Tíminn - 12.01.1955, Blaðsíða 8

Tíminn - 12.01.1955, Blaðsíða 8
39. árgangur. Reykjavlk, janúar 1955. 8. blaff. Innrás í Costa Rica frá Nicaragua hófst í Þorpið Quesada, 80 Iim frá landamaerum Nicaragúa tskið. Costa Rica býst til varnar San Jose, 11. jan. —Jnnrásin í Gosta Rica, sem ríkisstjórn landsins fullyrti á fundi framkvæmdaráðs Ameríkulýðveld- anna I gær aff væri' yfirvofandi, virffist þegar hafin. í morg- un bárust þær fregnir til San Jose, að herliff hefffi hcrtekið borgina Quesada, sem er 80 km. frá landamærum Nicaragua. Sambandslaust hefir veriff meff öllu við þorpið síðan. Ríkis- stjórn Costa Rica og herforingjaráff hefir setiff á látlausum fundum í allan dag, og sagt er aff kvaffning sjálfboffaliffa í herinn sé í fullum gangí, en fasta her landsins telur aðeins þrjú þúsund hermenn. Sendiherra Costa Rica í Washington staðfesti fregn- ina um töku þorpsins. Kunn ugt er að sendiherrann hef ir fyrir hönd stjórnar sinnar bært innrás þessa fyrir Bandalagi Mið-Ameríkulýð- veldanna og beðið um milli- Skýrslu Hammar- skjölds beðið með óþreyju Honkong, 11. jan. — Dag Hammarskjöld er nú á heim leiff frá Peking um Hong- kong og Tokíó, þar sem hann mun ræffa viff stjórnmúla- menn. Ekkert vildi hann frcmur en áffur segja frétta mönnum í Hongkong um á- rangur farar sinnar. — En nokkuð þykir mega ráða um afstöffu Pekingstjórnarinnar í viðræffum hennar viff Hammarskjöld, af fréttatil- kynningu Pekingútvarpsins í dag. Sagði’ þar aff Banda- ríkjastjórn héldi fjölda kín- verskra stúdenta í Banda- rikjunum gegn vilja þeirra. John Foster Dulles lét svo ummælt í dag, aff skýrslu Hammarskjölds um för sína væri bcðið með óþreyju. göngu þess til að stöðva vopnaviðskipti þegar í stað. í gær flutti fulltrúi Costa Rica fyrir framkvæmdaráð Ameríkulýðveldanna kæru á hendur Nicaragua. Var ein- valdsherra landsins, Ana- stasio Somoza, hershöfðingi, sakaður um að halda hlifi- skildi yfir pólitískum flótta- mönnum frá Costa Rica og láta þeim í té vopn og ann- ap útbúnað til að koma á fót herliði, sem gera ætti inn rás i Costa Rica. Væri inn- rás þessa uppreisnarliðs um það bil að hefjast, eins og nú virðist komið á daginn. Fulltrúi Nicaragúa neitaði bessum ásökunum harðlega. Ráðið frestaði fundum sín- um í gær, en ætlaði að ræða málið frekar í dag enda mun ríkisstjórn Costa Rica hafa sent ný tilmæli um að ráðið gripi til skjótra aðgerða. Innrásarlíðiff frá Niaaragúa. Seinustu fregnir herma að innrásarliðið, sem tók Ques- ada, hafi örugglega komið frá Nicuragúa. í höfuðborg Costa Rica, San Jose, er loft ið þrungið spenningi og menn vænta stórra tíðinda. Sambúð Nicaragúa og Costa Rica hefir farið dagversn- andi undanfarið og í gær var sendifulltrúa Nicaragúa skip að að verða úr landi innan eins sólarhrings. 28 stórir vélbátar róa frá Keflavík á vertíð Mikiff líf er aff færast í útgerffina frá Keflavík og voru 28 stórir vélbátar þaðan á sjó í gær. Þegar blaðamaður frá Tím- anum ræddi viff fréttaritara blaðsíns í Keflavík í gærkvöldi voru bátarnir sem óffast aff koma aff, en afli var ekki mikill, algengast 5—7 lestir í róðrinum. Útlit var fyrir að ráðið yrffi aftur í gærkvöldi. Margt aðkomubáta er kom ið í verið og farnir að róa. Eru þar meðal annars bátar frá Eyjafirði, Húsavik og Aust fjörðum. Sjómennirnir koma með bátunum frá heimahöfn um og fylgja þeim yfir vertíð ina, þar til haldið verður heim að vori. Sjómennirnir á aðkomubát unum búa flestir um borð í bátunum, en landmenn bát- anna búa í verbúðunum. Auk sjómanna og land- manna þeirra, sem fylgja bát unum er kominn mikill fjöldi aðkomufólks í verið í Kefla- vík. Er það fólk, sem vinnar í frystihúsunum og öðrum greinum úrvinnslu aflans, bæði karlar og konur. Húsnæðisleysi er alltaf mik ið í Keflavík og aukast enn þrengslin um vertíðina og margur sem býr í þröngu hús næði. KJ. Bretar svara fyrir Stevenson hers- höfðingja London, 11. jan. — Brezka stjórnin hefir svarað orð- sendingu frá Rússum, sem barst fyrir nokkru, en þar var mótmælt ummælum Stev 1 ensons, sem er yfirmaður flugvélasveita þeirra frá Bandaríkjunum, er bæki- stöðvar hafa á Bretlandi. Rússar sögðu að liershöfð- inginn hefði haft í hótun- um og sagt flugvélar sínar geta flutt kjarnorkusprengj- ur fyrirvaralaust til árása á Rússland. í svari sínu segir brezka stjórnin, að ummæli Stevensons hafi verið mis- túlkuð og slitin úr samhengi. Hersveitir þessar séu ein- göngu ætlaðar til varnar og vera þeirra nauðsyn vegna hins mikla og vaxandi her- afla, sem Rússar hafi á að skipa í Austur-Evrópu. Veður hindrar enn síidveiðar við Lófót NTB—Osló, 11. jan. Veður hindrar enn, að norski síld- veiðiflotinn geti hafið síldveið ar. Er sjór úfinn á miðunum, allhvasst og snjókoma annan sprettinn. G. O. Saars sendi út tilkynningu í kvöld og segir stórar síldartorfur skammt undan landi. Mörg hundruð skipa liggja nú í Álasundi og bíða þess að veður batni. -----------*»—.! -------- Versta veður á Aust í gær Frá fréttaritara Tímans á Fáskrúðsfirði. í gær var stórhríð á Fá- skrúðsfirði og hið versta veð ur. Engir bátar voru á sjó, er óveðrið skall á, en dálítil snjókoma var i fyrrinótt. — Ekki hefir verið róið um sinn en síðast þegar gaf, aflaðist vel. Fór þá einn bátur fjóra róðra og aílaðist um átta lestir í róðri að meðaltali. Er það ágætur afli, eklci sízt þegar tillit er tekið til þess að báturinn reri á heimamið, en sótti ekki suð- ur undir Hornafjörð, þar sem mjög vel hefir aflazt að undanförnu. Kisa þessi er sögff geta skrifað nafn sitt á ritvél, þótt þaff geti ekki kaliazt stutt, því að kötturinn heitir Sylvester og er eign manns nokkurs í Berlín. Hann segist hafa kennt kísu þetta meff því aff setja kjötbita á stafina í réttrí röff, og slær kisa stafina og ritar nafnið um leiff og hún tínír upp bitana meff framlöppinni. Margii aðkomumenn við vertaðarstörf í Grafamesi Frá fréttaritara Tímans í Grafarnesi. Um effa yfir 30 aðkomumenn verða viff vertíðarstörf í vetur í Grafarnesi. Hefir fólk ráðist þangaff í veriff víffs veg- ar aff af landinu. Áuk þess sem fólk kemur úr nágranna- sveítum, kemur nokkuð af fólki alla leiff norðan úr landi, en bátar verffa sex gerffir út frá Grafarncsi í vetur. Nokkrum erfiðleikum er bundið að koma öllu þessu að komufólki fyrir í svo litlu kauptúni, sem Grafarnes er. Verbúðir eru í byggingu, en ekki komin íbúðarhús við þær.’ Vildi það til happs, að hægt var að taka á leigu hús sem stendur ófullgert í smíð um og búa um vertíðarfólk- ið í þessari hálfgerðu bygg- ingu. Margt aðkomufólk kem ur sér fyrir hjá fjölskyldum í kauptúninu. Bátarnir þrír, sem byrjað- ir eru róðra afla vel, eða 5 —7 lestir í róðri og róa þeir fremur stutt, eða um tvær stundir frá bryggju á mið- in, og það er góður fiskur sem aflast . Nokkuð er búið að vera kalt vestra að undanförnu, en snjór er svo til enginn á jörð, og allir vegir færir. HF. Lítill snjér til fiessa á VojmafirSi Frá fréttaritara Tímans í Vopnafirði. Hér er snjólaust að kalla í byggð og hafa' veður verið góð, þar til nú er komið mik ið frost og nokkur snjókoma. Fært er þó enn á bílum inn- ansveitar. Fé hefir verið gjaflétt, en ekki má þó mikið bæta á nú, svo að j arðlítið verði. KB. Stórbreytingar* á norsku ríkis stjórninni sagðar á döfinni Blaðiff „Verdens Gang“ skýrir frá því nýlega, aff sögu- sagnir þær, sem gengið hafa undanfarið um miklar bréyt- ingar á norsku stjórnfnni, hafi viff rök aff styffjast. Breyting- ar þessar verði gerðar í febrúarbyrjun. Óskar Thorp, forsætis ráffherra muni láta af störfum, en Gerhardsen, sem var for- sæíisráðherra frá 1945—51 taki viff af honum. Verkamannaflokkurinn fer sem kunnugt er með stjórn í Er eitt stærsta verzlunarfyrir- tæki í bænum á barmi gjaldþrots? Ein af stærstu verzlunum bæjarins er nú sögff vera á barmi gjaldþrots. Er talið að skuldir hennar nemi um tólf miUjónum króna, en eignir hennar nemi ekki nema sex til sjö milljónum. Eru eignir þessar taldar í vörulager verzlunarinnar, er mundi seljast á útsöluverði í verzluninni fyrir m þaff bil tólf milljónir, en ekki nema á 6 til 7 millj. kr. í uppgjöri. Sagt er, aff skuldir verzi unarinnar í bönkum nemi um sjö milljónum króna og standi ekkert fyrir þeim skuldum annað en lagerinn, er nægi e. t. v. til lúkningar þeim, en auk þess séu fimm milljónir til viffbótar, sem ekkert sé til fyrir, effa minnsta kosti hvergi nærri nóg: Þessar fimm milljónir, sem verzlunin er talin sku,lda, fyrir utan banka- skuldirnar, eru sagðar fengnar að láni hjá tveimur aðilum, sem fást við lána- brask, eða lána fé á okur- vöxtum. Heyrzt hefir einnig, að tvö önnur gamalgróin og gegn verzlunarfyrirtæki hér í bænum séu komin inn á hættusvæðið. Hafi mjög haíi að undan fæti fyrir þeim að undaníörnu. Noregi. Gerhardsen, er nú for seti Stórþingsins. Jafnframt forsætisráðherraskiptunum segir blaðið, að 6 aðrir ráð- herrar muni láta af störfum og nýir menn taka við. StórþingiÖ sctt. Stórþingið norska var sett í dag. Gerhardsen var endur kjörinn forseti, en deilur Urðu um varaforseta. Töldu stjórn arandstæðingar að eðlilegt væri, að þeir fengju varafor- seta, en jafnaðarmenn vls- uðu til þess, að þeir hefðu ekki notið þeirra réttinda, er þeir voru í stjórnarandstöðu. Var varaforseti síðan kjörinn úr þeirra flokki. Hákon kon- ungur flytur hásætisræðu sína á morgun.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.