Tíminn - 02.12.1954, Blaðsíða 12

Tíminn - 02.12.1954, Blaðsíða 12
Sir Winston. misminnti: Skeytið tii íVloiitgomery finnst ekki í skjöium rákssins Símskcyíiö ckki í 6. Jsimíi endsrmiiminga iBasts ffig hcfir seamiiega aldrcl verið scnl London, 1. des. — Sir Winston Churchíil skýrði Neðri mál- stofunni frá því í dag, að ekki yrði betur séð að hann hefði aldrei sent símskeyti það til Montgomery, marskálks, árið 1945, sem mestur úlfaþytur varð út af á dögunum. í símsireyti | þessu áttí Churchill, að hafa fyrir kipað hershöfðingjanum, að geyma hertekin þýzk vopn sem vandiegast, þar eð vera kynni að fá yrði þau aftur í hendur þýzkum hermönnum, ef Kússar héldu áfram sókn sinni vestur á bóginn. Það var einnig misminni hjá farsætísráðherranum, að símskeyti | þetta hefði birzt í 6. bindi af styrjaldarendurminningum hans. Sir Wincton skýrði frá sím- skeyti þessu í ræðu, sem hann hélt fyrir nokkru í kjördæmi sínu, Woodford. Vakti þessi uppljóstran mikinn úlfaþyt í brezkum blöðum og raunar víðar. Fór eftir minni. Sir Winston sagði i Neðri málstofunni í dag, aö sig hefði fastlega minnt að skeyti þetta hefði hann sent og ekki að- eins það heldur einnig, að hann hefði birt það í 6. bindi af styrjaldarendurminningum sínura. Skeytið finnst ekki. Nú væri komið á daginn, að sig hefði misminnt hrapalega. Bandaríkin o stjórnin á Formósu gera með sér bandalag Washington, 1. des. — Dull es, utanríkisráðherra Banda- ríkjanna, skýrð'i flrá því í dag, að Bandarikin og þjóð- Oruggt væri, að símskeytið væri ekki að finna í 6. bindi endurminninga sinna og sennilega hefði það aldrei ver ið sent, þar eð ekki hefði held- ur tekizt að hafa upp á því, þrátt fyrir gagngera leit í skj alasöfnum stj órnarráðsins. Syndgað alvarlega. Sir Winston kvaðst játa, að hann hefði hér gerzt tekur um að brjóta meginreglu, sem hann hefði jaínan haldið mjög að öðrum sem sé að fara aldrei með tilvitnanir, fyrr en þeim hefði verið flett upp og þær rækilega athugaðar.Hefði ég gert þetta, sagöi Sir Winst- on, hefði mér ekki orðið á þessi skyssa. Sögulegt samhengi. Hann kvaðst, að lokum vilja taka undir ummæli blaðsins Manchester Guard- ian, sem það viðhafði nýlega: Sögulega atburði ber jafnan að meta með tilliti til iþn- byrðis samhengis þeirra. Ég vona að ég verði þessa minn- ugur öðru sinni, og harma ummæli mín um geymslu þýzkra vopna. Stjóránálanám- skeið Framsókn- arfélaganna Næsti fundur námskeiðs- ins verður í Edduhúsinu í kvöM kl. ,30. Það verður um- ræðufundur um atvinnumál og munu þrír ungir menn af námskeiðinu flytja fram- söguerindi. Námskeíðið hefur nú stað- ið yfir í mánuð og aðeins tveir fundir eftir auk þess fyr t nefnda. En þeir verða n.k. laugardag kl. 4 og sér- stakur lokafundur sunnu- daginn 5. des. að Röðli. Hefst liann með sameiginlegri’ kaffidrykkju fyrir nám- skeiðsmenn og gesti. Á þeim fundi flytja 20 nngir menn af námskeiðinu stutt eri'ndi. Forstöðumenn námskeiðs- ins hafa beðið blaðið að koma því á framfæri við unga framsóknarmenn í Reykjavík að f jölmenna á þá fundi, rem eftir eru, og vekja athygli þeírra á því, að sunnudaginn 5. des. veröur skemmtun á vegum F.Ú.F. að Röðli kl. 9. Aðgöngumiða að þeirri skemmtun má vitja á skrifstofu Framsóknarfél- aganna í Edduhúsinu — sími 5564 — I dag og næstu daga. Fyrir kóngsins mekt eftir Signrð Ein- arsson Komið er út I bókarformi leikrit séra Sigurðar Einars- sonar i Holti Pyrir kóngsins mekt. Leikurinn er í fjórum þáttum. Geiúst hann um miðja sautjándu öld, og eru (Framhald á 11. siðu) Þorbjörn bóndi á Geitaskarði skyggnist um af helmahlaði ernissinnastjórnin á For- mósu hefðu gert með sér ör- yggisbandalag, sem m. a. fel* m í sér ákvæði, þar sem Bandaríkin skuldbinda sig til að verja Formósu. Þessi skuldbinding nær bó ekki til eyja þeirra, sem nær liggja meginlandi Kína. — Dulles sagðl, að sennilega mundi það leiða til styrjaldar- ástands milli hins kommún- istiska Kína, og Bandaríkj- anna, ef hinir fyrrnefndu réðust á Förmósu og Banda- ríkjamenn myndu þá jafn- framt neyddir til að gera á- rásir á meginland Kína. Ný Benna-bók komin út Bókaútgáfan Norðri hefir sent frá sér tólftu Benna- bókina en það eru drengja- bækur eftir W. E. Johns. — Þessi bók heitir Benni í Af- ríku. Þessi bókaflokkur hefir náð miklum vinsældum og eru margar þeirra uppseldar. Bókin er þýdd af Gunnari Guðmundssyni. Skyggnzt um af heimalilaði nefnist nýútkomin bók hjá Norðra, eftir hinn kunna bónda og ríthöfund, Þorbjörn Björnsson á Geitaskaröi. Þetta er lítil bók en afbragösvel gerð, og má fullyrða, að þeir fjölmörgu, sem lesið hafa grein- ar Þorbjarnar í blöðum og tímaritum taki bókinni' fegins hug'ar. Þorbjörn er ekki aöeins landskunnur rausnarbóndi, heldur hefir það og verið lengi á vitorði, að hann er skyggn maður og málsnjall og það, sem sést hefir í riti eftir hann hefir verið athygli veitt. Bók þessari er skipt í tvennt eftir efni. Fyrri hluti hennar er ágrip ævisögu Þorbjarnar, Þorbjörn Björnsson ásamt sonarsyni sínutn og rekur hann þar minnisverð atvik frá bernsku til búskap- arloka. Sem vænta mátti seg- ir Þorbjörn hispurslaust frá og hlífir sjálfum sér hvergi. Ofmælgi þjáir hann ékki og er þó skýrari mynd upp dreg- in en mcz’gum öðrum hefði tekizt í löngum doðranti. Á ým u gripið. Síðari hluti bókarinnar heit ir Á ýmsu gripið og ber hafn með rentu. Eru þar greinar og hugleiðingar, sem margar hverjar eru harla athyglis- verður lestur. Það er hverjum manni hollt að taka sér þessa bók í hönd, ganga á heimahlað Þorbjarn- ar og skyggnast með honum yfir lífsleiðina, kynnast lífs- viðborfum hans og viðbrögð- um í vanda. Það dylst engum, sem þeirrar leiðsagnar nýtur, að þar fer heill maður, sem snýst heils hugar við hverju máli og er hvorki dulmáll né skinhelgur. Það er engin hætta á að þessa bók flæði í kaf. Oaston gamii dæmdur á högg stokkinn fyrir þrjú morö Enginn cíasí um sekt hans, en liitt þykir vafasaint, Savori hann var cinn að verki S.l. runnudqg var Gaston Dominici, sem er 77 ára að aldri, dæmdur til dauða af réttinum í Digne á S-Frakklandi fyrir að hafa myrt Sir Jack Drummond, konu hans og 10’ára gamla dóttur þeirra. Morðið var framið aðfaranótt 5. ágúst 1952. Samkvæmt dómsúrskurði ætti að hálshöggva Gaston gamla, en búizt er við að forsetinn breyti dómnum í lífstíðar- fangelsi, enda venja, ef hinn dauðadæmdi er orðinn 65 ára að aldri. Það tók kviðdóminn 2 klst. og 15 mínútur að komast að niðurstöðu. Gaston gamli hlýddi rólegur á dóminn, unz dómarinn lauk máli sínu með þessum orðum: „Hinn dæmdi skal hálshöggvinn“. Jafnvel þótt ég sé saklaus. Þá snéri hann sér að verj- anda sínum og sagði: „Og það jafnvel þótt ég sé sak- laus“. Hann var síðan leiddur út úr réttarsalnum, að því er virtist rólegur, en þreytuleg- ur og tekinn í andliti. Kuldahlátur Clovis. Er dómur var uppkveðinn, rak Clovis, sem hafði ákært föður sinn, upp æsingslegan kuldahlátur og var málóða. Yngsti sonur Gastons, Gust- ave, sat hreyfingaílaus, en eitt af barnabörnum hins dauðadæmda brast í krampa- kenndan grát. Ef þú ert sekur, þá játaðu. Verjandi Gastons gamla hljóp í þessum svifum til Gustave og hrópaði um leið og tárin streymdu niður kinn- ar hans: „Gustave, þú hefir svikið föður þinn, ef þú ert sekur, þá játaðu það nú í guðs nafni“. Æpti að Clovís: Svín. Þeir bræður Clovis og Gust- ave og fjölskyldur þeirra gengu sitt í hvora áttina, er út úr réttarsalnum kom. Syst- ursonur Clovis æpti á eftir honum að skilnaði: „Svín“. Clovis svaraði lágt: „Ég hef aðeins sagt sannleikann". Fjölskyldan öll er orðin svo illræmd og hötuð í byggðar- lagi sínu, að hún mun sjá sig tilneydda að flytja brott. Enn grunsemdir: Þótt kviðdómurinn hafi dæmt Gaston gamla sekan Lloyds greiðir 3 milljónir dollara fyrir Onassis Lima, 1. des. — Samkvæmt áreiðanlegum heimi'ldum í Lima, höfuðborg Perú, er fullyrt, að tryggingarfélagið Lloyds í London hafi fallizt á að greiða ríkisstjórn Perú 3 milljónir dollara í skaða- bætur fyri'r landhelgisbrot hvalveiðiskipa Onassis, sem stjórnin í Perú lagði hald á og flutti til liafna í Perú. Þegar greiffrla hefir fariff fram muni' stjórnin láta skipin laus. fltm.nicl. sem dæmilu-, úeflr '"srtð txl dauða fvrir þriú morð Clovis Dominici Hann ákærffi föffur sinn. um morðin, er samt ekki eytt öllum grunsemdum manna um sekt og sakleysi í þess.u óhugnanlega máli. Enginn éf ast um, að Gaston hafi myrt fj ölskylduna, en spurningin er, hvort hann hafi verið þar einn að verki, Að syo hafi ekki verið, er álit margra, og þeirri skoðun m.a, verið hald ið fram í dágblöðum, sem á- reiðanleg teljagt og varkár £ dómum. -- ■ '• ■ ». —ii . ■« Ný Ijóðábök eftir Þórodd Guðmuriss. Þóroddur Guðmundsson frá.1 Sandi hefir sent frá sér nýja Ijóðabók, er nefnist Sefafjöll. Er þetta fjórða ljóðabók höf undar og flytur um fjörutiu kvæði, flest frumort en nokk: ur þýdd. Þóroddur hefir vax- ið með hverri nýrri ljóðabók, sem frá honum hefir komið. Bókar þessarar mun verða nánar getið síðar hér í b!aö-« inu.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.