Tíminn - 16.02.1955, Page 6

Tíminn - 16.02.1955, Page 6
6 TÍMINN, miðvikudaginn 16. febrúar 1955. 38. blað. Æ PJÓDLEIKHÚSID I Fœdd í gœr i | Sýning í kvöld kl. 20.00 Næsta sýning laugardag kl. 20. JÞeir Ieotnti í hnust Sýning á fimmtudag kl. 20. Gullna hliðið Sýning föstudag kl. 0.00. UPPSELT. Aðgöngumiðasalan opln frá kl. 13,15—20.00. Tekið á móti pönt- unum, sími: 8-2345, tvær línur. Pantanir sækist daginn fyrir sýn ingardag annars seldar öðrum. %TÍ Vængjablak nætnrinnar (Vingslag i natten) Mjög áhrifamikil og athyglis- verð, ný, sænsk stórmynd. Mynd þessi er mjög stórbrotin lífslýs- ing og heillandi ástarsaga, er byggð á sögu eftir hið þekkta skáld S. E. Salje, sem krifað hefir „Ketil i Engihlíð'* og fleiri mjög vinsælar sógur, hún hefir hvarvetna verið talin með beztu myndum Nordisk Tonefilm. Pia Skoglund, Lars Ekborg. Sýnd kl. 7 og 9, Síðasta sinn. Svarta örin Afar vlðburðarik og spennandi riddaramynd, byggð á hinni spennandi sögu R. L. Steven- son. Sýnd kl. 5. NÝJA BÍÓ Séra Caniillo snýr aftur (Le Retour de Don Camillo) Sýnd kl. 5, 7 og 9. Síðasta sinn. BÆJARBiO — HAFNARFÍRÐ5 - Stríðstrumbur Indíánanna Óvenju spennandi og viðburða- rík, amerísk kvikmynd í litum. Gary Cooper, Sýnd kl. 9. Vanþahhlátt hjurta Sýnd kl. 7. TJARNARBIO Brimaldan stríða (The Cruel Sea) Þetta er saga um sjó og seltu, um glimu við Ægi og miskunnarlaus morðtól síðustu heirasstyrjaldar. Myndin er gerð eftir samnefndti metsölubók, sem komið hefir út á íslenzku. Bönnuð börnum innan 14 ára. Sýnd kl. 7 og 9,15. I•etta er drengurinn minn (Tiiat is my boy) Hin sprenghlægilega ameríska gamanmynd. Aðalhlutverk: Dean Martin Jerry Lewis. Sýnd kl. 5. ’X SERYUS GOLD X • íl/xji_P\_JL/'\_n w—irx/nj 010 H0L10W GROUND 0.10 ■ piro YELtOW 8LA0E mni ty LEIKFEIAG r®^REYKJAVÍKUR NÓI Sjónleikur í 5 sýningum. Brynjólfur Jóhannesson í aðalhlutverkinu. Sýning í kvöld kl. 8. Aðgöngumiðasala eftir kl. 2. Frænka Charleys 70. sýning annað kvöld kl. 8. Aðgöngumiðasala kl. 4—7 og eft- ir kl. 2 á morgun. Simi: 3191. Fnska knattspyrnan AUSTURBÆJARBÍÓ Ógnir nœturinnar (Storm Warning) Óvenju spennandi og viðburða- rík, ný, amerísk kvikmynd, er f jallar um hinn illræmda félags- skap Ku Klux Klan. Aðalhlutverk: Ginger Rogers, Ronald Reagan, Doris Day, Steve Cochran. [Bönunð börnum innan 16 ára. j Sýnd kl. 5, 7 og 9. GAMLA BÍÓ Slml 1475. Söngur fishimannsins (The Toats of New Orleans) Ný, bráðskemmtileg bandarisk söngmynd í litum. Aðalhlutverk in leika og syngja: Mario Lanza Kathryn Grayson m. a. lög úr óp. „La Traviata", „Carmen" og „Madame Butter- fly“. Sýnd kl. 5, 7 og 9. Síðasta sinn. TRIPOLI-BÍÓ Síml 1182 Nótt I stórborg (Gunman in the streets) Aðalhlutverk: Dane Clark, Simone Signoret (hin nýja franska stjarna), Fernand Gravet. Sýnd kl. 5, 7 og 9. Bönnuð innan 16 ára. Sala hefst kl. 4. HAFNARBÍÓ Siml 6444 | ILækuirhm Iicimnr (Magnificent Obsesslon) Sýnd kl. 7 og 9. Brennimarhið Afbragðs fjörug og spennandi, amerísk ævintýramynd í litum. Ricardo Montalban, Cyd Charisse. Sýnd kl. 5. (Framhald af 3. Bíðu). Blackburn 29 18 2 9 95-58 38 Leeds Unitd. 29 15 5 9 48-43 35 Notts County 28 15 4 9 53-46 34 Rotherham 28 15 3 10 63-51 33 Stoke City 27 12 8 7 39-28 32 West Ham 28 12 8 8 57-52 32 Swansea 28 12 7 9 59-51 31 Birmingham 26 12 6 8 52-29 30 Fulham 27 12 6 9 56-54 30 Liverpool 28 12 5 11 60-60 29 Bury 28 10 8 10 52-49 28 Bristol Rov. 28 12 4 12 59-56 28 Middlesbro 29 12 4 13 47-56 28 Hull City 27 9 8 10 32-36 26 Lineoln City 28 9 7 12 50-58 25 Nottm. For 28 9 5 14 35-44 23 Doncaster 26 10 3 14 40-64 23 Port Vale 28 6 10 12 31-52 22 Derby C. 28 6 6 16 41-56 18 Plymouth 29 5 • 7 17 39-64 17 Ipswich 28 6 2 20 43-71 14 Bljkksmiðjan GLÓFAXI HRAUNTEIG 14. Simi 7236 Pearl S. Buck: 62. HJÓNABAND Eírlkur Þorsteinsson (Framhald af 5. síðu). kvæmdamaður. Hann kann því bezt að hafa mikið að gera. Og framkvæmdir þær, sem hann hefir ráðizt í á Þingeyri, bera því glöggt vitni, að hann er stórhuga og myndarlegur athafnamaður. Það er ekki eingöngu kaup- félagið, sem notið hefir starfskrafta hans og forystu- hæfileika, þótt fyrst og fremst hafi það átt hug hans. Eiríkur hefir haft forgöngu um flestar meiri háttar um- bætur, sem ráðist hefir verið í á Þingeyri seinustu tvo ára- tugi. Hann lagði mikla vinnu í að tryggja og koma í fram- kvæmd stækkun húsnæðis Núpsskóla, og vart hefir nokk ur bóndi í byggðarlaginu hús- að svo jörð sína á þessu tíma- bili, að Eiríkur hafi ekki ver- ið með í ráðum, enda hafa flestir bændur því aðeins tal- ið fært að hefja framkvæmd- ir, að hans stuöningur væri tryggður. Forysta Eiríks í vega málum byggðarlagsins er mörgum kunn. Mér kemur ekki til hugar að telja hér þau mál, sem Ei- ríkur hefir hrundið í fram- kvæmd. Þau eru mörg, og þótt ég sé gerkunnugur starfi hans, veit ég, að ýmsu mundi ég gleyma. Hitt er mér jafn ljóst, að eftir að Eiríkur var kjör- inn alþingismaður, hefir hann fengið aukið verkefni, sem er við hans hæfi, og nú er það ekki eingöngu Dýrafjörður, sem nýtur starfshæfileika hans og dugnaðar, heldur hef- ir Vestur-ísafjarðarsýsla feng ið þar verðugan fulltrúa, sem hún getur treyst til að fylgja fast eftir þeim málum, er mestu varða fyrir byggðina. Eiríkur á gott heimili. Hann er höfðingi heim að sækja, og margir hafa á undanförnum árum notið þess að gista hjá honum og Önnu Guðmunds- dóttur, konu hans. Ég hefi átt þar margar ánægjulegar stundir og hefði gjarnan vilj- að heimsækja þau og þeirra góðu og myndarlegu börn í dag, en verð að láta mér nægja að senda vinarkveðjur og heillaóskir. Hjörtur Hjartar. Ég sá Eirík Þorsteinsson fyrst fyrir rúml. aldarfjórð- ungi, þegar hann, Þá nýkom inn frá prófi í Kennaraskól- anum, gerðist starfsmaður hjá Kaupfélagi Langnesinga á Þórshöfn. Síðan höfum við að jafnaði haft ýmislegt sam an að sælda, og fundum okk- ar ávallt bcrið saman öðru hverju, ýmist norðan lands, i sunnan eða vestarx. Og nú síð það, fannst honum stundum að hann hefði sjálfur mótað það með höndunum eins og myndhöggvari, sem mótar mynd ir sínar í leir. — Ég braut það saman og setti það innan í leðurhylki og bar það í bandi um hálsinn eins og hamingjugrip. Hún hló nú að þessari heimsku stelpu, sem hún hafði sjálf veriö á þessum árum, blygðaðist sin hálft í hvoru fyrir hana en þó um leið viss um„ að hann mundi ekki skammast sín fyrir hana. Hann var aöeins hrærður. — Hvers vegna sagðir þú mér ekki frá þessu strax? Þú hefir haldið þessu leyndu fyrir mér öll þessi ár. — Ég var búin að gleyma því. — Hvað minnti þig á það núna? — Ég veit það varla. Jú, ég býst við, að það hafi verið Mary og Joel. William. Þau eru farin að draga sig saman. — Þau. Hann kippti snögglega að sér hendinni. Hann hafði ekki tekið eftir því. — Hafa þau sagfc bér það? — Nei, en þau þurfa ekki að segja mér það. Hann hugleiddi þetta undrandi og starði á hana. — Ég veit ekki almennilega, hvernig mér gezt að því aö mægj- ast viS Henry Fasthauser. — En það er ekki hann heldur Joel. — En hann er nauðalíkur föður sínum. — Mary er líka lík mér. — Mér gezt ekki betur að því fyrir það. Hann reis á fæt- ur og tók að ganga um gólf í ákafa með hendur í vösum. — Já, svona ferðu að því að gera vasana löðrandi af máln ingu að innan, sagði hún áköf. Hann kippti höndunum upp úr vösunum. — Þessi hjassi. — Joel verður dugandi bóndi, sagði hún. Hann svaraði þvi engu. Hann hafði raunar aldrei hugsað um það, að börn hans og Rutar mundu giftast. — Hverjum ætti Mary að giftast, ef það væri ekki ein- mitt piltur eins og Joel? spurði Rut. — Hvar mundi hún finna sér mann af öðru tagi? ustu árin, eða síðan Eiríkur var kjörinn á þing í Vestur- ísafjarðarsýslu, árið 1952, höfum við verið samstarfs- menn á Alþingi, m. á. átt þar sæti í sömu þingnefnd þau þrjú ár og unnið saman að ýmsum sameiginlegúm áhuga málum Það er með góðar ir.inningar í huga sem ég nú árna honum og fjölskyldu hans heilla á fimmtugsaf- mæli hans í dag. .Sjálfur brá hann sér heim til Þingeyrar um síðustu helgi og dvelur þar í dag meðal vandamanha og vina í héraðinu, þa r sem hann hefir unnið irrkinn hluta af ævistarfi sínu til þessa. Það er ekki ætlan nín að rita langt mál um Eirík Þor- sttir sson eða störf hans urd ararna áratugi. Til þess m .nu aðrir verða, s<r.n hafa verið samverkamenn í félags málum Vestur-ísfirðinga og geta um það talað af reynslu srm þar hefir gerst. En álit .manna í héraði á verkum hans og verðleikum sagði til sín, er þingmannaskiptin urðu sumarið 1952, og Eirík- iv var kosinn á þing með hárri atkvæðatölu, eftir bar- áttu, sem ýmsir töldu tvísýna. Munu Þeir og vel hafa vitað, hvað þeir gerðu, Vestur-ís- firðingarnar, sem kusu Eirík til alÞingisfarar, því að hann hefir gengið hart fram fyrir lcjördæmi sitt á þeim þremur þingum, er hann hefir átt sæti á. Hafa það ýmsir reynt á þessum tíma, að Eiríkur er málafylgjumaður mikill, og lætur ógjarnan hlut sinn. Þykir þá sumum nóg um, sem verða vill, og verður þeim þó varla með réttu ámælt, sem vill gæta þess vel, sem hon- um er til trúað. En víst er um það, að Eiríki hefir unnist vel í héraðsmálunum þennan tíma svo að ekki sé meira sagt. M. a. mun það ekki sízt lians verk, að nú hefir verið tekin ákvörðun um virkjun fyrir Vestfirði og að hefja framkvæmdir nú á næstunni. Þá hefir og nú fyrir hans frumkvæði verið hafizt handa um að koma á vegarsam- bandi við byggðir á Vestfjörð um og var raunar byrjaður að vinna að því máli áður en hann tók sæti á AlÞingi. Eiríkur Þorsteinsson er maður hreinskilinn og hisp- urslaus í tali, hefir sjaldan formála að því, sem hann hefir fram að flytja og segir það oftast umbúðalítið. Hefir það til að vera nokkuð hvass í máli, og hirðir þá ekki hver í hlut á. Andstæðingum er hann harður í horn að taka, en kann þó að gleyma því, sem ekki er lengur þörf að muna. Segir sig sjálfur harð lyndan og óvæginn, en á þó í fari sínu eiginleika, sem vekja vinarþel fyrr en varír. Svo sagði mér merkur maður vestra, að engan mann þekkti hann, sem meiri gleði hefði eð því að verða öðrum að liði en Eiríkur á Þingeyri. Ekki veit ég, hvort hann er skyldur Skegg-Brodda hinum vopnfirzka, sem forðum hélt uppi svörum á Öxarárþingi, en miklar mætur hefir hann á íslendingasögum og er þar vel heima. Baráttumenn þurfa að eiga sitt Berurjóður. Það á Eirík- ur á heimili sínu á Þingeyri. Kona hans er Anna Guð- mundsdóttir frá Syðra Lóni á Langanesi. Hún hefir verið honum góð kona og þau sam hent í flestu. Barnahópurinn er stór, og hin elztu nú fjarri heimili sínu við starf eða nám. Ein mesta ánægja Ei- ríks í dag mun verða að fá að vera heima og sjá framan í glöð andlit nágranna og samverkamanna. G. G.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.