Tíminn - 20.01.1955, Qupperneq 2

Tíminn - 20.01.1955, Qupperneq 2
2. TIMINN, fimmtudaginn 20, janúar 1955. 15. blað, Frunnð var boðið I giftingarveizlu en þó var hún ekki af þessum heimi Myndatökumaður, sem tók þessa mynd af stiga í Raynham- böll, heimili markgreífans af Townsend í Norfolk, sá sér til undrunar, þegar hann framkallaði myndina, að óskýr vera kom í ljós. Birtan frá verunni virtist svo mikil, að hún sýnd- ist varpa ljósi á veggina i kring. Öll þjóðlönd hafa átt tímabil í Sögu sinni, sem er mjög ríkt af trú og sögnum af öndum. Hér á ís- landi hefir því verið trúað, að til væru andar eða draugar, sem gengu ljósum logum sumir hverj- ir og ynnu speilvirki eða væru meinlausir en fylgdu mönnum og ættum. Bretar hiafa sína drauga, eins og aðrar þjóðir og í eftirfar- andi grein segir einn þeirra, sem hafa rannsakaö þcssi mál, Dennis Bardens, að með engri þjóð hafi ekki verið tímabil, þar sem trúað var á tilveru drauga, og engin þjóð sé án skráðra sagna af þessum fyrirbærum. í fornöld trúöu ýmsir kunnir menti því, að til væru draugar og enn þann dag í dag halda þúsundir því fram að hafa séð eitthvað, sem þeir kalla drauga. Ef þetta fólk hef :ír séð ofsýnir, þá eru það óeðlilega margir, sem búa við svo ruglaða tíómgreind. Dennis Bardens hefir eins og margir Bretar vísindalegan áhuga á þessum fyrirbærum. Hefir Ihann safnað ýtarlegum skýrslum ■um ýmsa fyrirburöi hjá þeim aðil- um, sem þetta hefir komið fyrir. Sögur frá venjulegu fólki. Bardens hefir fengið hundruð sagna og fjölmargar þeirra hefir hann rannsakað eftir beztu getu. Hann segir það hafa vakið einna mest undrun sína, að ótrúlegustu sögurnar hiefðu komið frá mjög venjulegu fólki. Bardens segir, að draugar eigi vitanlega margt sam- eiginlegt. Venjulega eru þeir ekki nema nokkur hundruð ára gamlir. Þeir geta farið í gegnum heilt, eins og hurðir og veggi og brjóta þyngd arlögmálið, þegar þeim býður svo við að horfa. Vitað er til þess, að þeir hafi talað, en samt ekki haft forustu í samræðum. Það er ekki hægt að sjá mynd þeirra í spegli og þeir spora ekki gólfin. Hvenær andar birtast. Það eru fjölmargar frásagnir af ondum finnanlegar i skráðum heim :ddum ýmissa þjóða, sem bæði eru :ný tilkomnar og frá fyrri tíð. Þar má finna sagnir af öndum deyj- andi manna, sem birtast öðrum í pann mund að dauðinn heldur inn- reið sína. Þar er einnig sagt frá þeim öndum, sem láta töluvert til sín taka, annað hvprt með kátlegum tilburðum eða í vonzku. Henda þeir pá og grýta ýmsu og megum við ninnast héðan Írafells-Móra og .. .............—== Útvarpib 'Ötvarpið í dag: Pastir liðir eins og venjuiega. 110.30 Kvöldvaka: a) Kjartan Ragn ars stjórnarráðsfulltrúi flytur þátt af Hafnarbræðrum. b) íslenzk tónlist: Lög eftir Emil Thoroddsen (plötur). c) Þor- | grímur Einarsson les kvæði eftir Jóhannes úr Kötlum. d) Sigurður Jónsson frá Brún flytur frásögu af hestinum Þokka. 22,00 Préttir og veðurfregnir. .22,10 Upplestur. 12.25 Tónleikar (plötur). .23,10 Dagslcrárlok. Utvarpið á morgun: Fastir liðir eins og venjulega. 20.30 Davíð Stefánsson skáld frá Pagraskógi sextugur; a) Krist ján Eldjárn þjóðminjavörður flytur erindi. b) Skáldið les úr ljóðum sínum. c) Tónleik- ar. 21.30 Útvarpssagan. 22,00 Préttir og veðurfregnir. 22.10 Hæstaréttarmál. 22.25 Dans- og dægurlög (plötur). 23.10 Dagskrárlok. annarra, sem slettu skyri. Aðrir draugar láta heyra til sin, en sjast ekki (hér: útburðir). Einnig eru til staðardraugar, þeir sem alltaf eru á sama stað og sjást af hinu og þessu fólki á mismunandi tímum. Margar aðrar gerðir eru til, segir Barden, svo sem verndarandar og þvíumlíkt. Stúlkan frá Prag. Fyrir nokkrum árum var Bardens í Prag og ■ var hann þá beðinn af manni nokkrum að reyna að kom- ast fyrir um afdrif stúlku, sem mað urinn hafði þekkt. Bardens komst á slóð stúlkunnar og komst að raun um, að stúlkunnar höfðu beðið þau hryggilegu örlög, að bíða bana í gasklefum Þjóðverja í einum aí fangabúðum þeirra. Hann fór til þess staðar, þar sem fangabúðirnar höfðu verið, en það var ekkert frek ar að gera í málinu. Sextíu þúsund fangar höfðu verið drepnir í búðun- um og ómögulegt að finna líkams- leifar stúlkunnar. Bardens gisti á hóteli þarna ákammt frá. Segist hann hafa vaknað um tvöleytið um nóttina við það, að honum fannst eins og herbergið hefði fyllzt af yfirþyrmandi sorgarkennd og fannst honum um leið, hélt jafnvel um tíma, að það væri stúikan, að eitthvað á tilteknum stað í herbsrg inu, væri að reyna að komast í sam band við hann. Hann sá ekki neitt né heyrði. Hann aðeins fann, að eitthvað var þarna. Hann varð mjög óttasleginn og seildist til að kveikja á náttlampanum. Það kostaði hann mikið erfiði að hafa sig fram úr rúminu til að kveikja loftljósið, en til þess varð hann að fara yfir þaun hluta herbergisins, þar sem hon- um fannst þetta vera, sem leitaði sambands við hann. Bardens telur, að annað gæti hafa komið til greina, svo sem þreyta, en samt finnst hon um eitthvað vera óskýranlegt við þetta. Konan í gráu skykkjunni. Á prestsetri einu í Berkskíri bjuggu þar til fyrir nokkru prests- hjón ásamt þremur dætrum. í hús inu virtist vera um tvo fastagesti að ræða, og var þó annar öllu meira áberandi. Það var hefðarfrú og sá prestsfrúin hana sumarið 1949, ekki að nóttu, heldur á björtum morgni. Hefðarfrúin birtist henni í grárri skykkju og var svo skýr, að konan gat fundið lýsingu á fatnaðinum. Var hann í tízku i kringum 1730. Veran hvarf oftast nær í vegg, en breytingar höfðu margsinnis verið gerðar á húsinu og stóð heima við rannsókn, sem Bardens gerði, að bak við vegginn hafði einu sinni verið stigi, svo að hefðarfrúin hélt „réttri leið“. Pjögur vitni voru að því, er konan i gráu skykkjunni birlist eitt sinn. Heimilisfólkið hafði engin óþægindi af þessu og var vel til verunnar. Cg þegar ein dóttirin gifti sig, var „frú þetta“ eins og hún var kölluð á heimilinu, boðið í giftingarveizluna. Hefir frú þetta sjálfsagt setið veizluna, þótt hún gerði sig ekki sýnilega. Móðurskugginn bjargaði lífi piltsins. Eftirfarandi sögu segir Bardens af því, hvernig fyrirbæri barg lífi manns í heimsstyrjöldinni fyrri. Nokkrir hermenn voru að hvíla sig hjá hrundum bóndabæ í Prakk- landi. Var einhver vír uppihangandi þar í nálægð og ákváðu tveir lier- mannanna að hengja föt af sér á vírinn til þerris meðan staðið var við þarna. Annar þeirra var seinni til og stóð aðeins fyrir aftan hinn manninn, þegar hann heyrði kunn uglega rödd fyrir aftan sig. Þegar hann leit við, sá hann daufa mynd, sem minnti hann á móður hans. Hann gekk í áttina til myndarinn ar, en hún hvarf. Meðan þetta geið- ist snerti félagi hans vírinn í þeim tilgangi að hengja fötin á hann, en lézt samstundis. Þetta var raf- magnsvír. tiuylíjAtö í 7wam& Stérköstleg verðlækkun RENAULT Glæsilegar bifreiðar Vegna hinnar síauknu hagkvæmni í fjöldaframleiðslu RENAULT-bifreiðanna hefir enn tekist að lækka fram leiðslukostnaðinn það mikið að þessar bifreiðar eru miklu ódýrari en allar aðrar sambærilegar bifreiðar. 4ru manna bifreiðin 4CV hefir Itehkað úr 45 þús. hr. í 36.500 kr. 6 m. bifreiðin FREGATE hefir læhhað úr 83 þús. hr. í 64.600 hr. Margra ára reynsla hér á landi hefir sarinað enlingu RENAULT-bifreiðanna og hæfni þeirra við íslenzka staðhætti. COLUMBUS H.F. BRAUTARHOLTI 20 SÍMAR 6460 og 6660 T§L SOLU Þriggja herbergja íbúð við Rauðarárstíg. — Upplýs- ingar gefur undirritaður kl. 5—6 í dag og á morgun Guðjón B. Baldvinsson, Lindargötu 9 A, III. hæð, herb. 5. INNILEGA ÞÖKKUM við öllum, sem sýndu okkur samúð við fráfall og jarðarför föður okkar ODDS J. BJARNASONAR skósmíðameistara Anna Oddsdóttir, Ingibjörg Oddsdóttir, Kristján Oddsson, Steingrímur Oldsson. Föðurbróðir minn BENEDIKT GUÐMUNDSSON bóndi• Methven, Perthshire í Skotlandi, andaðist í sjúkra- húsi 9, janúar síðastliöinn. Þórný Þorsteinsdóttir. ^VAW^WAAWVVWVSWAAWyWWSWaVWWWWWWwV í ÞÖKKUM HJARTANLEGA öllum þeim er glöddu I; mig með heimsóknum, gjöfum, heillaskeytum og alla % þá velvild, sem mér var sýnd af skyldmennum og *" kunningjum á sjötugsafmælinu 31. desember síðastl. I; Guð blessi ykkur öll. í ELÍAS ÁRNASON í Hólshúsum. WMNWWWAWWWWWVWWMVSWWWWWWWú VWVV\AVSVVWWVVVWSAWA%%m^VWVwWÖAWWWVWUV ■; ? •t Hér með færi ég innilegar þakkir, öllum nær og fjær, er heimsóttu mig og heiðruðu með gjöfum og skeyt- í •; um, í ljóðum og lausu máli, á 70 ára afmæli mínu 2. janúar síðastliðinn. — Guð blessi ykkur öll. Gísli Ólafsson frá Eiríksstöðum. í niVAV.V.V.W.V.V.V.V.V.V.V.V.V.V.VAV.'AVliVWA

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.