Tíminn - 14.01.1955, Blaðsíða 2

Tíminn - 14.01.1955, Blaðsíða 2
TIMINN, föstudaginn 14. janúar 1955. 10. bltíð. Það er ekki nóg með að hann sveigi tónana, hann hókstafBega kremur þá Frankie Laine er án efa vinsælasti jazzsöngvari heims . . ""T .. 1 þessa stundina og plötur hans seljast í milljónum eintaka. f Hann byrjaði mjög ungur að syngja og þá í kirkjukórum. Síðar fékk hann áhuga fyrir jazz og dægurlögum, en árang- urinn varð mjög lítill framan af. Það var ekki fyrr en hann söng hið vinsæla lag „My Desire“, að hann hlaut frægð og þá svo um munaði, því að platan seldist á skömmum tíma í yfir milljón eintaka. Hann segist sjálfur vera hálf hissa á frægð sinni, því að hann viður- kennir fúslega það, sem eitt sinn var um hann sagt, að rödd hans væri eins og úr ónýtum þokulúðri, en þrátt fyrir það fær hann um 500 þús. dollara á ári fyrir 26 vikna Vinnu. Laine hefir sungið inn á 100 plötu síður, þar af hafa tíu selzt i meira en milljón eintökum. Sennilega hef ir enginn gert það betur, að gamla meistaranum Bing Crosby undan teknum. Laine er nú hæsti plötu- seljandi af amerískum söngvurum í 9 löndum utan Bandaríkjanna, þar á meðal Frakklands, Ítalíu og Bret landi. Og nú nýlega söng hann fyrir Elísabetu íliglandsdirottningu, að hennar eigin ósk. Plötufyrirtækin Mercury og Columbia hafa selt plöt ur með honum fyrir 23 milljónir doll ara, staðreynd, sem hefir vakið fjöldann af dægurlagahöfundum af svefni og sem nú neyða Frankie til að hlusta á 2 þús. lög á ári í von um að eitt þeirra hitti í mark. Geysilegar vinsældir. Af öllum þeim fjölda laga, sem Útvajpíð Gtvarpið í dag. Fastir liðir eins og venjulega. 20.30 Fræðsluþættir: a) Efnahags- mál (Jóhannes Nordal hag- fræðingur). b) Heilbrigðis- mál (Bjarni Jónsson læknir). c) Lögfræði (Rannveig Þor- steinsdóttir lögfræðingur). 21,05 Tónlistarkynning: Lítt þekkt og ný lög eftir íslenzk tón- skáld. 21.30 Útvarpssagan: „Vorköld jörð“ eftir Ólaf Jóh. Sigurðsson; II. (Helgi Hjörvar). 22,00 Fréttir og veðurfregnir. 22.10 Náttúrlegir hlutir: Spurning- ar og svör um náttúrufræði (Guðm. Þorlákss. cand. mag.). 22,25 Dans- og dægurlög (plötur). 23.10 Dagskrárlok. h - Útvarpið á morgun Fastir liðir eins og venjulega. 20.30 Tónleikar (plötur). 21,00 Ævintýrið um gullhornin: Samfelld dagskrá saman tek- in af Kristjáni Eldjárn þjóð- minjaverði. Fréttir og veðurfregnir. Danslög (plötur). Dagskrárlok. 22,00 22,10 24,00 Árnað heitla Trúlofun. Nýlega hafa opinberað trúlofun sína ungfrú Guðbjörg Steinsdóttir frá Dölum í Varmahlíð (nú nem- andi að Varmahlíð) og Jónas Jóns son, jarðýtustjóri frá Þorvaldsstöð um í Breiðdal. Hjónaband. Á morgun Oaugardag 15. jan.) verða gefin saman í St. Clotilde kirkjunni í Par:s Guy de La Bastide, fulltrúi í franska utanríkisráðuneyt inu, og Anne de Coriolis. Heimili brúðgumans er 7, rue de la Chaise, Paris 7e. M. de La Bastide var sendi ráðsritari í franska sendiráðinu í Reykjavík 1948—49. Nýlega voru gefin saman á Eski firði af séra Þorgeiri Jónssyni pró fasti ungfrú Ólöf Björg Pálsdóttir, Ííeyðarfirði, og Ingólfur Benedikts- Son, bílstjóri, Reyðarfirði. Heimili þeirra er á Reyðarfirði. hann hefir sungið inn á p’ötur seg ist hann eiga eftirtöldum lögum mest að þakka vinsældir sínar: „Mule Train“, „Lucky Ol’Sun" og „I Believe“. Eitt sinn hélt hann kon- sert í Los Angeles, þar se'm yfir 4 þús. manns sóttu konsertinn í einu mesta fárviðri í söéu borgarinnar. Annað sinn í Pittsburg þurfti 20 lögreglumenn til að forða honum undan 3 þúsund hálfsokkatelpum. Martin nokkur Block fékk hann til að koma fram á sviði hjá sér og tók hann fram við gestina, að Frankie Laine mundi skrifa nafn sitt á öll koi't, sem honum bærust. Næstu tvo daga komu hvorki meira né minna en 6 þús. bréf. Líkir eftir Louis Armstrong. Vinsældir sínar reynir Frankie að skýra með því að segja: „Það er takturinn í söngnum, ég nota bara röddina eins og lúður“, og „ég reyni að syngja eins og Louis Arm- strong blæs horn sitt“. Er hann hafði sungið drafandi eins og Crosby, hálfgrátandi eins og Perry Como og hvíslandi eins og Sinatra, uppgötvaði hann að þetta væri alls ekki leiðin, umferðin fór í öfuga átt. í örvæntingu sinni fór hann að æpa og öskra og með því fann hann sinn einstæða söngstíl, sem hefir fengið nafnið „Boginnótu stíllinn". Náungi nokkur, lítt hrifinn af Laine sagði, er hann heyrði þetta: „Beygir þær, fjandinn hafi það, hann kremur þær“. Aðdáendahópar, jafnvcl á /slandi? Frankie Laine á aðdáendahópa um allan heim, jafnvel á ólíklegustu stöðum, svo sem Cairo, Johannes- borg, Malta og íslandi. En stærstir eru þeir þó í Hollywood, Chicago, Detroit, Buffalo, Philadelphiu og New York. Mest af aðdáendum hans er þótt merkilegt megi virðast, full- orðnar konur og mæður, svo og half sokkatelpur, sem liggja yfir útyarp inu 8—16 tíma á dag og fylgjast með hve margar plötur eru spilaöar með Laine dag hvern. Áætlað er, að til séu um það bil 300 slíkir aðdáendahópar með um 100 þúsund meðlimum. Sumar ^if „Laine.ttunum", en svo eru yngri kvenmeðlimirnir kallaðir, mála jafn vel upphafsstafi Laine á negiur sín ar og enn aðrar ganga með hár- borða með nafni hans áprentuðu. Dag hvern fær hann 200 bréf, sem hann hefir svarað (þar til það varð of dýrt) með því að senda bréfskrif urum litlar plötur. Plötur þessar byrjuðu á þessum orðum: „Hello, baby“ fyrir stúlkur, en „Hi-ya-guy“ fyrir drengi, og hélt síðan áfram með sex töktum af „That’s my Desire". Hoagy Carmichael kemur við sögu. Áður en Frankie Laine varð fræg ur, vandi hann komur sínar í klúbb, sem heitir „Billy Bergs imporium“. Venjulega söng hann þar nokkur lög til að vinna sér inn nokkra skild inga. Eitt sinn sem oftar var kallað til hans og hann beðinn að taka lagið og að þessu sinni valdi hann lagið „Rockin Chair“ og gaf rödd sinni lausari tauminn en hann var vanur. Árangurinn kom í ljós, því að hann hafði vart lokað munnin- um, er hann heyrði fólkið öskra nns og Ijón. En það var ekki að láta í ljós óánægju eins og Frankie hélt, heldur vildi það meira. Síðan kom til hans maður, sem hann ekki þekkti, gleraugnalaus, en sem hann FRANKIE LAINE þekkti síðar, sem einn frægasta jazz og dægurlagahöfundinn í dag Hoagy Carmichael. Carmichael kall aði þegar í stað á veitingamanninn Berg, og spurði hann: „Af hverju læturðu drenginn ekki fá vinnu hjá þér sem söngvara?“ „Nú en hann kemur hér sjálfur næstum hvert kvöld og syngur fyrir drykkjupen- inga“, var svarið. En drengurinn var þegar ráðinn fyrir fast kaup. „My Dcsire“. Nokkrum kvöldum síðar kynnti Laine lagið „My Desire" í eins kon ar „staccato“-útsetningu, sem nýtt lag, en sem raunverulega hafði verið samið 15 árum áður viö litla hrifn- ingu. Berle Adams frá plötufyrir-- tækinu Mercury, heyrði til hans og réði honum til að syn;ja það inn á plötu. Fékk hann þá lánaða 50 dollara og platan varð til og hann varð ekki blankur eftir það. Eftir þennan atburð hækkaði Berg laun Laine’s um 25 dollara á viku. Stuttu síðar fór hinn nýi umboðsmaður Frankie, Sam Luts, fram á aðra 25 dollara hækkun, en fékk neitun. Sögðu þeii' þá upp hjá Berg og eftir það fór Laine óslitna sigurför um öll stærstu leikhúsin í Chicago og Los Angeles og hafnaði í Paramount leikhúsinu í New York, þar sem hann setti allt á annan endann. Frankie gerði nú samning við Mercury og fyrstu 3 árin söng hann lög eins og „Mule Train“, sem seld ist i 1,400.000 eint. og „Lucky Ol’ Sun“ í 1.300.000 eint., „Shine“ í 1.100.000 eint. og „Black and Blue“ og „Sunny side of the Street" í 1 millj. eint. hvor. Af ítölskuni ættum. Frankie Laine er af ítölsku bergi brotinn. Foreldrar hans, Anna og John Le Vecchio, fluttust frá Pal- ermo til Chicago i Bandaríkjunum, þar sem John, sem af félögum Frankie var kallaður „Pop“, vann í lítill^ rakarastofu, þegar söguhetja okkar fæddist, 30. marz 1913. Hann er giftur Nan Grey, sem eflaust margir kannast við úr kvikmyndum. Hún lék meðal annars með Díönu Durbin í myndinni „Three smart girls". Þau eiga dásamlegt hús uppi í „Beverly“-hæðum, sem upphaf- lega var byggt fyrir frægan, látinn leikara aö nafni Richard Dix. Hús þetta kostaði Frankie hvorki meira né minna en 104 þús. dollara. I Believe. Eitt kvöld kom Mitch nokkur Miller frá Columbia til hans með klassiskt lag, sem er eins konar bæn eða sálmur og er mikið sung inn í kh’kjum Ameríku. Laine hlust aði á lafið með tárin í augunum. Þeir sátu síðan yfir því alla nóttina og útsettu fyrir Frankie til að (Framhald á 5. síðu.) Auglýsing UM SÖLUSKATT Athygli söluskattskyldra aðila í Reykjavík skal vak- in á því, að frestur til að skila framtali til Skattstof- unnar um söluskatt fyrir 4. ársfjórðung 1954 rennur út 15. þessa mánaðar. Fyrir þann tíma ber gjaldendum að skila skattin- um fiyrr ársfjóröunginn til Tollstjóraskrifstofunnar og afhenda henni afrit af framtali. Reykjavik, 12. jan. 1955, Skattsíjóriim í Keykjjavík, Tollstjópimi í lieykjavík. Spegilgljoandi -helmingi fyrr! Fægið gólf yðar og húsgögn með Johnson, og þér komizt að raun um, að það hefir aldrei verið jafn spegpfagurt. Skínandi árangur helmingi fyrr en venjulega. Og það sem meira er Johnson gljái endist miklu lengur. Það er þess þhnSO’ÍS vegna sem það er svo mikið keypt. Gólf og húsgögn, sem eru gljáfægð með Johnson’s Wax polish, eru fegurri og gljáinn varir lengur. Ennfremur fá þau varanlegri og betri vaxvemd. Óhreinindi komast ekki í vaxgljáann, og því mun auðveldara að halda öllu skínandi fögru. Johnson’s Lavender Wax gefur hina sömu ágætu raun sem Johnson’s Wax polish, en þar að auki, hinn hreini, daufi „parfume of Lavender“-ilmur, gerir heimilið aðlaðandi og spegilfagurt. || W-:. / fcnfisor/s Ij/iifrtaei ' mx EINKAUMBOÐ: VERZLUNIN MÁLARINN H/F Bankastræti 7 Reykjavík. j&’aöir minn SÆMUNDUR ÓLAFSSON, Lágafelli, AMstar-Landeyjum, andaðist á Landsspítal- anum, miðvíkudaginn 12. þ. m. SveiTW Sæmundsson. Innilegt þakklætz til skyldfólks okkar og knnningja fyrir alla hjálp og vináttu í veiki?idnm og við jaröarför BALDVINS JÓHANNESSONAR, Lambastöðum. Ósk Jónasdóttir og c'lætur.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.