Tíminn - 16.02.1955, Blaðsíða 1

Tíminn - 16.02.1955, Blaðsíða 1
Ritstjóri: Þórarinn Þórariasson Skrifstofur f Edduhúsi Fréttasímar: 81302 og 81303 Afgreiðslusími 2323 Auglýsingasími 81300 Prentsmiðjan Edda 39. árgangur. Reykjavik, miðvikudaginn 16. febrúar 1955. 38. blað. Frostið komið niður í 23 stig í frystihúsum í Eyjum ■Verkfallsverðir verkfallsmanna og atvinnurekenda standa við öH frystihúsin í Vestmannaeyjum og gæta verkfallsmenn ve! hverrar hreyfingar, sem verður í nánd við frystihúsin og halda vörð dag og nótt. í Hæstarétti, er hinn nýi réttarsalur var vígður 1949. [ dag eru 35 ár liðin síðan Hæsti- réttur hélt fyrsta dómþing sitt í dag eru liðin 35 ár síðan Hæstiréttur hélt fyrsta dómþing sitt. Lögin um Hæstarétt voru sett 1919, samkvæmt ákvæði sambandslaganna, og gengu í gildi 1920. Fyrsta dúmþing sitt liélt rétturinn svo 16. janúar 1920, tók þá við af Landsyfir- réttinum, sem lagður var niður 22. des. 1919. Hákcn Guð- mundsson, hæstaréttarritari, skýrði fréttamönnum frá nokkrum atriðum úr sögu réttarins í gær. Dómeoidur Hæstaréttar voru upphaflega fimm, þar af þrír er setið höfðu í Lands- yfirrétti, þeir Kristján Jóns- son, Halldór Daníelsson og Eggert Briem, en nýir komu I réttinn Lárus H. Bjarnason og Páll Einarsson. Á fyrsta dómþinginu sat Ólafur Lárus- son sem varamaður Páls Ein- arssonar. 1924 var ákveðið að fækka dómurum í þrjá eftir því sem sæti losnuðu í réttin- um, og kom það til fram- kvæmda tveim árum síðar. 1945 var aftur fjölgað í fimm og hefir svo verið síðan. Dómarar síðan. Eftirtaldir menn hafa verið dómarar í réttinum síðan fjölgað var á ný: Árni Tryggva son, Gizur Bergsteinsson, Jon Áshjörnsson, Jónatan Hall- varðsson, og Þórður Eyjólfs- son. Forseti Hæstaréttar er nú Þórður Eyjólfsson, en hann er kjörinn til eins árs í senn Vegleg húsakynni. Hæstiréttur starfaði i hegn ingarhúsinu við Skólavöröu- stíg nær þrjá tugi ára, en síö ar voru honum reist vegleg húsakynni viö skrifstofubygg inguna Arnarhvol og fluttist í þau 1949. Fyrstu tvö starfsár réttarins voru dæmd um 30 mál hvort árið, en árin 1952 og 1953 um 130 mál hvort ár. Um 200 málum er nú. skotið á hverju ári til Hæstaréttar. Að jafnaði fer munnlegur mál flutningur fram í réttinum fjóra daga í viku. 28 starfandi Hæstaréttarlögmenn eru nú í landinu, og sjö eru nú að ganga undir próf. Fyrstir fluttu mál í réttinum Eggert Classen og Sveinn Björnsson, síðar forseti. Fyrsti ritari Hæstaréttar var Björn Þórðar son, en núverandi ritari er Hákon Guðmundsson eins og fyrr segir. Ekki verður mikið um há- tíðahöld í tilefni afmælis þessa í Hæstarétti í dag. Þar fer fram málflutningur í einu máli árdegis, og flytja þeir mál þar Hermann Jónasson og Sveinbjörn Jónsson. Laga- nemar munu heimsækja rétt- inn, og dómsmálaráðherra hef ir boð inni. Þegar vélar frystihúsanna voru stöðvaðar á laugardag, var búið að koma frostinu í húsunum upp í 28—30 stig, en í gær var það komið niður í 23—25 stig. Ekki er talin hætta á ferðurn fyrr en frost- ið er komið niður í 18 stig, en frostið fellur hægar, eftir því sem lengur líður frá stöðvun vélanna. Má því búast við, að fiskurinn og síldin, sem geymd eru í húsunum, þoli enn nokkra daga stöðvun frystivél Hermann Jónasson anna, án þess að hætta sé á skemmdum. Tíminn átti í gærkveldi tal við Óskar Gíslason, forstjóra Hraðfrystistöðvarinnar i Vest mannaeyjum, og sagði hann, að ekki væri neitt ákveðið hægt að segja um það, hvað lengi húsin þyldu stöðvunina án þess að hætt yrði á skemmdum. En reynt yrði að gera það, sem hægt væri, þeg ar sú hætta stæði alveg fyrir dyrum til að komast hjá því mikla tjóni á einhvern hátt. Setið á samninga- fundi í Eyjum Bæjarfógetinn í Vest- mannaeyjum sat í gærkveldi á sáttafúndum með samn- inganefndum í sjómannadeil unni cg tveim fulltrúum, öðr um frá bæjarráði og hinum frá skipstjórafélaginu. Var búizt við, að fundurinn stæði fram eftir allri nóttu og reynt svo sem framast má að ná samningum, enda hefir aðkomið verkafólk til- kynnt, að það muni fara frá Eyjum, ef samningar náist ekki nú þegar. I*inysáltjhtunaríilUt(ja Framsóknarmanna á Ælþingi: Hagnýting náttúruauðæfa lands- ins og myndun nýrra atvinnuvega Stórfelld framleiðsluaukning búnaðarvara á fál.svæði KEA Frá félagsráðsíiiiKÍi Kmijífr!. Eyfiröinga Frá fréttaritara Tímans á Akureyri. FéJagsráðsfwndur Kawpfélags Eyfirðinga var hah inn hér á Aknreyri í gær og sóttu hann fulltrúar frá öllum féJags- deildum nema þremur, en í félagsráði á sæti einn maður úr hverrz deiJd. A fundinum gaf Jakob Fri mannsson framkvstj. KEA bráðabirgðaskýrslu um rekst urinn á síðasta ári. Samkv. henni er Ijóst, að mjólkur- framleiðslan á svæði Mjólk- ursamlags KEA hefir vaxið um 10,5%. Vörusala félags- ins I heild mun hafa vaxið um ca. 13%. Þá óx sláturfjártalan hjá félaginu á þessu hausti um 50% og ullarinnleggið um 80 %, og er nú öll ull lcgð inn óþvegin, en síðan þvegin í ullarþvottastöð SÍS. Þessar tölur sýna geysi- mikla aukningu landbúnað- arframleiðslunnar á félags- svæðinu, en aukning slátur- fjárins stafar þó meðfram af pví, að færú lömb voru seid ' til lífs vegna fjárskipta í önn I ur héruð. Kosin verði milliþiiiganefml, er geri tillög- ur um þetta og skili áliti sem lyrst Lögð hefir verið fram á Alþingi tillaga til þingsályktunar bess efnis, að kosin verði milliþinganefnd til að gera tillögur um nýjar atvinnugreinar og hagnýtingu náttúruauðæfa. Þingsályktunartillaga þessi er bcrin fram af þeim Hermanni Jónassyni, formanni Framsóknarflokksins, Gísla Guðmunds- syni, þingmanni Norður-Þingeyinga, Skúla Guðmundssyni, þingmanni Vestur-Húnvetninga og Páli Þorsteinssyni, þing- manni A.-Skaftfellinga. Tillaga þessi verðskuldar þjóðarat- hygli, svo mjög sem efni hennar varðar hagsmuni og heill þjéðarinnar á komandi tímum. Tillagan er á dagskrá í sameinuðu þingi í dag og hefir Hermann Jónasson framsögu fyrir hönd flutningsmanna. Aukin tækni og menntun al mennings samfara stööugri og vaxandi fjölgun fólks í land- inu gerir það bæði mögulegt og nauðsynlegt, að auðlindir landsins séu nýttar sem bezt og nýjum atvinnugreinum sköpuð vaxtarskilyrði. Þessi tillaga er því mjög tímabær og ekki öðru trúandi en Al- þingi veiti henni brautar- gengi. Þingsályktunartillagan hljóð ar á þessa leið: „Alþingi ályktar að ltjósa fimm manna milliþinga- nefnd til að gera tillögur um nýjar atvinnugreinar til framleiðslu- og atvinnuaukn ingar og hagnýtingu auðæfa landsins í því sambandi. Nefndinni er heimilt að ráða sérfróða menn til að vinna úr gögnum, sem fvrir hendi eru, eða að vísindalegum rannsóknum, eftir því sem hún telur nauðsynlegt vegna starfa sinna. Nefndarkostnaður greiðist úr ríkissjóði". í greinargerð segir m. a.: Fólki fjölgar nú um rúmlega 3 þús. árlega hér á landi og fer sú tala stöðugt hækkandi. Nú um skeið hafa margir at- vinnu við framkvæmdir hjá varnarliðinu og við þá miklu fjárfestingu, sem nú er í land inu, m. a. vegna óarðbærra framkvæmda, er gera má ráð fyrir að fari minnkandi. Þegar framkvæmdum vegna varnarliðsins er lokið, sem vænta má að verði innan skamms, þurfa að vera fyrir hendi ný verkefni handa þeim, er nú fást við óvenjuleg verkefni og einnig handa því fólki, sem við bætist. Til þess að svo megi verða þarf fyrir- hyggju, og má eigi lengur drag ast að þjóðfélagið láti þessi mál til sín taka. Öflun fjármagns. Hér þarf því fyrst að rann- saka rækilega hverjar auð- lindir land vort á og hversu þær verða hagnýttar. Jafn- framt er nauðsyn að afla fjár magns til slikra framkvæmda í tæka tið og á þann hátt, sem fært reynist og þjóðinni hag- kvæmast. Rannsóknir og áætlanir. Ýmsar rannsóknir og athug anir hafa verið gerðar á und- anförnum áratugum, sem að (Framhald á 2. síðu)

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.