Tíminn - 03.02.1955, Side 4

Tíminn - 03.02.1955, Side 4
 TÍMINN, fimmtudaginn 3. fcbrúar 1955. 27. blað. KARL 1 KOTI: Orðið er frjálst Peningar - vinna - verkföll Peningar eru ávísanir á verðmæti. Þess vegna sækj- ast menn eftir meiri og meiri peningum. En eftir þvi sem minna verðmæti fæst fyrir peningana, verða menn hirðu minni um þá og fara ver með þá. Á ungdómsárum þeirra, er nú eru orðnir rosknir menn, virtust peningar vera ein- hver traustasta eign, sem menn gátu átt. Þá lögðu menn krónurnar á sparisjóð ef þeir kappkostuðu að verða efnalega sjálfstæðir, eða vildu tryggja sig fyrir sjúk- dómum eða erfiðleikum elli- áranna. En mest hefir þetta reynst hlekking, því fé það, sem spar semdar- og ráðdeildarmenn- irnir hafa lagt í banka og sparisjóði, hefir orðið sára- lítils virði, hafi það verið þar lengi. Aftur á móti hefir það mjög hjálpað athafnamönn- um til framkvæmda og mörg um kaupsýslu- og braskmönn um til auðsöfnunar. Það verða allir að viður- kenna að þeir, sem trúað hafa þjóðfélaginu fyrir pen- ingum sínum í gegn um ríkis tryggða banka og sparisjóði hafa tapað þeim að miklu leyti, þ. e. í sívaxandi verð- rýrnun þeirra. Væri hægt að orða það þannig, að þjóðfé- lagið hefði sí og æ verið að hegna ráðdeildar- og spar- semdarmönnunum fyrir að vera að draga saman veltu- fé handa einstaklingum og þjóðfélaginu í heild, en verð- íauna kaupsýslubraskið, eyðsl una og ráðleysið. Enda er svo komið að spar semi, nýtni og fyrirhyggja einstaklinganna er farið al- mennt að nota sem hnjóð í garð þeirra, sem eitthvað reyna að halda í þær fornu tíyggðir. Nú er það líðandi stundin, hver sé duglegastur að 3,gramsa“ með einhverju móti sem mest. í sinn eigin vasa og vera svo sem fljótastur og duglegastur að eyða því aft- ur — eftir því er hann flott- ari maður — og meira í há- vegum hafður! Og þó eru við stjórnvölinn ýmsir þeir menn sem sjá lítið annað en fram- tak einstaklinga, auðsöfnun þeirra og frjálsræði yfir eig- in afla, eigi að vera sem allra mest. En með þessu fram- ferði sínu eru þeir einmitt að eyðileggja undirstöðuna að því að þjóðfélagið saman standi af sem flestum efna- lega sjálfstæðum mönnum. En væri nú ekki kominn tími til að fara að hugsa sig um hvort verið sé þarna á réttri leið í þessum efnum, Þó að afkoma og lífskjör ein staklinganna hafi yfirleitt verið í sæmilegu lagi á und- anförnum árum og sé enn — og líklega með því bezta, sem gerist í heiminum, — þá má ekki gleyma því, að við bú- um hér að ýmsu leyti á nokk uð erfiðu landi og að undir- stöður undir okkar einstak- Ings- og þjóðfélagsbúskap eru ótraustar. Þrátt fyrir miklar tekjur — og þær óvæntar og margir telja óheilbrigðar — er margt í þjóðarbúskapnum eins og á syndandi feni, þó að það velti áfram á styrkjum og með því að vera sífellt að éta upp verð gildi þeirra peninga, sem ráð deildarmenn hafa trúað lána stofnunum fyrir á liðnum tímum. Og nú virðast vera fram- undan átök verkalýðsfélag- anna um hækkað kaup í krónutölu, þ. e. ennþá meiri rýrnun verðgildis peninganna, styttri vinnutíma, þ. e. minni vinnuafköst og þar með rýr- ari þjóðartekjur, eða í þriðja lagi löng veikföll, sem eyði- leggja í stórum stíl afkomu einstaklinganna og valda þj óð félaginu stórfelldu tjóni á nauðsynlegum verðmætum. Þó að hið vinnandi fólk sé stundum nauðbeygt til þess að grípa til verkfalla, þá eru þau venjulega neyðarúrræði, bæði fyrir einstaklinga, sem taka þátt í þeim og fyrir allt þjóðfélagið. En hefír verkalýðurinn ekki afsakanir, Jú, sannarlega. Og það stærri heldur en ýms ir úr þeirra hópi halda fram. Þeir segja margir að sjálfsagt sé að nota sömu aðferð og prangarinn, að þegar þurrð sé á vörunni, sé sjálfsagt að nota tækifærið og hækka hana í verði. Nú sé tregða á verkafólki og þá sé sjálfsagt að nota tækifærið og fjölga krónunum, þótt þær verði að sama skapi verðminni eftir nokkrar vikur, það er minna hugsað um. Þetta er engin lækning. Vanalega hafa þeir, sem versta og ótryggasta vinn- una inna af höndum ,lægsta kaupið og lökustu lífskjörin. Og þeir reyna svo með sam- tökum sínum að klóra í bakk ann að komast í áttina til þeirra, sem ofan á hafa orð ið í lífsbaráttunni. En hins er þá ekki allaft eins gætt, að stundum er gripið í sinu- strá á floti, þegar reynt er að bjarga sér upp á bakkann. Þannig er hætt við að verði nú eins og ástatt er, að krónu fjölgun á tímakaupi og styttri vinnutími frá því sem nú er orðið, verði að mestu til þess að nema verðgildið úr pen- ingunum, en auðvitað er það verðgildi peninganna, sem mestu varðar fyrir verka- og launafólk. Eftir því sem krónurnar verða fleiri og verðminni gengur þeim hraðar að ná þeim raunverulegu verðmæt- um (fasteignum o. fl.) í sín yfirráð, sem komizt hafa yf- ir margskonar eignir með réttu eða röngu móti. Við fjölgun og rýrnun krón unnar, verður launamaðurinn ver launaður, en eignamenn- irnir ríkari, því þeir eiga venjulega eignir sínar mest- ar í öðru en peningum. í síðasta stórverkfalli breyttu verkalýðsfélögin frá venjulegri stefnu sinni í kröfum sínum og kröfðust að fá meiri verðlækkun heldur en krónufjölgun. Er vonandi að þau haldi þeirri réttu stefnu sinni áfram nú, þó að háværar raddir muni innan raða þeirra um að fara krónu fjölgunarleiðina. En það þarf miklu víðtæk ari lækkanir heldur en síð- ast. Ríkisbáknið, rekstur höf uðstaðarins, skriffinnsk- an og léleg vinnubrögð, ekki sízt þeirra, er hærra eru sett ir, eru alveg að sliga vinn- andi fólkið. Það eru mörg grátleg dæmi hér um, sem ekki er rúm til þess að drepa á nú, en sem flestir geta- séð líti þeir umhverfis sig. En til þess að kippa þessu i lag eru engin öfl líkleg til nema ef það væri samtaka- máttur vinnandi fólksins. Milliliða- og margs konar afætulýður er oröiryi svo fjölmennur í landinu, að það dugar ekki að það sé sundr- ung meðal þeirra, sem í raun og veru halda þjóðfélaginu uppi. En það eru ■ fyrst og fremst sjómenn, bændur og verkamenn, þótt störf ýmissa fleiri séu líka oft nauðsynleg. Hvað segja menn um þaö uð fóðra t. d. allt upp undir 300 heildsala í Reykjavík (er fjölga nálægt 10% árlega) og það gríöarstóra húsnæði og fjölda starfsfólks, sem þeir þarfnast, til þess að flytja þær vörur inn í land- ið, sem tekst að troða inn á fólkið með „frjálsri verzlun". Eða um þúsund verzlanir í Reykjavík. Hvað ætli þær a. m. k. 500 óþörfu kosti mik ið almenning? Það er ekki svo að skilja 3,ö kaupmenn og heildsalar sóu verri menn yfirleitt held ur en aðrir almennt. Þeir eru einmitt oft duglegir menn. En þeir nota sér tækifærin, sem þjóðfélagið gefur þeim. Og ekki mikil ástæða að illsk ast við þá fyrir það. En al- menningur ætti að líta í sinn eigin barm, þegar skattarnir og dýrtíðin ætla að sliga hann. En hver er lausnin? Nota sína eigin hugsun, auka víðsýni sitt og samtaka máttinn. Þá koma ráðin. Tímavinnukaupið verður sennilega mest deilt um í komandi átökum um lífs- kjörin. En tímakaupið er eitt það vitlausasta fyrirkomulag sem hangið er í að nota sem verðmælir launanna. Senni- lega er það gert af því oft- ast er svo hægt að lalla und- an brekkunni. Afköstin á auðvitað að launa og verðmætin, sem framleidd eru. Dæmi: Tveir menn vinna nákvæmlega samskonar verk í tímavinnu gegn kr. 12,50 á klukkutím- ann. Annar gerir verkið á 4 klukkutímum og fær fyrir þaö 50 kr., en hinn gerir það á 8 tímum og fær fyrir það kr. 100,00. Flestir ættu að geta séð, hve svona fyrir- komulag er vitlaust, niður- dragandi fyrir einstakling- ana og stórtap fyrir þjóðfé- lagið, sem á svo mikið ógert í landinu, almenningi til heilla. Ýmiskonar form getur kom ið í stað tímakaupsins, að meira eða minna leyti fram- leiðslunni og verkamönnum til hagnaðar. Þar eru Rúss- arnir sennilega framarlega með sitt Stakkanokerfi, þar sem afköstin eru lögð í dags verk og menn fá þá kaupið á dag eftir því sem þeir af- kasta: Vz dagsverk, heilt, hálft annað, tvö o. s. frv. Með þessu lagi getur dugn aðarmaðurinn og sá, sem vill leggja mikið á sig, haft mjög hátt kaup. Á Norðurlöndum og Bret- landi, þar sem menningin er talin á einna hæstu stigi, hvað vera algengt og vaxandi að_ hópar vinnandi manna (Framhald á 6. síðu). ! / slendingalyættir !■—... ,----------------- Dánarminning: Kortrún Steinadóttir í dag er til moldar borin aö Hvanneyri í Borgarfirði ekkjan Kortrún Steinadóttir frá Grund. Kortrún var fædd að Valda stöðum í Kjós, 9. maí 1870. Árið 1901, 11. maí giftist hún Bjarna Péturssyni hreppstj. á Grund í Skorradal. Tók Bjarni við búsforráðum af föður sínum á Grund og bjuggu þau hjónin þar með rausn og prýði allan sinn þúskap. Þau eignuðust þrjú mannvænleg börn, Kristínu, Pétur og Guðrúnu. Sumarið 1928 missti Kortrún mann sinn, var það þungt áfall fyrir hana, að sjá á bak hon um svo að segja á bezta ald ursskeiði. Búskap sínum hélt hún áfram með aðstoð barna sinna og mágkonu, sem með henni davldist alla tíð. Seinna, þegar heilsa henn- ar tók að bila afhenti hún syni sínum öll búsforráð á Grund, hann var þá kvænt- ur Guörúnu Davíösdóttur frá Arnbjarnarlæk. Fluttist Kortrún skömmu síðar til dætra sinna, sem báðar áttu heimili hér í Reykjavík og bjó lengst af hjá Kristínu dóttur sinni, sem gift er Kristjáni Þor- steinssyni frá Miðfossum. Eftir aö hún flutti hingað suður, verður hún fyrir þeirri þungu raun að missa einka- soninn, Pétur, ungan og efni legan og dáðan af öllum er þekktu, mann, sem miklar vonir voru tengdar við. Þegar ég, sem þetta rita, kom óreynd og ung að árum að Hesti í Borgafirði, heyrði ég þar margra heimila getið, heimila, sem mikill ljómi stóð af, eitt þeirra var Grund í Skorradal. Það mun vera nálægt klukkutíma gangur milli Hests og Grundar. Ég fór oft fótgangandi milli bæj anna og fannst þaö ekki langt. Það var ávallt eitt stærsta og mesta tilhlökkun arefni bæði mín og barnanna minna, að eiga að fara „suð- ur að Grund“. Ekki mun það hafa valdið mestu um til- hlökkun okkar, hvað fallegt þar var — en fegurð staðar- ins er sögufræg, — nei, það var heimilið sjálft, glæsileiki þess, en þó öllu fremur þessi hjartans hlýja, sem mætti manni hvarvetna, sem dýpst áhrif höfðu á mann. Heimil- isfólkið allt var sem ein fjöl- skylda, sem var samhent í að gjöra heimilið sem bezt og setja á það sérstæðan menn ingarbrag. Og þegar ég nú, eftir nærfellt 40 ár, hugsa til fyrstu áhrifanna, sem ég varð af Grundarheimilinu, finnst mér bjartur og hlýr í íidvari fara um sál mína. Ég minnist þeirra hjónanna, sem hvort í sínu lagi báru með sér mikinn þokka, barn- anna þriggja, sem þá voru um og yfir fermingu, mjög efnileg, uppeldissystur þeirra og frænku, Petrínu Fjeldsted, sem andaðist skömmu síðar ung og efnileg stúlka. Þá minnist ég Pálínu Pétursdótt ur, sem þá var á bezta aldri og setti sinn svip á heimilið og litla drengsins hennar, Ólafs Hanssonar, síðar menntaskólakennara. Þá minnist ég og gömlu konunn ar, móöur Bjarna, sem dvaldi hjá syni sínum og tengdadóttur til æviloka. Ég man að ég spjallaði lengi við hana, hún var ern og furðu hress, þrátt fyrir háan aldur. Fyrir hugskotssjónum mín um sé ég Grundarheimiliíf, samhent og elskulegt með miklum menningarbrag. En það er ekki á allra færi að skapa slík heimili, og það þarf styrka hönd til að stjórna þeim. Annir dagsins fóru ekki framhjá Grundarheimilinu. Bæði var, að bærinn var í þjóðbraut og gestrisnin róm uð langt að, enda mun þar cft hafa veri'ð gestkværht bæði af langferðafólki ög mönnum úr nágrehninu. Um margt hefir því þurft áð hugsa ekki síður innán húss en utan, og því mikið mætt á húsmóðurinni. En ég hygg að fáir hafi séð þess merki á Kortrúnu, þar var ævinlega að finna sömu rósemina og hlýjuna, enda átti hún góða aðstoð, þar sem Pálína mág- kona hennar var, sem alltaf var hennar önnur hönd. Með hlýjum hug minntist hún oft á Pálínu við mig og þá ómet- anlegu hjálp er rún alla tíð hefði veitt sér. Ég veit að hún var þessari elskulegu vin- konu og mágkonu þakklát, og sömuleiðis að hún var dætrum sínum þakklát fyrir alla þá umönnun er þær auð- sýndu henni í þessari löngu og erfiðu sjúkdómslegu. En ég veit líka að við erum mörg sem viljum þakka þér Kort- rún, íyrir alla hlýjuna og góð vildina. Við stöndum eftir og réttum þér kveðjuorðin yfir djúpið. Hafðu þökk fyrir allt og allt! Sigríöur Björnsdóttzr. Hnefilsdalur (hálf jörðin) | í Jökuldal er til sölu og laus til ábúðar í næstu fardög | um. Rafstöð fylgir. Réttur áskilin til að taka hvaða a tilboði sem er eða hafna öllum. | Semja ber við eiganda og ábúanda jarðarinnar | Valdlmar fiuðjóiisson ú Hnefilsdal, Jökuldal (sími á staðnum).

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.