Tíminn - 16.01.1955, Blaðsíða 9

Tíminn - 16.01.1955, Blaðsíða 9
TÍMINN, sunnutlagiiin 16. janúar 1955. 9 £3, blaff. RÓ SVIA R SÝ N E N GIN Greiíiargerð og svar tii Ásgríms Jónssonar Vi'ð lásum á miðvikudag- inn svar yðar til Félags ísl. myndlistarmanna við boðs- bréfi þess um að þér senduð fimm myndir eftir ,eigin vali á Rómarsýninguna. Eins og við sögðum i bréfinu, send- um við þrem listamönnum öðrum sams konar boð, þeim Ásmundi Sveinssyni, Jóhann- esi Kjarval og Jóni Stefáns- syni. Ætluöum við þeim og yður pláss í bezta sal, sem ísienzka deildin hefur til um- ráða á sýningunni. Við met- um. mikils hinn kurteislega tón í bréfi yðar og viljum leitast við' að sýna aðra eins stiilingu í þessu viðkvæma máli. En æskilegra heföi ver- ið, að listamenn hefðu rætt þetta innbyröis án milligöngu blaðanna. Þér hafið valið þessa leið, og verðum við þvi að mæta yður þar. Það er rétt„ að vitneskja um fyrirhugaða Rómarsýn- ingu barst fyrst hingað til lands í fyrravetur, eða nán- ar tiltekið í bréfi, dags. í Stokkhólmi 17. febrúar. Fyrst í stað vár aðeins um ófull- burða hugmynd að ræða, enda fóru næstu fimm mán- uðir í athugun á tilboöinu og undirbúningsstörf. Þann 13. júli var tilboði ítölsku ríkis- stjórnarinnar svarað játandi, og skömmu síðar barst staðr festing hennar. Þann 17.—23. september sat fulltrúi Félags íslenzkra myndlistarmanna fund með fulltrúum hinna Norðurlandanna í Rómaborg, og var tilgangurinn sá, að skipta sýningarrúminu milli þátttökuríkja og ræða við stjórnarvöldin í Róm um framkvæmd sýningarinnar. í byrjun október bárust hingað fýrstu teikningarnar af sýn- ingarsölunum — ekki í sum- ar. ein's og þér fullyrðið — og var þá áuglýst í blöðum og útvarpi, að sýning þessi stæði fyrir dyrum. Þann 15. nóv- eniber s.l. var loks endahlega undirritaöur samningur milli Norræna Listbandalagsins annars vegar og ítölsku ríkis- stjórnarinnar og bæjar- stjórnar Rómar hins vegar. Staðfestiiigu á sannleiksgildi þessarra upplýsinga getið þér fengið hvenær sem er hjá formanni eða ritai’a Félags ísL myndlistarmanna,, með því að líta skjölin eigin aug- um. Endanlegt boð um sam- norræna listsýningu í Róm lá þvi ekki fyrir, fyrr en um miðjan nóvember s.l. — en ekki í fyrravetur, eins og þér segið. Eins og þér sjáið, var því ekki mögulegt að bjóða nein- um þátttöku fyrir þennan tíma. Því síöur kom til mála að skipa dómnefnd, meðan óvissa ríkti um framkvæmd sýningarinnar. Hitt virðist yður ekki kunnugt, að Svav- ar Guðnason, fomaður félags okkar, ræddi margsinnis við Jcn Þorleifsson um Rómar- sýninguna og skýrði honum frá gangi málanna, enda unnu þeir þá saman að undir- búningi listsýningar þeirrar, sem haldin var í Kaupmanna- höfn í aprílmánuði s.l. í til- efni Norðurlandafarar for- setahjónanna. Er þeir komu til Kaupmannahafnar í er- indum þessarrar sömu sýn- ingar, hafði Svavar einnig tal af Jóni Stefánssyni í í- búo. hans í Breiðgötu (Jón Þorleifsson var viðstaddur) og spuröi um álit hans á því, hvort íslendingar ættu að taka þátt í sýningunni í Róm, ef úr boðinu yröi. Jón Stef- ánsson hvatti þess eindregiö og sýndi málinu þá fullan skilning, enda og síðar, er við höfum haft tal af honum. Nafni hans Þorleifsson virð- ist nú oíar öllu hafa þá kröfu í huga, aö Nýja mynd- listarfélagiö fái að skipa tvo íulltrúa í dómnefnd móti tveim fulltrúum Félags ísl. myndlistarmanna. Þetta at- riði, skipun dómnefndarinn- ar, verður yður tíðrætt um í bréfi yðar, enda mikilvægt, og skal vikiö að því nánar, áður en lengra er haldið. Það er bezt að taka af allan vafa strax: Félag ísl. mynd- listarmanna getur eitt skipað dómnefnd (sem það og nú hefir gert), einfaldlega vegna þess, að Félag ísl.. myndlistar- manna er eina myndlistarfé- lag íslenzkt, sem er deild í Norræna Listbandalaginu og þar af leiðandi eini löglegi að- ili að hinni fyrirhuguðu list- sýningu í Róm nú í vor. Þetta er vald, sem ekki er hægt að framselja staðreynd, er breyt ist ekki, þótt félag vðar óski ef til vill annars ástands í mynd- listarmálum. Hitt er annað mál, að við hugðum á sam- starf við yður og töldum sann- gj arnt, að í dónmefndinni sæti einn listamaður, sem Nýja myndlistarfélagið bæri sér- stakt traust til og gerði tillögu um, að fengi þar sæti. Sem yður er kunnugt, hugð- um við ennfremur á samstarf um fjárútvegun, og báðum við yður og Jón Þorleifsson um undirskriftir á umsókn okkar um fjárstyrk til Alþingis, en þið neituðuð báðir, þótt ein- kennilegt megi virðast. Aftur á móti brugðust þeir Jóhannes Kjarval og Tómas Guðmunds- son, formaður Bandalags ísl. listamanna, vel við málaleit- an okkar um meðmæli með umsókninni. í bréfi yðar teljið þér, að jafnrétti félaganna myndi vera fólgið í því, að bæði ættu tvo fulltrúa í dómnefnd. Er yður fullkomin alvara með þessum orðum? Félag ísl. myndlistarmanna telur 41 fé- lagsmann, Nýja myndlistarfé lagið 7 og félagið Óháðir lista- menn 3. Samkvæmt því ætti Félag ísl. myndlistarmanna rétt á 12 fulltrúum, gegn 2 frá Nýja myndlistarfélaginu og einum frá félaginu Óháðir listamenn, ef farið væri eftir venjulegum lýðræðisreglum. Okkur hefur aldrei komið í hug að halda fram slíkri til- högun, enda 15 manna dóm- nefnd hlægileg markleysa. Stofnun hinna tveggja nýju félaga, Nýja myndlistarfélags- ins og félagsins Óháðir lista- menn, sýnir, að það gæti ó- neitanlega orðið íslenzkum myndlistarmönnum auðvelt fordæmi að stofna ný og ný j smáfélög og fá þar með ótölu- legan fjölda alls konar full- trúa í væntanlegar dómnefnd- ir við sýningar, bæði innan- lands og utan. Að slíkt yrði til bóta fyrir listina hér á landi, er mikið efamál. Félag ísl. myndlistarmanna skipaði þessa menn í dóm- nefnd í byrjun . janúarmán- aðar: Ásmund Sveinsson, Gunnlaug Scheving, Svavar Guðnason og Þorvald Skúla- son. Mánuði áður sendum við Nýja myndlistarfélaginu bréf, þar sem spurt er, hvort það kynni að æskja þess, að við til- nefndum Jón Þorleifsson eða einhvern annan ykkar manna í dómnefnd. Ekkert svar barst við þessu bréfi — hvorki 7. desember eða síðar. Þann 5. janúar var Jóni Þorleifssyni aftur skrifað sama efnis, og nú barst svar frá Nýja myndlist- arfélaginu, dags. 7. þ. m. Var svariö á þá leið, að boðið yrði ekki þegið, nema um 2 menn yrði að ræða frá yðar félagi. Það er á misskilningi byggt, að Félag ísl. myndlistarmanna hafi ætlað að hafa' abstrakt- málara í meiri hluta dóm- nefndar. Ef Jón Þorleiísson hefði tekið sæti í nefndinni, væri aðstaðan jöfn: Jón Þor- leifsson og Scheving (natúr- alistar), Svavar og Þorvaldur (abstrakt). Hlutverk Ás- mundar er aöeins að sjá um val höggmynda. Annars virð- ist þetta vera í fyrsta skipti, sem þér vantreystið abstrakt- málaranum Þorvaldi Skúla- syni til þess að velja natúral- istiskar myndir á sýningu. Viljum vil í allri vinsemd minna yður á, að árið 1952 kostaði Félag ísl. myndlistar- manna sýningu í Stokkhólmi á verkum yðar og Jóns Stef- ánssonar, enda þótt þið vær- uð þá gengnir úr félagi okk- ar. Óskuðuð þið Jón þá sér- staklega eftir því, að þeir Þor- valdur Skúlason og Gunnlaug ur Scheving ynnu með ykkur að vali myndanna. Mæltust þið jafnframt til þess, að Þor- valdur færi til Stokkhólms með verkum ykkar til að sjá um uppsetningu þeirra á staðnum. Þá gátuð þér sýnt án minnstu aðstoðar manna úr yðar eigin félagi. Ásmund- ur, Gunnlaugur, Svavar og Þorvaldur eru reyndir dóm- nefndarmenn, enda lýsið þér yfir í bréfi yðar, að þér ber- ið ekki brigður á samvizku- semi þessara manna, en gefið þó jafnframt í skyn, að þeir séu ekki dómbærir á natúral- istiskar myndir. En nú skal haldið áfram að rekja sögu málsins. í byrjun desember sótti Fé- lag íslenzkra myndlistar- manna um styrk til Alþingis til þess að hrinda Rómarsýn- ingunni í framkvæmd. Fjár- veitinganefnd tók málinu af- burða vel í upphafi, og voru allir nefndarmenn sammála um að leggja því lið. Sam- þykkti nefndin fyrir sitt leyti að veita 100.000 krónur til sýningarinnar án skilyrða. En er til atkvæðagreiðslu kom við aðra umræðu fjárlaga, voru aðrar tillögur nefndarinnar samþykktar af þingmönnum, en þessi ein dregin til baka (samkvæmt ósk menntamála- ráðherra ?). Hvað hafði gerzt? Gat það átt sér stað, að menn úr Nýja myndlistarfélaginu hafi gengið í þingsal og á fund menntamálaráðherra og róið að því öllum árum, að starfs- bræður þeirra yrðu sviptir sýningarsyrk — komið til veg ar óaðgengilegum skilyrðum, en sér sjálfum til handa meiri hluta aðstöðu um allar fram kvæmdir vegna sýningarinn- ar? Sýningar, er við á jafn- réttisgrundvelli höfum stofn að til með deildum hinna ;í05555555Í555S55ÍÍÍÍÍ5ÍÍ5S555555555S5555555ÍÍÍ55Í55555555Í5S555S5S5555S1 £ Lii áa h V'-'H f iitamáSaráðl ísSarsds 1. IJm ékeypis för. í febrúar- og júlímánuði n. k. mun menntam^iaráð úthluta nokkrum ókeypis förum með skipum Eimskipa íé'ags íslands til fólks, sem ætlar milli íslands og út- landa á þessu ári. Eyðublöð fyrir umsóknir um för fást í skrifstofu ráðslns. Ekki verður hægt að veita ókeypis för því náms- fólki, sem kemur heim í leyfi. — Ókeypis för til hóp- ferða verða heldur ekki veitt. 2. lin frivðimanuastyrk. Umsóknir um fræðimannastyrk, sem veittur er á fjárlögum 1955, verða Eð vera komnar til skrifstofu menntamálaráðs fyrir 1. marz n. k. Umsóknunum fylgi skýrslur um fræðistörf umsækjenda síðast liðið ár og hvaða fræðistörf þeir ætla að stunda á næstunni. 3. Um styrk til itáttúrufræðiraiiiisókna. Umsóknir um styrk, sem menntamálaráð veitir til náttúrufræðirannsókna á árinu 1955, skulu vera komn ar til skriístofu ráðsins fyrir 1. marz n. k. Umsóknun- um fylgi skýrslur um rannsóknarstörf umsækjenda síðastliðið ár og hvaða rannsóknarstörf þeir ætla að stunda á þessu ári. Ivær starfsstölkur óskast að Vífilsstaðahælinu nú þegar. Upplýsingar hjá yfir- hjúkrunarkonunni í sima 5611 frá kl. 2—3. Skrifsíofa ríkisssjítalasma. Brottför m./s. „GULLFOSS“ frá Reykjavik er frestað til mið- vilcudagsins 19. janúar kl. 5 síðdegis. M.f. Eimsklpaféla^ íslasisls. Starf við símaafgreiðslu Stúlku helzt vana símaafgreiðslu vantar í Landspít- alann nú þegar. Unxsóknir með upplýsingum um nám og fyrri störf óskast sendar til skrifstofu ríkisspítal- anna, Ingólfsstræti 12, Reykjavík, fyrir 22. janúar næstkomandi. Skrifsíofa ríkisspítalaima. CS55555SSSSÍ5SS5ÍSSSSSÍÍ»í5«5«a Norðurlandanna og einir för um með fullt umboð fyrir af islenzkri hálfu. Um svipað' leyti óskaði menntamálaráðherra eftir því, að Félag íslenzkra mynd listarmanna ritaði sér bréf um væntanlega dómnefnd og aðra tilhögun sýningarinnar. Félagið gerði þetta umsvifa- laust og bauð upp á viðræð- ur, ef óskað væri, en biður enn eftir svari, ef það þá ekki er fólgiö í eftirfarandi skil- yrðum, sem samþykkt voru rétt fyrir jólin samhliða 100. 000 króna styrkveitingunni: „Fjárlög 15. gr. XLIV ----- enda annist 2 fulltrúar Fé- lags íslenzkra myndlistar- manna, 2 fulltrúar Nýja mynd listarfélagsins og 1 fulltrúi lélagsins Óháöir listamenn myndaval og aðrar fram- kvæmdir.“ Tillögunni, sem borin var fram af Jóhanni Hafstein var dembt á þingheim, óviðbúinn og óvitandi um rangsleitni, sem verið var að knýja fram. Er ekki að efa, að þingmenn hefðu fellt þessi rang.snúnu ákvæði tillögunnar, hefðu þeim verið málavextir að fullu kunnir. Stjórn Félags íslenzkra myndlistarmanna. ,

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.