Tíminn - 07.01.1955, Qupperneq 6
TÍMINN, föstudaginn 7. janúar 1955.
4. blaffi.
ifill'b
ÞJÓDLEIKHÚSID
ÓPERURNAR
Pagliacci
og
Cavalería
Rusticana
Sýningar föstudag kl. 20.00
og sunnudag kl. 20.00.
I»eir homa í haust
eftir: Agnar JÞórffarson.
Leikstjóri: Haraldur Björnsson.
Frumsýning laugardag kl. 20.00.
FrumsýningarverS.
Aðgöngumiðasalan opin frá 1.
13,15—20.00. Tekið á móti pönt-
unum. Sími: 8-2345, tvær línur.
Pantanir sækist daginn fyrir
sýningardag, annars seldar öðr-
um.
Valentino
Geysi íburðarmikil og • eillandl
ný amerísk stórmynd í eðlileg-
um litum. Um ævi hins fræga
leikara, heimsins dáðasta
kvennagulls, sem heillaði millj-
ónir kvenna í öllum heimsálf-
um á frægðarárum sínum.
Bönnuð innan 12 ára.
Sýnd kl. 5, 7 og 9.
NÝJA BÍÖ
— 1544 —
Vir« Zuputa
Amerísk stórmynd byggð á sönn
um heimildum um ævi og örlög
mexíkanska byltingarmannsins
og forsetans EMILIANO
ZAPATA. Kvikmyndahandritiö
samdi skáldið JOHN STEIN-
BECK. — MARLON RANDO,
sem fer með hlutverk Zapata, er
talinn einn af fremstu ,karakter‘
leikurúm, sem nú eru uppi.
Jean Peters,
Anthony Quinn,
Allan Reed.
Bönnuð börnum innan 14 ára.
Sýnd kl. 5, 7 og 9.
♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦j
BÆJARBÍÓ!
— HAFNARFIRÐI -
Vunþahhlátt
hjarta
Itölsk úrvalsmynd eícir sam
nefndri skáldsögu, sem komið
hefur út á íslenzku.
Carla del Poggio
hin fræga nýja ítalska kvik-
myndastjarna.
Frank Latimore
Myndin hefur ekki verið
sýnd áður hér á landi.
Danskur skýringartexti.
Sýnd kl. 7 og 9.
Sími 9184.
HAFNARFjARÐARBIO
STÓRMYNDIN
AUSTURBÆJARBIO
Heimsfræg kvikmynd, sem hlaut
5 Óskarsverðlaun.
Á giruelarleiðiuu
(A Streetcar Named Desire)
Afburða vel gerð og snilldarlega!
leikin, ný, amerísk stórmynd,}
gerð eftir samnefndu leikritij
eftir Tennessee Williams, en fyr j
itzer-bókmenntaverðlaunin.
Sýnd kl. 5, 7 og 9.
♦♦♦♦♦♦»♦♦♦♦
GAMLABÍO
Bíml J.475.
Æviniýrasháldið
H. C. Andersen
Hin heimsfræga litskreytta
ballett- og söngvamynd gerð
af Samuel Goldwyn.
Aðalhlutverk leika:
Danny Kaye,
Farley Granger,
og franska ballettmærin
Jeanmaire.
Sýnd kl. 5, 7 og 9.
TRIPOLI-BÍÓ
Slml 1182
MELBA
Stórfengleg, ný, amerísk
söngvamynd í litum, byggð á
ævi hinnar heimsfrægu, ástr-
ölsku sópransöngkonu, Nellie
Melbu, se mtalin hefur verið
bezta ,,Coloratura“, er nokkru
sinni hefur komið fram.
1 myndinni eru sungnir
þættir úr mörgum vinsælum
óperum.
Aðalhlutverk:
Patrice Munsel, frá Metro-
politanóperunni í New York. I
Sýnd kl. 7 og 9.
Bambo
Sýnd kl. 5.
HAFNARBÍO
Slmi 0444
Eldur í œðum
(Mississippi Gamler)
Glæsileg og spennandi ný!
j amerísk stórmynd í litum. um j
i Mark Fallon, æfintýramann- j
inn og glæsimennið, sem kon- j
! urnar elskuðu en karlmenn ]
| óttuðust.
Aðalhlutverk:
Tyrone Power,
Piper Laurie,
Julia Adams.
Sýnd kl. 5, 7 og 9.
TJARNARBIO
Óskars verðlaunamyndin
Glcðidagnr í Róm
PRINSESSAN SKEMMTIR SÉR
(Roman Holiday)
Frábærlega skemmtileg og vel
leikin mynd, sem alls staðar hef-
ir hlotið gífurlegar vinsældir. i
Aðalhlutverk:
Audrey Hepburn,
Gregory Peck.
Sýnd kl. 5, 7 og 9.
eftir Halidór Kiljan Laxness.
Lcikstjóri: Arne Mattsson.
/slenzkur texti.
Bönnuð börnum.
Sýnd kl. 9.
Síðasta sinn.
Sierra
Sýnd kl. 7.
Gæfa fylglr hrlngunum
frá SIGURÞÓR,
Hafnarstræti 4.
Margar gerffir
fyrirllggjandi.
Sendwm gegn póstkröfu.
Fiðlutónlcikar
(Framhald af 3. síðu).
sónata í f-moll eftir Prokofi-
eff veigamikil og sannarlega
eftirtektarverð. Hinir óm-
stríðu hljómar hans og þrótt-
mikla, umbúðalausa lýsing á
frumstæðum tiliinningum
knýr mann til athygli og um-
hugsunar.
Hið létta og yndislega
Rondo eftir Mozart var dásam
lega vel leikið og unaðslegt.
La Fontaine d’Arethuse eft
ir Szymanowski var einnig
skemmtilegt. Minnir það eink
um í upphafi á Debussy, þó
að hinn polytonali stíll sé
nokkuð frábrugðinn honum.
Að lokum brá Isaac Stern
sér á leik í La Campaneila
með þvílíku æskufjöri, tónlist
argleði og leikni, að sjálfur
Paganini hefði mátt öfunda
hann af.
Undirleikari hans Alexand-
er Zakin aðstoðaði með fá-
dæma smekkvísi og ná-
kvæmni og var samleikur
þeirra skínandi góður.
Hrifning áheyrenda var
geysi mikil, fögnuðu þeir lista
mönnunum hjartanlega, lengi
og ákaft, og lét listamaðurinn
að lokum til leiðast og lék
sem aukalag Valse Senti-
mentale eftir Tschaikowski,
þó að komið væri talsvert
fram yfir tímann.
Við þökkum listamönnun-
um hjartanlega fyrir hingað
komuna og Tónlistarfélaginu
fyrir það að hafa stuðlað að
henni.
E. P.
Grcinargcrð . ..
(Framhald af 3. síðu).
fulltrúar B S.R.B. að þeir
gætu fallist á slíka lausn til
bráðabirgða, í trausti þess:
a. að ný launalög verði
sett á þessu ári.
b. að verðlagsuppbót á
laun opinberra starfsmanna
verði síðar á árinu hækkuð
til samræmis við það, sem
um kann að semjast milli
vinnuveitenda og verkalýðs-
félaga.
c. að þeir teldu uppbætur
þessar grunnkaupshækkun á
árinu 1955 hvað sem liði
greiðslufyrirkomnhagi og
d. að þeir teldu sig ó-
bundna af þessu samkomu-
lagi við ákvörðun launastiga
í væntanlegum launalögum.
Ennfremur var ítrekuð
krafa þingsins um sérstakar
úrbætur til handa þeim er
búa við mest ranglæti í
iaunakj örum.
Með þökk fyrir birtinguna.
Ólafwr Björnsson,
form. B.S.R.B.
Akadcmiskir . . .
(Framhald af 5. síðui.
til þess að vinna að heilbrigð-
ismálum yfirleitt .slysavörn-
um og bættum kjörum manna
þá er eitthvað meira en lítið
bogið við siðgæðisþroska
þeirra, og mun þeim þá varla
verða rótt á komandi tímum.
Réttmæt krafa er gerð til
þeirra, að þeir hafi einbeitta
forustu í baráttunni gegn á-
fengisbölinu, og undan þeirri
kröfu mega þeir ekki víkja sér.
Pétur Sigurðsson.
Blikksmiðjan
GLÓFAXI
ÍHRAUNTEIG 14. — Síml 7236 =
Pearl S. Back:
28.
HJÓNABAND
i
— Jú, þér fellur vel við borgina. Þú talar oft um það hva
fögur New York sé, sagði hún og byrjaði að snökta. — En
mér finnst hún vera hræðileg. Það er eins og að lifa niðri
í djúpum brunni og sjá aðeins svolitla rönd af himni. Ég
er vön því að geta séð allan himininn.
Hann sat þögull og þrýsti henni að brjósti sér. Það vaS
satt, að hann hafði á þessum mánuðum í sa.mbúðinni við
Rut í raun og veru skynjað fegurð borgarinnar í fyrsta'
sinn, og þess vegna hafði hann barizt gegn andúð hennaí
á borginni. Hann hafði reynt að gera hana hluttakanda I
þeirri fegurð, sem hann sá, línum bygginganna, fljótinu,
reyknum, mannstraumnum á götunum og markaðstorgun-«
um. Iíann fann nú dag hvern að starfsþráin og vinnugleðr.
in ólguðu í honum. Hann hafði að lokum fundið sjálfan
sig, fannst honum, komizt úr kútnum, brotið af sér viðjar,
En það var hún, sem hafði leitt hann á sigurbrautina.
Unz hann hafði fundið Rut hafði hann verið í kreppu, en
í sambúðinni við hana hafði hann fundið sjálfan sig. Hún
haíði frelsað hann, neytt hann til að yfirgefa föður sinn
og byrja nýtt og sjálfstætt líf. Og nú fann hann, að ha,nn
var fær um að hverfa einnig frá henni. Ekki svo að skilja,
að hann mundi nokkurn tíma yfirgefa hana, eða hættá aff
elska hana, því að það gat hann ekki, en hann mundi geta'
hætt að mála hana eina og fundið sér ný viðfangsefni, eitti
af öðru í auðlegð heimsins. Nú vildi hann mála fólk en
ekki landslag. Þetta kom allt í einu yfir hann, meðan hann
þrýsti henni grátandi að brjósti sér. *
Þau töluðust ekki meira við þetta kvöld. Þau bjuggust)'
hljóð til náða, og hún hjúfraði sig í faðmi hans og gafstj
honum öll af enn meiri tilfinningahita en nokkru sinnf
fyrr, en hann lá í vímu, undrandi á tilfiningastyrk hennar.
Hann hugsaði um það undrandi og hamingjusamur. Þaff
st.afaði aldrei frá henni kulda, heldur jafnan hita og mildi,
en í gegnum alla verund hennar speglaðist fölskvalaus þrá
eftir honum. Þá vissi hann það, að hverju sem fram yndi,
og hverjum sem hann varpaði frá sér í þessu lífi, gæti hann
aldrei misst þessa konu.
Og sumarið kom. Dag frá degi fann hann vanlíðan henn-<
ar betur, hjálparleysi hennar og óhamingju. Harln skynj-
aði, að hún var hluti af hinni gróandi jörð. Hann sá sér
H1 skeifingar, að fegurð hennar var farin að fölna, og hann
tók að hugleiða það, hvort hann gæti yfirgefið New York
og hvenær. Hvers vegna þurfti hann að búa hér? Hann var
nú nógu sterkur til að vinna að köllun sinni hvar sem var.
Dag einn í júní, er hann hafði komizt að þessari niður-
stöðu, gekk hann inn í búð listaverkakaupmanns, sem hafðl
tekið sex myndir hans til sölu. Hann hafði ekki frétt um
sölugengi þarna slðustu vikurnar, og honum fannst kominn
tími til að grennslast um það. Kaupmaðurinn var ekki við-
látinn. en afgreiðslustúlkan sagði honum að ganga inn og
líta á myndirnar. Ein þeirra, sagði hún, hafði verið seld
gömlum herramanni, sem hefði komið fyrir lítilli stundu og
hlyti að vera enn inni í málverkasafninu.
— Lofaðu mér að sjá nafn hans, sagði William. '
Hann laut yfir gestabókina og sá nafn föður síns, Harold
James Barton. Hann sagði ekki fleira, hafði ekki skap til
þess að segja þessari tyggjandi stúlkukind, hvers hann hefði
orðið vísari. Svo leit hann á nafn myndarinnar, sem faðir
hans hafði keypt. Það var lítil mynd, ekki mynd af Rut,
heldur smámynd af hlöðnum blómavagni, sem ítali hafði
ekið til borgarinnar einn vormorgun til sölu. Hann hafði
fpngið blómasalann til þess að snúa hesti sínum og sitja
stundarkorn kyrr í ekilssætinu með krosslagða fætur, meðam
hann dró frumdrætti myndarinnar. Hann greiddi manninum
einn dollara fyrir vikið.
— Haldið þér, að hann sé enn inni í málverkasafninu?
spurði hann stúlkuna og leit aftur niður á nafn föður síns.
— Hann dvelur venjulega nokkra stund hér, þegar hann
kemur, sagði stúlkan.
Hann hikaði. Átti hann að ganga á fund föður síns? Hanm
hafði hvorugt foreldra sinna séð síðan hann kvæntist, og
ekkert frétt af þeim né heldur Louise systur sinni. Einhvern
tíma hlaut sú þögn að verða rofin, hugsaði hann með sér.
Það var óðs manns æði, að sonur væri útskúfaður úr föður-
húsum fyrir að kvænast eins fallegri og góðri stúlku og Rut
var. Hann mundi vart þurfa annað en ganga aftur á fund
foreldra sinna til þess að allt félli í ljúfa löð. Hann var orð-
inn svo %annfærður um þetta, að hann hafði skotið því S
frest mánuð eftir mánuð. Nú var tími til þess kominn, hugsaði
hann með sér. Ef hann gæti komið því svo fyrir, að faðir
hans og Rut hittust, mundi björninn vera unninn, og faðir
hans gæti farið heim með góðar fréttir til móður hans.
Með þetta í huga gekk hann rösklega inn í málverkasafnið.
Þar var allmargt fólk, og hann kom ekki auga á föður sinm
þegar í stað. En brátt sá hann gamla manninn. Hann sat á'
háum stól, sem hann hafði dregið í hæfilega fjarlægð frá'
veggnum, þar sem myndir Williams hengu. Og þar sat hann
og sneri baki að dyrunum. Hanzkaklædd hönd hans hélt
um silfurhnúðinn á göngustafnum, og grátt höfuð hans
var hnarrreist. *|
William gekk hægt til hans og sagði: — Sæll, pabbi, góðan
dag.