Tíminn - 18.12.1954, Qupperneq 1

Tíminn - 18.12.1954, Qupperneq 1
V- 12 síður Ritstjórl: Þórarinn Þórarinsson Ó'tgeíandi: Pramsók-narílokkurinn 12 slður Skrifstofur i Edduhúsi Fréttasímar: 81302 og 81303 Afgreiðslusím 2323 Auglýsingasimi 81300 Prentsmiðjan Edda. r 88. árgangur. Reykjavík, laugardaginn 18. desember 1954. 287. blaff. Áætlun gerð um næstu stórframkvæmdir í raforkumálum: Virkjun Grímsárfoss og háspennulína til Aust- urlands — tvær virkjanir á Vestfjörðum Erlendur Einarsson ráðinn f or síjóri Sami). ísl. samvinnufél. Framkvæmdastjórn SSS skipa mi 5 íaieim Stjórn Sambands íslenzkra samvinnufélaga samþykkti á fundi sínum í dag að ráða Erlend Einarsson sem forstjóra Sarnbandsins frá næstu áramótum, en þá lætur Vilhjálmur J>ór af því starfi til csð taka við bankastjórastööu í Lands bankanum. i . , , .., „fo vestur um haf til framhalds I framkvæmdastjorn SIS voru kjörnir auk forstjóra, Gert ráð fyrir að hægt sé að hleypa á straum frá hinum nýju orkuverum í árslok 1957 Samkvæmt upplýsingum frá raforkumálaráðuneytinu og I St'eingrími Steinþórssyni, rafo>rkumlaráðheV,ra, hafa nú ver I ið teknar ákvaiðanir um helztu virkjana- og veitufram-1 kvæmdir á árinu 1955 í samræmi við rafvæðingaráætlun | stjórnarsamningsins og samkvæmt lögum nr. 52 frá 21. apr.! ÍS5! um viðauka við raforkulögin. Er hér um að ræða mikl j ar framkyæmdir og stórt spor að hinu setta marki um alls | herjarrafvæðingu landsins. Framkvæmdir þær, sem hér um ræðir, eru virkjun Gríms irfoss og raflína frá Laxá til Austurlands. Á Vestfjörðum eru virkjanir við Mjólkár og Fossá. Straum á þessar veitur á að vera hægt að hleypa fyrir árslok 1957. Þá eru ráðgerð ar rafiínur héraðsveitnanna á 350 býli á næsta ári. Erlendur Einarsson. sem er sjálfkjörinn, þeir Helgi Þorsteinsson, framkv.- stj. innflutningsdeildar og er hann varaformaðnr fram kvæmdastjórnarinnar, Helgi Pétursson, framkv.stj. útfl.- deildar, Hjalti Pálsson, fram kvæmdastjóri vélaéjeildar og Hjörtur Hjartar, framkv.stj. skipadeildar. Varamaður í framkvæmdastjórn var kjör inn Harry Frederiksen, fram kvæmdastjóri iðnaðardeild- ar. Erlendur Einarsson er 33 ára gamall Skaftfellingur, fæddur í Vík í Mýrdal 1921, sonur hjónanna Einars Er- lendssonar, sem verið hefir st.arfsmaður Kaupfél. Skaft- fellinga í fjóra áratugi, og Þorgerðar Jónsdóttur. Erlendur réðst 15 ára gam- ail til starfs hjá kaupfélag- ilTu i—Vik og vann þar til áísi'ns:a342, nema hvað hann «t«Sdaði «nám í Samvinnu- skólaranfS veturna 1939—41. "“ftirþais varð hann starfs- iaður Landsbankans, en fór náms 1944—1945. Lagði hann þá fyrir sig bankamál og starfaði jafnframt víð banka í New York. Síðan hefir Er- lendur dvalist eitt misseri við framhaldsnám við Harvard háskólann vestra, og var það veturinn 1952. Árið 1946 var Erlendur ráð inn til að veita forstöðu Sam vinnutryggingum, sem settar voru á stofn það ár. Dvald- ist hann þá um hríð í Eng- landi við undirbúning trygg ingafélagsins, og hefir veitt því forstöðu síðan. Hefir það blómgazt ört og er nú, eftir aðeins átta ára starf, annað stærsta eða stærsta trygg- ingafélag landsins. Samvinnutryggingar hafa undir stjórn Erlendar valdið miklum breytingum á trygg ingastarfseml hér á landi, fyrst og fremst með því að skila hinum tryggðu stórum upphæðum í endurgreiddum tekjuafgangi, en einnig fyrir nýja stefnu í endurtrygging armálum, stóraukna fræðslu (Framhald á 2. siðu.) Virkjun Grímsár. Á Austurlandi verður hafizt handa um virkjun Grímsár í 2400 kílówatta orkuveri, sem gert veröur við Grímsárfoss, og í beinu framhaldi af þess- ari virkjun verður lögð raflína milli Laxárvirkj unar og Egils- staða, sem tengir saman veitu kerfi Austurlands og Norður- lands. Frá orkuverinu í Gríms á verða meðan á framkvæmd virkjunar stendur lagðar raf- línur til þessarra kaupstaða og kauptúna: Egilsstaðaþorps, Vopnafjarðar, Bakkagerðis, Seyðisfjarðar, Neskaupstaðar, Eskifjarðar, Búðareyrar og Búðakauptúns og í framhaldi af því frá Búðakauptúni til Stöðvarfjaröar, Breiðdalsvík- ur og Djúpavogs. Virkjanir á Vestfjörðum. Á Vestfjörðum verður gerð 2400 kílówatta virkjun í Mjólk ánum í botni Arnarfjarðar og jafnframt 400 kílówatta virkj un í Fossá í Hólshreppi. Sam- tímis virkjunarframkvæmd- um veröur lögð aðalorkuveita, sem tengir saman bæði þessi orkuver og Fossavatnsvirkj - unina í Engidal, og mun hún ná til þessara kaupstaða og kauptúna: Patreksfjarðar, Sveinseyrar, Bíldudals, Þing- eyrar, Flateyrar, Suðureyrar, ísafjarðar, Hnífsdals, Bolung- arvíkur og Súðavíkur. Bæði á Austurlandi og Vest- fjörðum munu verða lagðar raflínur út frá aðalorkuveit- um um nálægar sveitir eftir því sem nánar verður ákveðið. Einkum vatnsvirkjanir í sumar. Áætlað er að taka muni %V-z—3 ár að gera fsaman- greindar virkjanir á Austur iandi og Vestfjörðum, svo að hægt verið að hleypa straum á veitnrnar fyrir árs lok 1957. Bæði á Austurlandi og Vestfjörðum verður á næsta sumri einkum unnið að vatnsvirkjunarfram- kvænióum. : Stofnkostnaður Grímsár- virkjunar og aðalorkuveitu til Steingrímur Steinþórsson raforkumálaráðherra þeirra kaupstaða og kaup- túna, er nefnd voru, er áætl- aður um 40 milljónir króna. Stofnkostnaður Vestfjarða- virkjana og aðalorkuveitn- anna frá þeim er einnig á- ætlaður um 40 milljónir kr. (Framhald & 2. sI3a.) Fiugvélin gat hvorki lent á Egilsstöðum né í Reykjavík, lenti á Akureyri í myrkri Frá fréttaritara Tímans á Akureyri. í gærkveldi tóku Akureyr ingar eftir því, að flugvél sveimaði lengi hring eftir hring yfir bænum. Var þetta um klukkan átta, og lenti vélin síðan á nýja flugveíl inum á leirunum. Gat ekki lent á Egils- stöðum eða Rvík. Þarna var á ferðinni far þegaflugvél frá Flugfélagi íslands, og stóð svo á ferð- um hennar, að hún var að koma frá Egilsstöðum með farþega, en gat ekki lent í Reykjavík og ekki lieldur á Egilsstööum aftur. Var þá haldiö til Akureyrar. ísing á vélinni. Allmikil ísing hafði setzt á flugvélina, og varö hún að sveima alllengi yfir bænum til þess að losna við hana. Mun flugvélin liafa sveim- að þannig nær klukkustund. Slökkviliðsbíll og var- úðarráðstafanir. Á nýja flugvellinum vfð Akureyri eru ekki enn full- komin ljóstæki til iýsingar, heldur notazt við olíuljós. Er því ekki gott fyrir flug- véiar að lenda þar í myrkri. Var því til öryggis sendur slökkviliðsbíll út á völlinn og fleiri variiðarráðstafanir gerðar, ef slys bæri að hönd um. Var þessi varúðarráð- stöfun gerð meðan flugvél ín sveimaði yfir til að losna viö ísinguna. Lendingin gekk vel. Síðan lenti flugvélin og gekk lendingin að óskum og þurfti slysavarnatækja ekki við sem betur fór. Sandur hafði einnig verið borinn á völlinn til öryggis. Flugstjóri var Sverrir Jónsson. Hélt flugvélin svo suður kl. níu í morgun. Sameinað Alþingi kaus I gær fimm menn og jafn- marga til vara í nýbýlastjóra til fjögurra ára. Þrír listar komu fram: A- listi með nafni Áemundar Sigurðssonar, B-listi, með nöfnum Steingríms Stein- þórssonar og Hauks Jörunds sonar og D-listi með nöfn- um Jóns Pálmasonar og Jóns Sigurðssonar. Voru þessir menn; þvl réttkjörnir sem aðalmenn. Varamenn voru kjörnir: Tryggvi Pétursson, fulltrúi í Búnaðarbankanum (komm- únisti), Björn Bjarnason, ráðunautur og Þorsteinn Ei- ríksson, skólastjóri (Fram- sóknarmenn), Ingólfur Jóns son og Þorsteinn Þorsteins- son (Sjálfstæðismenn). Bnðir opsiar til kl. 10 í kvöld Eins og að undanförnu fyr ir jólin verða sölubúðir opn- ar tvö kvöld lengur en venju lega. Fyrra sinnið er í dag og verða búðir opnar til kl. 10 í kvöld en á Þorláksmessu sem e:r næsta fimmtudag, verður opið til miðnættis.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.