Tíminn - 03.02.1955, Qupperneq 7
27. blað.
TÍMINN, fimmtudaginn 3. febrúar 1955.
7.
DANARMINNING:
Gísli G. Krisfjjánsson
„Ég finn til skarðs við auðar
raðir allra, er áttu rúm á sama
aldarfari".
Ósjálfrátt komu mér í hug
þessi orð Klettafjallaskáldsins
er ég heyrði andlátsfregn
Gísla G. Kristjánssonar fyrr
verandi bónda og skipstjóra.
Hann lézt rúmlega áttræður
að heimili sonar síns, Guðm.
G. Hagalíns skálds og rithöf-
undar í Kópavogi 28. jan. s. 1.
í dag verður hann borinn
til moldar frá heimili sínu,
Barónsstíg 33, Reykjavík. Gísli
Kristjánsson var kominn af
traustum, vestfirzkum bænda
stofni, fæddur að Lokinhömr
um í Arnarfirði þjóðhátíðar-
árið 1874, sonur merkishjón-
anna Sigríðar Ólafsdóttur frá
Auðkúlu í Arnarfirði og Krist-
jáns Oddssonar bónda að Lok-
inhömrum. Árið 1876 fluttist
hann með foreldrum sínum að
Sellátrum í Tálknafirði, en
1887 flyzt hann svo meö for-
eldrum sínum að höfuðbólinu
Núpi í Dýrafirði, er faöir hans
keypti og dvaldi þar til árs-
ins 1896, er faðir hans flyzt
að Lokinhömrum í Arnarfirði.
Árið 1887 kvæntist Gísli
frændkonu sinni Guðnýju G.
Hagalín frá Mýrum í Dýra-
firði, dóttur Guðm. Hagalíns
Guðmundssonar og Rósa-
mundu Oddsdóttur. Voru þau
hjón því systkinabörn. (Guð-
ný lézt fyrir 2 árum).
Aldamótaárið 1900 tók Gísli
við búi af föður sínum og bjó
að Lokinhömrum til ársins
1912, er _þau hjón fluttust að
Haukadal í Dýrafirði. Árið
. 1916 fluttust þau að Ytrihús-
um í Dýrafirði og bjuggu þar
til 1923, er þau fluttu alfarin
tiL Reykj avíkur.
Þau hjón eignuöust 10 börn,
4 dætur og 6 syni. Auk þess
ólu þau upp 1 fósturson. .Af
þessm 11 barna hóp eru nú
aðeins 3 á lífi: Fanney, gift
Ingólfi Gislasyni verzlunar-
mannj og bónda að Fitjakoti
í Mosfellssveit, Þorbjörg, gift
Sigurði Helgasyni fulltrúa bæj
arfógeta á Akureyri, og Guðm.
G. Hagalín, Kópavogi, kvænt
ur Unni Aradóttur.
Eins og flestir drengir Vest
fjarða kynntist Gísli snemma
sjóferðum. Á 12. ári fór hann
fyrstu sjóferðina og upp frá
því lék „Báran blá“ söngtöfra
hafgyðjunnar í hljóðnæm
eyru æskumannsins. 19 ára
gamall verður hann stýrimað
ur og 20 ára skipstjóri, ýmist
á vélbátum eða stærri þilskip
um. Þótti hann þar næsta
fengsæll í sjósóknum og af-
burða stjórnari, eins og hann
átti kyn til. Eftir að Gísli
fluttist til Reykjavíkur sótti
hann sjó á togurum til ársins
1929 að hann gerðist starfs-
maður hjá Rafveitu Reykja-
víkur og stjórnaði þar aöal-
léga laxaklakstöðinni við Ell-
iðaár.
Fórst honum það starf giftu
samlega úr hendi, því að mað
urinn var bæöi árvakur og
traustur í starfi. Og fóstur-
launin brugðust ekki, „því
lengi býr að fyrstu gerð“.
Laxaklakið við Elliðaár mun
nú vera eitt lífvænlegasta
brautryðjendastarf í fiskirækt
armálum hérlendis.
EHns og fyrr segir urðu þau
hjóiiin að sjá á bak 7 einka-
böraum og fóstursyninum,
þar af 3, sonum uppkomnum,
er voru mikil mannsefni, 2
druljKknúðU: Ólafur og Gísli
(fóstursonurinn) en Hörður
dó 16 ára í Reykjavík. Hin
börnin.5 dóu á ungum aldri.'
Ég hygg að Guöný og Gísli
hafi báóði sameiginlega getað
tekið /iyidir túlkun skáldspek
ingáijséj' er_ hann kvað við
frsfiÍP og sonarmissi:
„Og bölið manns sjálfs er því
bærra,
sem hugur og hjartað er
; stærra“.
Trúm á lífið, bjartsýnin og
guö'straustið voru hinir
„vígðu; þættir“ manndóms og
skapgerðar,; er vísuöu veginn
gegnúm „brim og boða“ í haf-
róti m-annlífsbaráttunnar. —
Og eru það ekki einmitt þessir
þættir, sem hafa haldið þjóð
arsál íslendinga vakandi fram
á þennan dag? Ég veit, að sá,
sem við ‘fylgjum til moldar í
dag sleppti aldrei tökum á
þessum heilögu véum lífstrú-
arinnar, og hefir með því stað
fest ódauðlega arfleifð eftir-
komendum sínum.
Gísli Kristjánsson lifði
þroskaskeið sitt við hin miklu
straumhvörf aldamótaáranna,
er þjóðin var að vakna til
sjálfsvitundar eftir margra
alda bóndabeygju erlendrar
einokunar.
Hann var félagslyndur mað
ur að eðlisfari og framsækinn,
alinn upp við hinn síkvika út
sæ, er krefst árvökulla augna
og ötulla handa, ef takast átti
að „færa börnunum brauð,
byggja grunn undir framtíðar
höll“. Gísli var bjartsýnismað
ur, bókhneigð var honum í
blóð borin, en hafði sig lítt í
frammi á strætum og gatna
mótum, ávaxtaði þess frekar
kjarnann í sjálfum sér. Hann
átti ríka kímnigáfu og gat vel
tekið undir orð skáldsins:
„Haft minn skerf af hlátri að
þér,
heimur minn — ef þú vissir“.
Þeir eru nú óðum að kveðja
hinir Vestfirzku sjávarbænd-
ur og kopur þeirra. — En þeir
standa eins og brimsorfnir
bautasteinar upp úr flæðar-
máli minninganna þessir
handheitu og hjartahlýju
verðir útnesjanna, með þand
ar stáltaugar og snerpu þraut
seigrar lífsbaráttu, — í fyllsta
samræmi við „ófærur“ og
fjallaklif Vestfjarða. — Við
sem stöndum eftir á strönd-
inni, heyrum óminn af þeirra
síðustu sálumessu:
„í voðanum skyldunni víkja
ei úr
og vera í lífinu sjálfum sér
trúr“.
Brosandi lagði vinur vor
Gísli upp í síðustu fjallgöng-
una, típp á útsýnistindinn •—
inn í hina
„nóttlausu voraldarveröld,
þar sem víðsýnið skín“.
Blessuð sé hans minning.
Bjarni ívarsson.
Sjópr^fiu
(Framhald aí 1. síðu).
samræöum við hann um al-
geng efni t. d. sjómennsku.
Telur skipstjóri, að Berg Ni-
elsen hafi skilið fyrirmæli
þau, sem hann gaf um sigl-
ingu skipsins, en man ekki
hvort Nielsen hafi í umrætt
skipti endurtekið fyrirskipun
ina. —
Svipmyndir . . .
(Framhald af 3. síðu).
að kollsigla sig alls staðar
og leiðir venjulegast af sér
liaftabúskap, sem kalla mætti
hemlaðan kapítalisma.
Verkalýðz/rinn má ekki
missa sjónar af meginmark
miði stéttarbaráttunaar,
sem er að tryggja vinnunni
herraréttinn yfir fjármagn
in u.
Kapitalisminn gerir enga til
raun til að tryggja verkalýðn
um þennan rétt og sósíalism
inn getur það ekki. Það hafa
jafnaðarmenn é. Vesturlönd-
um viðurkennt í verki.
Samvinnustefnan er ein
af haldbeztu úrræðum al-
þýðunnar í kjarabaráttu
hennar og þetta verður að
gera verkalýðnum skiljan-
legt.
sfélög unumarí
Neytendasamvinnufélögin
verður að byggja upp fyrst
áður en ráðist er í stofnun
framleiðslusamvinnufélaga 1
iðnaði og þjónustu. Kaup-
félögin verða að sigla fram
hjá skerjum í sambúðarmál
um við vinnuaflið, ef það
tekst ekki, ná þau ekki sam-
starfi við verkalýðinn. Það
er ekki laust við að nokkuð
beri á sambúðarárekstrum í
starfi stærri samvinnufyrir-
tækja við vinnuaflið t. d. í
verkföllum. Þetta ber að forð
ast.
Samvinnurekinn fyrir-
tæki í iðnaði og þjón?;stu
skuhí rekin í sanrmmzu
kanpfélaga og verkafólks
efía af samvinnlifílögnm
verkafólksins sjálfs.
Þannig blómgast samvinnu
hreyfingin bezt.
IComa verðnr á kynningar-
starfsemi meðal verkalýðsins
á gílc'd samvinnunnar.
Á bernzkuárum kaupfélags
skaparins hér á landi riðu
þeir um héruð Jón í Múla og
Sigurður á Yzta-Felli og
vöktu áhuga á gildi sam-
vinnustefnunnar. Þetta starf
þeirra er ómetanlegt. Þannig
trúboösstarf þarf nú að hefja
í trötium verkamanna. Til-
gangslaust er að sofna kaup
félög eða framleiðslusamfé-
lög nema vakin sé áhugi fé-
lagsmanna fyrri gildi þeirra.
Hér í Reykjavík, háborg sam
keppninnar, er mikið starf
óunnið af hálfu samvinnu-
manna. Leysa verður kaup-
félagsskapinn hér í bæ úr
dróma og gera hann að al-
menningseign Reykvíkinga.
í kjölfarið komi framleiðslu
samvinnufélög í nyezluiðnað
inum. Lokatakmark allrar
kjarabaráttu sem er sann-
virði vinnunnar getur þann
ig skapast í auknum mæli.
Sannvirði vz'nnn og vöru er
grnndvöllur fjárhagslegs lýð
ræðis.
Lýðræðið er tvíþætt stjórn
arfarsleg og efnahagslegt.
Mikið skortir á í núverandi
þjóðskipulagi, að alþýða
manna búi við efnahagslegt
lýðræði, en það er á hennar
valdi að skapa það. Samtaka
máttitr alþýðunnar er það
afl, sem arðránsöflin hræð-
ast. Þetta afl ber alþýðunni
að nota til að skapa sér til
handa, réttinn yár eigín
vinnu og herraréttÍMa yfir
fjármagninu.
Skapa verfwr rilti»T«Id,
.Samvlmiait sæíti . .
(Framhald af 5. síðu).
deildar sinnar með 2 klst. fyrirvara.
Þrátt fyrir þennan viðbúnað, er
mönnum ljóst, að naumast myndi
landamærasvæðunum haldið til
lengdar fyrir voldugum fjand-
mannaher. En sagt er, að hamra-
veggir St. Gotthardsskarðsins hafi
verið holaðir og þar komið upp
einhverju rammgerðasta vigi ver-
aldar. Reiknað er með, að þar megi
verjast lengi, þótt allt Svissland sé
annars í óvina höndum. Þá er þess
að geta, að öllum héraðsstjórnum
ber að gæta þess, að vistir séu næg
ar til minnsta kosti 3 mánaða í
héraðinu.
Oft er um það deilt, hvort Sviss-
lendingar geti talizt ein þjóð. Ef
við með þjóð ejgum við íbúa á til-
teknu landssvæöi, sem tali eina og
sömu tungu, þá geta Svisslendingar
ekki talizt þjóð. fbúarmir tala fjög-
ur tungumál og greinast af þeim
sökum í jafnmarga hópa, sem eru
um margt óllkir, rétt eins og vatn-
ið af svissnesku háfjöllunum steyp-
ist til fjögurra höfuðátta. Og ekk-
ert þessara fjögurra mála hefir náð
að þróast í svjssneskt ritmál, á
sama hátt og t. d. hollenzka.
Engu að síður er það staðreynd,
að mjög sterk þjóðernistilfinning
ríkir meðal Svisslendinga. Þessi til-
finning á sínar sögulegu rætur i
frelsisbaráttu landsmanna, sem stóð
af <pg til í 500 ár (1291—1815) og
var háð gegn óvinum i suðri, norðri,
austri og vestri.
Stjórnarskrá Svfsslands er frá
1848. Ágæti sitt hefir hún því sann
að með tilveru sinni í meira en
heila öld. Skv. stjórnarskránni skipt
ist ríkið í 22 fylki — kantónur —
sem allar eru jafnréttháar og njóta
víðtækrar sjálfstjórnar. Sambands-
þingið i Bern fer með æðsta lög-
gjafar- og framkvæmdavald.
Sambandsþingið er myndað af
þjóðfulltrúum, sem kosnir eru af
öllum fullorðnum karlmönnum í
landinu í þessu mjög svo íhalds-
sama þjóðfélagi hafa konur enn
ekki fengið kosningarétt) svo og 2
íulltrúum, sem útnefndir eru af
hverri kantónu. Sambandsþingið
velur svo ríkisstjórn, en ráðherrarn
ir eru 7, kosnir til 2 ára, en venju-
legast endurkjörnir. Þeir skiptast
síðan á um að vera ríkisforsetar, eitt
ár í senn. í samræmi vjð skiptingu
landsmanna eftir mállýzkum, eru
venjulega 4 ráðherranna þýzkumæl
andi, 2 tala frönsku og einn ítölsku.
Ascona, þar sem ég dvelst um
þessar mundir, liggur við Maggiore
vatn, í þeim hluta landsins þar sem
ítalska er töluð. Málið er þó mjög
blandað. Það kynlega er, að setn-
ing sem þessi: Merci vielmals, Sign-
or“ hljómar alls ekki óeðli’ega.
Vatnsflötur Maggjore liggur aðeins
196 metra yfir sjávarmál og er
lægsti staður landsins. Til suðurs
sér til Ítalíu, og það er aðeins 2
klst. gangur til landamæranna.
Bæði loftslag og gróður ber ótví-
ræð einkenni Suðurlanda. Einstöku
sinnum fellur hér snjór, en tekur
upp eftir 1 eða 2 daga. Enn sjaldn-
ar kemur hér frost. Sýprusviðir,
magnolíur, pálmar og pinjur setja
svip á landslagið. Hér og þar má
sjá ejnmana og óræktarleg banana-
tré, sem aldrei bera þó fullþroska
ávexti. Við erum nefnilega á 46°
norðlægrar breiddar og þrátt fyrir
veðurblíöuna allmiklu nær Noregi
en hitabeltislöndum.
sem hefir þetta að megin-
markmiði og styður verka-
lýðinn í frjálsum samtök-
um til cfnahagjfiegjs lýð-
ræðis. Samvinnumenn geta
ekki unnt því hlutskipti til
Icngdar að deila hlnt naéð
erkióvininum, samttéppníS-
mönníféú.
llllllllllllllllllltlllllllllllllIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIUIIIIIIIIIII
UNIFLO.
MOTOR OIL
Ein þykUt,
er kemur í stuð |
SAE 10-30
[ Olíufélagið h.f. [
SÍMI: 81600
lllllllllllllllllllllllllllllllllllllMlllllllllllllllllllllllllllllllt
aiiiiiiiiliiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiMfiiiiiiiiiiiiiiiniiii
I Reykjavík — |
1 Keflavík — j
( Kópavogur j
i Fyrsta flokks pússninga- |
I sandur. — Upplýsingar í |
| síma 81034 eða 10 b Vogum |
llllllllllllllllllllllllllllllllllllllllll.MlllllllllllllllllllllÍ
1.8. Droooini
Alexasdrine
fer frá Kaupmannahöfn til
Færeyja og Reykjavíkur þ.
11. þ.m. Flutningur óskast
tilkynntur sem fyrst til skrif
stofu Sameinaða í Kaup-
mannahöfn. — Frá Reykja-
vík fer skipið þann 19. þ.m.
til Færeyja og Kaupmanna-
hafnar.
Skipaafgreiðsla
Jes Zimsen
Erlendur Pétursson.
IIIIIIIIIIMIIIIIMIIMIIIIIIIIIIIIIIMMIMIIIIIIIMMIIIIIIIIIIIIM«
I Kvensilfur I
I Smíðað, gyllt og gert við. |
í Trúlofunarhringar eftir |
i pöntunum. |
1 Þorsteinn Finnbjarnarson i
j Njálsgötu 48 (horni Vita- i
stígs og Njálsgötu)
aflllllllMMIIIIIMIIIIIMIItlllIIIIMIIIIIIIIIMIIIIIIIIMIMMIMla
Örugé oé ánægð með
trýééinéuna hjá oss