Tíminn - 16.01.1955, Blaðsíða 4

Tíminn - 16.01.1955, Blaðsíða 4
4 „ TÍMINN, sunnudaginn 16. janúar 1955. 12. blað. Greinargerð frá sparifjársöfnun skóiabarna Það hefir mikið verið um 1 það spurt, hvernig vegni þeirri ungu starfsemi, sem nefnd hefir verið Sparifjár- söfnun skólabarna, hver sé sú reynsla, sem fengist hafi, og hver árangur. Hefir því þótt rétt aS birta eftirfar- andi greinargerð í stuttu máli getum vér sagt, að starfsemin hafi í heild gengið mjög vel og raun ar betur en vér bjuggumst við. Vér teljum, að flest öll bðrn um land allt á barna- skólastigi, hafi nú fengið 10 kr. gjöf frá Landsbanka ís- lands, eins og til*var ætlast, og munu að lokum öll fá hana. Flest munu börnin vera búin að stofna spari- sjóðsbækur, til 6 mánaða eða 10 ára, og má i því sambandi geta þess, að sparisjóðsbæk- ur til 10 ára eru sennilega fleiri en upphaflega var bú- izt við. Ekki eru nákvæmar tölur fyrir hendi um það, hversu mikið fé hefir verið lagt inn í þessar sparisjóðs- bækur, en það fé mun þó nema verulegri upp.hæð. Sparimerki hafa verið seld í öllum barnaskólum kaup- | staðanna, einnig í barnaskól j um nokkurra þorpa og svo í mörgum innlánsstofnunum víðs vegar um land. Sala sparimerkjanna hefir yfir- leitt gengið prýðisvel. Sú sala hófst ekki fyrr en um vetur- nætur, og þá aðeins í nokkr- um skólum. En allvíða ekki Í5’rr en um og úr miðjum nóvembermánuði, svo að reynslutíminn er allur mjög stuttur. Það er því ekki við því að búast, að sjáanlegur Bcrn í skólabckk með sparisjóðsbækurnar sínar. árangur sé mikill. Ennþá liggur lítið fyrir af tclum, sem ástæða er til að birta, og sem vænta má enn minna af þeim upplýsingum, sem meira virði eru og eink- um er stefnt að, en það er hið uppeldislega markmið bessarar starfsemi. Þó er nú vitað, að ekki óverulegar fjár hæðir eru nú komnar á vöxtu í innlán&stofnunum, sem ella hefðu sennilega farið aðrar og óþarfari leiðir, og að fjöldi barna hefir á þann hátt kynnst sparisjóðsbók, spari- sjóði og banka, og sum þeirra þá kannske eignast þann skilning á fjármunum, að ekki sé alveg sjálfsagt að eyða hverjum eyri jafnóðum og aflað er. En þetta er meg- inatriði þessa máls, sem þó verður naumast unnið að með árangri nema með eins konar verklegri kennslwr og því er sjálf söfnunin nauð- synleg. Mælt er og af kunn- ugum, að sælgætiskaup barna hafi minnkað. Af upplýsingum frá skól- unum, sem þegar eru fyrir hendi, má ráða, að þar hafi verið seld merki fyrir á fjórða hundrað þúsund krónwr. Þar eru skólar með frá 11 krón- um á bárn að meðaltali til 90 króna, en þó flestir með 30—40 krónur á barn að með altali. Þetta er mikil söfnun, rrJðað við erlenda reynslu, þar sem hér er ekki nema um 1—iy2 mánaðar starf að ræða. Auk þessarar merkja- sölu, sem fram hefir farið í skólunum, hafa svo ýmsar innlánsstofnanir selt börn- (P’ramhald & 7. siðu) Yfirlýsing frá Nýja myndgistarfélaglnu Nýlega birtist í dagblöðum bæjarins tilkynning frá Fé- lagi ísl. myndlistarmanna um væntanlega þátttöku íslend- inga í norrænni listsýningu í Róm, og hyggst félagið eitt saman að hafa alla forgöngu í málinu fyrir íslands hönd. Vegna tilkynningar bessar ar, óskar félag okkar að taka fram það, sem hér fer á eftir: í öllum hinum Norðurlönd- unum starfa mörg listamanna ■ félög og hefir ekkert einstakt félag forgöngu í málum eins og þessu, heldur nefndir, sem kosnar eru af listamannastétt inni í heild. Hér starfa nú þrjú félög myndlistarmanna, en eitt félagið hefir enn haldið ! þeim forréttindum að hafa umboð fyrir Norræna list- bandalagið, og stafar það frá þeim tíma, er það var eina fé lagið. Þegar um er að ræða þátttöku íslenzku þjóðarinnar í sýhingum. erlendis virðist það augljóst mál, að lista- mannastéttin öll verði að standa að .baki slíkri þátttöku og að réttur allra listamanna sé jafn hvar i félagi sem þeir eru. Hið háa Alþingi hefir sam þykkt að styrkja sýningu þessa af slíkri rausn, að ís- lenzkir listamenn hafa aldrei fyrr haft iafn rúman fjárhag til að vanda sem bezt til sýn- ingar eins og nú, og er allri stéttinni skylt að þakka þá vinsemd og skilning, sem það hefir sýnt þessu máli. Og til að styðja að góðri samvinnu listamanna hefir Alþingi sett. það skilyrði fyrir fjárveiting- unni, að öll listanrnnpafélögin vinni saman. Samþykkt Al- þingis er svohljóðandi: „Vegna þátttöku íslenzkra myndlistarmanna í samnor- rænni listsýningu í Róm. Und irbúning og tilhögun á þátt- töku þeirra í sýningunni skal ákveða með samþykkt Menntamálaráðuneytisins kr. 100.000.00, enda annist 2 full trúar Félags ísl. myndlistar- manna, 2 fulltrúar NJ'ja mynd listarfélagsins og 1 fulltrúi fé lagsins Óháðir listamenn val og aðrar framkvæmdir“. En í stað þess að taka þessu höfðinglega tilboði hefir Fé- lag ísl. myndlistarmanna nú útilokaö samvinnu við hin listamannafélogin tvö með því að kiósa sýningarnefnd einsamalt og heimta eiriræði í þessu máli í skjóli foiTétt- inda þeirra, se'm áðui var minnz^ og þar með'svíþt'öll listamannaf élögin áður- nefndri fjárveitingu. Þar sem hér ér berléga geng ið á siðferðilegan rétt okkar og auk þess gengið á snið við samþykkt Alþingis úra sam- vinnu listamannafélaganna, munum við ekki taka þátt í þessari sýningu nema sam- komulag náist í tæka tíð milli félaganna um undirbúning sýningarinnar og sýningar- nefnd sé skipuð samkvæmt fyrirmælum Alþingis. Reykjavík, 14. janúar 1955. Nýja myndlistarfélagið. Vinnið ötullega að útbreiðslu T Í Itt A IS S UNDRA-ÞVOTTAEFNIÐ BLAA llusmæonr! Reyni® OMO undra ])voí(adufiið BLÁA. Aldrcl hcflr vcrið eins auðvelt að þvo þvottinn Sáldrið hinu ilmandi bláa OMO yfir vatnið og hrærið í. — Leggið þvottinn í bleyti í OMO-þvæl- ið stutta stund. — Sjóðið þvottinn, ef þér álítið þess þörf, en það er ekki nauösyr.legt. — — j Ekkert þvottaduft, sem enn hefir verið fund- f ið upp gjörir þvottinn hvítari en OMO. ALLT BR SVO HVÍTT SVO | IL/V\ANDI / £ OMO er algjörlega óskaðlcgt OMO cr iilátl OMO er hczt Mer BtÁTTÍ Það er árangur^rikast að nota OMO án þess að blanda það með öðrum efnum! — X-OMO 2-T924-5T ---Omo hefur farið sigurför um allan heim

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.