Tíminn - 14.01.1955, Blaðsíða 4

Tíminn - 14.01.1955, Blaðsíða 4
a TÍMINN, föstudaginn 14. janúar 1955. 10. blað, Esra PéturssorL, læknir: Sameiginlegir presta o þættir í starfi g lækna Upphaflega voru prestur- :inn og læknirinn einn og sami maðurinn. Seiðmaðurinn, galdraþul- urinn og særingamaðurinn voru til forna víða um heim jafnframt skottulælcnar og grasalæknar. Samgermanska orðið „læknir“ merkir einnig upprunalega særingamaður. Hofgoðarnir hér á landi feng ust oft til forna við lækning- ar, og má þar nefna sem dæmi Snorra goða eftir Vigra fjarðarbardagann á elleftu öldinni. Á tólftu og þrettándu öld voru uppi þeir Þorvaldur prestur Pálsson og Helgi prestur Skeljungsson að PIvoli í Dölum. Þeir voru á- gætir menn og hinir mestu iæknar. Af seinni tíma prest um, sem fengust við lækning ar með góðum árangri má nefna trúmanninn mikla séra Jón Steingrímsson, sem fræg astur er fyrir eldmessu þá er hann flutti að Kirkjubæj- arklaustri í Skaftáreldun- um. Setti hann iðulega sam- an beinbrot svo eitt .sé nefnt, og þótti takast nrýðilega. Auk handlæknisaðgerða og sáralækninga höfðu þessir menn um hönd ýmsar grasa- Dg öropalækningar, sem vafa samt verður að teljast að mik ið lið hafi verið að. Hins veg- ar hafa þeir oft á tíðum með veJviId sinni, vináttu og vilja til þess að hjálpa og hug- hreysta þjáða menn, veitt þeim von og traust einungis með nærveru sinni. Sú hjálp hefir verið ómetanleg, og okkur er erfitt að gera okkur :i hugarlund hversu mikils vlrði þessi aðstoð var. Þó vit- um við það, að enn þann dag i dag er fátt sem megnar að draga eins mikið úr kviða, hræðslu og hugarangri sjúkl :inga, sem ávallt eru til stað- ar í mismunandi ríkum mæli, eins og auðsýnd vinátta og raunveruleg, einlæg og íor- clómalaus velvild. Návist vin- veitts manns, sem lætur sér annt um hagi sjúklings og sýnir honum með því áhuga fyrir velferð hans, getur stuðlað mikið að afturbata, jafnvel þó að fá eða engin orð séu töluð. Þörf manna til pess að tjá sig og veita til- finningum sínum útrás er oftast nær mun meiri en þörf in á fyrirlestrum, fortölum og góðum ráðleggingum. Að pví miða einkum skriftamál- in og skyldar aðferðir, sem rotaðar eru við ýmsar tauga- Dg geðlækningar. Eftir því sem þjónusta presta við messugjörðir, sál- gæzlu, húsvitjanir og önnur prestsstörf urðu fj ölþættari, jafnframt því sem tæknileg )g fræðileg kunnátta lækna jókst, varð það sífellt erfið- ara fyrir sama manninn að nema bæði störfin og stunda pau. Enn þann dag í dag eru samt nokkrir ttúboðsprestar, ,<em einnig hafa numið lækn slistina og jafnvel fleiri list- r og má benda á Albert Sch- veizer, sem frægastur er í Pví sambandi. Hins vegar eru störf presta )g lækna víða mjög samofin >g kunningsskapur og sam- dnna þeirra náin. Kynni peirra hefjast oft í skólum Par sem þeir eru bekkjar- iíðu skólabræður. Iðulega eru prestar læknasynir eða lækn ar prestasynir, eða skyldir á annan hátt. Sameiginlega eru þeir viðstaddir hingaökomu og brottför manna, viö fæð- ingu og skírn, dauða og greftr un. Þeir eru oft þátttakendur í mestu sorgar-, reynslu- og gleðistundum í lífi manna, enda hijóta þeir að launum þá hugarrósemi, víðsýni og umburðarlyndi, sem skapast af nánum kynnum við fjölda fóiks og örlög þess. Víðtæk undirbúningsmenntun á líka að geta gert sitfc til þess að gera þá færa um það að um- gangast menn í öllum stétt- um, af öllum pólitískum og trúarlegum flokkum, og af öllum siðgæðisiegum stiguin, sem vini og jafningja, án þess að dæma þá eða leggja á- herzlu á það, sem miður fer í fari þeirra. Sérstaklega á þetta vel við hér á landi, þar sem námsmenn vinna fynr sér á sumrin við alla algenga vinnu. Kynnast þeir þá bet- ur en ella myndi daglegu lífi fólks og háttum þess. Bæði prestar og læknar eru og eiga aö vera þjönar annarra manna til sálar og líkama. Prestarnir með sér- þekkingu sinni á hinum sið- i ferðilegu og andlegu lögmál- um Skaparans, en læknar með þekkingu sinni á efnis- legum og líkamlegum lögmál um har.s. Þar eð þessi lögmál lifsins eru víða órjúfanlega samtvinnuð er óhjákvæmi- legt að störf presta og iækna veroi áfram mjög skyld á köflum, og munu sennilega færast allmiklu nær hvort öðru eftir því sem tímar líða fra)n. Ekki má samt gera of miklar kröfur til þessara manna frekar en annarra, þar eð þeir eru einnig næsta ófullkomnir eins og allir aðr- ir. Prestur getur verið mikill og góður trúmaður, og haft yfir mikilli hagnýtri þekkingu að ráða í sálarfræði, trú- fræði og sálgæzlu, þó að hann sé ófullkominn á öðr- um sviðum og jafnvel allfjarri því að vera heilagur maður. Á sama hátt hafa læknar oft unnið mikilsverð störf á sínu sviði þó að þeir gengju ekki heilir til skógar eða væru all fjarri því að vera alheilbrigð ir. Um heilagleika þeirra er ekki vert að tala. Þetta er raunar einnig mjög greinilegt í ýmsum öði um starfsgreinum, svo sem hjá kennurum, lögfræðing- um og stjórnmálamönnum og svo mætti lengi telia. Visindin og trúmálin nálg- ast nú hvort annað hröðum skrefum. Til þess benda um- mæli margra merkustu vís- indamanna nútímans svo sem stjörnufræðingsins Jamra Jeames, kjarnorkufræðings- ins Oppenheim og geðiækn- isins ameriska, Fischers. Hann segir, að ef unnt væri að draga saman alla þekk- ingu mannkynsins í nokkrar greinar, og þær færðar í bún- ing af færustu og beztu skáld um þess, væri það ekkert í áttina við það að vera eins viturlegt og auðugt af skáld- legri innsýn og fegurð eins og Fjallræöan. Carl Jung, læknir, segir einnig, að flest vandamál manna á fullorðins árum eigi rætur sínar að rekja til skorts á góðri trú, og leit þess ara manna miði aö þvi að íxnna haldgóða trú. Trú á Jif iö, tilgang þess og skapara. Rannsóknir á blóöi manna, sem gerðar voru fyrir tveim- ur arum síðan í Bandaríkj- uiium benda til þess, að v.'ss- ir vakar (hormón) í blóðinu, sem nefnd eru adrenalin, noradrenalin og önnur skyld efni virðast standa í beinu sambandi við tilfinningalíf manna. Ef ýmsar óheppileg- ar kenndir, svo sem óvild, andúð og kergja magnast hjá mönnum, þá aukast þessir vakar að því er virðist ná- kvæmlega að sama skapi. Þetta hefir óheppileg áhrif í ýmis konar taugaveiklim hjá dvykkjumönnum og geðsjúkl ingum. Ýmsir aörir sjúkdóxn- ar, sem venjulega eru taldir líkamlegs eölis, eins og sum- ir maga- og garna-kviliar, nu.rgir öndunarfæra- og liúö sjúkdómar eiga einnig ræc- ur sínar að rekja til tilfinn- ingalegs eða geðræns upp- rana. Ráðið við þessu sýnist vera ofur einfalt, en það tr aukin ástúð, velvild og um- burðarlyndi gagnvart ölla og öi’um, sem sagt það að elska skaparann ofar öllu, þaan mikJa eilifa anda, sem i öllu og alls staðar býr, og náung- ann eins og sjálfan sig. Þetta er samt miklu flóknara og eríiðira viðfangs en það virð ist vera i fljótu bragði. Þess- ir menn og konur hata oft og íyrirlíta sjálfa sig, og eru fiill sektarvitundar, óróleika og kv.'Öa, svo aö þó að þeir elsk- uðu náungann eins og sjáifa sig, yrði samt ekki mikilli ást til að dreifa. Oft stafar þessi lcærleiksskortur þeirra af vöntun á umhirðu, umburð- arlyndi og ástúð á bernsku- og uppvaxtarárum þeirra. Þeir hafa ekki verið elskaðir að fyrra bragöi, og enginn getur elskað vel, sem ekki hefir verið elskaður að fyrra bragði. Skortur ástar í hinni víðtæku merkingu, umhirðu, hæfilegs aga og skynsamlegr ar ástúðar á æskuárunum getur stafað af margvísleg- um orsökum. Því getur vald- ið sjúkdómar eða dauði ann- ars eða beggja foreldranna, fjarvera eöa skilnaður, drykkj uskapur, of strangt uppeldi eða skeytingarleysi, hirðuleysi o. s. frv. Verkefni núverandi og komandi kyn- slóða er það að uppræta sem flestar af þessum orsökum. Emnig hefir oft tekist að bæta mönnum upp þennan skort síðar í lífinu, þó að margir bíði þess ekki fylli- lega bætur. Prestar og lækn- ar og margir aðrir hafa feng ið það góða hlutskipti að benda á, aö Hann elskaði oss að fyrra bragði, eins og stend ur í Jóhannesar bréfi. Ást sína hefir sxaparinn veitt þeim í gegnum ættingja þeirra og vini. Það er því hlutskipti þessara kærleiks- ríku manna að veita hinum þjáðu meðbræðrum sínum þann skilning, velvild og um burðarlyndi, sem þá hefir skort mest, og hjálpa þeim og liðsinna. Skiptir þar engu máli á hvaða hátt fátækt (Framhald á 6. sí5u). Hér kemur pistill eftir Svein Sveinsson frá Fossi: „Kirkjubæjarklaustur er merkileg ur staður og oft hefir verið um bað skrifað og þá menn, sem þar hafa búið fvrr og síðar. Síðast liðið sum ar kom grein í Morgunblaðinu um Klaustur úr ferðapistli og nú er komin grein líka úr ferðapistlum í Tímanum. Báðir þessir greinarhöf- undar tala auðvitað um Stjórnar- sandsgræðsluna. í Morgunblaðs- greininni segir: Að þar hafi verið slegið og hirt taða að mig minnir á nokkur hundruð hesta, án þess að nokkru fræi hafi verið sáð þar. Þennan misskilning þarf að leið- rétta, því að ef ekki hefði verið sáð í sandinn sandfaxi og borið á, þá hefði þar engin slægja verið, því þótt áveitan úr Skaftá og Stjórn hjálpi til með gróður að austan og sunnan til á sandinum og hefti þar sandfok, þá væri það gagnslítið til slægju, ef ekki væri sáð í sandinn. f Tímagreininni segir, að sáð sé grasfræi í sandinn. En enn em komið er, er þar einungis sáð sand faxi. Siggeir bónda þar, líkar svo vel við sandfaxið, að hann hefir ekki enn viljað breyta til með fræ. Kún um þykir sú taða lystug, og þær þykja mjólka vel af henni, segir Siggeir. Úr þvi að ég er nú einu sinni enn kominn í baðstofuna, þá ætla ég að spjalla dálítið meia við fólkið. Ef einhvern tíma í framtíðinni yrði tekið fyrir að græða upp Skóg arsand og Sólheimasand, þá má gera ráð fyrir að allt of dýrt yrði að reyna að ná vatni upp á þá sanda og koma því um sandana. En það er ekkert ótrúlegt, ef það mundi þvkja borga sig að græða þá sanda upp í gras, að það væri hægt með sáningu og nógum áburði. En það sýnist nú vera langt í land með það enn, þar sem jarðir fara nú víða í eyði og það í grösugum sveitum. Annað mál er það, þótt heiðarbýli fari í eyði eða þær jarðir, sem langt eru frá mannabýlum, þar sem sum arhagar eru fyrir sauðfé til upp- rekstrar, því að það margborgar sig fyrir hlutaðeigandi hreppa að pær jarðir séu í eyði, svo að fénaður hafi þar frið, og hann verði vænni en annars. Ég veit til dæmis í Skaftártung- unni eftir að Svartinúpurinn og Bú landsseliö fóru í eyði, sem voru heið arbýli, hefir það margborgað sig fyrir hreppinn vegna hagbeitarinn- ar með frið og vænleika fénaðarins, eins og þeir vita búendur austan fljóts í Tungunni. En hvað segja nú Meðallending- ar með Leiðvöllinn, þegar sú stóra sandgræðsla er gróin? Hvorfc mundu þeir kjósa að fá þangað ábúanda eða landið allt til upp- rekstrar? Ég mundi glaður kjósa síðari kostinn. Líka værl meirl hætta með skemmdir á landínu, ef þangað kæmi ábúandi, sem beltti landið að vetrar og vorlagi, þegar mest er hætta á, að fénaður .græfi í sandjörðina eftir grænni nálinni, heldur en fátt fénaðar væri þar yfir hásumarið. Þetta þurfa Meðal- lendingar að gera upp við sig, þegar sá tími kemur, að nytja má Leið- völlinn og auðvitað í samráði við sandgræðslustjóra, sem og aðrar stórar sandgræðslugirðingar h/ar sem er á landinu. Þá hlýtur það að vera mjög áríðandi að nytja þær á réttan hátt, svo að gróðrin- um verði ekki spillt og aðal ráðln og ábyrgð í þessum máum heyrir undir sandgræðslustjórann. Bama er að segja með skógræktina Þann gróður þarf að varðveita undir stjórn skógræktarstjóra. Báðir eru þeir stjórarnir Hákon og Páll mjög vel menntaðir í sínu fagi, áliuga- samir, og dugnað þeirra efast eng- inn um, sem til þekkir. Víða um landið hafa menn haft áhuga fyrir því, að Páll Sveinsson í Gunnarsholti yrði skipaður sand- græðslustjóri, og sum blöðln höfðu farið viðurkenningarorðum um hæfl leika Páls í því starfi og rikisbú- rekstur hans í Gunnarsholti. En það er mikill styrkur og hvöt til dáða fyrir unga áhugamenn að fá hrós og viðurkenningu fyrir vel unnin störf hjá áhugasömum og vinveittum blöðum, enda er sand- græðslan og góður búrekstur ekkert hégómamál. Nú hefir landbúnaðarráðherrá Steingrímur Steinþórsson skipað Pál Sveinsson sandgræðslustjóra, og hafa þau blöð, sem áhuga hafa haft fyrir þessari veitingu, birt þær frétt ir, svo að áhugamenn út um landið ættu að geta frétt það með tið og tíma, þótt það hafi ekki komið I fréttum ríkisútvarpsins, sem venja er þó til með svona mál. Að endingu á þessu spjalli mfnu óska ég og vona, að Páll mínum endist líf og heilsa til þess að vlnna landinu og þjóðinni sem mest gagn í starfi sínu, svo mikilsvert sem það starf er fyrir fósturjörðina og þjóð félagið í heild“. Sveinn hefir lokið máli sínu. Starkaður. t NYJAR VÖRUR Nyloncrepesokkar, karla og kvenna, Nylonpr j ónasilki, Nylontyll, Fóðurvatt, Kjólaefni, HEILDSÖLUBIRGÐIR: Nyloncrepebuxwr, Rayonprjónasilki, Blúndwdúkar, margar tegundir, Nylonnærfatnaður. * Islenzk-erlenda verzlunarfélagið hi. Garðástræti 2. — Sími 5333.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.