Tíminn - 14.01.1955, Blaðsíða 3

Tíminn - 14.01.1955, Blaðsíða 3
TÍMINN, föstudaginn 14. janúar 1955. 3 10. blað. Vinningaskrá Happ- drættis íslenzkra getrauna Kr. 50.000.00 (1/12, 4/11,4/10) , 4402 Kr. 8,30.00. (1/11, 4/10). 28 2215 4403 4406 4414 4432 4445 4453 4454 4476 4482 4523 4645 4889 5130 5859 11055 17524 24085 43860 Kr. 55.00. (1/10). 29 32 40 58 71 79 79 80 102 108 149 271 514 757 •1488 2216 2219 2227 2236 2245 2258 2266 2267 2289 2295 2458 2701 2944 3672 43Í7 4381 4385 4391 4401 4404 4405 4407 4411 4412 4413 4417 4419 4426 4429 4430 4431 4433 4439 4446 4448 4451 4452 4460 4466 4472 4475 4484 4493 4514 4520 4524 4525 4526 4534 4553 4561 4579 4592 4610 4646 4649 4657 4675 4688 4696 4697 4719 4725 4766 4861 4890 4893 4901 4919 4932- 4940 4962 4968 5009 5131 5134 5142 5160 5173 5181 5182 5204 5210 5251 5373 5616 5860 5863 5871 5889 5902 5910 5911 5933 5939 5980 6102 6346 6589 8776 10942 10948 10972 10974 10993 11012 11020 11038 11054 11066 11297 11541 11785 12514 13243 15337 17525 17528 17536 17554 17567 17575 17576 17598 17604 17645 17767 18010 18254 18982 19712 21898 24086 24089 24097 24115 24128 24136 24137 24159 24165 24206 24328 24571 24905 25635 30645 37206 39394 41674 43747 43753 43774 43776 43785 43798 43817 43825 43859 43871 44103 44346 44497 45226 50328 56983 Handhafar vinningsseðla skulu snúa sér til næsta um- boðsmanns íslenzkra get- rauna eða trúnaðarmanns (formanns næsta íþróttafé- lags eða ungmennafélags), (Framhald & 6. síou.i Síðustu hálmstráin í 273. tbl. Tímans f. á. send ir Óskar Einarsson mér enn þá nokkrar línur. Hafði ég ekki ætlað mér að ræða frek ar við. hann, en vegna þeirra tveggja atriða, sem hann seg ir þar, að „ástæða sé til að árétta á ný“, get ég ekki látið vera að senda honum örstutt svar. Hann segir: „Þær jarðir, sem oddviti Ásahrepps hefir staðið að kaupum á fyrir hönd sveitar sinnar, liggja all ar í eyði“. Samkvæmt gerðabók og öðrum skjölum Ásahrepþs þessu viðkomandi, hefi ég fyrir hönd hreppsins „staðið að kaupum á“ eftirtöldum j örðum: 1. Heiði. Á henni býr Svein björn Steindórsson. 2. Húsar II. Á þeim býr Mensalder Mensalderson. 3. Vetleifsholt II. Á því býr Sigurður Þorsteinsson. 4. 1/9 hluti úr Vetleifshoiti I. ásamt hluta úr samliggj- andi kotum, sem áður var bú- ið að leggia undir það. Á því búa nú Lindarbæjarbræður ásamt sinni heimajörð. Allar þessar jarðir segir Óskar Einarsson að liggi nú í eyði!!! Gott sýnishorn af rök semdafærslu hans. Annað atriðið er, að lækn- irinn segir, að Rifshalakoiið sé í eyði vegna „vegaleysis“. Eru þetta ósannindi rökþrota manns og er jörð þessi nú óbyggð einungis vegna þess, að hún hefir ekki fengizt hvorki til kaups né ábúðar. Eigendurnir lagt allt kapp á að hún sé í eyði, því að tvisvar hafa ábúendur boðizt. Þetta vita allir, sem til þekkja og þar á meðal Óskar Einarsson. Þá eru nú þessi síðustu hálmstrá læknisins slitin. Fleira í grein hans finnst mér ekki svaravert. Þorsteinn Þorsteinsson. Ásmundarstöðum. Með þessari grein er lokið hér í blaðinu ritdeilu þeirra Þorsteins Þorsteinssonar og Óskars Einarssonar um fram angreint efni. Ritstj. Sinfóníuhljómsveitin og Isaac Stern Sinfóníuhljómsveit Ríkisút varpsins hélt tónleika í Þjóð leikhúsinu síðastliðinn sunnu dag. — Stjórnandi var Róbert A. Ottósson og einleikari Isaac Stern. Tónleikarnir hófust með forleik að söngleiknum „Leikhússtj órinn“ eftir Moz- art. Taiið hefir verið að hljómsveitir þurfi vissan tíma til þess að „hita sig upp.“ Aö þessu sinni hefir sinfóniuhli ómsveitin verið jökulköld í upphafi, svo að margt fór aflögu. Fiðlurnar voru innilega ósamtaka, blásturshijóðfærin flá og letileg' og var sem skorti all- ar sameinandi kraft. Flutn- ingurinn og stjórn verksins var í'áila staði hirðuleysisleg, enda hlaut það lítið lof að verðleikum. Eitthvað verður maður að segja og ekki dugir að hæla þeim alltaf! Að þessari hrellingu afstað inni var sem voraði og birti Isaac Stern lék fiðlukon- sertinn í e-moll eftir Mend- elssohn. Mendelssohn var mikið og gott tónskáld. Hann samdi þó aðeins þennan eina fiðlu- konsert. Virðist hann ekki einungis hafa lagt óhemju vinnu og þekkingu í konsertinn held- ur einnig alla sál sína. Þar á ofan hafði hann nána sam- vinnu um samning tónverks ins við Ferdinand David vin sinn, og einn mesta fiðlusnill ing sem þá var uppi. Nú vor- um viö svo lánsöm að fá aö heyra einn mesta fiðíusnill- ing* nútímans leika þetta fagra verk. Það var unaðs- legt. Hinum ástríðuþrungna þrótti og fegurð fyrsta kafla var ekki hægt að gera betri skil og tæknin var fulikom- in. Dásamleg friðsæld og göfgi hins ljóðræna hæga kafla, og leiftrandi fjör og gáski síðustu kaflanna var túikað á óviðjafnanlegan hátt. Isaac Stern er stórfeng legur, himingnæfandi en þó vnildur meistari. Fagnaðar- læti áheyrenda voru einnig stórfengleg og var hann marg kallaður fram og hyllt- ur ákaft og innilega. Rinso pvær áva/t og kostarySur minna Með því að nota Rinso fáið þér glæstast- an árangur. Það er ekki aðeins ódýrara en önnur þvottaefni, heldur þarf minna af því og einnig er það skaðlaust hönd- um yðar og fer vel með þvottinn, því að hið freyðandi sápulöður hreinsar án þess að nudda þurfi þvottinn til skemmda. SkaðBaust höndum yðar og þvotti X-R 256/3-1225-53 VOLTi R aflagnir afvélaverkstæði afvéla- og af tæk j aviðgerðir Norðurstíg 3 A. Sími 6458. 111111111111111111111111111 »m ii ii n iiiii ii iiiiiiiiininiiiiiiimiB | Blikksmiðjan | | GLÓFAXI | I HRAUNTEIG 14. — Sími 7236 I Að lokum var sinfónía nr. 4 í d-moll eftir Schumann og held ég að Róbert A. Ottós- syni hafi aldrei tekizt betur upp en í flutningi þessarar sinfóníu. Stjórnaði hann henni af þrótti, djörfung og með ágætum skilningi. Kijómsveitin var nú prýði lega samtaka og tvíefld. Var sem nærvera meistarans hefði styrkt hana og hafiö á hærra stig. Sérstaklega stóðu blásturs hljóðfærin sig vel, og voru þeir Björn Guðjónsson, Paul Pampichler og Björn R. Einarsson framúrskarandi góðir, með mikla tónfyllingu og fagran hljóm. Áheyrend- ur fögnuðu nú hljómsveit og stjórnanda vel og innilega og kunnu sýnilega vel að meta þennan ágæta flutning tón- listarinnar. E. P. H. F. EIMSKIPAFÉLAG ÍSLANDS. Aðalf undur Aðalfundur hlutafélagsins Eimskipafélag íslands verður haldinn í fundarsalnum í húsi félagsins í Reykja vík, laugardaginn 11. júní 1955 og hefst kl. 1,30 e. h. DAGSKRÁ: I. Stjórn félagsins skýrir frá hag þess og framkvæmd- um á liðnu starfsári, og frá starfstilhöguninni á yf- irstandandi ári, og ástæðum fyrir henni, og leggur fram til úrskurðar endurskoðaða rekstursreikninga til 31. desember 1954 og efnahagsreikning með at- hugasemdum endurskoðenda, svörum stjórnarinnar og tillögum til úrskurðar frá endurskoðendum. 2. Tekin ákvörðun um tillögur stjórnarinnar um skipt- ingu ársarðsins. 3. Kosning fjögurra manna í stjórn félagsins, í stað þeirra, sem úr ganga samkvæmt samþykktum fé- lagsins. 4. Kosning eins endurskoðanda í stað þess er frá fer, og eins varaendurskoðanda. 5. Umræður og atkvæðagreiðsla um önnur mál, sem upp kunna að vera borin. Þeir einir geta sótt fundinn, sem hafa aðgöngumiða. Aðgöngumiðar að fundinum verða afhentir hluthöf- um og umboðsmönnum hluthafa á skrifstofu félagsins í Reykjavík, dagana 7.—9. júní næstkomandi. Menn geta fengið eyðublöð fyrir umboö til þess að sækja fundinn á aðalskrifstofu félagsins í Reykjavík. Óskað er eftir að ný umboð Og afturkallanir eldri umboða séu komin skrifstofu félagsins í hendur til skrásetningar, ef unnt er 10 dögum fyrir fundinn, þ. e. eigi síðar en 1. júní 1955. Reykjavík, 10. janúar 1955. STJÓRNIN.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.