Tíminn - 15.01.1955, Qupperneq 3

Tíminn - 15.01.1955, Qupperneq 3
 TÍMINN, laugardaginn 15. janúar 1955. 3 11. blað. Glæsilegt félagsheimili reist í Saurbæjarhreppi í Eyjafirði Hinn 30. októbe?- sl. var félagsheimili vígt að Saurbæ í Saurbæjarhreppi í Eyjafirðz með veizla, sem hreppsbúar fjölme?mtM í. Var þar samankomið á þriðja hwndrað manns, og andir borðum var kosið itm nafn á félagsheimilið og hlaut „Sólgarður“ flest atkvæði. Undirbúningur aS byggingu hússins hófst 1948, er Daníel Sveinbjörnsson, Saurbæ, for- maður skóianefndar, sótti Úm f járfestÍHgarleyfi og styrk úr félagsheimilasjóði, en var synjað um hvort tveggja. Haustið 1952 boðaði Daniel hreppsnefnd og stjórnir fé- laga í hreppnum til fundar, og lagði fram teikningu og kostnaðaráætlun að félags- heimilsbyggihgu. Bygging þess var ákveðin á almenn- Úm fundi hreppsbúa nokkr- iim dögum ' síðar, og hófust framkvæmdir um miðjan maí vorið eftir. Stórt hús. v‘i C . Félagsheiipiiið var byggt í tVeimur álmum. Er önnur þeirra áð mestu leyti gamla þmghúsið í Saurbæ, en því ýar breytt i stóran sal með leiksviði. Sunnan við það er tfýbygging, tvær hæðir og kjallari. í kjallara eru fata- geymslur, snyrtiherbergi, mið stöð og ijósavélar. Á næstu hæð er rúmgóð forstofa í tvennu lagi, eldhús, skóla- stofa og kennarastofa. Á ris liæð er íbúð fyrir kennara, og einriig herbergi fyrir kvik- myndasýningarvél. Sáu tim framkvæmdir. Yfirsmiður við bygginguna var Þórður Friðbjarnarson. Um múrhúðun og járnlögn sáu Trwgvi Sæmundsson og Pétur Öúnniáugsson. Viktor Kristjánsson annaðist raf- lagnir en Herbert Sveinbjarn arson um málningu. Kaup- félag Eyfirðinga sá um lagn ingu á miðstöð og hreinlætis tækjum. Önnur vinna var mikið framkvæmd af hreppsbúum sjálfum í sjálfboðaliðsvinnu. Umsjón alla um efnisútveg- un' og framgang verksins í heild hafði Daníel í Saurbæ. Kost natSur. Heildarkostnaður við bygg mguna er kominn yfir hálfa millj. kr. Sveitarsj óður hrepps ins hefir iagt fram 165 þús., félagsheimilasjóður 185,200 krónur. Afganginn hafa ým- is félög í hreppnum lagt fram oða lánað, og í vinnu og flutn ingum var gefið milli 30—40 þús. kr. og peningagjafir námu rúmum 10 þús. kr. Tvö hlutverk. Sólgarður er fyrsta félags- heimilið i Eyjafjarðarsýslu, sem reist er með styrk úr félagsheimilasjóði, en nú er verið að- undirbúa byggingu fleiri félagsheimila þar, og framkvæmdir eru hafnar í Öngulstaðahreppi. Eins og sjá má af lýsingu hússins gegnir það tveimur hlutverkum. Fyrst og fremst sem félagjsheimili, sem öll félög hreppsins hafa athvarf í með fundahöld og samkom ur, og einnig sem skólahús. Þar verður þó engin heima- vist fyrir böirn, en þess í stað verður börnum séð fyr ir flutn'íngi milli skólans og heimila sinna daglega. Það íyrirkomulag hefir verið reynt í Saurbæjarhreppi; í nokkur ár og gefizt vel. Hvað hefir komið út á ís- ienzku eftir rómanska höf unda Drög að skrá um slík ritverk á íslenzku aö fornu og nýju eftir Þórkall Þorgilsson út er komin á vegum Landsbókasafns íslands allstór bók er nefnist Drög að skrá um ritverk á íslenzku að fornn og ??ýju af latneskum eða rómönskum uppruna eftir Þórhall Þorgilsson, bókavörð. Er þetta fyrsta bindi og eru þar fram taldar bókmenntzr af frönsku bergi. í formála segir höfundur, að annað tveggja höfuðverk efna sinna í tómstundum síð an hann tók við bókavarða- starfi á Landsbókasafninu 1943 hafi verið að rannsaka þann skerf, sem latneskar og rómanskar bókmenntir hafi lagt ti-1 íslenzkra ritverka frá eiztu tíð til þessa dags. Höfundurinn flutti um þetta erindi í Háskólanum fyrir nqkkrum árum og hef- ir síðan haldið rannsóknum sínum áfram. Hefir hann og í gerð sögu um bókmenntir Suóurianda og tengsl þeirra við íslenzkar bókmenntir, og verður skrá þessi síðar nán- ast registur við þá sögu. Þetta- fyrsta hefti skrárinn ar telur franskar bókmennt- ir- og er alllangt, en á eftir munu koma hefti um ítalsk- ar, spárrskar, portúgalskar og rómanskar bókmenntir, en það allt verður tæpast lengra en franska heftið eitt. Aftan við skrár þessar er svo ráðgert að hafa registur um þýðendur, útgefendur, blöð og tímarit. í skránni um Frakkland er getið um 1600 ritverka stórra og smárra, er þýdd hafa ver ið af frönskum uppruna á íslenzku. Þórhallur Þorgilsson er flestum íslendingum fróðari um suðurlenzkar bókmenntir og er . því mikill fengur að þessum ritum hans. Bóka- mönnum er mikil hjálp að skrá þessari. I\ýíl liraöfrvsliliíis í smíðum í Ólafsvík Frá fréttaritara Tímans í Ólafsvík. í Ólafsvík er nú unnið að kappi aö byggingu nýs hrað frystihúss, sem kaupfélagið byggir þar. Verður það vel búið nýtízku frystihús, aðallega ætlað til frystingar á sjávarafurðum og einnig kjöti. Húsið er það langt komið Gjöf Isaac Stern til Háskólans Svo sem frá hefir verið skýrt í blöðum gaf fiðlusnill- ingurinn Isaac Stern allar tekjur sínar af hljómleikum, er hann hélt í Reykjavík í þessum mánuði til stofnunar tónlistarsafns í Háskóla ís- lands. Gjafabréf hans er há- skólarektor barst mánudag- inn 9. þ. m., er á þessa leið: „Herra háskólarektor: Við Alexander Zakin þökk- um yður kærlega fyrir það, að okkur gafst kostur á að leika fyrir yður og stúdentahópinn og eiga við yður samræður. Við ferðumst víða um heim, og þykir okkur hvarvetna miklu skipta að hitta ung- menni hvers lands. Okkur hafa þótt þau miög þakklátir áheyrendur, og í okkar augum hefir unga fólkið miklu hlut verki að gegna í framþróun tónlistar og allra mennta. Af þessum sökum er mér ,það mikil ánægja að bjóða Háskóla íslands allar tekjur mínar, sem orðið hafa af þess ari skemmtilegu heimsókn til íslands, í því skyni að opna megi tónlistarstofu með beztu fáanlegum tækjum til hljóm plötuleiks, svo og vísi að tón plötusafni. Er það von mín, að slíku safni megi eigi aðeins koma gjafir víða að, heldur og að það megi verða vísir að tón listardeild innan Háskólans. Okkur hefir þótt fólk hér vera með söngvísustu og áhugasömustu áheyrendum, sem við höfum fyrir hitt. Við trúum fastlega á gildi tónlist ar í sköpun betra og fegurra mannlífs. Við viljum því af heilum hug hjálpa hverjum þeim, sem njóta vill hinna eilífu sanninda og fegurðar, sem eru ávextir blómaskeiða menningarinnar. í þeirri von að eiga enn eft ir að sækja ísland heim, kveð ég yður, kæri háskólarektor, alúðarkveðjum. Yðar Isaac Stern“. Misjafn afli við Snæfellsncs Frá fréttaritara Tímans í Ólafsvík. Ólafsvíkurbátar ráa dag hvern, en aflinn er misjafn. Virðist sjómönnum að fisk- ur sé ekki genginn enn að ráði. Einn dag í þessari viku öfluðu bátarnir upp í 9 lest ir í róðri, en í gær var aflinn 5—7 lestir á bát. Bátarnir hafa reynt að róa suður fyr ir Jökul, en afli virðist ekki meiri þar en á venjulegum heimamiðum Ólafsvíkurbáta. A.S. Sæmilegur afli Skagastrandarbáta Frá fréttaritara Tímans á Skagaströnd. Þrír bátar éru byrjaðir hér róðra eftir hátíðarnar og hef ir verði reitingsafli. Munu bátarnir halda áfram eftir því sem gæftir leyfa. GG. að áætlað er að það geti tek ið til starfa í sumar. Kaup- félagið hefir undanfarin ár annast nýtingu á sjávarafla fyrir sjómenn og tekur nú við fiski af einum báti og er sá afli ýmist frystur eða hertur. AS. Eins og kunnugt er hefst heims- meistarakeppnin í bridge í þessum mánuði í New York. Mótherji banda rísku heimsmeistaranna verður enska liðið, sem sigraði á Evrópu- meistaramótinu í íyrra. Keppnin verður áreiðanlega mjög spennandi og nokkrar líkur eru til þess, að enska liðinu heppnist að ná heims meistaratigninni aftur til Evrópu. Bandaríska liðið er þó á heimavelli og eftir því, sem fréttir herma, hef ir það ekki legið á liði sínu hvað æfingar snertir. Á það skorti hins vegar talsvert í fyrra, þegar Banda ríkjamennirnir — en það verður sama sveitin, sem spilar í ár — unnu Evrópumeistarana 1953, Prakka. Eftir að keppnin hefst mun Tíminn reyna eftir föngum að birta fréttir og spil frá henni. tal við félaga sinr. Reithofer á sama móti. Reithofer spilaði sjö spaða, sem ekki voru erfiðir. Hann hugsaðl sig lengi um, og vann síðan slemm- una. Því næst spurði hann félaga sinn: „Hefðir þú spilað á sama hátt“? „Nei“, sagði Schneider. „Hvernig hefðir þú spilað“? „Hraðar". Of góð spil. Flestir taka því létt að tapa sögn á léleg spil. Hins vegar taka flestir nærri sér að tapa sögn á góð spil — sem oft kemur þó fyrir. Sagnhaf anum í eftirfarandi spili yfirsást einfalt atriði, einfaldlega vegna þess, að hann hafði of mörg háspil til að hugsa um. Enska liðið hefir undanfarið spil að marga æfingaleiki, og unnið alla, en oft með litlum mun. Hér kemur spil frá einum þessara leikja. Austur gaf, og austur og vestur eru á hættu. * G 9 8 4 3 V D 6 * 7 6 3 * D 9 4 * D 10 5 2 * Á VÁ753 *G10 98 * D ♦ Á K 8 5 2 * Á 10 8 3 ♦ 765 * K 7 6 ¥ K 4 2 * G 10 9 4 * K G 2 Reese og Schapiro sem austur og vestur sögðu fjögur hjörtu, sem þeir unnu létt. Flest benti til þess, að þetta spil myndi falla, en það fór öðru vísi. Eftir tigulopnun hjá aust ur, sagði Meredith sem suður eitt hjarta. Eftir það var ekki létt fyrir austur og vestur að ná fjórum hjörtum. Lokasögnin varð 3 grönd, sem vestur spilaði. Konstam (norð- ur) þekkti sagnmáta Merediths vel og spilaði út spaða og vestur varð einn niður. Eitt og annað. Á stórum alþjóðlegum mótum'eins og Evrópu- og heimsmeistaramótinu fer venjulega lítið milli spilara ann að en sagnir, og þegar slíkt kemur fyrir vekur það oftast athygli. í .’eik Englands og Libanons á EM var Meredith í f jórðu hendi, en gleymdi því og sagði fjóra tígla. Mótherjarn ir veittu því heldur ekki athygli, að Meredith átti ekki að segja og sá næsti sagði fjögur hjörtu. Síðan spurði hann félaga Merediths, Reese, hvernig hann skyldi þessa sögn. Reese svaraði ósköp rólega: „Ég skil hana sem sögn óviðkom- andi leiknum". Hinn þekkti Austurríkismaður Schneider átti stutt, en skemmtilegt * A K V 8 7 4 2 * Á K D * Á K 3 2 * D G 10 7 6 3 2 * 8 4 ¥ 6 ¥ K G 10 9 ♦ G 8 4 ♦ 9 5 3 * 7 6 * D G 10 9 * 9 5 V ÁD53 * 10 7 6 2 * 8 5 4 Vestur gaf. Norður og suður & hættu. Vestur sagði 2 spaða (veik sögn), norður doblaði og suður sagði þrjá hjörtu. Norður hækkaði i fjögur og pass hringinn. Spaða D kom út og sagnhafinn sá sér til ánægju, að hann hafði fjóra ása, þrjá kónga og að aukl 8 tromp. Til þess að tryggja sig gegn kóngnum einum í hjarta hjá vestur spilaði hann litlu trompi frá norður og drap með ásnum. Því næst spilaði hann tígli og' aftur trompi frá blindum. Austur drap með kóngnum og spilaði út gosanum í trompi, og eftir það gat suður ekki unnið spilið. Austur hlaut að fá tvo slagi á tromp og tvo á lauf. Árangurinn hefði orðið sá sami, bótt suður hefði svínað drottningu fyrst í trompinu og því næst tekið ás* inn. Mjög margir hefðu glatað þessu spili á sama hátt, þótt vinningur- inn sé einfaldur. Áður en trompað er í annað skipti á sagnhafinn að spila litlu laufi og gefa slaginn, því að hann þolir vel að tapa laufsiag. Austur getur þá spilað trompi tvisv ar, en suður á þá tromp eftir til þess að trompa fjórða laufið hjá blindum, ef sá litur fellur ekki. Allir sjá möguleika á að trompa, þegar einlitur eða tvílitur er á ann arri hvorri hendinni, en þegar um þrílit er að ræða, kemur maður merkilega sjaldan auga á tromp* möguleika. | Þakjárn IAmerískt þahjárn íGtil 10 feta lentfdum, nýkomið, | J. Þorláksson & Norðmann h.f. I Banhastrœti 11 - Shúlagötu 30

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.