Tíminn - 12.01.1955, Blaðsíða 5

Tíminn - 12.01.1955, Blaðsíða 5
X blað. TÍMINN, miðvikudaginn 12. janúar 1955. Miðvikud. 12. jan. Landvarnarviiman og atvinnuvegirnir Eins og oft hefir verig vik- ið að hér i blaðinu fylgja því margir annmarkar, að er lent herlið skuli þurfa að dvelja í landinu og halda þurfi uppi verulegum varn- arframkvsemdum. Þess vegna er það éinlæg ósk íslendinga, eins og ráunar allra frið- Samra þjóða, að það ástand skapist sem fyrst í alþjóða- málum, að hægt sé að losna við þá annmarka, sem vörn- unum fylgja. Hins vegar er ekki rétt að skorast uhdah þessum byrðum meðan á- standið i heiminum er þann- ig, að friðurinn er ekki trygg ur, nema lýðræðisþj óðirnar haldi uppi hæfilega traust- um vörnum. Meðan svo er, hljóta íslendingar að telja sér skylt að leggja fram sinn hlut til að treysta hinar sam- eieinlesu varnir friðarins og lýðræðisins. Síðan Framsóknarflokkur- inn tók við stjórn varnarmál anna, hefir verið unnið mark visst að því að draga úr þeim annmörkum, sem her- setunni fylgja. Þannig hefir verið unnið að því ' að auka einangrun hersins og draga úr óþörfum skiptum milli hans og landsmanna. Þá hef ir bví verið komið til leiðar, að hinn erlendi. aðalverktaki hætti störfum hér og þau verði færð í hendur íslenzkra aðila. Hafizt hefir verið handa um að þjálfa íslend- inga til þess að taka að sér þau störf, sem erlendir menn hafa áður unnið, svo að er- lent vinnuafl væri óþarft við þessar framkvæmdir. Þannig mætti' áfram telja. Eitt af þeim atriðum, sem pramsóknarmenn hafa jafrt an lagt megináherzlu á í sam bandi.við dvöl og framkvæmd ir varnariiðsins hér, er það, að þeSs væri jafnan gætt, að ekki störfuðu fleiri verka- menn við þessi verk en sam- rýmartlegt væri vinnuafls- þörf atvinnuveganna á hverj um tíma. Af hálfu flokksins hefir jafnan verið bent rétti lega á, að meginhættan í ■sambandi við dvöl hersins gæti verlð fólgin í því, að hún ylli stórvægilegri rösk- un í efnahagskerfi og búsetu landsmanná. Það tjón yrði seint eða aldrei bætt, ef varn arframkvæmdirnar yrðu svo stórfelldar, að þær hefðu í för með sér ofþennslu, er ieiddi til verðbóígu eða geng isfalls, eða drægu svo mik- inn mannfjödla til Suður- nesja, að öðrum héruðum stafaði hætta af. , í beinu samræmi við þetta sjónarmið Framsóknar- flokksins, vár því til vegar komið á síðastl. ári, að mun færri ísl. verkamenn störf- ,uðu þá í þágu varnarliðsins en árið 1953. Jafnframt var .því ákvæði komið i hina nýju .samninga um framkvæmd . varnarmálanna, að fjöldi starfsmánna við varnarfram kvæmdir yrði jafnan miðað- ur við vinnuaflsþörf íslenzkra atvinnuvega á hverjum tíma. Af hálfu Framsóknar- flokksins mun verða lögð á Nýjungar í fiskveiði Líkar Etenda til að íivfamlnur aðferðir geri kleift að stóraaka ílskveiði í heiminum og auðveMa hana að nuiu Eftirfarandi grein er þýdd úr blaðinu Science News Letter, og er hún rituð af Edwin Muller. Greinin fjallar m. a. um notkun rafstraums við fiskveiðar, sem mun e. t. v. gjörbrcyta öllum fiskveiðiaðferðum á höfum úti. Litla fiskiskipið lá við festar á Norðursjónum, nálægt Hamborg í Þýzkalandi. Skammt frá stóðu tvær baujur upp úr sjónum í 60 feta fjar- lægð hvor frá annarri. Undir hvorri bauju hékk málmplata niður í sjó- inn og frá henni lágu leiöslur um borð í skipið, en plötur þessar mynd Uðu tvo póla rafmagnshringrásar. Á þilfari skiþslns sátu tveir menn fyrir framan tæki, sem líktist sjón varpstæki. Við og við brá fyrir skugga á borði tækisins, sem gaf til kynna að fiskur væri að synda milli baujanna. Tæki þetta var einn hluti bergmálsdýptarmælis þeirrar tegundar, er flest nútíma fiskiskip eru búin. Skyndilega fjölgaði skuggunum i tækinu — heil torfa af fiski var á sundi milli baujanna. Annar mannanna hreyfði þegar hnapp á tækinu, hávær sónn heyrðist og raf magnsstraumur fór milli pólanna. Um stund syntu fiskarnir stefnu laust í hringi, en síðán héldu þeir allir í áttina til annarrar plötunnar, en fyrir aftan hana var komið fyrir neti. Eftir stundarkorn voru þúsund ir fiska fangaðir í netinu. Gerbreytir fiskveiðum. Þetta var reynsluför, sem farin var undir forústu þýzks vísinda- manns, dr. Konrads Kreutzers. Ef tilraunin gefur góðan árangur, eru líkur til að þesSi aðferð muni ger- breyta öllum fiskveiðum á úthöfum. Grundvöllur aðferðarinnar er sá, að fiskur, sem lendir í rafmagns- straum, er þvingaður til að synda í áttina til pósitíva pólsins. Straum urinn hefir einnig áhrif á sporð- vöðva fisksins, viss straumstyrkleíki rekur fiskinn áfram, hærri straum- ur lamar hann um stund, og enn hærri straumur drepur hann. Með aðferð þessari er hægt að hafa áhrif á það, hve stór fiskur kemur i netið. Því stærri, sem fiskur inn er, því minni straumur er nauð synlegur. Þannig er hægt að leiða stærstu fiskana í netið, en sleppa hinum minni. Betri raun í fersku vatni. Enn sem komið er hefir aðferðin gefið betri raun í fersku vatni, því að saltvatnið ltrefst miklu sterkari straums. Aðferðin hefir þegar verið tekin í nptkun í vötnum og ám í Ameriku og víðar, og gefur mikla möguleika til aukinnna fiskveiða. Það væri mögulegt með þessari aðferð að ú{;rýma algerlega einni tegund fiskjar í stöðuvatni, en skila aftur þeim tegundum, er menn kysu að hafa þar áfram, og mundu þeir ná sér fljótlega eftir rafmagns- strauminn. Einnig væri rafstraumsaðferðin tilvalin við að hjálpa laxinum til að komast upp í ár. Straumurinn mundi beina laxinum frá vatnsleiðsl um og öðrum hættum, en leiða hann beint á beztu staðina. Einnig væri hægt að útrýma öðrum fiski, sem hættulegur er afkvæmum lax- ins. Ótrúlegur árangur. Ef hægt verður að beita þessari aðferð við fiskveiðar á hafi úti, get ur árangurinn orðið næsta ótrúleg- ur. Hægt yrði að beina fiskinum til þeirra staða, þar sem lífsskilyrði eru heppilegust og fæða nóg, og bókstaflega ala hann þar svo sem þurfa þætti. Fæðuöflun mannsins á landi hef ir hingað til skipzt í þrjá aðalþætti: veiðar, búpeningsrækt og landbún- að. Hellisbúinn var veiðimaður, sem lifði á þeim dýrum, er hann gat drepið sér til fæðu. Seinna varð maðurinn hjarðmaður, sem ræktaði flokk dýra og flutti þau til beztu beitilandanna. Síðan varð hann bóndi, lokaði skepnurnar inni og ræktaði handa þeim fóðrið. Á hafinu, sem þekur nærri þrjá fjórðu hluta hnattarins, erum við enn á stigi hellisbúans, veiðimanns- ins. En að tileinka sér aðferðir bónd ans á sjónum er nýtt fyrirbrigði. X frjóvgunartjörnum í Kína og Suð austur-Asiu eru framleiddar hálf milljón smálesta af fiski árlega, en það er um 400 pund á hverja ekru. A undanförnum árum hafa þús- undir tjarna verið notaðar t‘l fisk ræktar í Ameríku. Er þá aukinn i þeim gróðurinn, og það, sem fisk- urinn hefir sér til lifsviðurværis. Margir bændur halda því fram, að þeir geti framleitt meira fæðumagn af hverri ekru vatns, en hverri ekru lands. 50 billjónir sílda. Um einn fimmti alls fiskjar, sem menn afla sér til fæðu, er veiddur í vötnum. Samt er vatnafiskurinn aðeins örlítill hluti þess fiskmagns; sem lifir í sjónum. Brezkur skip- stjóri segist einu sinni hafa séð síldartorfu, fjórar mílur á lengd tvær mílur á breidd, og þétta eins og þykkan vegg. í heiminum eru árlega veiddar um 50 billjónir sílda, en samt virðist síldarmagnið í sjón um fara vaxandi. Makríllinn ferð ast í torfum eins og síldin, og sést hefir makrílstorfa, 20 mílna löng og hálfrar mílu breið. Við getum gerþ okkur nokkra grein fyrir magni þessara fiskteg- unda, sem halda sig nálægt yfir- borðihu, en um þær tegundir, sem nær eru botninum, höfum við ekk- ert vitað um þar til rafmagnið gaf okkur nokkra hugmynd um magn þeirra. Nú eru mörg skip búin berg málsmælum, og skipstjórinn legg- ur ekki net sín fyrri en hann hefir séð fiskinn í mælinum og veit ná- kvæmlega hvar hann er. í síöustu styrjöld sáu visinda- menn í bergmálsmæli 300 fermílna hlut á hreyfingu undan ströndum Kaliforniu, og á fleiri stöðum hefir þetta endurtekið sig. Menn vita ekki, hvað hér er um að ræða, cn sumir halda því fram að þetta Séu fiskitorfur, aðrir að þetta séu koí- krabbar, En eitt er vist, að ef hér er um fisk að ræða, gætu þessar Stóru torfur satt alla jarðarbúa mörgum cinnum. 16 þús. tegundir fiskjar. Jafnframt því sem við kynnumst betur hafinu og dýralífi þess, kom- umst við betur og betur að raun um fjölbreytni þess. Af þeim 16 þúsund tegundum fiska, sem við vit um með vissu að til eru í sjónum, veiðir maðurinn aðeins 200 tegund- ir sér til fæðu. Og af þessum 200 tegundum eru aðeins mjög fáar, sem álitnar eru góð verzlunarvara, en það eru síldin, þorskurinn, mak- ríllinn, laxinn, túnfiskurinn, ýms- ar tegundir flatfiskjar og í seinni t:ð karfinn. Hinum fagurrauða karfa, sem vegur að meðaltali um þrjá fjórðu punds hver fiskur, var til skamms tíma hent aftur í sjóinn, ef hann kom í net fiskimanna. Þá datt ein- hverjum það snjallræði í hug, að bjóða hann til sölu sem „abborra hafsins“, og á vorum tímum selj- ast yfir 200 milljón pund af hon- um árlega. Árleg fiskveiði mannkynsins er um 25 milljón smálestir. Samt fær rúmlega helmingur jarðarbúa ekki nóg að borða. Ef við ætlum að framleiða nóga fæðu handa öllum, er líklegt að við verðum að snúa okkur til sjávarins í því efni, því fiskurinn inniheldur einmitt þau efni, sem hinum sveltandi mönn- um eru nauðsynlegust. Karl Compt on ritaði einu sinni: „Hvers vegna skyldi okkur ekki vera mögulegt að nytja sjóinn á sama hátt og land- ið?“ Grjóti kastað úr gierhúsi Alþýðublaðfð birti nýlega íorustwgrein, er fjallaði um grein eftir Hannes Pálsson frá Undirfelli, sem nýlega birtist í Tímanum og fjallaði um byggingamál kaupstaða og kauptúna. Blaðið lætur ve! af grein Hannesar og er ckki nema gott eitt um það að segja. Hins vegar notar það tækifærið til þess að deila á Framsóknarflokkinn fyrir afstöðu hans til þessara mála. Vissulega minnir þessi á- deila á það, þegar grjóti er kastað úr glerhúsi. Alþýðuflokkurinn sat í stjórn árin 1944—49 og fór Alþýðuflokksmaður með ráðu neyti bygglngamála allan þann tíma. Á þessum árum var samtals aflað af hálfu ríkisins 12 millj. kr. til íbúða bygginga í kaupstöðum og kauptúnum eða sem svaraði tveimur milljónum króna á ári. Framsóknarflokkurinn hef ir haft ráðherra bygginga- mála úr sínum hópi árin 1950 —54. Á þessum fimm árum hefir ríkið aflað röskar 60 millj. króna til íbúðabygg- inga í kaupstöðum og kaup- túnum eða sem svarar tólf millj. kr. á ári. Framsóknarmenn hafa þannig haft forustu um að útvega sex sinnum meira fé til þessara mála þann tíma sem þeir hafa haft þau með höndum, en útvegað var til þeirra á því tímabili, sem stjórn þeirra heyrði undir AI þýðuflokkinn. Rétt er að taka fram, að byggíngakostn aður hefir verið talsvert hærri síðara tímabilið, en þótt það sé tekíð með í reikn inginn, hafa framlögin samt verið raunverulega margfallt hærri þá en þau voru 1944— 49 undir forustu Alþýðuflokks ins. það megináherzla, að þessa sjónarmiðs verði vel gætt. Til frekara öryggis gæti það kom ið til mála, að fulltrúum frá stéttasambandi bænda og öðrum , atvinnurekendum yrði veitt aðstaða til að fylgj ast með þessum mannaráðn- ingum og gera tillögur um þær. Eins er líka eðlilegt, að verkalýðssamtökin séu höfð hér með f ráðum. Af þessu getur það að sjálf sögðu léitt, að varnarfram- kvæmdir þær, sem ráðgerðar eru, taki nokkuð lengri tíma en upphaflega hefir verið áætlað. Slikt er vel réttlæt- anlegt með hliðsjón af því, sem víð'a annars staðar ger- ist um þqissar mundir. Vegna þess, að ‘nálæg stríðshætta þykir nú heldur minni en áð ur, heíir nokkuð verið dregið úr hraða varnarframkvæmda, svo að þær valdi ekki óeðli- legum truflunum í efnahags málum viðkomandi þjóða. M. a. gerist þetta í Bandaríkj- unum, þar sem Eisenhower forseti leggur nú til, að nokk uð verði fækkað í hernum. Hæfilegar landvarnir eru vissulega nauðsynlegar eins og tímarnir enn eru. En fleiri varnir eru líka nauðsynlegar, ef upplausn og öfgaöfl eiga ekki að ná að blómgast. Hér á landi eru það t. d. hinar nauðsynlegustu varnir í þessu sambandi að nægilegt jafn- vægi sé ríkjandi í efna- hagslífi og búsetu þjóðar- innar. Fákunnandi þjóðir aðstoðaðar. Á vegum Sameinuðu þjóðanna hafa nú verið hafnar gagngerar rannsóknir á þessum málum. Kort hefir verið gert af öllum fiskisvæð um hnattarins og á því lýst veiði- aðferðum þeim, sem nú eru notað- ar, ásamt aðferðum þeim, sem lík- legar þykja til árangurs. Nokkur bezfu fiskimið heimsins liggja und- an ströndum landa, þar sem búa lítt menntaðar þjóðir og fákunn- andi í fiskveiðiaðferðum. Þessum þjóðum reyna Sameinuðu þjóðirn- ar að hjálpa í þessum málum. Ef Indland gæti til dæmis komið á fót sjávarútvegi, sem væri á við hálfan sjávarútveg Japans, mundi hungurvofan ekki grúfa eins stöð- ugt yfir þjóðinni. Ein bezta aðferðin við að hjálpa fólki til að hjálpa sér sjálft, er að kenna því að fiska, og leiðbeina þeim í að taka upp betri aðferðir við veiðar. En það er ekki aðeins vanmennt fólk, sem þarf að læra betur til fiskveiða. Jafnvel reynd- asti fiskimaður þarf stöðugt að þreifa fyrir sér. Hann verður að líta fram til þess dags, að hægt verði að reka nokkurs konar „hjarð mennsku“ við fiskirækt og veiðar. Maður, sem hefir verið hungrað- ur, allan þann tíma, sem hann hefir búið á landi, getur skilyrðisslaust aflað sér nægrar fæðu úr ótæm andi nægtabúri hafsins. Þá ber að geta þess, að að- staða til að útvega fjármagn var að öllw leyti mun betrz á árunum 1944—49 en 1950 —54; í byrjun fyrra tíma- bilsins var stríðsgróðin enn óeydcur og ekki hafði þá ver ið hafizt handa um ýmsar dýrar framkvæmdir, sem síð ar hafa dregið til sín mikið fjármagn. Rétt er þ.að, sem Alþýðii- blaðið hefir eftir Hannesi Pálssyni, að ekki hefir verið gert nóg að þv að draga úr byggingu stórra íbúða, -svo að byggingarafl og vinnuafl notaðist sem hagkvæmast meðan verið værí að ráða bót á mesta húsnæðlsjeys- inu. Þessa sjónarmiðs var þó vissulega enn síður gætt með an Alþýðuflokkurinn fór með byggingarmálin, því að á þeim tíma voru byggðar flest ar helstu villubyggingar landsins. Það er vissulega lofsvert ef Alþýðitflokkurinn vill nú styðja að hagkvæmari lausn þessara mála. En hann ætti hins vegar að láta það ógert að vera að deila á aðra í þessu sambandi, því að þá er hann að kasta grjóti úr glerhúsi.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.