Tíminn - 16.02.1955, Blaðsíða 4

Tíminn - 16.02.1955, Blaðsíða 4
4 TÍMINN, miffvikudaginn 16. icbrúar 1955. 38. blaíT Guhmundur Gíslason Hagalín: I löngum röðum láta skipin úr höfn Greinargerð frá S.Í.F. um saltfisksölu Fáir erlendir menn kunna íslenzka tungu það vel, að þeir geti lesið sér hana að gagni, og ekki mun fjarri sanni, að þá útlendinga megi telja á fingrum sér, sem eru það snjallir íslenzkumenn, að þeir fái greint leynin tolæ- brigði íslenzkra skáldrita nema að mjög litlu leyti. Því er ölað, að sjaldgæfar eru þýðingar úr íslenzku á erlend ar þjóðtungur, og þrátt fyr- ir allt skrafið um norræna samvinnu hafa frændur vor- ir á Norðurlöndum ekki tek- ið mjög fram sumum öðrum þjóðum um kynningu ís- lenzkra bókmennta frá síðari öldum. Engin viðhlítandi söfn íslenzkra smásagna eru ti! á Norðurlandámálum, og í Svíþjóð og Finnlandi má heita, að íslenzk ljóðlist sé með öllu ókunn jafnvel hin- um bókmenntafróðustu mönn um. í Danmörku vann Dansk islenzka félagið að kynningu íslenzkrar ljóðlistar, meðan þar naut við sannra íslands- vina og áhugamanna, og í hcpi landsmálsmanna í Nor- egi hafa nokkrir menn tekið sér fyrir hendur þýðingu ís- lenzkra ljóða. En þeir hafa hvorki notið stuðnings né verulegrar viðurkenningar héðan frá íslandi, þó að það sé hins vegar til, að danskur maður, sem vinnur á móti hagsmunum okkar í handrita málinu, hafi verið sæmdur riddarakrossi Fálkaorðunnar fj'rir afrek sín í þágu íslend- inga. Hinar norsku þýðingar íslenzkra Ijóða hafa oftast verið nokkuð hraflkenndar, og þær hafa ekki notið á- hrifavalds voldugra útgef- anda og þeirra ritdómenda, sem mest mega sín á vett- vangi norskra bókmennta. Þessar þýðingar hafa Því ekki vakið æskiiega athygli, svo vel sem þó hefir verið vand- að til þema margra af hendi þýðandans. íslenzk ljóðskáld mega þess vegna heita óþekkt jafnvel meðal ljóðelskra manna í Noregi utan þess hóps, er hefir sérstakan á- huga á öllu því, sem íslenzkt er, og annars staðar á Norð- urlöndum eru það helzt menntamenn, sem hér hafa dvalist við nám, er kunna nokkur skil á íslenzkum ljóð skáldum. Mundi það t. d. trauðla detta í hug nokkr- r.m sænskum áhrifamanni á sviði bókmenntanna að nefna til Nóbelsverðlauna íslenzkt Ijóðskáld, þó að Svíar hafi veitt sænskum, engilsaxnesk um og frönskum ljóðskáld- um þau háu og víðfrægu verðlaun og í ljóðum hafi ís- lenzkur andi flogið hæst og kafað dýpst á hinum síðari öldum og náð að sameina frá bær listræn vinnubrögð já- kvæðum og siðrænum við- horfum. Nú hefir norskt Ijóðskáld og menntamaður, ivar Org- land, sendikennari, tekið sig til og þýtt hvorki meira né minna en rúm fjörutíu af Ijóðum Davíðs Stefánssonar frá Fagraskógi, og hefir Helgafell gefið þau út í bók, sem heitir Eg siSler I hawst. Eins og titillinn ber með sér til þeirra, er skyn bera á norskt mál, hefir Orgland Þýtt kvæðin é nýnorsku, og valið safninu heiti eins af þeim kvæðum Davíðs, sem <v- « Ivar Orgland túlka bezt þá rómantísku og hrífandi útþrá, er lengst hef- ir verið ríkur þáttur í skáld- skap þessa sonar íslenzkra byggða, með þeirra strjála angankjarri, þeirra víðáttu- miklu auðnum, en miklu möguleikum til aukins og fegurra gróðurs. Bókin er snoturleg að öllum frágangi og framan við kvæðin er skemmtileg mynd af Davíð og ritgerð um skáldskap hans eítir Ivar Orgland. _________ __________________ I^SSÍPPÍI • Ivar Orgland hefir cekið miklu ástfóstri við íslenzka tungu og ljóðlist. Hann hef- ir nú um skeið unnið að bók um Stefán skáld frá Hvíta- dal og kveðskáp hans og kynnt sér mjög náið ljóða- gerð fjölmargra annarra skálda frá ýmsúm öldum. Hann kann að meta íslenzk- ar menningarerfðir, jafnt að formi sem anda, þekkir vel sögu stuöla og höfuðstafa og kann góð skil á gildi þeirra fyrir þróun og viðhald ís- lenzkrar tungu og menning- ar, og hann nemur hljóm þeirra næmu brageyra. Rit- gerð hans um Davíð Stefáns scn og skáldskap hans er skrifuð af hrifni, náinni þekkingu og nákvæmum skiln ingi, og er hún hinn bezti bókarauki. Þá er við hyggjum að ljóða valinu í bókinni, komumst við fljótlega að raun um, að þýðandinn hefir ekki tekið þat'ii kost að vclja sér sem auðveldust viðfangsefni með al kvæða Davíðs. Eins verður okkur það ljóst, að hann hef ir ekki hallað sér að neinni sérstakri tegund kvæða, sem kynni að vera honum hugð- næmari en aðrar. Þarna eru ljóð ýmissa hátta og marg- víslegar hrynjandi, kvæði með fornyrðislagi, ljóð fast- bundinna hreimfalla, sem ekki eru sérgrein Davíðs, kvæði með breytilegum ljóð- línum og ljóðstafasetningu, sem miðast við blæbrigði efnisins. Þarna eru hátíðleg ljóð og sviptigin, ærslakennd kvæði óstýrilátra ög villtra ásta, rómantísk ástaljóð og einfaldir og viðkvæmir mun aróðir, dulkennd kvæði með Þjóðvísnablæ, náttúruljóð ým issar tegundar, sögukvæði, sálmar og lofsöngvar og ys- mikil og flughröð ferðaljóð. En Ijóðin eru það mörg, að bókin verður engan veginn hraflkennd, heldur gædd þeirri fyllingu og þeim hrif- andi sérkennileik, sem skáld skapur Davíðs á sér sem heild. Jafnvel menntamenn á ís- landi, — já, ekki sízt þeir — hafa amazt við nýnorsku máli. Þeir hafa látið það gjalda þess af fljótfærni og fákænsku, að nýnorskan er líkari íslenzku en önnur mál, að undanskildri færeysku. Það mun og hafa haft áhrif út hingað, að í Noregi hefir þorri ráðandi menntamanna til skamms tíma amast mjög við nýnorskunni, enda menn hennar haft lítinn og fátæk- legan blaðakost. Því var það, að einungis hin mestu skáld sem á nýnorsku skrifuðu, vöktu verulega athygli. En nú er svo komið, að litlu minna er eftir þeim tekið, sem á ný norsku rita, heldur en hin- um, er nota ríkismálið. Snill- ingar eins og t. d. Aasmund Vinje, Arne Garborg, Per Sivle, Jens Tvedt, Olav Duun, Olav Aukrust, Olav Nygard, Kristofer Uppdal Olav Sletto, Inge Krokann, Tore Orjasæt er, Tarjei Vesaas, Jakob Sande og Tor Jonsson, svo að aðeins fáir séu nefndir, hafa sýnt það og sannað, að nýnorskan er afbrigðilega fjölhæft og kjarnmikið mál, I mjúkt og frábærlega auðugt I af orðum og blæbrigðum. Og hver sem lítur á Ijóðaþýðing ar Orglands og nokkurt veru legt skyn ber á ljóðlist og ljóðatúlkun á erlendum mál um, tolýtur að sannfærasþ um það, að þýðingarnar á kvæðum Davíðs hefðu vart getað á neinu máli samein- að svo sem þær gera þá tvo kosti að vera með afbrigð- um nákvæmar og túlka skáld legt flug og blæbrigði frum kvæðanna. Víða hefir Org- land notað ljóðstafsetningu með fullkomlega íslenzkum hætti og komizt hjá því hvar vetna, að þetta yröi and- kannalegt í eyra vönu norsk um framburði og hljóðbrigð um, og víðast hefir honum tekizt að halda óbreyttri hrynjandi frumkvæðisins, hvort sem hún er fastmótuð eða breytileg frá höfundar- ins hendi. Það er fróðlegt að bera saman hin ólíkustu kvæði, Eg sigler í haust, Stjernorne, Abba-labba-lá, Dalakoven, Med toget, Lange fredag, Kom du —, Salmen til boksamleren, Lovkvædet om kyrne, Dalabonde, Paa Thingvellir, Alþingishátíðar- ljóðin, Vaar, Blidt er under björkene, Hallfred Vandraade skald, Ryttaren, Asken — og sjá hversu þýðandanum tekst að smeygja þannig á sig fjað urham Davíðs Stefánssonar, að honum fari hann sem skáldinu sjálfu, hvort sem skáldið sveiflar sér sem gauk ur gleðinnar, ástanna og vorsins, dregur arnsúg undir vængi, kvakar undir björk- unum í Bláskógarhlíð, hnit- ar hringa marga, eða situr sem hamrafugl hnípinn á kletti við krossins tré. Það er auðsætt að Ivar Orgland hef ir unnið verk sitt sem þýð- andi ekki aðeins af áhuga á kynningu, íslenzkra ljóða og af sinni næmu þekkingu á íslenzku máli, heldur bein- línis af ást á ljóðum Davíðs cg listrænni nautn, ella hefði honum ekki tekizt að sam- laðast svo hughrifum skálds ins og blæbrigðum ljóðanna sem raun hefir á orðið. Og (Framhald á 7. síðu.) Vegna villandi blaðaskrifa undanfarið um saltfisksölur til Ítalíu, vill stjórn og fram kvæmdastjórar S. í. F. taka fram eftirfarandi: Samkvæmt hinni opinberu aflaskýrslu Fiskifélags ís- lands, nam saltfiskfram- leiösla landsmanna þann 15. júní s. 1. tæpum 32.000 smál., þar af var talinn stórfiskur rúmar 29.000 smál. Af fiskmagni þessu hafði S. í. F. þá selt um 14.000 smál., og átti því að vera eftir óselt um 15.000 smál. af stórfiski. Nokkrum dögum síðar, eða þann 23. júní, átti S. í. F. kost á að selja 7/8000 smál. af stór fiski til viðbótar, og voru allir stjórnendur sölusamtakanna sammála um að taka þeirri sölu, enda allmikill saltfisk- ur, sem þá var talinn á land kominn, samf óseldur og ó- lcfaöur, eins og framangreind ar tölur sýna. Auk þess mátti gera ráð fyrir mikilli viðbót síðari hluta ársins. Hafði salt fiskaflinn árið áður, 1953, reynzt vera rúmar 16.000 smál. frá 15. júní til ársloka. Hér var því ekki um neina gálausa fyrirframsölu að ræða. Þegar fram á sumar kom og miklum hluta hins selda fisks hafði verið afskipað, kom það óvænta í Ijós, að stór fiskbirgðirnar myndu ekki nægja til þess að uppfylla gerða samninga. Var þess samt lengi vænzt, að haust- aflinn myndi varla geta oröið svo rýr, að til vanefnda þyrfti að koma. í árslok varð þó sú raun á. að rúmar 4.000 smál. vantaði af útflutningshæfum stór- fiski til þess að uppfylla hina gerðu samninga, sem að fram an getur. Ástæður fyrir þessari óeðli- legu fiskþurrð reyndust vera sem hér segir: 1) Fiskeigendur höfðu gef- ið Fiskifélagi íslands upp meira fiskmagn en þeir áttu, og mun sá mismunur hafa numið 4—5000 smál. 5) Að saltfiskur var síðast liðið ár lakari að gæðum en undanfarið og meira af hon- um óhæft til útflutnings sem óverkaður saltfiskur en áður. Frysting fisks var miklu meiri en nokkru sinni fyrr og mikið af lélegum fiski saltað, sem ekki var hæfur til frystingar. 3) Miklu hærri hundraðs- hluti aflans reyndist smáfisk ur en fram var talinn á skýrsl um. 4) Heita mátti, að haust- aflinn brigðist gjörsamlega, þar sem menn fengust ekki til saltfiskveiða á togaraflot- ann, svo að þátttaka togar- anna á saltfiskveiðum var hverfandi lítil. Kaupendur að þessum ca 4.000 smál., sem óafhentar voru um áramót, voru 20 ítalsk ir fiskkaupendur, og var svo um samið, að S. í. F. átti völ á því, hvort heldur bað vildi afhenda fisk eftír áramótin af þessa árs framleiðslu upp í það, sem á vantaði, og greiða engar skaðabætur, eða að greiða fyrirfram ákveðna upphæð, miðað við hverja smálest, sem ekki yrði afhent. S. í. F. valdi síðari íeiðina, af þeirri einföldu ástæðu, að fiskverð hafði hækkað það mikið, að yfirverð það, sem náoist með nýrri sölu, var stórum meira en skaðabætur þær, sem um var samið. Fyrirspurnir blaðanna um það, hvort rétt sé, að Hálf- dáni Bjarnasyni hafi verið greiddar stórar fjárupphæðir vegna vanefnda á fisksölu- samningum við hann, er auð- velt að svara. Honum hefir ekki verið greiddur einn eyrir í skaðabætur, enda enginn fiskur seldur honum. Greiðsl ur þær, sem að framan getur, voru sendar hverjum einum þeirra 20 fiskkaupenda, sem S. í. F. hafði selt fiskinn. Gjaldeyrisyfirvöldin veittu leyfi fyrir yfirfærslu skaða- bótanna, og greiðslurnar voru inntar af hendi með milli- göngu Landsbanka íslands til hvers eins af framangreind- um 20 fiskkaupendum. Loks skal þess getið, að á aðalfundi S. í. F., sem hald- inn var í nóvemberlok, lýsti formaður félagsstjórnarinnar því yfir, að i árslok myndi 3—4000 smál. af fiski vanta til að fullnægja gerðum samn ingum til Ítalíu. Félagsmönn- um S. í. F. hefir því verið að fullu kunnugt, hvernig mál þessi stóðu. Greinargerð þessi hefir ver ið send öllum dagblöðunum. Stjórn og framkvæmda- stjórar S. í. F. Nánar er rætt um þessa greinargerð í forustugrein Tímans í dag. Ritstj. Bólstruð húsgögn Betristofu sett Armstólar .... Svefnsófar Dívanar í miklu úrvali. Hústiaynaverzlun GuSmuntlar Guiimundssonar LAUGAVEGI 166 tSCSSSSSSSííSSSSSSSSSSSSSSSSSSÍÍSSSSSSSSSÍSSSSSíSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSCía* Gerist áskrifendur að TÍMANUM Askriftasími 2323

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.