Tíminn - 03.02.1955, Qupperneq 8
Hafa Bandaríkin gefið Soforð
um að verja Quemoy og Matsy
Washington, 2. febrúar. — Eisenliower forseti ræddi í dag
við blaðamenn. Hann neitaði að' svara af eða á þeirri spurn-
jngu, hvort hann hefði gefið Chiang Kai Shek loforð um að
verja eyjarnar Quemoy og Foimósu. Hann kvað Formósu-
stjórn og Bandaríkjastjórn standa í stöðugu sambandi. Þær
væru þó ekki ávallt á sömu skoðun livernig málum skyldi
Síldvei&arnar við Noreg: i
Einhver allra bezti veiði
dagur, sem menn muna
NTB-Álarundi, 2. febr. — Klukkan 18 í kvöld höfðu borizt
200 þús. hl. af síld tíl Álasunds og Fosnavogar. Er þetta einn
hinn allra bezti veiðidagur, sem um getur á þessum slóðum„
Feikileg síldargengd er á miðunum og hafa margir bátanna
rifið nætur sínar. Annars staðar á veiðisvæðinu var einnig
mjög góð veiði í dag.
ráðið. ■
Erlendar íréttir
í fáum orðum
□ Indverjar hafa samið við Rússa
um byggingu iðjuvers, sem fram
leitt getur 1 milljón lesta af
stáli árlega.
□ Grein hefir birzt í Pravda, þar
sem bandariskum iðjuhöldúm
er borið á brýn að hafa selt
Þjóðverjum vopn árið 1942, um
þær mundir er verst gegndi fyrir
Rússa.
□ Flugvélar kommúnista réðust í
gær á skip, sem flutti óbreytta
borgara frá Tacheneyjum.
Komst það við illan leik til
Formósu.
□ Danska stjórnin hefir hafnað
tillöju Bonnstjórnar um réttar-
stöðu danska minnihlutans 1
Slésvík-Holtsetalandi.
*
Arshátíð Þingey-
ingafélagsins
Þingeyingafélagið í Reykja
vík heldur árshátið sína að
Hótel Borg á föstudagskvöld
ið. Er vel til hennar vandað.
Séra Sveinn Víkingur heldur
ræðu, Þorkell Jóhannesson
háskólarektor, les upp, Jakob
Hafstein og Ágúst Bjarna-
son syngja glunta og fleira
verður til skemmtunar.
Úr þessu er nú bætt, þar
sem KRON hefir opnað nýja
og glæsilega búð fyrir búsá-
haldadeild sína að Skóla-
vörðustíg 23. Er hin nýja
búð mjög smekklega og hag-
lega innréttuð, og hefir h.f.
Byggir séð um það verk.
Málningu annaðirt Anton
Bj arnason málarameistari,
raflögn Þorsteinn Sætran,
rafv.m., en Ólaíur Gislason
rafrhagnsfræðingur sá um
fyrirkomulag lýsingar. Arki-
tekt við breytingu hússins og
4---------—-----------
Dóraarafélag í hand
knattleik stofnað
Á mánudaginn var stofnað
í Reykjavik Handknattleiks-
clómarafélag, og voru stofn-
endur milli 20 og 30. Á fund-
inum voru afhent dómara-
skírteini, sem veita heimild
til að starfa sem héraðsdóm-
arar. í stjórn voru kosnir Frí
mann Gunnlaugsson, form.,
Valgeir Ársælsson og Ólafur
Örn Arnarsop.
Hann kvaðst bess fullviss,
að hin skýrt markaða stefna
Bandaríkjanna varðandi varn
ir þar eystra drægi úr stríðs-
hættunni, enda þyrftu vinir
eða hugsanlegir óvinir þeirra
nú ekki að fara í grafgötur
um, hver afstaða Bandaríkj-
anna væri og þyrftu því ekki
að taka nein víxlspor af þeim
sökum.
Herlið aðeins til
leiðbeininga.
Hann kvað Bandaríkin ekki
hafa annað herlið á Formósu
en það, sem annaðist þjálfun
og leiðbeiningarstarf í her
þjóðernissinna.
Mikilvægur boðskapur
frá Eisenhower.
Frá Formósu berast þær
fregnir, að Rankin sendiherra
Bandaríkjanna á Formósu
hafi i dag gengið á fund
Chiang Kai Sheks og flutt
honum mikilvægan boðskap
frá Eisenhower. Herma óstað
festar fregnir, að i boðskap
sínum hafi Eisenhower lofað
að taka að sér varnir eyjanna
Quemoy og Matsu, en þær
liggja mjög skammt undan
strönd meginlandsins. Þá seg
ir einnig, að 4 amerísk herskip
og 12 flutningaskip bíði við
Norður-Formósu tilbúin að
flytja brott herlið frá Tachen
eyjum.
innréttingu, var Sigvaldi
Thordarson.
í þessari nýju búð hefir
KRON nú á boðstólum hin
fjölbreyttustu búsáhöld, raf
magnsvörur, postulíns- og
leirvörur .leikföng o. m. f 1.,
og má gera ráð fyrir ,að fé-
lagsmönnum og öðrum við-
skiptavinum verði tíðförult
þangað.
31 maður farast
í fellibyl
New York, 2. febr. — Fellibyl
ur gekk í dag yfir Suðurríki
Bandaríkjanna. Er vitað með
vissu, að 31 hafa farizt, en
100 er enn saknað. í bænum
Commerce Landing við Mis-
sissippi fórust 23 börn, er
fellibylurinn reif skólahús
af grunni, svipti þvi í loft
upp og kastaði langar leiðir.
Liðaðist húsið í sundur og
mun enginn, sem í því var,
hafa sloppið lifandi. Skemmd
ír á húsum og mannvirkjum
eru mjög miklar. í New York
er hríðarweður og í Boston
hvassviðri og 27 gráðu frost.
Gjafir til Slysa-
varnafélagsins
Slysavarnafélagi íslands
hefir borizt að gjöf kr. 1.000,
00 frá Benedikt Jónssyni, út-
vegsbónda að Suðurgötu, Vog
um, sem hann ánafnaði félag
inu eftir sinn dag.
Einnig hefir félaginu bor-
izt að gjöf kr. 1.000,00 frá
dóttur Benedikts, Guðrúnu,
til minningar um mann henn
ar, Bjarna Guðmundsson, er
drukknaði 17. marz 1S28.
Þá hefir Slysavarnafélag-
inu borizt eitt þúsund króna
gjöf frá Færeyingafélaginu í
Reykjavik, sem vott um þakk
læti sitt á björgun skip.hafn
arinnar á Agli rauða.
Stjórn Slysavarnafélagsins
þakkar hlutaðeigandi aðilum
fyrir þessar gjafir.
Það er alltaf mikill við-
burður, þegar nýr liðsmaður
bætist við í hinn ágæta lista
mannahóp okkar íslendinga.
Ekki sízt þegar um jafn á-
gætan liðsmann er að ræða
sem Guðrúnu Kristinsdóttur.
Hún hélt fyrstu opinberu
hljómleika sína hér á landi
í Austurbæjarbíói á þriðju-
daginn var, á vegum Tónlist
arfélagsins, fyrir fullu húsi
áheyrenda, og mjög mikla
hrifningu þeirra. í haust
hélt hún hljómleika í Kaup-
mannahöfn og fékk þar mjög
góða dóma fyrir leik sinn.
Það hefir löngum þótt mikill
sigur fyrir listamenn að ,,slá
í gegn“ í Kaupmannahöfn,
þar eð Danir eru mjög vand-
látir í tónlist.
Efnisskráin var vönduð og
vel valin og lék Guðrún fyrst
tvær Fantasíur eftir Bach
með ágætum skilningi og góö
um tilþrifum. Leikur hennar
í Mozart sónötunni i D-dúr
var einkar hugþekkur, en á-
slátturinn hefði mátt vera í-
við mýkri þar á köflum eft-
ir mínum smekk.
í sónötu í f-moll (Appasi-
onata) eftir Beethoven kom
hinn mikli styrkur, innsæi
og hljómlistarhæfileikar lista
konunnar greinilega í ljós.
Tækni hennar er undursam-
leg og túlkunin furðu góð af
svo ungri konu. Hún hefir
skapfestu, þrótt og næmleika
Þeir 200 þús. hl., sem bár-
ust á land voru úr 90 herpi-
nótabátum og um 250 rek-
netabátum. Margir bátanna
fengu um 3 þús. hl. hver.
Síldin gengur nærri landi.
Sildin gengur að þessu
sinni óvenjulega nærri landi.
Telja fiskifræðingar, að það
kunni að stafa af hita í sjón-
um, en hann er nú meiri en
undanfarin ár.
Nætur rifna.
Margir bátanna skemmdu
sem nú koma henni að góðu
haldi í hinu erfiða hlutverki
hins framúrskarandi píanó-
leikara. Var auðfundið að
henni féll vel að leika og
túlka Beethoven. Sónatan eft
ir Bela Bartok var allnýstár-
leg og þarfnast nánari kynna.
í tveim smálögum eftir De-
bussy sýndi hún aðdáanleg-
an léttleika, lipurð og þann
misturkennda fínleika, sem
tónskáldið ætlast til.
Ballata í f-moll eftir Cho-
pin lék hún einnig af mikilli
snilld, en hefði mátt vera ör-
lítið litskrúðugra.
Áheyrendur tóku henni
forkunnar vel og fögnuður
þeirra var mikill og innileg-
ur, og henni barst fjöldi
blómvanda. Að lokum lék
hún eitt fegursta lag Cho-
pin, vögguljóð í Des-dúr á
yndislega hrífandi og hug-
þekkan hátt. E. P.
Árraann Lárusson
sigraði í Skjald-
arglímunni
Skjaldarglíma Ármanns
var háð að Hálogalandi s. 1.
þriðjudagskvöld. Fjölmargir
áhorfendur voru viðstaddir
glímuná, sem fór hiö bezta
fram. Glímustjóri var Gunn-
laugur J. Briem, en Jens Guð
björnáson afhenti sigurveg-
urum verðlaun. Úrslit urðu
þau, að Ármann Lárusson,
UMFR, bar sigur úr býtum,
og hlaut Ármannsskjöldinn
til eignar, en þetta var í
þriðja skipti í röð, sem Ár-
mann sigrar í Skjaldarglím-
unni. Lagði hann alla keppi-
nauta sína og hlaut 7 vinn-
inga. Annar varð Gísli Guð-
mundsson, Ármanni, með
fimm vinninga, og þriðji
Karl Stefánsson, UMFR, með
fjóra vinninga. Nokkuð
skyggöi á, að Rúnar Guð-
mundsson, fyrrum glímu-
kóngur, gat ekki tekið þátt
í glímunni vegna veikinda.
nætur sínar. Hjá sumum rifn
uðu þær sökum þess hve mik
il síld var í þeim, en hjá öðr-
um festust þær í botni, en
þar eð síldin gengur grunnt,
verða bátarnir oft að fara al-
veg upp í landsteina.
M-France á í vök
að verjast
París, 2. febr. — Hörð hríð
var gerð að stjórn Mendes-
France í dag, er umræða hófst
um hina frjálslyndu stefnu
stjórnarinnar í málefnum ný;
lendnanna í N-Afríku. Sumir
kröföust þe$§ beinlínis, að
stjórnin segði af sér, erida
mundi fyrirhuguð heima-
stjórn í Túnis marka endalok
á yfirráðum Frakka í Norður-
Afríku yfirleitt. Helzta.von.rik:
isstjórnarinnar til— að merja
meirihluta er atkvæða.greiðsla
um traustsyfirlýsingu fer
fram, sennilega á íöstudag, ér
sú, að þingmérin þori ekki að
fella stj órniria, fyrr en af-
greiðslu Parísarsamninganna
er endanlega lokið.
10 þús. kr. gjöf til
Ðvalarheimilisins
Áttatíu ára er í dag frú
Ragnheiður Halldórsdóttir
ekkja Guðmundar Guðmunds
sonar frá Bæ í Steingríms-
firði, hins kunna sjósókn-
ara og athafnamamié.
Ragnheiður er gáfuð kona
og hefir skilað miklu dags-
verki. í dag hafa börn þeirra
Guðmundar og Ragnheiðar
gefið Dvalarheimiíi aldraðra
sjómanna 10 þúsund króna
gjöf til minningar um föður
sinn og í tilefni af afmæli
móður sinnar. Skal eitt her-
bergi heimilisins bera nafn
Guðmundar og sé það her-
berg sérstaklega ætlað sjó-
mönnum ættuðum úr Stein-,
grímsfirði.
Afkomendur þeirra hjóna,
munu nú vera,um 165 á.*ljfi.
-----i^", " .
Ar ababandalagið í
andarslitrura
■ f qMJb ]$ § gj*
Kairó, 2. febr.,— Nasser for
sætisráðherra Egypta lagði til
í dag, að Arababánöalágið yrði
leyst upp, ef írak lætur ekki
af þeirri fyrirætlun sinni að
gera varnarsamning við
Tyrki, að minnsta kosti
myndu þeir síðan beita sér
fyrir stofnun nýs bandalags,
án þátttöku íraks. Sendinefnd
frá bandalaginu er farin til
Bagdad í því skyni að korna
stjórninni þar ofan af þeirri
ætlan sinni að gera varnar-
samning þennan við Tyrki.
Búsáhaldadeild KRON
í nýjum húsakynnum
Eins og kunnugt er, hefir búsáhaldadeild K.R.O.N. að
undanförnu búið í þröngu tvíbýli við bókabúð félagsins í
Bankastræti 2, og hafa hín ónógu húsakynni hamlað mjög
vexti beggja þessara deilda.
Píanótónleikar Guð
rúnar Kristinsdóttur