Tíminn - 18.12.1954, Qupperneq 10
1«
TÍMINN, laugardaginn 18. desember 1954.
Sýnd í kvöld kl. 9.
Síðasta sinn.
Afturgöngurnar
Hin hamrama og bráðskemmti-
lega draugamynd ieS
Abbott og Costello.
Sýnd kl. 5 og 7.
Forboðna landið
Geysispennandi, ný, frumskóga
mynd. Um asvintýri Jungla
Jim og árekstra við óþekkta
apamannategund, ótal hættur
og ofsalega baráttu við villi-
menn og rándjr í hinu forboðna
landi frumskógarins. Þessi myiid
er ein mest spennandi mynd
Jungla Jims.
Johnny VVeissmuIIer,
Angela Greene.
Bönnuð innan 10 ára.
Sýnd kl. 5, 7 og 9. .
TJARNARBÍÓ
Hœttulog sendiför
(Highly Dangerous)
Afar spennandi brezk njósni-
mynd, er gerist austan járn-
tjalds, á vorum dögum.
Aðalhlutverk:
Margaret Lockwood,
Dane Clark.
Börn fá ekki aðgang.
Sýnd kl. 5, 7 og 9.
BÆJARBÍÓ
— HAFNARFIRPI -
Ekillinn syngjandil
Heimsfræg ítölsk söngva- og,
músíkmynd. — Aðalhlutverkið
syngur og leikur
Benjamino Gigli.
Danskur skýringatexti.
Þessi mynd hefir farið sigurför
um allan heim.
Sýnd kl. 7 og 9.
Sími 9184.
PILTAR ef þlð eiglð «túlk-
una, þá á ég HRINGANA.
Kjartan Asmnndsson
gulLsmiður, - Aðalstrœti 8
Sími 1290 Reykjavík
♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦
íleikfeiag:
JtEYKJAVÍKIJIC
Frsenka Charles
Gamanleikurin.i góðkunni.
Sýning annað kvöld kl. 8.
Síðasta sýning fyrir jól.
Aðgöngumiðasala kl. 4—7 1 dag
og etfir kl. 2 á morgun.
Sími 3191.
GAMLA BÍO
Bími 1475.
Hugvitsmaðurinn
(Excnse My Dust)
Bráðskemmtileg og fjörug, ný,
bandarísk söngva- og gaman-
mynd í litum.
Aðalhlutverk:
Skopleikarinn snjalli
Red Skelton,
dansmærin
Sally Forrest
öngmærin
Monica Lewis.
Sýnd kl. 5, 7 og 9.
TRIPOLI-BÍÓ
Sími 1182
Glæpir
og Maðamennska
(The Underworld Story)
Afar spennandi, ný, merísk I
sakamálamynd, er fjallar um j
starf sakamálafréttaritara, og j
hættur þær, er hann lendir í.
Sýnd kl. 5, 7 og 9.
Bönnuð börnum.
'♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦ j
AUSTURBÆiARBÍÓ
vS) uc/\
Sýnd kl. 7 og 9,15.
Aðeins örfáar sýningar eftir.
Blóðský á IiiniJíi
(Bloc.l on the Sun)
I Hin sérstaklega spennandi og
I ein mesta slagsmálamynd, em |
jhér hefir verið sýnd.
Aðaihlutverk:
James Cagney,
Sylvia Sidney.
Bönnuð innan 16 ára.
Sýnd kl. 5.
Sala hefst kl. 2 . h.
Biinaðarþing
(Framhald af 7. síðu.)
verður burðarásinn í af-
greiðslu jarðræktarlaganna,
en ég vona í góðri samvinnu
við Alþingi og ríkisstjórn.
Bændur ættu að fylgjast með
málsmeðferðinni, þ. e. hversu
giftusamlega tekst með þá
endurskoðun á merkilegri lög
gjöf, sem hér er drepið á. Á
sama hátt og bændur munu
ekki hafa gert sér far um að
fylgjast með störfum Bþ. ber
þinginu að viðurkenna að
fréttaflutningurinn af störf-
um þess hefir ekki verið svo
rækilegur sem skyldi og er
það sök Búnaðarþings frem-
ur en fréttaritara.
Hafa sumir þingfulltrúar
þó oft á það bent, að fréttir
frá þessari stofnun bænd-
anna þyrftu að vera sem
allra ýtarlegastar. Skýrar upp
lýsingar um þau málefni, sem
á dagskrá væru hverju sinni
og að þær gæfu svo rétta
mynd af störfum þlngsins
sem hægt væri, störfum
þeirra manna, sem bændur
höfðu með atkvæði sínu á
kjördegi til þingsins kvatt.
Skýr fréttaflutningur góðra
málefna frá Bþ. mun auka
áhuga bænda og búaliðs fyrir
því, að Búnaðarþing skipi úr
ræðagóðir og ötulir menn og
láti mikið gott af sér leiða.
Bjarni Bjarnason.
Dregnr
að þingfrcstuii
(Framhald af 7. síðu.)
þingi, og virðist þó mega
vænta ýmissa merkra mála,
sem cnn eru ekki komin fram
en koma væntanlega í Ijós
á framhaldsþingi eftir ára-
mótin.
♦♦♦♦•<
j /^óia ía h i
t
ur
arnannct
Bangsi og flugan kr. 5,00
Börnin hans Bamba — 8,00
Ella litla — 20,00
Kári litli í sveit — 22,50
Litla bangsabókin — 5,00
Nú er gaman — 12,00
Palli var einn í íieim. — 15,00
Selurinn Snorri — 22,00
Snati og Snotra — 11,00
Sveitin heillar — 20,00
Þrjár tólf ára telpur — 11,00
Ævintýri í skerjag. — 14,00
!
SKEMMTILEGU
SMÁBARNABÆKURNAR:
!
1. Bláa kannan
2. Græni hattnrinn
3. Benni og Bára
4. Stubbur
5. Tralli
6. Stúfur
kr.
6,00
6,00
10,00
7,00
5,00
12,00
HAFNARBIO (
Sími 6444 f
Einkallf
Doii JUAN
j (The private life of Don Juan)
[Prýðilega skemmtileg og spenn-
! andi ensk kvikmynd gerð af Al-
jexander Korda, eftir skáldsögu
j Henri Bataille, um mesta kvenna
[gull allra tíma og einkalíf hans.
Aðalhlutverk:
Douglas Fairbanks,
Merie Oberon,
Benita Hume.
Sýnd kl. 5, 7 og 9.
Gefið börnunum Bjarkarbæk
urnar. Þær eru trygging fyrir
fallegum og skemmtilegum
barnabókum og þær ódýrustu
Bókaútgáfan BJÖRK.
VOLTI
R
aflagnir
afvélaverkstæBl
afvéla- og
aftæLjaviðgerSlr
i Norðurstfg 3 A. Slmi 6453 §
I í
iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiin
287. blaff.
Pearl S. Buck:
15.
HJÓNABAND
— Þessari mynd hafa allir gagnrýnendur hrósað. Hvers
vegna farið þér með hana? Fólk skoöar hana langmest.
— Það er einmitt þess vegna, sem ég fer með hana, svar-
aði William.
— Þér eruð enn sérvitrari en mestu meistarar, svaraði
forstöðumaðurinn reiður.
En William lét harðyrði forstöðumannsins sem vind um
eyru þjóta. Nú var myndin heima í stofu hans, varin á-
ieitnum augum ókunnugra manna. Raunar hafði sú ástæða
riðið baggamuninn, að hann tók myndina, að hann hafði
séð tvo kunningja sína stara áfjáðum augum á Rut. —
Er fyrirmyndin vinkona þín, William? hafði annar þeirra
spurt hann.
Hann hafði svarað kuldalega: — Hún er bóndadóttir, sem
ég hitti af tiiviljun s. 1. sumar, þegar ég var á rangli um
sveitina í leit að einhverju til að mála, og ég málaði hana
í eldhúsinu heima hjá henni.
— Segðu okkur heimilisfangið, kunningi, sagði annar
þeirra glaðlega. Það væri ekki fjarri lagi að leggja leið
sínp þangað.
Þótt þetta væri í gamni mælt, kom þetta svo illa við
William, að reiðin blossaði upp í huga hans. Þann sama
dag fór hann heim með myndina, hvað sem hver sagði.
Og þegar hann vaknaði á morgnana leit hann beint í
augu Rutar, og hann leit í þessi bláu augu áður en hann
slökkti ljósið og sofnaði á kvöldin. Þegar hann var að heim
an hlakkaði hann til að koma heim og horfa í þessi augu.
Nótt eina, er hann varð andvaka, sem þó bar sjaldan við,
reis hann úr rekkju og fór að skrifa henni bréf. Hann skrif
aði í. flýti glaðlégt og innilegt bréf. Hann vildi láta hana
vita, að hann ætti enn myndina af henni og hefði hana
hjá sér, gæti ekki fengið af sér að láta hana frá sér. Áð-
ur en langt liði ætlaði hann að koma og heimsækja hana,
þótt ekki væri til annars en fullvissa sig um það, að hún
væri sjálf af holdi og blóði.
Hann setti bréfið í póst án þess að lesa það yfir, og svo
beið hann eftir bréfi frá henni, forvitinn um það. hvernig
bréf hún mundi skrifa honum, bjóst við því að það mundi
verða barnslega innilegt og túlka þá þrá, sem hún væri
of saklaus til að dylja. En hann fékk ekkert bréf frá
henni, og vikurnar liðu. Hann varð að viðurkenna þau
vonbrigði sín, að hún mundi ekki svara honum. Þetta særði
hann. Hann braut heilann um það, hvers vegna hún svar-
aði ekki og hvort hún mundi vera búin að gleyma honum.
Honum kom ekki til hugar hin rétta ástæða til þess að
hún skrifaði ekki. Þegar Rut fékk bréf hans, var hún döpur
mjög, svo sorgbitin, aö ekkert hefði getað fengið hana til
að svara. Hún gat ekki lesið sér til skilnings helminginn
af þessu bréfi hans. Þetta var falleg og liðleg skrift, en
henni, sem vönust ygir stirðlegri og klunnalegri barnaskrift,
var hún nær ólæsíiég. Feimni hennar og meðfædd hlé-
drægni bannaði henni að leita hjálpar annara, og hún var
aðist aö sýna nokkrúm bréfið. Hún sat klukkustundum
saman yfir því, skrifaði niður hvert vandlesið orð og reyndi
að ráða rún þess. Þegar hún hafði lesið þannig allt, sem
hún gat, komst hún að þeirri niðurstöðu, að hún gæti
ekki svarað því. Skrift hennar og heimskulegt bréf mundi
aðeins skapa lítilsvirðingu hjá honum. Hún hafði aðeins
gengið í litla sveitaskólann, og síðasta veturinn hafði faðir
hennar tekið hana úr skólanum, því að það var veturinn
sem. móðir hennar féll niður kjallaratröppurnar og lær-
braut sig.
— Ég stend svo langt að baki William á öllum sviðum,
sagði hún döpur viö sjálfa sig. Svo tók hún bréf hans, braut
bað vandlega saman og saumaði það inn í silkipoka. Þessa
silkiskióðu hengdi hún síðan í festi um háls sér.
Ef hún hefði skrifað honum mundi þaö vafalaust hafa
kælt tilfinningar hans, en þar sem hann fékk ekkert bréf
frá henni, varð honum enn heitara í hug, og honum fannst
að hann yrði að fára til hennar og ganga úr skugga um
það, hvort hún elskaði hann. Hann bar hana stundum
saman við Elise. Þegar hún hafði beðið veturinn af, hafði
hún skyndilega opinberað trúlofun sína i marz með ein-
hverjnm Englendingi, sem enginn þekkti. Hún sagði William
frá trúlofuninni dag einn, er hún mætti honum af tilvilj-
un á götu. Hún kvaðst vera nýbúin að skoða myndirnar
hans einu sinni énn.
— En þú hefir ekki málað neitt nýtt, sagði hún. Ég fer
á sýninguna öðru hverju til að gæta aö því, hvort nokk-
ur ný mynd komi fram.
— Ég veit það, sagði hann, og ég get ekki sagt þér hvern
ig á því stendur, að ég get ekkert málað núna. Mig langar
til að mála, en þegar ég ætla að hefjast handa, get ég ekki
byrjað, og svo verður ekki neitt úr neinu.
— Þig vantar innblásturinn. Hún sagði þetta eins ör-
ugglega og það væri staðreynd, sem hún hefði uppgötv-
að. Svo þagði hún litla stund og bætti síðan við: — Ég var
a,ð hugsa um það, hvort ég mundi hitta þig i dag, og ég
var búin að ákveða, að ef ég hitti þig, ætlaði ég að herða
upp hugann og segja þér þær fréttir fyrstum manna, að
ég er trúlofuð. Ég ætla að giftast Ronnie Bartram, en þú
þekkir hann víst ekki. Hann er Englendingur, yngri son-
i’r sir Roger Bartram. Við munum flytja til London og búa
Þar. _ ^