Tíminn - 29.12.1954, Page 3

Tíminn - 29.12.1954, Page 3
294. blað. TÍMINN, miðvikudaginn 29. desember 1954. 3 Framfærslukostnaöur og kaupmátfiir á Norðurlöndum Grelnarge?® írá Hagstofmmi Stutt ferðasaga Á aðalfundi Kaupfélags Steingrímsfjarðar, Hólmavik 1053, stofnuðu fulltrúar ferða sjóð, og gáfu þeir dagkaup sitt til sj óðsstofnunarinnar, þó hefir kaupfélagið einnig lagt fé til sjóðsins. Skal veita styrk úr honum til 2—3 daga hópferða fyrir félagsmenn, jafnt karla sem konur. í ár skyldi svo nokkrum hluta félagsmanna gefinn kostur á að fara eina slíka hópferð. í þetta sinn voru bátttakendur úr Kirkjubóls- hreppi, 36 að tölu. Ákveðið var að fara eftir fyrri túna slátt, þegar töður væru hirtar. Nú var sumarið afar kalt og sólskinslítið hér um slóðir um túnasláttinn, og gekk illa að þurrka töð- una, dróst því að farið yrði fyrr en um miðjan ágúst. Vor(u töð'ur þá að mestu hirt ar. Kosið var um Norðurland og Suöurland og var Suður- land hlutskarpara, enda sagði útvarpið sólskin og hlýindi þar en þokusúld og kulda fyrir Norðurlandi. Lagt var af stað laugar- daginn 14. ágúst s. 1. kl. 7 árdegis í hinum nýja og á- gæta langferðabíl Ingva Guð mundssonar, sem gengur á leiðinni Rvík—Hólmavík. Var nú orðin breyting á veðri. logn, bjart loft og hiti um morguninn, bezti þurrk- dagur sumarsins sem komið hafði. Hélzt þessi þurrkur alla vikuna hér um slóðir, og var bezta vika sumarsins. í suðurhluta sýslunnar voru meiri óþurrkar um túna sláttinn, en irm miðsýsluna, og voru mikil hey úti, sem bændur voru að rífa niður þennan dag, sem sum var orðin mikið hrakin. Haldið var beint í Bifröst, hir, glæsilegu húsakynni Sís og borðað þar, að því loknu var staðurinn skoðaður, far ið upp að Hreðavatni og dval ið þar góða stund í hinu feg- ursta veðri. Eftir tveggja tíma viðdvöl var haldið til Hvanneyrar, — þar tók á móti okkur Guð- mundur Jónsson skólastjóri. Safnaðist allur hópurinn sam an úti í skólagarði og lýsti skólastjóri þar skólabúi og skólalífi. Á eftir var staður- inn skoðaður. Bauð svo skóla stjóri og frú öllum til kaffi- drykkju og var setið þar góða stimd í ágætum fagnaði. Á eftir var gengið út á tún ið og skoðaðar ýmsar vinnu- vélar, sem voru þar við sam- tekningu á heyi og við háar- slátt. Var svo Hvanneyrl kvödd með ferföldu húrra- hrópi. Nú var haldið beint til Reykjavíkur cg gist þar um ncttina. Þetta kvöld var feg-» urðardrottning íslands valin, en við komum oí seint til að' taka þátt í valinu. Daginn eftir mættu all-ir kl. 10 árd. við Ferðaskrifstof una. Farið var beint til Þing valla og staðurinn skoöaður, og höfðu margir ekki komið' þar áður. Útsýni var ekki upp á bað bezta til fjallanna, Þykkt var í lofti og smáskúr- ir. en birti þegar á daginn leið. Nokkrir fóru fáum aurum. fátækari frá Þingvöllum, og vildu fylgja gómlum og góð- um sið, að borga fyrir á- nægjulega viðdvöl þar, og' skilja eftir nokkra aura ii Peningagjá. Þá var ekið að Sogsvirkjun og skoðuö hin miklu mann- virkj þar, gengið .um 40 m. niður í jörðina. en íarið £ lyftu upp aftur Fariö var síðan að Selfossi og kauptúnið skoðað. Ekio var síðan til Rvíkur um Hell isheiði með stuttri viötívöl i Hveragerð'. Gist var í Rvik um nóttina. Morguninn eftir var fariS í búðir í Rvík tii hádegis. KL 1 mættu allir v’ð Ferðaskrif stofuna. Voru þar mættir rokkrir gatnlir Strandamenrj búsettir nú í Reykjavík. Var rabbað við þá dálitla stund, þangað til bílstjórinn flaut- aði og gaf til kynna að burt- farartími væri korninn. — ITeimleiðis var svo haldið meö dálitlri viðdvöl r Forna- hvammi. Ferðin öll var hin ánægju iegasta. Kátt var í bílnum hjá Ingva. Mikið var sungið, enda var kirkjukór Kolla- fjarðarnesskirkju meða'í ferðafélaganna og söngstjórl hans. Magnús Jónsson, Kolla fjarðarnesi. Þar létu og rnarg ir til sín heyra gegnum há- talara' bílsins. Ég vil að siðustu þakka feröafélögunum fyrir á- nægjulega samverustund. Guömundi Jónssyni, skólastj'. og frú fyrir myndarlegar móttökur á Hvanneyri, bil- stjóranum okkar fyri; ör- ugga stjórn og leiðsögn, og síðast en ekki sízt Kaupfél. Steingrímsfjarðar fyrir for- göngu þess að stofnað er tii hópferða félagsmanna þess. Benedikt GrímssoiA. f ráöi útgerð 20 lesta báta út frá Rifshöfn Frá fréttaritara Tímans á Hellissandi. Tíðarfar er rosasamt á Snæfellsíiesi iim þessar mundiv og gefwr illa til sjósóknar frá Sandi þar sem stwnda verðwr sjó á opnwm bátum litlum. Nokkrar vonir erw enn til þess að hægt verði að hefja útgcrð úr Rifshöfn hinni nýjw á, Er dýrara eða ódýrara að lifa í Reykjavík en í Osló, Kaupmannahöfn, Stokkhólmi eða Helsingfors, og hve miklu munar það tiltölulega? Hve miklar tekjur þarf til þess að lifa nokkurn veginn jafngóðu lífi í þessum borgum og i Reykjavík? Og hver er munur inn á vihnulaunum? Nefnd skipuð fulltrúum frá hagstofum- Norðurlanda hefir fyrir skömmu lagt fram álit sitt um þetta í 92 blaösíðna bók, er nefnist „Framfærslu- kostnaður og kaupmáttur launa í höfuðborgum Norður- landa“,- Hlutverk nefndarmnar var að ber-a saman framfærslu- kostnað og kaupmátt launa á Norðurlöndum á ákveðnum tíma — í apríl 1952 — en í framkvæmd var athugunin miðuð við höfuðborgirnar. .Vegna þess, hve neyzluvenjur manna, vöruúrval á markaðn um, veðrátta o. s. frv. eru mis munandi, er erfitt að finna mælikvarða til samanburðar á framfærslukostnaði og kaup mætti launa og er því í álitinu gerð ýtarleg grein fyrir fræði legri hlið þessara mála. Sú aðferð var valin að finna þá peningaupphæð, sem þarf til að halda ákveðnum „líís- kjörum“ á viðkomandi stað. Við samanburð milli staða er hér miðað við „lífskjörin“ á hvorum þeirra um sig, en ekki við meðaltal þeirra fyrir við komandi staði. Þannig eru t. d. tvær samanburðartölur fyrir Stokkhólm og Kaup- mannahöfn, önnur miöuð við aðstæður í Kaupmannahöfn, en hin við aðstæður í Stokk- hólmi, og þeim þarf engan veginn að bera saman, enda hefir sú ekki orðið raunin. Með „lífskjörum“ er hér átt við það magn af neyzluvörum og þjónustu, sem meðalfjöl- skylda telst nota sér til fram færslu á einu ári samkvæmt þeim neyzlugrundvelli, sem Vísitala framfærslukostnaðar miðast við í hverju landi. í Noregi er þó miðað við neyzlu meöalfjölskyldu í Osló einni. Framfærslukostnaðurinn er Sú upphæð, er þarf til aö kaupa þessar vörur og þjón- ustu á því verði, er gilti á staðnum í apríl 1952, og rann SÖknin var fólgin í því aö reikna út tilsvarandi upphæð ír fyrir hinar höfuöborgirnar miðað við verð á sömu eða sem líkustu vörum og þjón- ustu þar á sama tíma. Kaupmáttur launa er síðan borinn saman á þann hátt, áð reiknað er út, hve margar vinnustundir þarf að vinna á hverjum stað fyrir upphæð framfærslukostnaðarins. Hér ér miðað. við meðaltímalaun iðnverkamanns í hinum 5 höf uðborgum, hverri fyrir sig. Fyrir höfuðborgirnar, aðrar en Reykjavík, er miðað við raunverulega greidd laun, og er ákvæöisvinna og einhver ýfirvinna þar meötalin, en fyr ir Reykjavík er miðað við tímalaún karla í verksmiðjum án yfirvinnu. Með því að ísland var ekki með í þessari rannsókn frá byrjun og engin tök voru á að sækja hina mörgu sérfræð ingafundi, sém haldnir voru til undirbúnings álitinu, var þátttaka íslands takmörkuö við það að bera saman fram færslukostnað og kaupmátt launa í Osló og Reykjavík miðað við neyzlu meðalfjöl- skyldu í Osló. Var þannig reiknað út, hve mikið neyzla meðalfjölskyldu í Osló kostaði í Reykjavík í apríl 1952. — Ástæðan fyrir því, að Osló var tekin fremur en einhver hinna höfuöborganna er sú, að neyzluvenj ur íslendinga eru taldar líkari neyzluvenj- um Norðmanna heldur en hinna þjóðanna. Niðurstöður rannsóknarinn ar með Osló sem viðmiðun koma fram í' eftirfarandi vísi tölu, annars vegar fyrir fram færslukostnað umreiknaðan eftir gjaldeyrisgengi, og hins vegar fyrir kaupmátt launa: Framfœrslukostn. Kaupm. launa í Osló = 100 í Osló = 100 Oslo 100 100 Reykjavík 178 107 Kaupmannahöfn 95 112 Stokkhólmur 125 113 Helsirigfors 138 100 Miðað við aðstæður í Osló og við gildandi gjaldeyris- gengi er framfærslukostnað- ur í Reykjavík þannig 78% hærri en þar. En þegar laun á hvorum staðnum fyrir sig eru sett í hlutfall við fram- færslukostnaö, er niðurstaðan sú, að kaupmáttur launa sé 7% hærri í Reykjavík en í Osló. Tölúrnar sýna ennfrem ur framfærslukostnað og kaupmátt launa í öðrum höf uðborgum Norðurlanda, með aðstæður í Osló sem viðmiðun, en hæpiö er að nota þau hlut föll til samanburðar á fram- færslukostnaði og kaupmætti launa í Reykj.avík og hinum norrænu höfuöborgunum öðr um en Osló. Til þess þyrfti að liggja fyrir útreikningur á því, hvað neyzla meðalfjöl- skyldu í þeim kostar í Reykja vík, og raunar helzt líka, hvaö neyzla meöalfjölskyldu í Reykjavík kostar í hinum höfuðborgunum, en það ligg ur ekki fyrir eins og áður er tekið fram. Yfirleitt er eins og að líkum lætur framfærslukostnaður tiltölulega lægstur og kaup- máttur launa hæstur á hverj um stað fyrir sig, þegar við samanburð er miðað við neyzlugrundvöll viðkomandi staðar. Þannig reynast vísitöl ur fyrir framfærslukostnað í Kaupmannahöfn, Stokkhólmi og Helsingfors með Osló=100 lægri en fram kemur í töfl- unni hér að framan, og vísi- tölur fyrir kaupmátt launa til svarandi hærri, þegar miöað er í samanburðinum við Osló við neyzlu í hverri þessara þriggja borga um sig. Hefði á sama hátt neyzla meðalfjöl skyldu í Reykjavík verið reikn uð út með verðlagi í Osló, þá hefði framfærslukostnaður- inn að öllum líkindum reynzt lægri hér og kaupmáttur launa hærri en taflan sýnir. — Niðurstöður eru talsvert mismunandi eftir því, við hvað er miðaö, og ber það vott um óvissu þá, sem rann sókn þessi er undirorpin. Þó að niðurstööur þessarar rannsóknar séu að mörgu leyti merkilegar og þær varpi nýju Ijósi á mál, sem fram aö þessu hafa veriö lítiö könn NýstárSegir kennarar Fyrir nokkru barst mér í hendiu’ 120 blaðsíðna bók, skreytt skýrum, lifandi mynd um eftir Halldór Pétursson. Skjótséð var, að bók þessi mundi börnum ætluð. Eg reyndi að gera mér upp hugs unarhátt 8—12 ára krakka og las kverið. Hafði ég all- góða skemmtun af. Að lbknum lestri skildist mér, að um ágæta bák væri að ræða, því að ég hafði með tekið mikinn fróðleik auk skemmtunarinnar. Sögustaðurinn, ósköp venju leg fjallshlíð, var gæddur lífi, lífi lifandi barna, dýra og jurta. Skólakennarar þeir, sem fylgja börnunum um hlíðina eru aftir á móti frem ur dauðalegir, enda engin furöa, þar sem höfundur finn ur upp á því snjallræði að leysa þá undan prédíkunum og ítroðslustarfi. Við af þeim taka reíir, sauðir, geitur, skor ! kvikindi, ýmsar tegundir grasa og jafnvel vatn og vindar. Áreiðanlega er góð sú kennsla, sem látin er í té með þeim hætti, að lærlingum finnst skemmtan ein höfð í frammi, en þeir læri þó óaf- vitandi heil ósköp. Lífið sjálft á það til að kenna svo, með- an vordagar ævinnar líða hjá. Slík er túlkun bókarinnar. Höfundur er Skúli Þor- steinsson og heiti „Börnin hlæja og hoppa.“ Ármawn Halldórsson Sex vertíðarbátar frá Grafarnesi í vetur Frá fréttaritara Tímans í Grafarnesi. Bátar frá Grafarnesi eru ekki byrjaðir róðra á vetrar vertíð, en munu fara af stað strax eftir áramótin. í vetur verða sex bátar gerðir út frá Grafarnesi og eru þeir allir heimabátar nema einn, sem hefir þar viðlegu en er ann- ars gerður út frá Siglufirði. Líklegt er að hert verði töluvert meira af aflanum en í fyrra, en engu að síður verður mikið fryst. Enginn jólasnjór á Reyðarfirði Frá fréttaritara Tímans á Reyðarfirði. Akvegir eru flestir færir á Austfjörðum, eins og á sumar degi. Þannig er nú ekið milli Reyðarfjarðar og Fáskrúðs- fjarðar og snjólaus vegur er að kalla yfir Fagradal upp á Hérað og til Eskifjarðar frá Reyðarfirði. Oddsskarð er hins vegar ófært. Jörð er alveg auð að kalla á Reyðarfirði og því útlit fyrir rauð jól þar. Sakna menn þess aö hafa ekki jólasnjó, en fagna þó góðum samgöngum. uð, eru þær hvergi nærri eins áreiðanlegar og ákjósanlegt væri. Kemur þar til ýmislegt, sem of langt yrði að rekja hér. Verður því að nota niðurstöð urnar með varúð og á það einkum við samanburð á fram færslukostnaði og kaupmætti (Framhald á 6. síðu) þessari vertíð. Búið var að kaupa tvo stóra báta til útgerðar þaöan í vet- ur, en óhapp það er olli því að ekki varö úr greftri dýpk unarskipsins Grettis olli því að erfitt er að hugsa til út- gerðar þessara stóru báta úr Rifi í vetur. Hefir því verið tekið þaö ráð að leigja annan bátinn burt og fá í hans stað minni bát, um 20 Fstir til þess að gera hann út frá Rifi í vetur. Ekki er alveg ráðið hvort hinn stóri báturinn verður gerðu^ þaðan út. Unnið verður við hafnar* framkvæmdir í vetur og er sanddæla alltaf að störfurr.1. en afköst hennar eru mjög takmörkuö og vinnst verkið því seint. Litlu bátarnir komast sjald. an úr heimahöfninni til sjó róðra vegna tíðárfarsins og sífelldra umhleypinga og hvassviðra. Snjór er annars: lítill utarlega á Snæfellsnesi en svell yfir alla jörö. , ^

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.