aðeíns eitt at- riði, sem Gísli Jónsson taldi sig geta bent á til sönnunar staðhæfingum sínum um eyðslu og sukk í Skipaútgerðinni, og þetta var í því fólgið, að Skipa- útgerðin hafði greitt manni 41 þiis. kr. laun fyrir fullt ársstarf við faglega wm- sjón með viðgerðum o. fl. í sambandi við skip útgerð arinnar, en G. J. upplýsti, að hefði honum sjálfum (G J) verið falið nefnt starf samkvæmt umsókn hans um það, þá hefði kostnað- wrinn ekki orðið nema 17 þús. kr. á ári. Hentu menn gaman að þessw, því að öllum var ljóst að þar sem G. J. var orð- inn efnahagslcga fyrirferða mikill maður, meðan hann hafði enn ekki annan at- vinnurekstur en skipaeftir lit, hlaut hann einhvern tíma að hafa tekið rífleg- ar fyrir þjónustw sína í þessari grein en ofangreint benti til.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.