Tíminn - 18.02.1955, Síða 5

Tíminn - 18.02.1955, Síða 5
TÍMINN, föstudaginn 18. febrúar 1855. 5 tO. blag. 1 Föstud. 18. febr. Álögur ríkisins og dýrtíðin í blöðum kommúnísta er því nú mjög hampað, að dýr- tíðin sé ekki sízt sprottin af því, að ríkið leggi á þegn- ana miklu hærri tolla og skatta en nauðsyn krefji. Með því að lækka þessar álögur, geti ríkið verulega dregið úr dýrtíðinni. Þessu til sönnunar vitnar Þjóðviljinn til tekjuafgangs, er orðið hafi hjá ríkinu á undanförnum árum. Sannleikurinn í þessum efnum er sá, að tekjuafgang ur hefir ekki orðið veruleg- ur hjá ríkinu nema tvisvar sinrium, 1951 og 1953. Hin ár in 'hefir náðst hóflegur jöfn uður. Tekjuafgangi ríkisins umrædd tvö ár hefir verið ráðstafað í samvinnu við Al- þingi og hefir honum verið ýmist ráðstafað til nauðsyn- legra framkvæmda eða fftl greiðslu á vanskilaskuldum. Ef fullnægja hefði átt öllum þeim óskum, sem stjórnar- andstæðingar hafa borið íram í sambandi við ráðstöf- un hans, hefði hann ekki að- eins þurft að vera meiri, heldur mörgum sinnum meiri. Það setur því sízt á Þeim að tala um, að hér hafi oþörf og óeðlileg tekjuöflun átt sér stað. Hinn ríflegi tekjuafgangur ríkisins þessi tvö ár, stafaði fyrst og fremst af því, að tekjuöflunin varð þá óvenju lega hagstæð og miklu hag- stæðari en venjulega. Hin ár ín hefir tekjuöflunin ekki gert meira en að mæta út- gjöldum. Horfur á þessu ári eru mjög tvísýnar, þar sem búast má við samdrætti á ýmsum innflutningi, þar sem búið er að fullnægja efílr- spurninni og birgðir eru veru legar. Þetta gildir t. d. um vefnaðarvörur. Það verður því að telja gott, ef jöfnuð- ur næst á þessu ári, og fer þess vegna fjarri, að hægt sé að t&la um, að ríkið leggi á hærri álögur en nauðsynlegt er til að mæta ráðgerðum útgjöldúm. Það má að vísu segja, að skatta og tolla mætti lækka rrieð því að draga úr útgjöld um. Prá stjórnarandstæðing um hafa slíkar tillögur hins vegar ekki komið. Þeir hafa ýfirleitt stutt allar kröfur opinberra starfsmanna um hækkað kaup og fríðindi. Þeir hafa jafnframt flutt hvers konár tillögur um auk in útgjöld, Ef þeir hefðu fengið að ráða, hefði því ver ið nauðsynlegt að hækka stór lega skatta og tolla, ef ekki hefði átt að hverfa aftur til tekjuhallabúskaparins, er ein kenndi fjármálastjórn Sjálf- stæðisflokksins á sínum tíma. Það er vissulega hægra að taia um lækkun skatta og tolia, en að fylgja þvi fram. Kröfur eru miklar um hækk un útgjaldanna. Víða bíða óleyst verkefni, Þar sem beð ið er um hjálp ríkisins. Rík- ið getur hins vegar ekki orð- ið við þessum óskum, án þess að það hafi áhrif á álögurn ar, sem það leggur á borgar- ana. Núverandi fjármálaráð- herra hefir staðið öllum öðr- Kjarnorka í þágu landbúnaðar Með notkun gcislavirkra cfna er liægt að efla landbiinaðinn í lítt ræktuðuni lönduni á tfltölulega skömmum tíma. í eftirfarandi grein, sem rituS var af Thorstein Thelle í norska blaðið Aftenposten fyrir skömmu, er gerð nokkur grein fyrir hinum umfangs- miklu tilraunum, er miða að notk- un kjarnorkunnar í friðsamlegum tilgangi, og þá sérstaklega í þágu iandbúnaðar. Tilraunir þær og rannsóknir, sem rætt er um í grein inni, hafa farið fram á rannsókn arstofum, sem sérstaklega hafa ver ið settar upp í því augnamiði í Bandaríkjunum, og álítur greinar- höfundur, að tilraunirnar séu engu umfangsminni en hinar, sem fara fram í samhandi við framleiðslu kjarnorkuvopna, enda þótt minna sé rætt og ritað um hinar friðsam- legu tilraunir á opinberum vett- vangi. Um árangur rannsókna og tilrauna með notkun kjarnorku og geislavirkra efna í þágu landbúnað ar er það að segja, að þær hafa borið slíkan árangur að sýnt þykir að um gjörbyltingu verði að ræða í landbúnaöi í heiminum innan langs tíma. Hér hefst svo grein Thorsteins Thelle: Á síöast liðnum 25 árum hafa farið fram tilraunir bæði á dýr- um og jurtum, sem miða að því að auka vöxt þeirra og örfa þrosk- ann með því að beina að þeim geislum. Á síðustu árum hefir einnig verið farið inn á þá braut að nota kjarnorkuna í sama skyni. Á því leikur enginn vafi aS rann sóknir, sem miða að notkun kjarn- orku í friðsamlegum tilgangi, hafa ekki verið umfangsminni en hinar, sem beinast að framleiðslu kjarn- orkuvopna. Hins vegar hafa hinar friðsamlegu rannsóknir að miklu leyti fallið í skugga kjarnorku- sprengjunnar, enda þótt Banda- ríkin, til dæmis, hafi varið hvorki meira né minna en 26 millj. doll- ara til þeirra á liverju undanfar- inna ára. Einn nefndarmanna kjarnorku- nefndarinnar, Lewis L. Strauss, sagði nýlega að tilraunir í þessu skyni hefðu borið slíkan árangur að Ijóst sé Að hér sé um að ræða einn stærsta þáttinn í notkun kjarn orku í friðarþágu í framtíðinni. Annar nefndarmaður Sterling Cole, hélt því fram að notkun kjarnorku muni í framtíðinni orsaka algjöra byltingu í iðnaði og landbúnaði. Mikill hluti rannsókna á notkun kjarnorku í þágu friðsamlegra starfa fer fram í rannsóknarstöð- inni í Brookhaven, skammt frá New York, og eru þær undir yfirum- sjón dr. W. Ralph Singleton. Það, sem meðal annars hefir komið fram við rannsóknirnar, er að stökkþró- un jurta, sem orsökuð er með hjálp geislavirkunar, er ekki eins skað- leg jurtunum og áður var haldið, heldur þvert á móti. Hafa nú feng- izt niðurstöður, sem munu leysa mörg þeirra vandamála, er land- búnaðurinn hefir átt við að etja. Með hjálp kjarnorkunnar hefir tekizt að framleiða hveititegund, sem er ónæm fyrir sníkjudýrum, sem áður hafa verið til skaða allrl um ráöherrum betur á verði í þessum efnum. Hann hefir leitazt við eftir megni að full nægja óskum um aðstoð rík- isins við ýmsaf framkvæmd- ir, en jafnhliöa gætt hags- muna skattþegnanna. Það var mikið þrekvirki að stjórna fjármálunum svo á árinu 1934—38, að hægt var að auka framlög til verklegra framkvæmda án þess að hækka skatta og tolla svo nokkru næmi. Önnur skip- un komst líka á þessi mál eftir að Sjálfstæðismenn hveitiframleiðslu. Með gömlum að- ferðum hefði tekið minnst 10 ár að ná sama árangri. Alls kyns snýkjudýr éta árlega mikið magn jurta, sem annars gætu komið mönnum í góðar þarfir. í Banda- rikjunum einum nemur eyðilegg- ing þeirra verðmæti er jafngildir 3000 milljónum doilara. Það er aug- ljóst, að haldgóð aðferð til að sigr- ast á snýkjudýrunum myndi hafa geysilega þýðingu fyrir alla mat- aröflun í heiminum. En það er ekki eimöngu í bar- áttunni við sýklana og sníkjudýrin, sem kjarnorkan hefir gefið góða raun. í landbúnaðardeild fylkis- háskólans í Norður-Karólínu hafa farið fram tilraunir til að auka baunauppskeru með þeim árangri, að framleidd hefir verið tegund, sem gefur af sér um 30% meiri uppskeru en áður ræktaðar teg- undir, önnui- tegund, sem betur er fallin til vélrænnar hirðingar, og hin þriðja, sem hefir meira mót- stöðuafl gegn blaðsýki en áður þekktar baunategundir. Sem stendur fara fram í Brook- haven tilraunir til þess að rækta maístegund, sem gefur af sér aukna uppskeru. Sá árangur, sem þegar hefir náðst, gefur góðar vonir um að þetta muni takast. Jafnhliða hefir verið reynt að rækta maís, sem er ónæmur f.yrir þeim sýklum, sem gera það að verkum að mais- inn visnar og deyr. Sams konar rannsóknir eiga sér stað á eplum, perum, ferskjum, vínþrúgum og alls kyns berjateg- undum. Vísindamennirnir sækjast aðallega eftir vissum klasabreyting- um. Jafnvel þótt aðeins einn klasi á trénu eða runnanum virðist ætla að taka breytingu er takmarkinu náð, því að einmitt af þessum klasa er ef til vill hægt að rækta heila tegund. Mjög vinsæl eplategund í Bandaríkjunum er einmitt runnin frá einum slíkum klasa. Hún tek- ur fram öðrum eplum bæði að bragði og útliti. tóku við fjármálastjórninni, því að þá voru bæði skattar og tollar stórhækkaðir. Eftir að núv. fjármálaráðherra tók við fjármálastjórninni aftur, hefir hann leitazt við að draga úr þessum álögum og er -skattalækkunin í fyrra stærsti árangurinn 1 þeim efnum. Sá árangur hefði vissulega ekki náðst, ef fallizt hefði verið á útgjaldatillögur stjórn arandstæðinga. Það setur því sízt á Þeim að tala um of háa skatta og tolla. En kjarnorkan hefir einnig öðru hlutverki að gegna á þessu sviði, neínileta varðveizlu næringarefn- anna í jurtunum. Geislarnir drepa þær lífverur, sem orsaka rotnun næringarefnanna. í rannsóknarstöðinni í Brookhav en eru iil tveggja ára gamlar kart- öflur. Geislum hefir verið beint á sumar kartöflurnar, en ekki aðrar, og komið hefir í Ijós að hinar fyrr nefndu eru ekki trénaðar, eins og allar hinar síðarnefndu. Á þessu sviði hefir kjarnorkan miklu hlut- verki aö gegna. Geisiavirk efni hafa sífellt stærra hlutverki að gegna í hinum um fangsmiklu rannsóknum, ef til vill eru þau einmitt- þarflegust allrar framleiðslu í sambandi við notkun kjarnorku í friðsamlegum tilgángi. Efnin, sem notuð eru til að gera geislavirk, eru t. d. járn, fosfór eða joð. Þessi efni gefa stöðugt frá sér geisla, sem siðan er hægt að fylgj- ast með eftir að þeir eru komnir í jurtirnar, dýrin eða mennina með geigermælum. Það hefir einnig tek- izt að nokkru leyti að komast að því, hvernig kýrnar framleiða mjólk ina, en það var áður óþekkt mönn- um, og rannsóknir standa yfir á því, hvernig hænurnar fara að því að mynda eggin úr fæðu sinni. Eitt af þýðingarmestu hlutverk- um geislavirku efnanna, er að með þeim hefir reynzt mögulegt að fylgj ast með því, hver áhrif áburður hefir á jurtir, en áður fyrr var ein- göngu notuð sú aðferð að bera saman árangur af hinum ýmsu á- burðartegundum, sem var bæði tímafrekt og gaf alls ekki fullnægj andi svör. Það er til dæmis auðvelt að kom- ast að því með hjálp geislavirkra efna, hvort fosfór í jurtum stafar frá áburði, sem borinn er kringum þær, eða hvort þær vinna hann beint úr jörðinni. Vísindamenn geta nú fylgzt með áburðinum, frá því ' að hann er borinn á landið, þar til jurtin sýgur hann upp í rætur sín ar og dreifir honum út í yztu blöð. Slíkar rannsóknir fræða menn einn ig um það, á hvaða tímabili jurt- in er þurftafrekust og þarfnast á- burðarins mest, og auk þess hvaða áburðartegund hæfir hverjum jarð- vegi. Fosfat er nauðsynlegt næringar- efni fyrir jurtir, enda er meira eða minna af því í svo að segja hverri áburöartegund. Það er engum erf- iðleikum bundið að blanda svolitTu af geislavirkum fosfór við fosfatið, og hafa íosfórmagnið það lítið að það sé algjörlega óskaðlegt jurt- inni- Síðan má fylgja hinu geisla- virka efni eftir með geigermæli og | komast þannig auðveldlega að þvi, hvernig áburðurinn leggur leið sína um jurtina. Rannsóknirnar hafa sýnt aö jurt irnar sjúga í sig fosfatið úr áburð- inum svo að segja strax eftir að hann hefir verið borinn á. Það hefir einnig komið í ljós að gras- tegundir sjúga í sig fosfatið, þótt áburðurinn hafi aðeins verið bor- inn á grasblöðin, og að hægt er að örfa sprettu á graslendi geysi- lega með því að strá yfir það fos- fati. Vegna þessa hefir það reynzt mikill ávinningur að nota flugvél- ar til að dreifa áburði, og t. d. i Nýja Sjálandi eru flugvélar notað- ar í æ stærri stíl í þessu augna- miði. Nokkrar jurtir, svo sem maís, tó- bak, sykurrófur og bómull sjúga aðeins í sig fosfat í byrjun uppvaxt- ar. Áburði, sem borinn er á eftir að jurtin hefir náð nokkrum þroska, er því á glæ kastað. Hins vegar geta t. d. kartöflur notfært sér áburðir..n allt sitt vaxtarskeið. Það hefir einnig sannazt að engu verra er að blanda áburðinum saman við vatnið, sem jurtirnar eru vökvaðar með, en að strá á- burðinum kringum þær. Þessar upp lýsingar hafa sparað mörgum bændum stórfé. Skordýraeitur til varnar gegn sníkjudýrum á jurtum er nú notað í ríkum mæli. En varast verður að nota eitur, sem einnig er skaðlegt jurtunum. Með því að blanda geisla virkum efnum við eitrið, geta vís- indamennirnir nú gengið úr skugga um það, hvort eitrið hefir skaðleg áhrif á jurtina, eða hvort jurtin mun síðar meir hættuleg mönn- um til fæðu. Margir ávextir, svo sem epli, app- elsínur, ferskjur, tómatar, vínþrúg- ur o. fl. eru mjög viðkvæmir fyrir skemmdum á berki, sem fyrst or- saka verðlækkun ávaxtanna og síð- ar skemmdir á sjáifum ávextinum. Með notkun geislavirkra efna má komast hjá öllum slíkum skemmd- um. Þéttleiki jarðvegsins undir yfir- borðinu hefir mikla þýðingu fyrir bóndann, þegar hann-ákveður hvaða jurtir hann ætlar að rækta. Sé jarðvegurinn mjög þéttur, er t. d. betur fallið að rækta smáragras eða hveiti en kartöflur. Tvær hinna fyrrnefndu jurta hafa langar ræt- ur, sem teygja sig langt niour í jaröveginn og losa hann, þannig að seinna getur ef til vill verið heppilegt að rækta kartöflur í sama landi, þegar losnað hefir um það. Til þess aö komast að raun um, hvernig jarðvegurinn er undir niðri, hefir vísindamaður við Rut- gers háskólann í Nýju-Brunswick fundið upp lítið en mjög hentugt tæki. Eru það tvö rör úr alúmíni, hvort um sig á annan metra á lengd. í enda annars rörbútarins er komið fyrir geislavirku kobolti, en í enda hins er geigermælir. Rörin eru síð- an rekin niður í jörðina með um það bil 30 sm. millibili, og með þvl að mæla geislun koboltsins á geig- ermælinum, er hægt að fá fulla vissu fyrir eðli jarðvegsins. Eitt af því, sem reynast myndi öflugast til verndar friðinum f heiminum, er að ná því stigi að allir hafi nóg að bíta og brenna, og helzt dálítiö að auki. Á meðan til eru lönd, þar sem sulturinn heyrir til hins daglega lífs, er ávallt hætta á að óánægjan orsaki að upp úr sjóði og hinir sveltandi ráðist á hina, sem nóg hafa. En með hjálp kjarnorkunnar og hinna geislavirku efna ætti að vera hægt að efla svo landbúnaðinn bæði í menningar- ríkjum og hinum, sem skemmra eru komin, að möguleikar til fæðuöfl- unar stóraukist. Á seinni tímum hefir fólksfjölgun verið mjög ör í mörgum löndum, sem vafalaust má þakka bættum heilbrigðisháttum. Ef nota ætti gömlu aðferðirnar að auka ræktun í heiminum myndi (Framhalci & 6. siðu.i Ilaugurinn til vinstri sýni’r baunir, sem ræktaðar voru með geislavirkunar-aðí'eróinni. Hann er þriðjungi staerri en haugurinn til hægri, sem ræktaður var á Jafn stóru landi með gömlu aðferðínni.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.