Tíminn - 29.12.1954, Side 6
I
TÍMINN, miðvikudaginn 39. desember 1954.
294. blað.
ÞJÓDLEIKHÚSID
ÓPERURNAR
Pagliacei
°g
Cavttlería
Rusticana
Sýningar á fimmtudág kl. 20.
Laugardag kl. 20.
Sunnudag kl. 20.
[ María Markan syngur sem gest- ]
ur sunnudaginn 2. jan.
| Aðgöngumiðasalan opin frá kl
113.15—20. Tekið á móti pöntun-j
um. Sími 8-2345, tvær línur.
] Pantanir sækist daginn fyrir sýn j
fingardag, annars seldar öðrum.
Töfrateppið
Stórglæsileg íburðarmikil j
' og spennandi ný amerísk æfin j
! týramynd í eðlilegum litúm,!
jbyggð á hinum afþekktu og)
jskemmtilegu æfintýrum úrj
j „Þúsund og ein nótt“.
Luciíle Ball,
John Agar,
Patricina Medina.
Sýnd kl. 5, 7 og 9.
Menningar- og friðarsamtök
kvenna
sýna myndirnar
|Flugið til tunglsinsj
j og HJÖRTURINN syngjandi j
kl. 3.
NÝJA BÍÓ
— 1544 —
„Call Me Matlam“
Stórglæsileg og bráðfjörug!
I óperettu gamanmynd í litum. (
|t myndinni eru sungin ogj
jleikin 14 lög eftir heimsinsj
i vinsælasta dægurlagahöfund, ]
! IRVING BERLIN.
Ethel Merman,
Donald O’Connor.
Vera Ellen,
George Sanders,
Billy de Wolfe.
Sýnd kl. 5, 7 og 9.
BÆJARBÍÓ
— HAFNARFIRÐI -
•*ar
Vanþahhlátt
hjarta
ítölsk úrvalsmynd eftir sam j
j nefndri skáldsögu, sem komið ]
! hefur út á íslenzku.
Carla del Poggio
jhin fræga nýja ítalska kvik-j
myndastjarna.
Frank Latimore
Hinn vinsæli dægurlaga-
söngvari:
Haukur Morthens
kynnir lagið „í kvöld“ úr
myndinni á 9 sýningu.
Myndin hefur ekki verið ]
| sýnd áður hér á landi.
Danskur skýringartexti.
Bönnuð börnum.
Sýnd kl. 7 og 9.
Sími 9184.
HAFNARBÍÓ
Sfmi 6444
Eldur í œðum
(Mississippi Gamler)
Glæsileg og spennandi nýj
] amerísk stórmynd í litum, um ]
! Mark Fallon, æfintýramann- (
í inn og glæsimennið, sem kon- j
j urnar elskuðu en karlmenn j
i óttuðust.
Aðalhlutverk:
Tyrone Power,
Piper Laurie,
Julia Adams.
Sýnd kl. 5, 7 og 9.
LEÍKFÉIAG
gEYKJAyÍKÖlC
Frænka Charleys
Gamanleikurinn góðkunni.
Sýning í kvöld kl. 8.
! Aðgöngumiðasala eftir kl. 2 i ]
dag. — Sími 3191.
AUSTURBÆJARBIO
Astarljóð til þín
(Lullaby of Broadway)
Bráðskemmtileg og fjörugj
| ný, amerísk dans- og söngva-
j mynd í eðlilegum litum.
Aðalhlutverk:
Hin vinsæla dægurlaga-
söngkona:
Doris Day
hinn bráðsnjalli dansari:
Gene Nelson
og hinn skemmtilegi
gamanleikari:
S. Z. Sakall
í myndinni er fjöldinn all- \
íur af mjög þekktum og vin-j
' sælum dægurlögum.
Sýnd kl. 5, 7 og 9.
GAMLA BÍÓ
Sími 1475.
Jólamynd 1954:
Ævintýrasháldið
H, C. Andersen
Hin heimsfræga litskreytta]
jballett- og söngvamynd gerðf
jaf Samuel Goldwyn.
Aðalhlutverk leika:
Danny Kaye,
Farley Granger,
og franska ballettmærin j
Jeanmaire.
Sýnd kl. 3, 5, 7 og 9.
iTJARNARBÍÓ
Hérna homa
stúlhumiar
(Here come the girls)
Afburða skemmtileg ný am j
! erísk mynd í litum. Söngva og ]
j gamanmynd.
Aðalhlutverk:
Bob Hope,
Rosemary Clooney
Tony Martin
Arlene Dahl.
Sýnd kl. 5, 7 og 9.
TRIPOLi-BÍÓ
Síml 1182
MELBA
Stórfengleg, ný, amerísk \
jsöngvamynd í litum, byggð áj
! ævi hinnar heimsfrægu, ástr- j
lölsku sópransöngkonu, Nelliej
j Melbu, se mtalin hefur verið ]
bezta „Coloratura", er nokkru j
i sinni hefur komið fram.
f myndinni eru sungnir <
jþættir úr mörgum vinsælumj
] óperum. j
Aðalhlutverk:
Patrice Munsel, frá Metro-
politanóperunni í New York.!
Robert Morley,
John McCallum,
John Justin,
Alec Clunes,
Martita Hunt,
ásamt hljómsveit og kórj
Covent Garden óperunnarj
í London og Sadler Wellsj
ballettinum.
Sýnd kl. 7 og 9.
Barnbo
á mannaveiðum
Sýnd kl. 5.
Framfærslukostn.
(Framhald af 3. síðu).
launa hér á landi annars veg
ar og í Noregi og hinum lönd
unum hins vegar bæði vegna
þess, að fyrir ísland var rann
sóknin takmörkuð eins og fyrr
greinir, svo og af því, að að-
stæður hér eru að ýmsu leyti
svo margbreytilegar, að allur
samanburður verður mjög tor
veldur.
Þjóðleikhiisið
(Framhald af E. síðu).
fram ásamt leikstjóra og
hljómsveitarstjóra. — Gestur
forsetahjónanna á frumsýn-
ingu þessari var Pétur Á.
Jónsson, okkar fyrsti og frægi
óperusöngvari, sem hefir náð
sjötugsaldri um þessar mund
ir. Formaður þj óðleikhúss-
ráðs, Vilhjálmur Þ. Gíslason,
útvarpsstjóri, mælti til hans
r.okkur orð og var hann ákaf
lega hylltur af leikhúsgestum.
Jónas Þorbergsson.
IGæfa fylgir hringwnum 1
frá SIGURÞÓR,
Hafnarstræti 4.
1 Margar gerðir
fyrirliggjandi.
| Sendum gegn póstkröfu. 1
HiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimmiiiMiiiiiiiimiiiiiiiiimiUj
| Nafnbreyting |
| Jörðin Gilkot í Lýtings-1
| staðahr., Skagafirði, heit- I
I ir nú og framvegis STEIN- |
f TÚN. ^ |
| Ábúandi. 1
iiiiimiiiiiiiimiiiuiiiHiiiiiiimiiiiiiiiimiiiiiimmiiiiiii
| Nýkomið 1
| Kven- og barnabuxur úr jersey, =
| næloni og prjónasilki. |
Barnasokkar
í uppháir frá nr. 2—10, sport- 1
| sokkar nr. 1—10 hvítar og misl. i
i hosur á börn og fullorðna, hvítir |
| sportsokkar nr. 4—10.
i H. Toft
| Skólavöröustíg 8. Sími 1035. §
iiiiiiiiiiimimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimi!
N.s. DroBnÍng
Alexandrine
fer næst frá Kaiípmanna-
höfn 18. jan. til Færeyja og
Reykjavíkur. Flutningur ósk
ast tilkynntur til skrifstofu
Sameinaða í Kaupmanna-
höfn.
Skipaafgreiðsla Jes Zimsen
Erlendur Pétursson
m
22.
Pearl S. Buck:
HJÓNABAND
(0
í þetta sinn skal hann þó verða að hjálpa mér við HalL
En hann, sem var að draga á strigann silfur árinnar, sá
hana á sama hátt og hann sá hverja breytingu landslagsins.
Hann horfði á hana á sama hátt og hann mat hvert smá-
atriði myndar, gildi þess fyrir heildina. Hann horfði á hana
sömu augum og hann hafði litið hana fyrsta daginn ofan
af þessari sömu hæð. Hún var gildari og þyngri i spori en
hún hafði verið þá, én honum fannst hún eigi að síður jafn
fögur. Hún myndi aldrei verða eins og móðir hennar áður
en hún dó, til þess hafði Rut of mikið af léttleika föður síris.
Honum fannst hún mjög falleg og aðlaðandi, er hún gekk
hröcum skrefum í áttina til hans, ákveðin og umsvifamikil.
Nú sá hann andlit hennar, fagra vanga, rósrjóða og ólýtta
íaröa og fegrunarlýfjum. Hár hennar var enn fagurbrúnt
og varir hennar rauðar, og augu hennar virtust jafnvel enn
blárri en fyrr í brúnu andlitinu. Hún kom nær og nær, lyfti
pilsi sínu til þess að eiga hægara um gang upp hæðina.
— Sæl, vina mín, kallaði hann glaðlega til hennar, þegar
hún kom í gott kallfæri. Hann hafði hætt að mála og beið
hennar sitjandi á mosagrænum steini.
— William, kallaði hún þegar. — Hvað eigum við að gera
við þennan dreng? Hann óhlýðnast mér í sífellu, og nú
hefir hann laumast brott.
William hló. Líklega mundi honum aldrei skiljast það,
að þessir þrír litlu angar, sem ærsluðust um húsið, kæmu
honum nokkuð við. Að vísu var hann faðir þeirra, en sámt
fannst honm einhvern veginn, að þeir væru eign Rutar, og
afkvæmi hennar eingöngu.
— Þú ættir ekki að leggj a svona hart að drengnúm við
vinnu á laugardagsmorgni, elskan mín, sagði hann brosandi.
Hún var svo falleg, að hann langaði til að kyssa varir hennar.
Það var engin kona til í heiminum, hugsaði hann, sem gat
látið karlmann gleyma því eins auðveldlega, að hann hafði
verið kvæntur henni eins mörg ár og hjónaband hans og
Rutar hafði varað. Og þegar hún settist við hlið hans í
grasið á sólríkum sumarmorgni, langaði hann alveg eins
ákaft til að kyssa hana, eins og í fyrsta sinn, er varir þeirra
snertust. Hann þekkti hverja línu líkama hennar, en þó
fannst honum jafnan, sem hver snerting væri ný og fersk.
Hann hugsaði oft um þetta. Hver var þessi leyndardómur
hennar, hver var sú lind, sem geröi líkama hennar síun^an?
Það var ekki í huga hennar. Hann þekkti hverja hugsun
hennar, og þaðan streymdi engin síung lind. Hún vakti hon-
um aldrei undrun með orðum. En likami hennar og nærvera
hennár vakti honum jafnan gleðiríka undrunarkennd. Þessi
kennd hvarf, þegar hann leit af henni og var fjarvistum við
hana um stund, en hún kom jafnan til hans aftur, þegar
hún nálgaðist hann, jafnfersk og ný. Ef til vill var það
vegna þess, að hún var sjálf alltaf að breytast í síkvikri rás
daglegra viðburða. Það var til dæmis þessi reiði, sem nú
setti hug hennar í uppnám vegna stráksins, hún fegraði
hana og gaf henni nýjan svip og laðandi aðdráttarafl. Hár
hennar reis í bylgjum aftur af enninu, augu hennar voru
stór og skær, reiðititrandi varir hennar voru rauðar og lítið
eitt aðskildar, og milli þeirra sá í röð hvítra tanna.
Hann hló. — Komdu hingað og lofaöu mér að kyssa þig,
sagði hann. En í sama bili hlassaði stór býfluga sér á strigann
og sat föst í litaklessunni. Hún afskræmdi síðustu drætti hans
í málverkinu, og á samri stundu gleymdi hann öllu ööru.
— Ó, þessi heimskingi, hrópaöi hann. — Rut, líttu á, hvað
hún er búin að gera? Hvað á ég nú að gera? Og svo er hún
vængbrotin, auminginn.
Rut kom til hans, dró hárnál úr hári sínu og lyfti flugunni
með varúð af striganum.
— Fr hún búin að stórskemma myndina? spuröi Rut
áhyggj ufull.
— O, það gerir ekkert til, sagði hann hressilega,- Rut
lagði fluguna varlega í grasið. William laut þegar yfir hana.
— Auminginn, en hvað hún titrar, sagði hann meöaumk-
unarfullur.
— Ég skal taka hana með mér heim, kannske dettur mér
eitthvert ráð í hug, sagði hún. Hún ætlaði að stytta kvala-
stundii flugunnar, þegar William sæi ekki til.
Það var svo margt, sem hún hafði orðið að gera af slíku
tagi, svo að hann sæi ekki til. Hún hafði orðið að drepa
ýmis smákvikindi, sem hann' gat ekki þolað aö sjá unnið
mein, til dæmis mýs í íbúðarhúsinu, rottur í fjósinu, hvolpa
og kettlinga, sjúkan hund eða meiddan fugl. Hún hafði
lært þá lexíu eitt sinn fyrir mörgum árum, þegar hún hafði
iátið talinda kettlinga í poka og bundið stein við. Af tilviljun
hafði honum orðið litið út um gluggann á sömu stundu, og
nann hafði komið þjótandi út og kallaö ofsalega til hennar:
-- Rut, hvað ertu að gera?
Hún hafði litið á hann, undrandi yfir þéssum aðförum.
— Ég ætla bara að drekkja þessum kettlingum.
— Drekkja þeim? Andlit hans var orðið náföít.
— Já, því ekki það? spurði hún. Henni til ótta ög úndrunar
sneri hann sér frá henni og hallaöi sér upp að tré. Þar grúfði
hann andiitið í höndum sér. Hún lagöi pokann með mjálm-
andi kettlingunum frá sér.
— Hvað finnst þér rangt við þetta, William? Viltu ekki
að ég geri það? Það eru þó fleiri kettir í húsinu og fjósinu
eh við ættum að hafa. Sex kettir eru of mikið, og það er
ekki hægt að bæta við kettlinguni. Það yrðu ekkert nema