Tíminn - 16.01.1955, Blaðsíða 7

Tíminn - 16.01.1955, Blaðsíða 7
12. blað. TÍMINN, sunnudaginn 16. janúar 1955. i Sunnwd. 16. jan. Lánaþörf land- búnaðarins í Tímanum í gær birtist við tal við Hiímar Stefánsson foankastjóra um afkomu Bún - aðarbankans á s. 1. ári og ýms - atriði í sambandi við starf- semi hans. Upplýsingar þær, sem koma . fram í þessu viðtali, bera það með sér. að rekstur bankans hef ir. gengið mjög vel á liðna . árinu. Hagnaður á rekstri úítoanka&s hefir orðið verulegur dog er það m. a. að þakka því, að spariféð, sem bankanum er . trúað fyrir, fer stöðugt vax- andi. Þótt bankinn geti ekki . lánað þetta íé til fram' kvæmda í sveitum, nema að mjög takmörkuðu leyti, þar . jsem slík lán þurfa að vera til langs tíma og vaxtalág, gerir það honum hins vegar kleift að létta reksturskostnaði af þeim sjóðum, sem veita lán . til landbúnaðarins, og safna nokkru fé að auki. Það er því beint og óbeint mjög hagstætt . fyrir landbúnaðinn, hve mik- ið traust bankinn hefir unniö sér á sviði hinnar almennu bankastarfsemi. Þetta traust, sem bankinn hefir unnið sér, á hann vissu lega fyrst og fremst að þakka þeim manni, er lengst hefir stjórnað honum, Hilmari Stef ánssyni bankastjóra. Geta bændur áreiöanlega aldrei ofþakkað Hilmari fyrir það, hve traustum fótum hann hef ir komið > undir lánastofnun þeirra, sem er nú orðin ein helzta lýftistöng landbúnaðar ins. h j ólb ar ð aiðnaði „Slöugulansu hjólbarðarntr eru stærstf skerfur til örujíg's akst- urs, sem liingað til hefir verið lagðsir fram,“ segir kunnur kapp- akstursmaður Nýlega er htífin í stórum stíl framleiðsla á nýrri gerð hjólbarða. Eru þeir frá- bragðnir eldri gerðum að því leyti, að ekki er notuð gúmmíslanga til að halda loftinu, heldur er því dælt ihn í sjálfan hjólbarðann. Þeír, sem til þekkja, halda því fram, að hin nýja teg- und hjólbarða muni létta miklu amstri og óþægindwm af bifreiðaeigendwm, jafn- framt því, sem hún veitir meira öryggí en eldri gerðir. Hér fer á eftir grein um nýju hjólbarðana og út- breiðslu þeirra eftir J.D. Ratcliff. Greinin er þýfd úr tímaritinu Readers Digest. í viðtalinu við Hilmar upp lýsist það m. a., að lán úr sjóðum bankans til fram- kvæmda í svéitum hafa aldrei . orðið hærri en á s. 1. ári eða um 35 millj. kr. Hafa sjóðir bankans aldrei haft eins mikið fé til umráða og sein- ustu fimm árin, enda hefir það verið eitt af -skilyrðum Framsóknarflokksins fyrir stjórnarsamstarfinu, að láns fé til landbúnaðarfram- kvæmda væri stóraukið. Samt hefir það ekki tekizt að full nægja þessari lánaþörf, eins og sést á þvi, að nú liggja fyr ir lánsbeiðnir frá bændum, er nema munu samanlagt 8—10 millj. kr. og eru vegna fram- kvæmda, sem þegar hafa ver íð unnar. Við þetta bætast svo lánsbeiðnir vegna fram- kvæmda, er unnar verða á þessu ári. Eins og nú horfir, verður ekkert fé fyrir hendi til áð fullnægja þessum láns- beiðnum fyrr en næsta haust, er aftur hefjast útlán úr Mót virðissjóði. Mjög vafasamt er, að það fé, sem úr Mótvirðis- sjóði fæst, hrökkvi til að fullnægj a þörfinni. Hér er um mál að ræða, sem framhaldsþingið, er kem ur saman í næsta mánuði, hlýtur að taka til meðferðar. Það verður með einhverjum ráðum að útvega fé til að full nægja þessum lánum og jafn framt að gera ráðstafanir til þess, að bændur þurfi ekki að bíða eftir þeim fram á næsta haust. Veðdeild Búnaðarbankans er svo annað mikilvægt atriði, sem frairihaldsþingið kemst ékki hjá að taka til úrlausnar. Stærsta bylting, sem átt hefir sér stað í gúmmíiðnaðinum síðan loft fylltu hjólbarðarnir komu á mark- aðinn árið 1922, er framleiðsla hinna slöngulausu hjólbarða, sem fylgja munu með flestum tegund- um bifreiða, er framleiddar veröa á árinu 1955. Þessir nýju hjólbarðar munu svo að segja útiloka nauðsyn þess að skipta um hjólbarða á bif- reiðum á vegum úti. Hinir nýju hijólbarðar líta út ná- kvæmlega eins og þeir gömlu, mis- munurinn er sá, að nú eru ekki not aðar .gúmmíslöngur fylltar lofti,1 heldur er loftið 1 hjólbarðanum sjálf um. Gúmmíblöðkur falla þétt að „felgunni" eða sjálfu járnhjólinu, en á því er gat, sem ventillinn fell- ur í, Sjálfráðir hvenær viðgerð fer fram. í gömlu hjóíbörðunum voru slöng urnar fylltar lofti þar til þrýstingur inn hélt bifreiðinni uppi. Kæmi á þær gat eftir nagla, streymdi loftið út á augabragði. En hinir nýju hjól- barðar, sem sjálfir geyma loftið, hafa eiginleika til að halda loftinu þar til naglinn er dreginn úr, þann- ig a5 menn geta sjálfir ráðið því hvenær viðgerð skal fara fram. Þeg ar naglinn er dreginn út, er settur gúmmílögur í gatið, og fer þessi viðgerð fram án þess að hjólbarðinn sé tekinn undan bifreiðinni, tekur ekki nema tvær mínútur og er á allra færi að framkvæma hana. Ann ars hefir reynslubifreiðum verið ek- ið allt að 5000 mílur með nagla í hjólbörðunum, án þess að loft minnkaði í þeim. Venjuiegast orsaKast óhöpp á hjól börðum af því að ytra yfirborð hjól- barðans hefir skaðazt af núningi við egghvassan stein, af því að fara ofan í djúpa gjótu á mikilli ferð, eða aka ofan á glerbrot. Sjaldan springur á hjólbarðanum, þegar fyrsta skemmdin verður, en smám saman verður skemmdin meiri, og svo fer að lokum að slangan spring- ur út á hinum veika bletti. Slíkt getur ekki komið fyrir með slöngu- lausu hjólbarðana. Hinir nýju stóðu sig betur. Þegar slitflötur slöngulausu hjól- barðanna þynnist, fer hjólbarðinn að leka, en sá leki á sér ekki stað snögglega, heldur lekur smám sam an úr hjólbarðanum. Amerískt bif- reiðafólag gerði tilraun með því að skera meö hníf í sex venjulega hjól barða, og álveg á sama hétt í jafn- mikinn fjölda slöngulausra hjól- barða. Hinir fyrmefndu sprungu með miklum hvelli strax og bifreið- unum var ekið yfir ójafnan veg, en loftið seig hægt o; rólega úr hinum síðarnefndu, og var þeim ekið allt frá einni, upp í átta mílur áður en allt loft var lekið úr. Fyrstu tilraunir til að framleiða slöngulausa hjólbarða mistókust vegna þess, að gúmmíið var ekki nógu þétt. En gúmmítegund, sem lengja endingu slöngulausra hjól- barða um tíu af hundraði. En það, sem hrífur bifreiðastjór- ana einna mest í sambandi við nýju hjólbarðana, er að ekki skuli geta sprungið þá og þegar. Enda hefir meirihluti amerískra leigubifreiða- stjóra nú fengið sér slöngulausa hjólbarða. Rannsóknir meðal leigu- bifreiðastjóra hafa sýnt, að hjá þeim, sem óku á hjólbörðum af gömlu gerðinni, sprakk 19 sinnum, en hjá þeim, sem notuðu nýju gerð ina, aðeins fjórum sinnum á jafn- langri vegalengd. Springur einu sinni á 5 árum. Menn geta gert sér í hucarlund, að sl:kir hjólbarðar, sem svo sjald- an springur á, hljóti að hafa einna mesta þýðingu fyrir leigubifreiða- stjóra, sem oft verða að aka um þá staði, sem hættulegir eru íyrir hjólbarðana. Annars forða nýju hjól Slöngulausir hjólbarðar fylgja flestum tegundum fólksbif- reiða, sem smíðaðar verða á þessu ári. Sparifjársofnun skólabarna (Framhald af 4. síðuj. um sparimerki, en ekki er vitað nú hve miklu það nem- ur, og heldur ekki það fé, sem lagt hefir verið inn 1 gjafa- bækurnar án merkja, en það er án efa talsvert. Má því með sanni segja, að veruleg- ar fjárupphæðir hafi bætzt við sparifé barnanna á þess- um stutta tíma. Geta má þess, að Lands- banki íslands hefir á þess- um tíma selt og látið af hendi i umboðssölu til kenn- ara og innlánsstofnana spari merki fyrir um 920 þús. kr. í þessu sambandi viljum vér bera fram þakkir til skól anna fyrir ómetanlega að- stoð þeirra. Ennfremur ber að þakka innlánsstofnunum, sem lagt hafa fram mikla aukavinnu við að koma þessu starfi á laggirnar. Segja má með sanni, að þessi nýjung hafi unnið hug og hylli almennings í land- inu, og börnin hafa fagnaö þessari tilbreytni. Bæði í við tölum og bréfum hefir þetta komið skýrt í ljós. Skulu hér að lokum birt nokkur sýnis- horn þessara ummæla úr bréfum, sem borizt hafa, og eru þau tekin víðs vegar að, en ekki nefnd nöfn. Eru það kennarar eða skólanefndar- menn, sem eiga eftirfarandi ummæli: .... Ég vil nota tækifær- ið og færa bankanum þakkir fyrir þessa virðingarverðu til raun til að vekja almennan skilning á sparnaði og ráð- deild. Þess er vissulega þörf kom á markaðinn í síðustu styrjöld, | leysti þetta vandamál. Úr þessari tegund framleiddi Goodrich-fyrir- tækið slöngulausan hjólbarða árið 1948, og fleiri fyrirtæki fylgdu í fót spor þess. En þessi nji hjólbarði var dýr, kostaði 34 dali hver barði undir litla bifreið, en aftur á móti kostaði eldri gerðin af hjólbörðum ásamt slöngu aðeins 27 dali hver. Svo fór því, að sala á hinum slöngu lausu hjólbörðum nam aðeins tveim ur af hundraði af ailri hjólbarða- sölu. Lækkað verð. Nú hefir verðið lækkað — venju- legur slöngulaus hiólbarði er nú seldur á sama verði og hjólbarði með slöngu af gömlu gerðinni. Og þar sem nýju hjólbarðarnir eru langtum lettari og með flatari slit- fleti, gera þeir að verkum, að mikl- um mun þægilegra er að aka í bif- reiðinni. Þeir hitna einnig siður en hinir gömlu, og er það veigamikið atriði, þar sem gúmmí þolir illa hita. Við 80 mílna hraða hitna venjulegir hjólbarðar að meðaltali upp í 296 gráður á Fahrenheit, en hinir nýju aðeins upn í 255 gráður. Hjólbarða framleiðendur álíta, að þetta muni Henni er nú ekki séð fyrir neinu auknu rekstrarfé. Við svo búið má ekki standa. Bændur þurfa að geta fengið viðunandi lán út á jarðir, enda þótt ekki sé vegna fram kvæmda á þeim. Hilmar Stef- ánsson telur, að það myndi strax koma að verulegum not um, þótt ekki fengizt til veð- deildarinnar nema 4—5 millj. kr. árlega í nokkur ár. Með því fjármagni yrði hægt að bæta úr brýnustu þörfum. Eins og Hilmar segir í viðtal- inu, er þettæ ekki mikil fjár- hæð, þegar borið er saman við margt annað, sem nú er efst á baugi með þjóðinni, en fátt er hins végar meira aðkall- barðarnir reyndar öllum, sem með bifreiðar fara, frá miklu amstri og óþægindum, og hafa skýrslur og rannsóknir sýnt fram á það, að sá maður, sem ekki ekur meira en 10 þús. mílur á ári hverju, ætti ekki að verða fyrir verulegu óhappi með hjólbarða sína nema einu sinni á hverjum fimm árum. Bezta gerð slöngulausra hjólbarða hefir það fram yfir hina algengu gerð, að ef nagli rekst í hjólbarðann, og hann er síðan dreginn út, hleyp- ur gúmmíþynna, sem er innan á hjólbarðanum af sjálfu sér fyrir gat ið og lokar því. Með því að nota þessa gerð hjólbarða geta menn ver ið nokkurn veginn öruggir um að ekki springi hjá þeim, þótt óhapp geti komið fyrir, ef ekið er ofan á gler, eða aðra slíka beitta hluti. Þessi gerð hjólbarðanna er einum þriöja hluta dýrari en hin. andi en að úr þessari fjárþörf fáist bætt. Ef þetta fengist fram, væri hægt að gera mörg um bændum og bændaefnum mögulegt að eignast jarðir sín ar eða halda þeim, en ella eru líkur til, að þeir muni neyðast til að yfirgefa þær. Þjóðinni er það nauðsyn- legt, að þeir, sem vilja búa í sveitum, geti haldizt þar vel við og notið sæmilegrar að- stöðu. Annars heldur fólkinu þar áfram að fækka þjóðar- heildinni allri til tjóns. Þess vegna má ekki draga lausn þeirra mála, sem hér hefir ver ið drepið á, heldur verða þau að vera meðal helztu verk- efna framhaldsþingsins. Tveir barðar hvor innan i öðrum. Enn er ógetið þeirrar tegundar hinna slöngulausu hjólbarða, sem veita ökumanninum einna mest ör- yggi. Þeir eru í rauninni tveir hjól- barðar, hvor innan í öðrum, þannig að vart er hugsanlegt, að menn geti orðið fyrir alvjarlegum óhöppum með þá, því að þótt ytri barðinn bili, tekur hinn innri þegar við. Að lok- inni reynsluför með slíkum hjól- börðum, sagði þekktur kappaksturs maður: „Þessir hjólbarðar eru stærsti skerfur til öruggs aksturs, sem til þessa hefir verið lagður fram". En nú vaknar spurningin: Er hægt að nota hina nýju slöngulausu hjólbarða á hvaða bifreið sem er? Svarið er jákvætt, hjólbarðarnir eru framleiddir fyrir flestar algengar tegundir fólksbifreiða. Aðeins þarf að laga til brúnir á gömlum felgum, og skafa af þeim allt ryð og óhrein indi. Ef slíkt væri ekki gert, ykist hættan á að hjólbarðinn félli ekki nægilega þétt að felgunni, og loftið læki út. Teinahjól verður að þétta Framh. á 10. slSu .... Þökkum svo hér með kærkomna sendingu .... .... Ég vil taka þaö fram, að mér er mjög ljúft að vinna með forgöngumönnum þess- ara samtaka að því að vekja áhuga barnanna á ráðdeild og sparnaði .... .... Mér er ánægja að geta þess, að þessari nýbreytni var tekið með miklum fögnuði af börnunum. Mér virðist einn- ig, að þessi starfsemi eigi að mæta mikilli velvild og skiln ing hjá aðstandendum barn- anna .... .... Börnin tóku þessari nýjung yfirleitt með mikilli gleði, og mun mega vænta góðs árangurs af henni .... .... Þetta hefir gengið með ágætum og mikill áhugi hjá börnunum. Ég hefi mik- inn áhuga á þessu máli, og þykir mér sem nú sé byrjað á réttum enda .... .... Ég vil fyrir hönd skóla míns flytja yður beztu þakk- ir fyrir forgöngu yðar og framlag í þessu máli og vænti þess að í framtíðinni megi það bera nokkurn árangur.. .... Þeir, sem ég hefi tal- að við um þessi mál, eru á einu máli um ágæti þess að reyna að auka áhuga ungra á þessum efnum .... .... Þakka ég svo innilega fyrir hönd barnanna gjöfina, og þá ennfremur þá hugul- semi og góðvilja, sem gjöf- inni fylgdi.“ Skal svo þessi greinargerð látin nægja, en borin að lok- um fram einlæg þökk til allra, sem stutt hafa að því að þessi starfsemi gat hafizt, og jafnframt ósk um gifturíkt nýtt ár. Reykjavík, 7. janúar 1955. Sparifjársöfnun skólabarna, — Leiðsögn í ráðdeild og sparnaði. —

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.