Tíminn - 08.02.1955, Side 4
TÍMINN, þriSjudaginn 8. fcbrúar 1955.
31. blað.
«,
Darúel Kristjánsson:
Orðið er frjálst
Afkomuskilyrði á Mýrum
Oft er um það deilt, hvort far
sælla sé fyrir þjóðina menn-
ingarlega séð, að búa í borg
eða dreifbýli. Mjög misjafnir
dómar eru um það, og legg ég
ekki þar til mála að þessu
sinni, en þó verður ekki hjá
því komizt, að þjóðin velji um
þá kosti næstu árin, hvort
eigi að viðhalda byggð í mörg
um sjóþorpum og afskekktari
sveitum landsins — eða á öll
fólksfjölgunin, og þó ríflega
það eftir reynslu síðustu ára
— að setjast að á Reykjanes-
skaganum og í Reykjavík.
Við heyrum að vísu margar
háværar raddir um það, að
ekki komi til mála að færa
saman byggðina, og meira að
segja sjálft Búnaðarþing lét
frá sér fara boðskap á s. 1.
vetri um sjálfsagða endurbygg
ingu á Hornströndum.
Og þegar jafn fjölmenn
samkunda og Búnaðarþing
með fulltrúum úr öllum sýsl-
um landsins samþykkir slíkar
tillögur, skyldum við nú ætla
að á bak við stæði alvara og
möguleikar til framkvæmda
á þessu sviði.
Um endurbyggingu á Horn
ströndum hefir að vísu ekkert
heyrzt síðan, en hins vggar
berst það okkur til eyrna, að
í mörgum sjóþorpum og sveit
um þessa lands fækki fólki,
þrátt fyrir umtal margra, er
álengdar standa um að stöðva
ben flóttann úr dreifbýli og
sjávarþorpum.
íslendingum hefir fjölgað
verulega síðustu árin og ef
um væri að ræða jafnvægi í
byggð landsins, ætti fólkinu
að fjölga í sveitum og sjávar
þorpum, en hið gagnstæða
skeður.
Valdhafar þjóðarinnar virð
ast ekki hafa miklar áhyggj
ur af tilflutningi fólksins 1
landinu, enda er nú Reykja-
nesskaginn mörgum kær um
þessar mundir, þótt fáir hafi
manndóm til þess að kannast
við það.
Framfarir og bætt lífskjör
meðal þjóðarinnar hafa verið
miklar síðustu árin, en í kjöl
far framfaranna koma kröf-
urnar, sem eru sjálfsagðar að
vissu marki. Það er ennfrem
ur staðreynd, að fólkið flytur
til þeirra staða, þar sem lífs
þægindin og afkomuskilyrðin
eru bezt, án tillits til þess,
hvað hagkvæmast er frá þjóð
hagslegu sjónarmiði. Allt eru
þetta mannlegir og sjálfsagð-
ir hlutir, að bjarga sér, þar
sem bezt gengur. Og því
skyldu bændur og fiskimenn
vilja búa norður á Hornströnd
um eða öðrum afskekktum
stöðum, í fámenni og þæginda
leysi, á sama tíma sem þeir
geta fengið vellaunaða utan-
búðarvinnu hjá ríkum mönn-
um í Reykjavík eða hjá er-
lenda herliðinu á Reykjanes-
skaga. Auk vellaunaðrar at-
vinnu verður fólkið um leið
aðnjótandi rafmagns, ásamt
fjölda annarra þæginda.
Þessi saga endurtekur sig
um mikinn hluta landsins,
fólkið flytur í hundraðatali
úr þorpum og sveitum — suð
ur fyrir Faxaflóa í leit að gulli
og.þægilegra lífi.
Nú munu margir spyrja,
hvað er hægt að gera til úr-
bóta á þessu sviði?
Við höfum allstóran ráð-
herrahóp (miðað við fólks-
fjölda) og auk þess 52 þing-
menn. Til þings og stjórnar
gerum við þær kröfur, að fram
úr þessum vanda sé ráðið á
skynsamlegan hátt, með fram
tíð þjóðarinnar fyrir augum.
Tekjur íslendinga hafa verið
og eru miklar um þessar mund
ir, enda á allra vitorði að auð
söfnun margra einstaklinga
er mikil. Af tekjum þjóðarinn
ar á að byggja land vort upp
með hag framtíðarinnar fyrir
augum, en láta ekki stundar
hagsmuni fégráðugra einstak
linga ráða þar um.
Þjóðin veit, að hin mikla
vinna á Reykjanesskaganum
byggist mikið á hinu erlenda
herliði.
Allir þjóðhollir íslendingar
vona, að dvöl herliðsins sé
stundarfyrirbæri. Þegar her-
liðið hættir framkvæmdum,
losnar vinnuafl og því vinnu
afli verður að beina til atlögu
við aðkallandi viðfangsefni,
bæði til sjós og lands. Og verk
efnin eru mörg í landinu okk
ar, landrými er mikið, auð-
legð í hverum og fossum lítt
tæmandi, gnægð af góðum
fiski við strendur landsins.
Þrátt fyrir alla þessa mögu-
leika, er hægt að benda á
blómlegar sýslur, þar sem
fólki hefir jafnvel fækkað
seinustu árin og ein af þeim
er Mýrasýsla svo dæmi sé
nefnt.
Mýrasýsla er í senn land-
kostamikil og fögur, liggur
vel við samgöngum, ræktunar
skilyrði ágæt og þar af leið-
andi miklir möguleikar fyrir
stórframleiðslu í landbúnaði,
auk þess eru þar viðurkennd-
ar mestu laxveiðiár í land-
inu. Borgarnes er einn af
snyrtilegustu bæjum þessa
lands og hefir yfir miklu land
rými að ráða til ræktunar,
enda þegar mikið ræktað.
Þrátt fyrir öll gæði Mýra-
sýslu frá náttúrunnar hendi,
og þrátt fyrir dugnað íbúanna
í alhliða framfaramálum,
bæði í ræktun, byggingum og
samgöngubótum, hefir fólk-
inu ekki fjölgað síðustu árin,
aukningin hefir lent á sjávar
möl og heiðarhrjóstrum sunn
an Faxaflóa.
Eitthvað er bogið við þetta.
Þegar búsældarlegar fagrar
sveitir halda ekki velli í sam
keppninni um vinnuaflið,
skortir eitthvað á.
í uppsveitum Mýrasýslu eru
samgöngur víðast hvar góð-
ar, þótt undantekningar séu
til, enda er þar þéttbýli meira
en í vesturhreppum sýslunn-
ar.
Á Mýrum, er ná yfir tvo
vestustu hreppa sýslunnar eru
landflæmi mikil og grösug, en
víða votlent. Þar er strjálbýlt,
enda samgöngur ekki komnar
í það horf allsstaðar, er þarf,
til þess að unnt sé að reka
fullkominn ræktunarbúskap,
er byggist meðfram á daglegri
mjólkursölu.
Fyrir nokkrum áratugum
var fiskiauðlegð mikil fyrir
Mýrum og byggðist afkoman
þá jöfnum höndum á sjávar-
afla og landbúnaði. Með komu
togaranna þvarr fiskur fyrir
Mýrum, sem víða annars stað
ar og byggðin drógst saman.
Mannmörgu heimilin við sjáv
arsíðuna hurfu úr sögunni og
nú hefir þessi forna blómlega
menningarbyggð átt erfitt
uppdráttar undanfarin ár eft
ir að fiskurinn þvarr, og mæði
veikin herjaði sauðfjárstofn-
inn um mörg ár. Þótt vega-
bótum hafi mikið miðað á-
fram, eru þær þó ekki full-
nægjandi ennþá.
Framundan ætti nú að vera
bjartara en áður hefir verið.
Fiskurinn er kominn aftur
eftir rýmkun landhelginnar
og fjárpestinni hefir veriö út-
rýmt. Og nú er kominn tími
til að hefta fólksflutning burt
úr Mýrasýslu, en til þess þarf
aöstoð.
Á Mýrum þarf auknar vega
bætur og bætt lendingarskil-
yrði fyrir smærri báta. Fisk-
inn er hægt að flytja jafn
óðum á markaðsstað og í
frystihús í Borgarnesi. Með
smábátaútgerð og stofnun
nýbýla á Mýrum hyllir undir
framtíðarmöguleika fyrir
fjölda af fólki, er annars
mundi hverfa á mölina sunn
an Faxaflóa. Borgarnes vant
ar meira athafnasvigrúm
bæði með stuðningi af útgerð
og iðnaði.
Rafmagnið er efst á baugi
í hugum allra, næst nauðsyn
legum samgöngubótum, og
rafmagnið þarf að koma fljótt
þar sem uppbygging og rækt-
un lands er framkvæmd. Það
stöðvar enginn framrás tím-
ans og rafmagnið heyrir undir
þann lið, svo nátengt er raf‘-
magnið framförum og menn
ingu, að án þess verður ekki
hægt að tala um menningar-
búskap héðan af, enda er sjón
sögu ríkari í þeim efnum, því
nú hafa flestir bændur benzín
eða olíuhreyfla til fram-
leiðslu á rafmagni, sem er þó
óbærilega dýrt og notagildi
afar takmarkað. Það er hægt
með skipulögðum áróðri að
tefja fyrir góðum málefnum
í bili, en til lengdar verður
það ekki hægt. Ef sami fram
farahugur og dugnaður held
ur áfram að ríkja meöal fólks
ins í dreifbýli og sjávarþorp-
um — sem allir vona — verð
ur rafmagnsmálið tekið í
hendur fólksins sjálfs og fram
kvæmt undir forustu þess, og
ef samstillt átak allra er fyrir
hendi í þessu mikla þjóðþrifa
máli, munu margir þeir örð-
ugleikar, sem nú eru miklaðir
í augum fólksins, hverfa eins
og dögg fyrir sólu, en birta og
ylur frá íslenzkum fossum
kemur á hvert heimili í iand
inu.
Ef íslenzka þjóðin ætlar um
ókomnar aldir að búa hér og
lifa sönnu menningarlífi, verð
ur hún að skilja þá einföldu
staðreynd, að engin utanað-
komandi hjálp er þess umkom
in að veita henni forsjá, ef
hún sjálf yrkir ekki sitt eigið
land og trúir á möguleika þess.
Auðlegð allra þjóða er fyrst
og fremst fólgin í atorku og
menningu fólksins og landinu.
Ef fólkinu villist sýn og gleym
ir að yrkja land sitt, er
skammt að bíða þess, að þjóð
in sjálf sé rányrktur akur.
Ekki verður því neitað, að
íslenzka þjóðin hefir lifað við
góð kjör — almennt — síð-
ustu árin, og er það gleðiefni,
ef auðlegð líðandi stundar
væri rétt nýtt. En fátt er
hættulegra frelsi og farsæld
þjóðar en auðlegð, sem fólk-
ið hagnýtir ekki á réttan hátt.
Sé auðurinn notaður í hóg-
lífi, og ef fólkið fer að líta
á hann sem sjálfsagðan hlut,
er einvörðungu beri að hag-
nýta fyrir líðandi stund, er
auðurinn orðinn sú versta
plága, sem nokkurri þjóð get
ur fallið í skaut.
(Framhald & 7. bI5u.)
. Hér kemur bréf frá Rangæing,
er vill fá hingað Vestur-íslendinga
til landbúnaðarstarfa:
„Kæri Starkaður! Góðan dag og
gieðilegt ár og þökk sé þér fyrir
liðna árið. — Nú er nj'ja árið runn
ið í garð og margur mun spyrja
eða hugsa sem svo, hvað skyldi nú
þetta nýja ár bera í skauti sínu?
Skyldi það verða happaár fyrir mig
og rnína fjölskyldu? Slíkum spurn-
ingum verður ekki svarað, tíminn
einn veit, hvað hann ber í skauti
sínu og er því bezt fyrir hvern og
einn að minnast þess gamla spak-
mælis, er segir: „Hver og einn er
sjnnar gæfu smiður.“
Ég býst við, að þetta nýbyrjaða
ár verði lítið frábrugðið hinu liðna,
að minnsta kosti hjá okkur, sem
stundum landbúnað. Við göngum að
starfi okkar strax á morgnanna og
erum að til kvölds. Ég veit, að
sumu kaupstaðafólkinu þykir þetta
langur vinnudagur, og það er það
óneitanlega, en tilbreytjngin er svo
fjölþætt í starfinu, að það veitir
okkur ótakmarkaða vinnugleði.
Vinnugleðin er undirrót alls vel-
farnaðar, sá sem ekki finnur til
vinnugleði við starf sitt, þarf ekkj
að búast við miklum afköstum, því
síður miklum ágóða.
Við, sem í sveitunum búum, verð-
um oft að reyna að spá fram í
tímann, því starfi okkar er þannig
háttað, að okkur er það nauðsyn-
legt. Góður bóndi verður ætíð að
sjá búfénaði sínum fyrir nægum
heyjum, ef harður vetur kynni að
koma, Því verður hann á haustin
a,ð mjða ásetning sinn við það, að
vetur getur crðið mjög hárður, og
því miður eru alltóf margir kæru-
lausir með ásetning búfjárs síns á
haustin.
Eitt af mestu vandamálum, sem
steðja að íslenzkum landbúnaði á
komandi vori, er það, að gífurlegur
skortur mun vera á verkafólki til
landbúnaðarstarfa. Víðast hvar eru
búin orðin svo stór, að bóndinn, á-
samt fjölskyldu sinni, getur ekki
aflað þess heymagns, er liann þarf,
án þess, að fá aðkeyptan vinnu-
kraft. Það mun vera mjög erfitt að
fá kaupakonur, að ég tali nú ekki
um kaupamenn, þeir .fást ekki frek-
ar en rauðagull.
Mér hefir dottið það í hug, hvort
ekki væri nokkur leið að fá hingað
fólk til landbúnaðarstarfa frá ís-
lendingabyggðum í Vesturheimi, því
mér er kunnugt um, að margt ungt
fólk af islenzku bergi brotið þar
vestra hafi sterka, löngun til að
koma til íslands og dvelja hér í
1—2 ár við ýmis konar störf og ekki
hvað sízt landbúnað.
En þetta fólk, sem langar .til að
sjá ættjörð íeðra sinna, hefir ekki
fjármagn til að koma af eigin'ram-
leik. Það þyrfti því að hjálpa þessu
fólki til að komást heim tjl gamla
landsins, sem afar þe.ss og Ömmur
elskuðu og dáðu. — Væri ekki rétt,
að Búnaöarfélagið og ' flugfélögin
ræddust við og reyridu áð finna úr-
lausn á þessu nauðsynjámáli, ög
það fyrr en síðar.“
Rangæingur hefir lokið máli
sínu.
- Starkaður.
RÍ55Í54WSSÍ555SSS545555Í5555545555S54SS555555555S45Í5ÍS55ÍSSSÍSSS55S559
Með TIPON getið þér auðveld
lega gert við rispur og aðrar
smáskemmdir, er verða á hús
gögnum yðar, heimilistækj-
um eða bifreið.
Meff TIPON getið þér einnig stöffvað Ieka á miðstöffv-
arofíiwm, vatnsrörum og margs konar málmílátum,
eytt ry®i úr þvottaskálam, baðkerum, saler?iisskálum,
af krómuðum hlutum o. fl. o. fl. — Tipon fæst í sex
litum fyrir húsgögn og heimilistæki og tólf litum fyr-
ir bíla. —
Notiff sjálflýsanc’d TIPON á
rafrofa, kring um skráargöt,
á símtæki, dyrabjölluhnappa
o.fl.
REYNIÐ TI P O N .
Málning & Járnvörur
Sími: 2876. — Laugavegi 23.
OPTÍMA
Ferðaritvélar
GARÐAR GÍSLASON H.F.
►54444554555555454555555455455545455454555545455455555555555545555555453