Tíminn - 20.01.1955, Qupperneq 8

Tíminn - 20.01.1955, Qupperneq 8
39. árgangur. Reykjavík, 20. janúar 1955. 15. blað. Mesti vatnsflaumur Rínar í 50 ár. - Signa ógnar Parísarbúum Tvö flutningaskip á einum degi í Ólafsvík Frá fréttaritara Tímans í Ólafsvík. Afli er nú mjög að glæðast hjó bátum í verstöðvum á Snæfellsnesi. Þannig eru Ólafsvíkurbátar nú farnir aö fá ágætan afla. í fyrradag voru tveir aflahæstu bátarmr þar til dæmis með 13 lestir úr róðrinum. Heita þessir bátar Fróði og Víkingur. Á laugardag var mikið ann ríki við höfnina í Ólafsvik. Voru þar þá tvö skip við bryggjur og tóku afurðir til út flutnings. Voru það Jökulfell, sem tók freðfisk og sænskt skip, sem tók saltfisk. AS. Afli Stykkishólms- báta að glæðast Frá fréttaritara Tímans í Stykkishólmi. Afli á Stykkishólmsbáta er svipaður og að undanförnu. Var hann þó heldur meiri í síðustu viku. Hefir komið fyr ir, að tíu lestir öfluðust i róðri en meðalafli á bát er þetta fjórar til sex lestir. Er þá lang sótt á miðin. KG. TVö Mfreiðaslys í gaer í gærdag varð eldri mað- ur, Björn Líndal, Njálsgötu 25, fyrir bifreið á Skúlagötu. Hlaut hann stóran skurð á aðra augabrúnina, en meidd ist ekki mikið að öðru leyti. Var hann fluttur í sjúkra- bifreið á Landsspítalann,þar sem gert var að sárum hans. Þá varð tírengur fyrir bifreið í gærmorgun á Klapparstíg, en hlaut lítil;.háttar meiðsli. Tugþúsundir manna verja þing húsið í Bonn. - Varnargarðar í París. - 20 stiga frost í Vín Bonn, París og Lyon, 19. jan. — Stórrigningar halda enn áfram I Frakklandi og Þýzkalandi, Sviss og víðar á megin- iandinu. Flóðin í ítórám þessara landa vaxa að sama skapi. Verst er ástandið í Rínardalnum og annar eins vöxtur hefir ekki hlaupið í Rín og þverár hennar síðastliðin 50 ár. — Hverfi, sem liggja lágt í Bonn eru undir vatni' og 40 þús. manna reyna að verja þinghúsið fyrir vatnsaganum. Flóð- in hafa rénað í fljótum A.-Þýzkalands, t. d. Doná, enda var í kvöld komið 20 gráðu frost í Vínarborg. Ibúarnir í þeim hverfum Parísar, sem næst liggja Signu hömuðust. sem mest þeir máttu í dag við að hækka varnargarðana á árbökkun- um. Vatnið hækkaði stöðugt í allan dag og veðurfræðing- ar gáfu engin loforö um veð- urbreytingu. Uinferð stöðvuö um brýrnar. Lögreglan stöðvaði alla um- ferð um nokkrar brýr yfir Signu í París, þar eð þess sá- ust merki að brúarstólparnir voru að gefa sig undan vatns- þunga og jakaburði, Það gérir ástandið enn hættulegra, að stíflur hafa myndast í ánni hér og þar af íshroða og jaka- hröngli. Rhone flæðir yfir vínekrur. Litlu minni vöxtur er í mörgum öðrum ám á S.-Frakk landi. Fljótið Rhone flæðir nú yfir bakka sína og er vatns elgurinn sums staðar kominn 5 km. frá fljótsbökkunum yf- ir vínekrur og aldingarða. Margt fólk hefir orðið að flýja heimili sín. í Rínardalnum. Hvergi er hættan meiri en einmitt í Rínardalnum. Haldi fljótin enn áfram að vaxa, er óttast að afleiðingarnar kunni að verða hryllilegar. Eigna- tjón er þegar stórmikið og all- margir hafa farizt. Isalög við Noreg. Á Norðurlöndum er hins Vilja Kísiverjar sleppa föng- 11 gegei uppföku í S.Þ.? r □ □ Dag Hamfnarskjöld og Dulles ræddust við í dag. DuIIes lét í ljós þá skoðun, að almenningsálitið í Bandaríkjun- um væri nú lilynnt róttækum aðgerðum af Bandaríkjun- um sjálfum til að fá fangana 11 Iátna lausa. Bandaríkin mynda samt bíða og sjá hverju S. Þ. fengi áorkað. Meðal erlendra sendsmanna í Moskvu ganga þær sagnir, að Hammarskjöld hafi látið í veðri vaka við stjórnmála- menn í Pekíng, að Peking stjórnin myndi innan skamms fá sæti Kína hjá S. Þ., jafnvel fyrir næsta hauct. Eisenhower forseti sagði blaðamönnum í dag, að hann væri lilynntur því, ef hægt værj að koma á vopnahléi milli Þjóðernissfnna á Formósu og Pekingstjórnarinnar. Hann kvað hernaðarsérfræðinga ekki telja Taichen- eyjar nauðsyn'egar fyrir varnir Formósu, en Peking- stjórnin tilkynnti' í dag, að eyjar þessar myndu teknar ein af annarri. Forsetinn kvaðst ekki viðurkenna, að samningaumleít- anlr í fangamálinu hefðu strandað fyrr en þei'm væri hætt. Tímatakmörk i samningagerð yrðu að markast af viðhorfi þeirra manna, sem að þeim stæðu. Meðan menn eins og Hammarskjöld hefðu von, væri von. vegar frost og snjókoma. — Dönsku sundin, Kattegat og Oslófjörð er tekið að leggja. Vélbátarnir eiga erfitt með að brjóta sér leiö í gegnum ísinn, og ísbrjótar hafa verið fengnir til að halda opinni leið fyrir áætlunarbátinn frá Osló til Halden. Ný Chevroleí bifreið í happ- drætti Iþróttasambands íslands íþróttasamband íslands er um þessar mundir að hleypa af stokkunum happdrætti til ágóða fyrir húsbygg- íngasjóð sambandsins. Vinningur verður einn, Chevrolet- bifreið, smíðaár 1955, af fullkomnustu gerð. Forráðamenn ÍSÍ skýrðu blaðamönnum í gær frá happdrættinu. Benedikt G. Waage, forseti ÍSÍ, skýrði frá því, að sam- bandið hefði skipað nefnd til að sjá um happdrættið, en í henni eru Stefán Run- ólfsson, formaður, Gísli Ól- afsson og Lúðvík Þorgeirs- son. Fyrir húsbyggingasjóð. Stefán Runólfsson sagði, að á þingi ÍSÍ á Akranesi 1953 hefði komið fram tillaga þar sem ÍSÍ var falið að hrinda í framkvæmd happ- drætti til ágóða fyrir hús- byggingasjóð, en ÍSÍ hefir staðið það mjög fyrir þrifum að hafa ekki eigið húsnæði. Húsbyggingasjóðurinn var stofnaður fyrir 25 árum, og í honum eru nú 60 þús. kr. Ef þetta happdrætti tekst vel, ætti húsbygging fyrir ÍSÍ. að geta hafizt hér í Reykjavík. Göngufiskur og ágætur afli kominn á mið Fáskrúðsfirðinga Frá fréttaritara Tímans á Fáskrúðsfirði. í fyrradag komst bátur frá Fáskrúðsfirði á sjó eftir nokk- uð langa landlegu og aflaði þá ágætlega, eða um 15 skip- pund. Lagöi báturinn lóðir sínar á heímamiðum Fáskrúðs- firðinga út og suður af firðinum. _ vel til sjósóknar þar á heima mið á vetrarvertíð. Sjóveður var ágætt meðan báturinn var í sjóferðinni en breyttist til hins verra í fyrra kvöld, svo ekki varö aftur komist á sjó. Þessi eini bátur, sem róið hefir frá Fáskrúðsfirði, þeg- ar gefið hefir í janúar, heitir Bára, og er um 20 lestir. í gærkvöldi bjóst annar bátur frá Fáskrúðsfirði til róðra í fyrsta sinn. Er það 45 lesta bátur, Ingjaldur, sem þangað hefir verið keyptur. Er ætlunin að stunda sjó á þessum bát á heimamiðum Fáskrúðsfirðinga í vetur og telja sjómenn að vel líti út með aflahorfur. Fiskurinn, sem veiddist í síð ustu sjóferð, var eingöngu stór fiskur, ýsa og þorskur. Virðist svo, sem göngufiskur sé kominn á miðin og björgu legt að róa ef að gæftir leyfa. Á Fáskrúsfirði eru tvö góð hraðfrystihús, nýtízku fiski- mjölsverksmiðja, lýsis- bræðsla og önnur hin ákjós- anlegasta aðstaða til að nýta sjávarafla. Hugsa menn því Úrslft í Iiverfa- keppiiiiini í kviild í kvöld fara fram að Há- logalandi úrslitaleikirnir í hverfakeppninni í hand- knattleik. Hefst keppnin kl. 8 með leik í kvfl. milli Vest- ur- og Austurbæjar. Bæði lið in hafa tvö stig. Þá keppa í kfl. til úrslita Vestur- og Austurbær, og einnig verður leikur milli Kleppsholts og Illíða. Vesturbær hefir 4 stig, en Austurbær og Kleppsholt tvö stig, og hafa þessi þrjú lið möguleika á að sigra í keppninni. Oí kalt fyrir raf- lagningavinnu Unnið er að rafveitufram- kvæmdum á Hofsósi, en vegna (Framhald á 7. síöu.í -----■— > —■ — Framsóknarmenn, Hafnarfirði Framsóknárfélag Hafnar- fjarðar holdur fund í Skáta- skálanum við Strandgötu á morgun, föstudag, kl. 20,30. Rætt verður um bæjarmál og verður Eirikur Pálsson, skattstjóri, frummælandi. Sala á miðum er þegar haf in, en dregið verður 15. júlí í sumar og drætti ekki frest- að. Miðinn kostar 10 kr. ÍSÍ heitir á íþróttafólk og al- menning 'að taka happdrætb inu vel, svo þessi draumur þess um húsbyggingu megi verða að veruleíka. íþróttafé lög víðs vegar um landið eru einnig hvött til þess að taka miða til sölu. Tvö vinsæl leikrit komin í safn Menningarsjóðs Bókaútgáfa Menningar- sjóðs hefir nú sent frá sér 9. og 10. hefti’ð af leikrita- safninu. Er þar að finna leik ritin Ævintýri á gönguför eftir J. C. Hostrup í þýðingu Jónasar Jónassonar frá Hrafnagili, en Lárus Sigur- björnsson og Tómas Guð'- mundsson hafa gert breyt- íngar og nýþýðingar. í hinu heftinu er leikritiA Æðikollurinn eitir Ludvig Holberg í þýöingu Jakobs Benediktssonar. Leikritaútgáfa ,Menningar sjóðs er merkileg viðleitni til að gefa út leikbókmenntir og einasta útgáfa sinnar teg- undar í Iandinu. Er hér um að ræða útgáfu, sem: létt getur undir með þeim félög- um, leikfélögum, ungmenna- félögum og öðrum, sem stunda leikstarfsemi. Er þessi útgáfa ekki .^2zt mikils virði fyrif slíká stárfsemi í dreif- býlinu og kauptúnum lands ins, þar s.em pft er érfitt að' fá leikrit til flutnings. En Jón Emil Guðjónsson framkv.stj.; bókaútgáfu Meim ingarsjóðs, segir, að nú sé óvíst um framhald útgáfunn ar ,því talsvert vanti upp á að hún beri sig. Ættu þeir,. sem áhuga hafa á framhalds útgáfu leikbókmennta því að gera sitt tii þéss ,að þeim verði haldið áfram meö því að gerast áskrifendur, en á- skriftagjaldið er aðeins 40 kr. fyrir tvær bækur á ári. Akureyringar heiðra Jónas Kristjánsson forstj. sextugan Frá fréttaritara Tímans á Akureyri. Jónas Kristjánsson, forstjóri IVljólkursamlags KEA varð sextugur 18. jan. s.l. Þann dag heiðruðu samstarfsmenn hans og vinir á Akureyri' hann á ýmsan hátt, enda er Jónas vinsæll borgari, sem nýtur óskoraðs trausts, og á að bakl hið ágætasta starf. Þennan dag sátu samstarfs menn Jónasar í samlaginu og Kaupfélagi Eyfirðinga sam- sæti með honum að Hótel KEA og var þar fjölmenni. Voru honum færðar þar góðar gjafir og ýmis annar heiður sýndur. Honum barst og niik ill fjöldi skeyta. Jónas er fæddur að Víöi- gerði í Hrafnagilshreppi. Hann lauk búfræðiprófi frá Hvanneyri 1914 en sigldi síðan til Danmerkur á vegum KEA til að læra mjólkuriðnað. Mjólkursamlag KEA var síðan stofnaö 1928 og tók hann þeg' ar við forstöðu þess og hefir haft hana á hendi síðan. Fyrsta árið tók samlagið við um 1 millj. lítra, en nú er árs (Framhaia a 7. Blðu).

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.