Tíminn - 03.02.1955, Qupperneq 1

Tíminn - 03.02.1955, Qupperneq 1
t»*c Ritstjóri: Þórarlnn Þórarlnaaon Ótgeíaadl: Pramsóknartiokkarlnn 39. árgangur. Reykjavík, fimmtudaginn 3. febrúar 1955. Skriístofur i Edduhúsl Préttasímar: 81302 og 81303 Afgreiðslusími 2323 Auglýsingasími 81300 Prentsmiðjan Edda 1 27. blað. r Ahafnir athuga félags- útgerð báta í Eyjum Mynd Jessi er af bænum Tashaton á einni hinna suðlægari Tachen-eyja við Kínastrendur. Bandaríkjastjórn hefir ákveðið að taka ekki þátt í vörnum bessara eyja, en Formósustjórn tregðast þó við að flytja brott lið sitt þar, sem er um 20. þúsund manns. Sjjóprófum vef/na strands Egils rauða ehki lokið: Var skipstjóra ekki skýrt frá siglingu skipsins fyrr um daginn? Skipstjóri heldur fast við framburð siim. að Itaitn hafi sjálfnr orðið að taka stýrið Sjópróf vegna strands Egils rauða héldu áfram í gær og lauk ekki. Halda þau áfram í dag kl. 2. í gær kom fyrstur fyrir réttinn Einar Hólm, 2. vélstjóri, síðan bátsmaðurinn Guðmundur Arason, loftskeytamaðurínn Axel Siguröur Óskarsson, og 2. stýrimaður, Pétur Ilafsteinn Sigurðíson. Kom fátt nýtt fram í framburði þeirra. Að lokum kom skip- stjórinn Guðm. ísleifur Sigurðsson, og verður hér getið um framburð hans. Skipstjóri kveðst hafa mið að skipið, sem hann sá kl. 18 Mikill snjór kominn á Austurlandi Frá fréttaritara Tímans á Reyðarfirði. Hér er kominn allmikill snjór og ófært yfir Fagradal nema á snjótaíl, og eru feröir hans yfir heiðina nú alltíðar í sambandi við flugsamgöng- ur, því að það eru nú einu sam göngurnar hingað austur á firði. Bezta veður hefir verið hér síðustu daga. MS. Sýningin i Róm er á nor- rænni nútímalist, yfirlitssýn ing, sem felur í sér allar mögulegar liststefnur, þær sem norrænir iistamenn hafa tileinkað sér. 17 málarar. Héðan eru sautján málar- ar þátttakendur, þeirra á á miðvikudag, og hafi það reynst í NA á kompás. Hann kveðst hafa sagt aé kippa skyldi Agli rauða að skipi þessu og þá hafi staðið við hliðina á sér Berg Nielsen í stýrishúsinu. Hann mundi ekki hvort hann nafngreindi Berg Nielsen, er hann gaf þessi fyrirmæli, en hann hefði taliö sjálfsagt, að Ni- elsen sem vaktarformaður, hlustaði eftir fyrirmælum sínum. Þá sagði skipstjóri, að skipið hefði aðeins verið að tayrja að snúast í hina upp- gefnu stefnu, þegar hann fór af stjórnpalli. Framburður Færevinga. Skipstjóra var taent á þaö, að Nielsen haldi því fram í ***** meðal eru Kjarval, Gunnlaug ur Scheving, Svavar Guðna- son, Júlíana Sveinsdóttir og Sverrir Haraldsson. Fjórir myndhöggvarar senda verk, einnig sex, er senda svartlist armyndir. Nokkuð margar myndanna hafa verið lánað- ar af listasafni ríkisins. framburði sínum, að á tíma- bilinu frá 15,30—18 hafi skip inu verið siglt í austur í um það bil hálfan klukkutíma, og sé sá framburður Nielsen studdur af framburði þeirra Joansen og Viderö Ekki skýrt frá siglingunni. Skipstjóri kveðst ekki hafa oröið þess var, að skip- ínu liafi verið siglt á þersu tímabili og honum hafi ekki verið skýrt frá því, að svo hafi verið gert, en það hafi þó verið venja, ef skip i'nu var kippt upp undir skipin undir Grænuhlíð, að láta hann eða 1. stýrimann vita um það. Skipstjóri telur, að hann hefði átt að vera var við það, ef skipinu hefði verið siglt á þessum tíma. Hann hefði ver ið vakandi allan tímann. Hann vill þó ekki fullyrða, að skipinu hafi ekki verið siglt Enginn við stýrið. Þá sagði skipstjóri enn- fremur, að efti'r að skipið tók fyrst niðri, hafi hann á leiðinni úr kortaklefanum að vélsímanum til þess að hringja á fulla ferð aftur á bak, gefið skipun um að setja stýrið hart í stjórnborða, en það hafi ekki verið gert, og hafi hann því, er hann var bú- inn aö hringja á ferð aftur á bak, hlaupið að stýrinu og sett það hart í stjórn- borða. Kveðst skípstjóri þá ekki hafa tekið eftir nein- I um í stýrishúsinu. Skilur íslenzku. Aðspurður vegna hugsan- legs möguleika, að Berg Ni- elsen hefði ekki skilið fyrir- skipunina, sagði skipstjóri, að hann teldi að Berg Niel- sen skyldi sæmilega íslenzku og vel sé hægt að halda uppi (Framlialct á 7. siðu), Sýning opnuð í gær á verkum sem fara til Rómar í dag verður opnuð í Listamannaskálanum sýning á mynd um þeim, er sendar verða héðan á Rómarsýninguna. Alls verða áttatíu og fjögur málverk send á sýninguna, en í Listamannaskálanum eru sjötíu og átta málverk sýnd. Þau sem á vantar bætast við erlendis. Engar vlðræður mllli dclluaðila og sjó- mcim biðja um að sáttancfnd sc skipnð Frá fréttaritara Timans 1 Vestmannaeyjum. Fkki miðar neitt í samkomulagsátt í vinnudeilunni í Vest- mannaeyjum bg má heita, að verkfallið sé algert varðandi sjósóknina. Þó var einn bátur á sjó í gær c>g aflaði 4 lestir. Var það Frosti Helga Benediktssonar. Nokkrar skipshafnir í Vest- mannaeyjum hafa uppi ráða- gerðir um að efna til félagsút gerðar um nokkra báta og taka þá á leigu hjá útgerðar- mönnum. Sjómannafélagið hefir nú snúið sér til sáttasemjara rík isins og beðið hann að hlut ast til um, að skipuð verði sáttanefnd í deilunni til að hafa á hendi milligöngu um samninga. Fulltrúaráð útvegsbænda- félagsins í Eyjum kom saman í gær og samþykkti áskorun til fiskiðjuvera þess efnis, að þau láti ekki vinna úr þeim fiski, sem kann að koma á land og afgreiði ekki beitu. En beita hefir verið afgreidd handa einum aðkomubát, Snæ fugli, og afli hans unninn í frystihúsi. Eins og sakir standa er því allt í óvissu um samkomulag í vinnudeilunni og engar viðræður farið fram síðustu daga. Sauðfjáreignin vex Frá fréttaritara Tímans í Víðidal. í vetur hefir verið óstillt tíð og oft innigjöf sauðfjár. Bændur hafa allmjög fjölgað fé sínu síðustu árin og mun nú vera fleira fé hér á fóðr- um í hreppnum en nokkru sinni fyrr. Mun það hafa ver ið flest áður um sjö þúsund en er nú á áttunda þúsund. Fénaðarhöld hafa verið ágæt. Kýreign bænda eykst einnig, og er mjólk flutt daglega í mjólkurbúið frá þeim heimil um, sem eru við aðalveg. SL. Engar samgöngur við Akureyri síðustu daga Frá fréttaritara Tímans á Akureyri. Hér er kominn allmikiH snjór og færð orðin erfið um héraðið því að rennt hefir í skafla. Fáir mjólknrbílar komust til Akureyrar í gær, aðeins framan úr Hrafna- gilshreppí en ekki utan af Dalvík eða austan úr Höfða hverfi. Heiðar allar munu ófærar og leiðin suður al- veg ófær. Flugvélar hafa ekki komið í tvo daga og engar eru skipaferðir, svo að Akureyri og nágranna- héruð eru alveg eínangruð þessa dagana. Góður afli Ólafsvík- urbáta í janúar Afli Ólafsvíkurbáta siðasta dag janúar, var góður, eða 8 —15 lestir á bát. Aflahæstur var Fróði, skipstjóri Tryggvi Jónsson, með 15,5 lestir. Afl- inn í janúar er alls 700 lestir í 122 róðrum og skiptist þann ig: Fróöi 17 róðrar, 108 lest- ir, Víkingur 17 róðrar, 100 lestir, Glaður 15 róðrar, 85 lestir, Bjargþór 16 róðrar, 81 lest, Mummi 15 róðrar, 80 lest ir, Týr 15 róðrar, 79 lestir, Þórður Ólafsson 15 róðrar, 79 lestir, Egill 14 róðrar, 78 lestir. Aflinn var ýmist fryst ur, saltaður eöa hertur. AS. Akureyringar ætla að byggja skóla á Oddeyri Fjárbagsáætliin Akurcyrarbæjar samþ. í fyrradag, átsvörin áætluð 9,9 milljónir Frá fréttaritara Timans a Akureyn. Bæjarstjórn Akureyrar samþykkti á fundi sínum í fyrra- dag fjárhagsáætlun bæjarins fyrir þetta ár. Útsvörin eru á- ætluð 9,9 millj. kr. og er það um 700 þús. kr. lægri upphæð en fyrst var gert ráð fyrir. Lækkunin stafar af því, að samþykkt var að taka hálfr- ar millj. kr. lán til fram- kvæmda á árinu en jafna ekki öllu framkvæmdafram- laginu niður. í þessum út- gjöldum eru þó 750 þús. kr. til hins nýja hraðfrystihúss á Akureyri. Þá var samþykkt að leggja fram nokkurt fé á þessu ári til byggingar nýs barnaskóla á Akureyri, og verður hann byggður á Oddeyri. Barna- skólinn á Akureyri er nú orð- inn allt of lítill og þykir rétt- ara sökum stærðar bæjarins að byggja nýjan skóla á Odd eyri fremur en stækka barna skólahúsið uppi á brekkunni.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.