Tíminn - 18.02.1955, Blaðsíða 4

Tíminn - 18.02.1955, Blaðsíða 4
4 TÍMINN, föstudaginn 18. febrúar 1955. 40, blaf Benjamín Sigvaldason: Lýsing Suður-Þingeyjarsýslu Fróðleg bók og merkileg eftir Jón Signrðsson í Yztafelli Nýlega hefir mér borizt í hendur stór og mikil bók, nær 400 bls., en það er Lýs- ing Suður-Þingeyjarsýslu eft ir rithöfundinn og fræði- manninn, Jón Sigurðsson, bónda að Yztafelli. Mér lék mikil forvitni á því, að skyggn ast í rit þetta og kanna efni þess. Til þess lágu margar ástæður og m. a. sú, að ég var nýlega búinn að lesa aðra bók eftir sama höfund, þ. e. ævisögu Helgu Sörens- dóttur. Sú bók Þótti mér veru lega góð, reglulegt hnoss- gæti, sem sannaði enn betur en mér var áður kunnugt, hversu afburða snjall höf- undur Jón í Felli er. Eg hafði að vísu lesið í blaði óvægar skammir um Jón fyrir bók þessa, þar sem honum var borið það á brýn, að bók þessi væri ekki vel ábyggileg. En ekki verður betur séð, en að slíkar athugasemdir séu harla lítils virði, þótt skylt sé að viðurkenna, að torvellt muni vera að skrifa bók um þjóðieg fræði svo, að einhver geti ekki fundið þar eitt og annað, sem hann hefði kosið ööruvísi orðað. En bókin er í sama gildi fyrir því, sé hún aðeins vel rituð, og það er saga Helgu Sörensdóttur sannarlega. Um sýslulýsingu Jóns er annars í fáum orðum það að segja, að þarna er saman kominn ótrúlega mikill fróð- leikur, sem ómetanlegt er að fá þarna saman kominn í einni bók. Það hlýtur að hafa verið óhemju mikil vinna og elja, samfara mikilli trú- mennsku, að safna öllum þessum fróðleik og kanna allar þær heimildir, sem hann er byggður á. — Maður stend ur raunar alveg höggdofa yfir því, að bók Þessi skuli vera samin og skrifuð af bónda, sem jafnframt hefir þurft að sinna búi sínu og cpinberum störfum fyrir sveit sina á hinum mestu fólks- leysistímum, sem yfir íslenzk ar sveitir hafa gengið. Þetta verður því að teljast frábært afrek, sem vert er að meta, og minnast með virðingu og þakklætl. Meginhluti bókarinnar er lýsing á jörðum og eyðibýl- ®m sýslunnar, þar sem lýst er með allmikilli nákvæmni hverri einustu jörð og hverju eyðibýli, miðað við árið 1949. Fylgir hverri jörð ágrip af bændatali, sem er að vísu dá lítig gloppótt, en þó ágætt það sem það nær. Eg hygg að þetta hafi tekizt undantekn- ingarhtið ágætlega hjá höf- undinum, og megi því teljast sígiit verk. Ekki finnst mér eins glögg ar og góðar yfirlitslýsingar hcfundar og á ég þar við yfir lit iim afstöðu sveitanna tg lýsmgu á afréttum og cræf- um. Þar sem ég er kunnug- ur er vandalaust að átta ng á lýsingu höf. En þar setn ég er ókunnugur, svo sem á FJateyjardalsheiði, nýt ég hennar ekki til fulls. En þetta eru smámunir, sem varla er vert að nefna. — En að öðru vildi ég aðeins mkja lauslega. Svona bók get ur enginn skrifað, án þess að þar slæðist inn meira eða minna af villum. Enda er Það mála sannast, að það er furðu mikið af villum í bók þessari. En bót í máli er, að þær eru fiestar mjög smávægilegar, já, flestar þannig, ag erfitt er að sjá, hvort hér er um rit villur að ræða, eða að þetta eru blátt áfram prentvillur, sem er líklegra. Sem dæmi af handahófi má nefna eftir- farandi: Dyngjufjaliagosið er talið hafa gerzt árið 1874 — en á að vera 1875. Á bls. 222 er talið að Einar Friðriks son hafi flutt frá Svartárkoti og að Reykjahlíð árið 1894, en á bls. 265 er talið að hann flytji 1895. Eftir frásögninni að dæma, mætti jafnvel hugsa sér að Reykjahlíð hafi verið í eyði árin 1893—1895, af því að merkisbóndanum Sölva Magnússyni, er alveg sleppt, þar sem hann bjó þar svo stutt. — Á bls. 250 stend- ur: „Bærinn stendur á aust- urbakka Krákár,“ og er átt við Litluströnd. Þegar ég kom þar, stóð bærinn á vest urbakkanum. Á bls. 350 er húsfreyjan á Laxamýri tal- in Sigurjónsdóttir, sem hlýt- ur að vera prentvilla. Margt fleira mætti nefna. Svona ris mikið verk þolir það vel þótt bent sé á svona smágalla. Höf. gjörir nokkuð að því, að segja álit sitt á bændúm og búskap þeirra um leið og hann lýsir jörðlnni. Þessir ,,dómar“ eru sumsstaðar nokk uð vafasamir, enda ærið hættulegt að fara út á Þetta svið. Sem betur fer, gjörir höf. ekki mikið að' þessu. Á einum stað rakst ég þó á það, að hann lofar mjög bónda einn, sem ég hefi heyrt aðra segja að hafi verið mesti búskussi og kvennabósi. /fískiiegra hefði verið, að höf. hefði gjört bændatahnu dáJitið fyllri skil, þar sem hér er um stórmerkan fróð- leik að ræða, sem almenn- ingur hefir ekki aðgang að annars staðar. Þetta hefði ekki þurft að lengja bókira ncitt að ráði. Sem dæmi má nefna: Höf. eyðir heiPi tiðu til að' segja frá Þóroddsstaða piestum og er það mjög virð ingarvert og viðeigandi. Fn hann hefði ekkert munað um að geta þess aðeins með einni liiiu, að einn merkasti pr^st ur seytjándu aldar hóí þar pr^stskap sinn, en þao var séi’a Einar Nikulásson, gald?a nreistari, síðar að Skinnastað. — Sem dæmi um ónákvæltmi má benda á það, að höf. scg ir að Jón Jönsson frá Gaut- löndrm hafi búið „langa hríð“ að Héðinshöfða. En hann bjó þar aðeins 10 ár -■ 1910—20. Hins vegar nefn ir höf. ekki heiðursmanninn Jakob Halfdánarson, sem þar bjó á undan Jóni Jónssyni. Var þó mikig um þann rnann rætt á sínum tíma, því að bann kom frá Vesturheimi, cftir að hafa unnið Þar 1 guil námu, að því er sagt var. — Þannig mætti margt til tína en cllf svo smávægilegt, að það lekur því ekki að ræða það meira. Eg vil að síðustu endurtaka þukkJæti mitt til höfuudarins fyrir þetta stórmerka rit, er væntanlega verður talið góð heimild næstu aldirnar. Nælon þorskanet útvegum við frá Frakklandi. Frönsku nælon þorskanetin eru ódýrust, sterkust og veiða mest Verð, sýnishorn og allar upplýsingar hjá umboðsmönnum verksmiðjunnar hér á landi. }. JckahHMcH & Cc. h.f Umboðs- og heildverzlun — Sími 7015 NYKOMIÐ Skolprör — Skolpfittings W. C.-skálar. Vatnsvirkinn h.f. Skipholti 1 — Sími 8 25 62 FYRIRLIGGJANDI Kápufóður og' s'ardínuvoal Ht. pcrtalJlAAcH & Cc. Heildverzlun — Þingholtsstræti 11 — Sími 81400 Sveitamaður sendir eftirfarandi pistil um skort á kvenfólki og ein- lífismenn í sveitum: Starkaður! — Mætti ég biðja Þig að ljá Þessum línum rúm í baðstofu þinni. Dimmasta skammdegið er nú að baki. Hin blessaða birta vinnur ei- : lítið á með hverjum deginum sem I líður. Vottar voryls er íarið að gæta í sálum þeirra, sem birtuna þrá, ljósið og ylinn, þótt enn sé Þorri við völd. Já, einn finnur yl, en annar myrkur og kulda í sama umhverfi og við svipuð kjör, svo einkennilega margslungnir eru örlagaþræðir þeirra, sem jörðina by.ggja. En eng inn er ég máiskrafsmaður umfram meðallag og kem því beint að efn- inu: Það mun staðreynd vera, að kon- ur eru í okkar þjóðíé1asi fleiri en karlmenn. Önnur staöreynd er það, áð kvenfólk í sveitum er mun færra og sums staðar allt að helmingi færra en karlmenn. Víða er ástand- ið svo bágborið, að heita má óger- legt að halda uppi félagslífi á vetr- um vegna þess að ungu stúlkurnar fljúga burt og sumar meira segja áður en þær eru fullkomlega fleyg- ar, til ævintýra og hins frjósama og litauðuga lífs borga og bæja. Pjöldi af ungu fólki sækir og skóla — og vitanlega er ekkert nema gott eitt um það að segja. Sumt af því kemur heim aftur og sezt að, en meirihiutinn sogast inn í hringiðu þá, sem hraði nútímans- myndar, og krefst lífsviðurværis án mikilla átaka frá likama eða sál. Þrátt fyrir það, þótt Drottinn segði, þá er hann skóp manninn, þessi sígiidu og sönnu orð: Það er ekki gott að maðurinn sé einn, — er fjöldi manna í sveitum lands ins sem baslast áfram einir síns liðs gegnum amstur lífs og líðandi stund ar. Staðreyndum lúta allir. í minni sveit eru um 20 karlmenn milli þrí- tugs og sextugs ógiftir og að ég bezt veit ólofaðir. Þrír þeirra búa einir, hafa þó á sumrum haft kaupa konur, enn aðrir búa með mæðrum sínum eða systrum. Mæðurnar, þreyttar og komnar á fallandi fót, systurnar kunna ekki við að skilja bræður sína eftir eina og endirinn verður sá, að þau hverfa til síns upphafs án þess að hafa notíð nema litils af því, sem lífið býður. Farið algerlega á mis við náið samlíf við gagnstætt kyn og gleðina af því að sjá afkvæmi sín vaxa upp og þrosk- ast. það er tilkcmið. En víst er um það, að þessir pipar^yeinar eru margir hverjir vel stæðir- og‘ þrá,þeirra til kvenna óbrjáiuð. Þeir gætu því boð- ið konum sínum upp á sæmileg og jafnvel frátær lífsskilyrði. En hvað. er þá að? .— Mig .vahtar bæði .tíma og tækifæri sagöi einn, —‘ Já, ef til vili er þetta rétt. Þeir eru bænd ur við störf sín frá morgni til kvölds og kvenfólkið ekki á næsta leiti.. Það fer tími í það að fljúga til Reykjavíkur og svo bætist óvissan við. Störfin heima bíða og kalla. Án efa eru til fjölmargar stúlkur, sem ekki væru mótfailnar því að setjast að í sveit, ,ef sæmilega byðist og það einmitt á þeim aldri, sem um ræðir. Gagnkvæm kynning þessa fólks mundi veita mönum uppfyll- ingu óska og vtína, stytta skahim- degi og bægja frá kulda éinvferunri- ar. Ný Hfstrú mundi blrtast þessu fólki í giöðu og geðfeUdu heimllis- lífi og hinum unru hjónum mundi finnast að þau lifðu fvrir eitthvað, sem æðra væri því, er þau áður riutu í fangbrögðum við hið daglega lif. Á vorin staríar ráðningarskrif- stofa, sem ræður fólk til starfa i sveit yfir sumartímann. Það er gott. En segja mætti mér, að ekki væri síöur þörf fyrir skrifstofu eða hvað sem hún héti, til þess að stuðla að kynningu milli piparsveinanna í sveitinni og stúlknanna, sem éinu sinni voru ungar sveitastúlkur, en fóru í ævintýraleit til borgarinnar, eru nú orðnar þreyttar á rápi um steinlögð stræti í ryki og skít — og vélrænum hreyfinrum í verksmiðj- um eða vinnukonuhreyfingum hjá fínum írúm. Já, .svoua enda ævin- týrin stundum. Og því ekki að leita nýrra ævintýra úti í sveit við gróð- urilm og frjcsama mold. Því ekki að finna manninn, sem getur átt ævintýrið að hálfu leyti. Já, ein- mitt. Ég fæ ekki séð að þetta sé neinn hégómi. Maðurinn iifir kki nema einu sinni. Eðli beggja kynja eru samvistir. Lífsþrá þeirra að upp- fylla. Að nckkur þurfi að skammast sín fyrir þetta gagnvart sínum kyn bræðrum er fjarstæða. Samlíf karls og konu er sjálfsagt og hversdags- legt fyrirbæri. Kannske einhverjir vildu ræða þetta mál i baðstofunni? Margir sjá og viðurkenna öfugstreymin 1 okkar þjóðféiagi. Væri ekki gott, el úr einu öfugstreyminu yrði rétt- streymi? Lýk ég svo roáli. mínu í bili“ Þessa einlifismenn kallg sumir piparsveina. Ekki veit ég, hversu Sveitamaður hefir lokið máli sínu. Starkaður. ««S$5S$S55$5SS555S5$5S5S555$S5S5S555SS5555S55S555555555SSS5555S5SSS$ÍSa *? '" ! Félag íslenzkra iðnrekenda 1 Aðalfundur | félagsins hefst næstkomandi laugardag | í Þjóöleikhússkjallaranum kl. 2 síödegis. | Auk venjulegra aðalfundarstarfa verður rætt um ii: | uppsögn kjarasamninga. I Félagsmenn eru beðnir að athuga iíi að atkvæði til stjórnarkosninga skulu hafa borizt :j: r kjörstjóra í allra síðasta lagi kl. 4 næstkomandi föstu- ij; | dag, hinn 18. þ. m. ella verða þau ógild. i;i 1 Félagsstjórnin. ji; Ííí*t555í*555í5555555$555555í555555ý555555555$5555555-55555í5555í555555í55l

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.