Tíminn - 26.01.1955, Blaðsíða 4

Tíminn - 26.01.1955, Blaðsíða 4
 TÍMINN, miðvikudaginn 26. janúar 1955. 20, blað. Skrifað og skrafað um bifreiðainnflutninginn riðum, sem greind eru hér að , aö vanskil á gjaldeyri til framan. bankanna koma þegar í ljós. I. Á s. 1. ári fóru fram allmikl ar opinberar umræður um bifreiðainnflutninginn o. fl. í því sambandi, t. d. var deilt um hvort vörubílar og jeppa- bílar skyldu skattlagðir vegna togaraútgerðarinnar, eins og ákveðið var um fólksbifreiðir og sendiferðabifreiðir. Var aðstaða Sjálfstæðis- flokksins mjög erfið í þess- um umræðum, sem kunnugt er. Blöð þeirra beittu því biekkingum og ósannindum í málflutningi, t. d. í sambandi við tillögu Sjálfstæðismanna um að skattleggja jeppana. Á Alþingi báru Sjálfstæð- ismenn fram tillögu um að gefa bifreiðainnflutning frjálsan, og hugðust með því bæta aðstöðu sína. En er til- lagan kom fram um að yfir- færsluskylda fylgdi frelsinu og að fleiri vörum en bílum yrði bætt á frílistann, fór á- hugi þeirra að minnka. Tillag an var ekki afgreidd áður en Alþingi var frestað og ýms atriði málsins litið eða ekki rædd. Hins vegar má telja vist að Sjálfstæðismenn ætli síðar að nota þessa tillögu sem skrautfjöður í blekkinga skyni og þykir því rétt að víkja frekar en orðið er, að nokkrum atriðum þessa máls, einkum þeim, sem lítið hafa verið rædd. 1. Innflutningshöft á vöru tegundum, sem skortur er á í landinu, má ekki afnema á einum degi eða því nær fyr- irvaralaust, heldur á lengri tíma, og alls ekki nema að áður hafi verið bætt úr til- finnanlegum vöruskorti. Gild ir þetta jafnt um bifreiðir, sem aðra vöru. 2. Ef bifreiðainnflutningur er gefinn laus, þarf að sjálf- sögðu að vera tryggt að gjald eyrir sé fyrir hendi til að full nægja eftirspurninni, t. d. á- kveðið tímabil til að byrja með. Að öðrum kosti er frels- ið blekking, sem aðeins eyk- ur misrétti, brask og vanskil á afhendingu gjaldeyris til bankanna. 3. Frjáls innflutningur bif reiða, sé um raunverulegt frelsi að ræða, þýðir að 100% gjaldið til togaranna og 35% gjaldið til ríkissjóðs innheimt ist eftir á i stað þess að nú eru þessi gjöld innheimt áð- ur en gjaldeyrir er í té lát- inn til kaupanna. 4. Gera verður ráð fyrir að bílar hækki verulega í verði ef innflutningur þeirra yrði gefinn. laus, því að nú geta innflytjendur bifreiða-um- boðanna ekki lagt á þann hluta bílverðsins, sem greið- ist með gjaldi af leyfunum og álagning á hinn hlutann er háð verðlagsákvæðum. 5. Sennilegt má telja, að innflutningur á bifreiðum frá jafnvirðiskaupalöndum félli með öllu niður, ef inn- flutningur þeirra yrði felldur undan leyfum. Sama mundi verða um ýms önnur Evrópu lönd, sem bifreiðar hafa ver- ið keyptar frá og þurft hefir að semja við um viðskipti, en slíkir samningar eru oft beint eða óbeint samningar um skipti á ákveðnum vöru- tegundum. 6. Margar vörutegundir eru enn háðar innflutningsleyf- um, sem af ýmsum ástæðum ættu að falla undir innflutn- ingsfrelsi á undan bifreiðum. Má þar meðal annars nefna fiestar byggingavörur, því nær allar vélar, ýms hráefni o.fl. Verður nú gerð nokkur nánari grein fyrir þeim at- II. Flestum mun nú ljóst, að nokkur mistök áttu sér stað, er fríiistinn og bátalistinn voru gefnir. Mistökin lágu að verulegu leyti í því, að list- arnir voru settir fyrirvara- laust og of snemma. Er gjaldeyrisástæður bötn- uðu, hefði auðvitað verið hyggilegast að bæta úr vöru- skortinum á hæfilega löng- um tíma og undir sama fyr- irkomulaginu (leyfisfyrir- komulaginu) og verið hafði tvo s. 1. áratugi og síðan að setja frílistann að nokkrum tíma liðnum í stað þess að gera það fyrirvaralaust. Hefði verið farið þannlg að, myndu ýmsar iðngreinir ekki hafa komist í þá erfiðu aðstöðu, sem raun varð á, er frílistarnir voru settir. Þær hefðu þá haft tækifæri til að' afJa sér hráefna, vinna úr þeim og hafa næga vöru á boðstólum áður en samkeppn in við hina erlendu unnu vöru hófst. Innkaup verzlana hefðu cinnig almennt orðið með cðrum hætti, en eins og kunn ugt er, flæddu lélegar vörur inn í vöruskortinn með óeðli legum hraða um leið og stífl an var tekin burt fyrirvara- laust. Afleiðingin varð sú, að nú eru í landinu lítils- og jafnvel einskis nýtar vörur fyrir margra milljónatugi umfram það sem ætla má að orðið hefði, ef hóflegar og hægar hefði verið að farið. En Sjálfstæðisflokknum var mál, öðrum fremur, að hafa hraðan sem mestan, er rýmk að var um innflutninginn. Þegar þetta er athugað eiga menn máske auðveldara með að skilja, hvers vegna Framsóknarflokkurinn taldi ekki hyggilegt að hefja inn- flutning bifreiða, eftir því nær sjö ára innflutnings- bann, á þann hátt að gera hann að nafninu til frjálsan, þ. e. a. s. án þess, að nokkur örugg von væri um tilsvar- andi frelsi með að fá erlend- an gialdeyri til greiðslu bif- reiðanna. III. Sjálfstæðismenn hafa hald ið því fram, að ekki væri rík ari ástæða til að tryggja fyr- irfram gjaldeyri til kaupa á bifreiðum, ef þær yrðu sett- ar á írílista, heldur en fyrir öðrum frílistavörum. Enginn gjaldeyrir skapast við það eitt að auglýsa frjáls an innflutning, sem eftir því sem innflutningsfrelsið er víð tækara er erfiðara að tryggja gjaldeyri til að fullnægja því. Þetta er augljóst. Frílisti um fram það, sem gjaldeyrisá- stæður leyfa, þýðir því að bankarnir verða að skammta hinn erlenda gjaldeyri. Um leið færist úthlutunarvaldið til þeirra, sem þýðir vita- skuld nýja nefnd, svokallaða „millibankanefnd,“ en ein- mitt í því formi byrjuðu verzlunarhöftin í bönkun- um fyrir rúmum 20 árum. Innílutningsfrelsi, án gjald eyris frá bönkum, skapar sér staka aðstöðu fyrir gjaldeyr isbrask. Freisting þeirra, er afla gjaldeyris eða gjaldeyris verðmæta, verður það mikil, Ýmsir hafa í þessum efn- um aðstöðu til að taka sér rétt sjálfir. Má í því sam- bandi benda á, aö samkvæmt gildandi reglum er heimilt að ráðstafa erlendum umboös launatekjum til greiðslu á öllum vörum, sem eru á frí- lista og mundi svo einnig vera um bifreiðir, ef á frí- lista væru settar. Þcir, sem umboðslaunatekj ur hafa, geta því flutt inn bifreiðir til eigin þarfa og sölu, ef innflutningur þeirra er ekki takmörkunum háður, þótt aðrir, sem sízt minni þörf hafa, yrðu að vera án þeirra tækja, þegar gjaldeyr- ir væri ekki fyrir hendi hjá bönkunum. Sjálfstæðisflokkurinn telur það verzlunarfrelsi, að flytja aðstöðu og úthlutunarvald tii sinna manna og láta þá eina stjórna slíkum málum, en Framsöknarflokkurinn vill raunverulegt verzlunar- frelsi, það er frílista í sam- ræmi við gjaldeyrisgetu og sömu aðstöðu fyrir alla. IV. Flestir munu sammála um að hyggilegra sé að inn- heimta togaraskattinn af bif reiðum fyrirfram í stað þess að gera það eftir á. Ýmsum Sjálfstæðismönnum mun því hafa komið til hugar að hafa bifreið'ainnflutninginn ó- bundinn í því formi að halda leyfafyrirkomulaginu, en af- nema neitunarvald Innflutn ingsskrifstofunnar. í fram- kvæmdinni þýðir þetta, að aliir fengju leyfi fyrir bif- reið, sem vildu greiða tog- araskattinn, sem yrði þá um leið innheimtur fyrirfram eins og nú er. Með þessu fyrirkomulagi yrðu leyfin sams konar papp ír og B-skírteinin eru nú. Gæti þetta haft sína kosti, ef öruggt væri með yfirfærsl una, að hún væri fyrirfram tryggð, en án þess er þetta ekki nothæf aðferö. Er bátalistinn var settur, voru allir sammála um að þær vörur, sem á honum yrðu, fengju forgang með gjaJdeyrisafgreiðslu hjá bönk unum. Var þetta rökstutt neð því, að ekki væri fært að selja B-skírteini fyrirfram með 60% álagi, nema að gjald eyrir gegn því væri viðstöðu- laust látinn í té. Þannig hefir þetta verið í framkvæmd, enda voru bankarnir sam- mála öðrum um þetta. Síðan bátalistinn tók gildi, mun gjaldeyrissala gegn B-skír- teinum aldrei hafa verið tak mörkúð, þótt oft hafi þurft á sama tíma að takmarka hana gegn gjaldeyris- og inn flutningsleyfum og fyrir frí- listavörum. Nákvæmlega hið sama gild ir um leyfi eða skírteini fyr- ir bifreiðum, sem seld eru með 100% eða 135% álagi. Hið opinbera getur ekki selt slíkar ávísanir, ef hætta er á, að t. d. Þióöbankinn telji þær ógildar. Síðla árs 1946 og fram á mitt ár 1947 gaf Nýbygginga ráð út mikið af leyfisávísun- um til manna, er heimiluðu innflutning á bifreiðum. Voru þessar ávísanir ýmist í sím- skeytum, bréfum eða í A- leyfaformi. Ávísanirnar voru undirskrifaðar af formanni Nýbyggingaráðs, sem jafn- framt var fjármálaráðherra síðustu mánuðina af þessu tímabili. Þær voru eins kon- ar frelsisyfirlýsing, því að „Nýsköpunarst j órnin“ vildi hafa innflutning bifreiða á pappírnum sem frjálsastan. Á þessum tímum töluöu Sjálf stæðismenn talsvert um frelsi eins oe- nú. Er þessar ávísanir komu í bankana, synjuðu þeir um gjaldeyri fyrir þeim á þeim forsendum, að hann væri ekki til. Talið er að mikið af þessum pappírum hafi þvælzt fyrir gjaldeyrisyfirvöldunum í mörg ár, þótt farið hafi leynt til að firra ríkið máls- höfðun og vansæmd. Hverjir vilja svona lagað frelsi? Ætli færi ekki fljótt ljóminn af frelsisskrafinu nú með svona vinnuaðferðum, og hvernig hefði farið ef um- rædd leyfi hefðu verið seld með 100% eða 135% álagi? Það, sem gerði rnálið ekki eins alvarlegt var, að þessar ávísanir Nýsköpunarstjórn- arinnar voru látnar í té, án endurgjalds. V. Talið er að krafa Sjálfstæð isflokksins á s. 1. ári um ó- bundinn innflutning bifreiða einkum hinna skattlögðu bif reiða, eigi upptök sín hjá þeim kaupmönnum, er hafa umboð fyrir erlendar bifreiða verksmiðjur og eins konar einlcarétt til að verzla með þær hér, ef innflutningurinn er óháður leyfum. Þessir að- ilar una því illa, að geta ekki tekið verzlunarálagningu á þá skatta, sem nú eru greidd- ir af leyfunum. Þeir fá verzl- ur.arálagningu af tollum og bátagjaldeyrisálaginu og vilja hafa sömu aðstöðu að því er snertir togaraskatt- inn af bílum. Telja þeir þá að stöðu fengna um leið og bíla innflutningurinn sé gefinn laus, þótt það sé aöeins að nafninu til. En þessir aðilar eru ekki aðeins óánægöir yfir því að fá ekki verzlunarálagningu á togaraskattinn. Þeir una bví eínnig illa að annar hluti "bíl. verðsins skuli háður verðlags ákvæðum. Þeir gera sér vonir um að ríkisvaldið hafi bund- ið hendur sínar í þessum efn um fyrirfram, er það gáf frjálsa álagningu á alla vöru, er sérstaklega er skattlögð vegna bátanna, enda enginn munur þar á, ef milliliðir fá aðstöðu til að annást í bili um greiðslu á togaragjaldinu eins og bátagjaldinu. Frjáls álagning á bíla í heild, og þar með á togaragjaldið, telja þeir að falli í sinn hlut um leið og bifreiðainnflutningur verður tekinn undan leyfum. Elér er því á ferðinni eigin hagsmunabarátta, sem Sjálf stæðisflokkurinn mun telja sér viðkomandi, þótt hann sýni almenningi málið í öðr- um búningi en þeim rétta, eins og hann á vanda til í slíkum málum. VI. Hin opinberu afskipti af innflutningsverzluninni á undanförnum árum hafa í verulegum atriðum beinzt að því, að samræma hana út- flutningsverzluninni eftir því sem viðskiptasamningar, gjaldeyrisástæður og sölu- möguleikar útflutningsvör- unnar hafa gert mögulegt á hverjum tíma. Það er því nokkurt vafamál hvort fært sé að undanskilja bifreiðir þessum afskiptum. Með óbundnum lnnflutn- ingi bifreiða yrði erfitt eða óframkvæmanlegt að beina kaupum þeirra til ákveðinna landa, gegn óskum einstakl- inga um val á tegundum, þótt viðurkenna megi að slíkt sé framkvæmanlegt með ýmsar aðrar vörur, t. d. al- mennar búðarvörur. Ekki er það óþekkt, í sam- bandi við viðskiptasamninga, að boðnar séu ákveðnar teg- undir af bifreiðum í staðinn fyrir fisk frá íslandi. Ef um er að ræða bifreiðar, sem ekki seljast í frjálsri sam- keppni vegna verðs eða ann- arra ástæðna, eru slík við- skipti útilokuð, nema hið op- inbera geti lagt „frelsið“ til hliðar. Það er stundum ekki auðvelt að fullnægja óskum O'Tamhalci á 5. síðu.) Allar stærðir af Diesel RAFSTÖÐVU frá hinni þekktu þýzku verksmiðju IMPERIA. Leitið tilboða hjá okkur, áður en þér festið kaup annars staðar. . . T Everest Trading Company Grófin 1 Sími 80969 VWWWWVVWUVVVVNVA^WVWVVUSUnANWUVWUWyi Bezt að auglýsa í TÍMANUM MVWNWMWMAMVIMMVMWUVUVVVWWWUWWC

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.