Tíminn - 26.02.1955, Blaðsíða 6

Tíminn - 26.02.1955, Blaðsíða 6
« —ra^'oj TÍMINN, laugardaginn 26. febrúar 1955. 47. blað. ^ifi )j ÞJÓDLEIKHÚSID Peir homti I huust Sýning i kvöld kl. 20. Síðasta cinn. Fædd í gær Sýning sunnudag kl. 20. Gullna hliðið Sýning þriðjudag kl. 20. Aðgöngumiðasalan opin frá ki. 13,15—20,00. Tekið á móti pönt- unum. Sími: 8-2345, vær línur. Pantanir sækist daginn fyrir sýn ingardag, annars seldar öðrum. I Maðurimi í Fffelturiiiuum Geysispennandi og érkennileg ný frönsk-amerísk leynilögregiu- mynd i eðlilegum litum. Hin ó- venjulega atburðarás myndar- inar og afburðagóður leikur mun binda athygli áhorfandans frá upphafi, enda valin leikari í hverju hlutverki. Mynd þessi, sem hvarvetna hefir verið talið með beztu myndum sinnar teg undar, er um leið góð lýsing á Parísarborg og næturlífinu þar. Charles Laughton, Franchot Tonc, Jean Wallace. Robert Hutton. Bönnuð börnum. Sýnd kl. 5, 7 og 9. Norskur skýringartexti. NÝJA BÍÓ Örlagaþrœðir (Phone call from a Stranger) Sýnd kl. 9. Uppreisniu á llaiti Hin spennandi og sögulega 't- mynd um uppreisn innfæddra á Haiti, gegn Frökkum á dögum Napóleons nikla. Aðalhlutverk: Dale Robertson, Anne Francis, William Marshall. Bönnuð börnum innan 14 ára. Sýnd kl. 5 og 7. BÆJARBIO — HAFNARFIROI - Aiuia Sýna kl. 9. Vanhakklátt hjarta Sýnd kl. 7. TJARNARBIÓ Inurásin frá Marz (The War of the Worlds) Gífurlega sp°nnandi og áhrifa- mikil litmynd, byggð á sam- nefndri sögu eftir H. G. Welles. Aðalhlutverk: Ann Robinson, Gene Barry. Þegar þessi saga var flutt m útvo-j.-. i Bandaríkjunum fyri mokkrum árum, varð uppi fótur og fit og þúsundir manna ruddust út á götur borganna í -------- - að allir héldu að innrás væri hafin frá Marz. Nú jáið þér þessa atburði í vikmyndinni. Bönnuð börnum innan 16 ára. Sýnd kl. 5, 7 og 9. iLEKFEIAGi ^REYKJAyÍKUR^ Frænka Charlevs 72. sýning í dag kl. 5. Aðgöngumiðasala eftir kl. 2. \ói Sjónleikur i 5 sýningum. Sýning annað kvöld kl. 8. Síðasta sinn. Aðgöngumiðasala kl. 4—7 i dug og eftir kl. 2 á morgun. Sími 3191 AUSTURBÆJARBÍÓ Hættur á hafsbotni (The Sea Hornet) Sérstaklega spennandi og Við burðarík, ný, amerisk kvikmynd. Aðalhlutverk: Rod Cameron, Adele Mara, Adrian Booth. Bönnuð börnum innan 12 ára. Sýnd kl. o, i og 9. Sala hefst kl. 2 e. h. GAMLA BÍÓ Siml 1475. Heiður liiminn (My Blue Heaven) Létt og ljúf, ný, amerísk músik mynd ■ litum. Aðalhlutverk: Betty Grable, Dan Dailey, Mitzi Gaynor. Sýr.d kl. 5, 7 og 9. TRIPOLI-BÍÓ Slzal 1181 Miðnæturvalsinn (Hab ich nur deine Liebe) Stórfengleg, ný, þýzk músik- mynd, tekin í Agfalitum. í mynd inni eru leikin og sungin mörg af vinsælustu lögunum úr óper- ettum þeirra Franz von Suppé og Jacques Offenbachs. Margar ,Senur“ myndinni eru með því fegursta, er sézt hefir hér í kvik- myndum. — Myndin er gerð fyrir breiðtjald. - Aðalhlutverk: Johannes Hecsters, Gretl Schörg, Walter Miiller, Nargit Saad. Sýnd kl. 5, 7 og 9. Sala hefst kl. 4. Danskur tcxti. Ilafuarf jarðarhíó Æskujtrá Hrífandi tékknesk kvikmynd am fyrstu ástir lifsglaðs skufólks. „Góð og áhrifamikil mynd“, krif aði Berlinske Tidende. Höfundur V. Krska. Aðalhlutverk leika: Lida Baarova, J. Iova. Myndin er með dönskum texta. Bönnuð fyrir börn. Sýnd kl. 7 og 9. PILTAR ef þið eigið stúlk- una, þá á ég HRINGANA. Kjartan Ásmundsson, gullsmiður, - Aðalstræti 8. Slmi 1290. Reykjavik. ÉBHi Sinf óní uhl j óm- sveitin (Framhald af 5. siðu.) þrungig krafti og ógnum en einnig samofið léttri kímni og glettni. Ljós voru slökkt í salnum á meðan, og hafði stjórnandi það á orði, að vel færi á því að hefja þá ný- þreytni með þessu verki. Fannst það á, að fieirum sýndist á sama veg, cg það jafnvel þó að ekki væri flutt neitt, sem væri í áttina við það að vera eins ljósfælið og þetta verk! Hljómsveit og stjórnandi leystu prýðilega af hendi hlutverk sín og var þeim fagnað ákaft af áheyr- endum, sem sýnilega höfðu haft hina beztu skemmtun og ánægju af öllum tónleik- unum. E. P. Islcndingaþættir (Framhald af 3. síðu). uð fyrir myndarskap, gest- risni og hjálpfýsi, og sýnir það bezt hversu samhent þau hjón hafa ætíð verið. Veit ég að bóndinn í Stóra- Ási hefir fyllilega kunnað að meta konu sína og störf henn ar, og dylst það engum, sem til þekkir. í nýútkominni ævisögu Páls bónda á Hjálmsstöðum, minnist hann Stóra-Ás hjón anna sérstaklega eftir komu sína þangað með þessum orð um: „Hefi ég sjaldan hitt fyrir annan eins höfðing- skap og hjá þeim Stóra-Ás hjónunum og hefir mér þó víða verið vel tekið á ferðum mínum.“ Veit ég að allir þeir, sem að Stóra-Ási hafa komið fyr- ir skemmri eða lengri tíma, taka undir orð Páls bónda og gleyma aldrei þeim dásemd- ar dögum, sem þeir hafa dval ið í Stóra-Ási hjá umhyggju sömu og góðu fólkj í einu feg ursta héraði landsins. í dag mun húsfreyjunni að Stóra-Ási berast kveðjur og árnaðaróskir frá hinum fjöl- mörgu vinum og kunningjum hennar bæði fjær og nær, og fjölmennt verður að Stóra- Ási enn einu sinni og það ekki að ástæðulausu. Fjöl- skylda hennar, vinir og kunn ingjar munu hittast í dag að Stóra-Ási til þess að óska Helgu til hamingju með dag inn og gleðjast yfir árang- ursríkum og hamingjusöm- um 70 árum ævi hennar. V i n u r . niiiuiiiiiiiiiiuiiiiiiiiuiiiiiiiimiiiuiiiiiiiiiniuiiuiiiim 5 l I Fordson Major | | Hj á Ræktunarsambandi \ I Suðurfjarða og Dalahr., \ | er til sölu FORDSON j i MAJOR dráttarvél í góðu i | ásigkomulagi. § I Þrískeraplógur og diska- i I herfi geta fylgt. Sann- \ | gjarnt verð. — Upplýsing- 1 I ar gefur | Tómas Guðmundsson, i | Otradal um Bíldudal. | 4IIIIIIIIIUIIIIIIIII1IIIIIIIIIIIIIII1IIIIIUIUUMIIIIIIIIIUIIIIIR | Tengill h.f. I HEIÐI V/KLEPPSVEG i Raflagnir Viðgerðir Ffnissala !J honum á skrifborðinu hans pabba. Mér fannst ég þekkja hann — hafa séð hann. Fyrst í stað fannst mér hálfvegis að það væri mynd af föður mínum ungum. — Sástu það, að hann líktist William? Nei, enginn sá það nema ég, og ég þorði aldrei að minnast á það við neinn. — Ég sá það. En svo sá ég, að það var ekki faðir minn, heldur annar maður. Ég'tók myndina og ákvað að reyna að komast að því, hver það væri. Ég hefi geymt hana síðan og horít á hana daglega. Hún hló ákaft og vandræðalega. — Ég skoðaði hana eins oft og ákaft og þetta væri unnusti minn eða maður, sem ég elskaði. Þær horfðust í augu hálfóttaslegnar í þeirri vitneskju, sem þetta gaf um það, sem héfði kannske getað orðið. Síðan hvíslaði Jill: — Ég hefði auðvitað aldrei sagt þetta, ef hann hefði lifað núna. — Ég veit það. Þær drógust sem af segulafli hvor að annarri, héldust fast í hendur. Elise tók til máls: — Þetta er það fyrsta, sem orðið hefir mér til ánægjuauka síðan hann dó. Ég ætla að segja þér frá honum, allt frá því að hann fæddist. Ég vil, að við verðum saman — þú og ég. Heldurðu, að faðir þinn mundi vilja leyfa þér að fara með mér? — Það mundi hann vilja, en ég veit ekki, hvort mamma vill leyfa það. — Já, ég gleymdi henni. Þær leystu handtakið, en svo greip Elise hönd Jill aftur. — Reyndu, elskan mín. Reyndu að fá hana til þess. Gerðu það vegna mín. Ég hefi verið svo sorgmædd, og ég hefi engan til að hugga mig við. — Já, ég skal gera það, lofaði Jill. Leitandi hjarta hennar, sem hafði engan fundið til að elska, hneig að þessari konu. — Ég vil fara til þín, sagði hún. — Ef til vill á ég þar ein- mitt heima. — Nei, sagði Rut. Elise var farin. Uppi á loftinu hafði Rut staðið við stafn- gluggann og horft á þessa háu og tígulegu konu ganga brott. William fylgdi henni út að bílnum og hjálpaði henni inn í hann, þótt bílstj.óri.nn stæði hjá, svartklæddur i ein- hvers konar einkennisbúningi og byggist til að gera þaö. Og Jill var þarna líka. Hvers vegna var Jill þarna, og hvers vegna hallaði ókunna konan sér út úr vagninum, tók um vanga Jill og kyssti hana? Rut fann til afbrýðisemi. Ókunnug kona hafði engan rétt til að kyssa börn hennar. Hún gekk niður stigann. Svipur hennar var kuldalegur og hjartað kalt á ytra borði, en heitt innan. Hún mætti William og Jill í forstofunni. — Hvar hefir þú verið? spuröi William. — Ég ætlaði að kynna þig fyrir Elise. Ég leitaði að þér um allt en fann þig hverg:. — Ég fór út í geymslu að hreinsa þar til,.ég hafði engan tíma til að sinna gestum. Jill, ég er búin aö búa rifsberin undir sykrun. Þú getur búið ftil berjamaukið’ 1 kvöld. Láttu það nú ekki brenna við. — Ég skal gæta þess, mamma. En hún leit á William, eins og hún vænti einhvers af honum. William horfði líka á hana. — Hvað liggur ykkur á hjarta, báðum tveim? spurði Rut hvatlega. — Mamma, fæ ég að fara og heimsækja þessa frú? Jill bar spurninguna upp í flýti, eins og hún væri hrædd við að spyrja og vildi koma því af sem fyrst. — Hún er okkur alveg ókunnug, sagði Rut. — Nei, hún er það ekki, sagði William. — Hún er gamall vinur minn, Rut. Ég þekkti hana mjög vel áður fyrr. Hana langar til að Jill komi til sín og dvelji hjá sér um skeiö. — Nei, sagði Rut, nei. Hún hafði ekki ætlað sér að vera svona hraðmælt, en orðin hrukku af vörum hennar áður en hún áttaði sig. — Ó, mamma, hrópaði Jill. — Bíddu hæg, Jill, skipaði William. — Lofaðu mér að skýra málið fyrir mömmu þinni. Þau stóðu þarna öll þegj- andi úm stund. Síðan ávarpaði Rut Jill. — Farðu nú að hugsa um berjamaukið. — Já, mamma. Og svo voru þau tvö ein eftir. William leit í augu Rutar, þessi bláu augu, sem hann hafði aldrei séð reið. En nú vott- aöi þar fyrir reiði. — Komdu hérna inn með mér, vina mín, sagði hann. Hann lagði handlegginn um mitti hennar. Hún lét að orðum hans og fylgdist með honum, hlýddi honum sem það væri sjálí'sagður hlutur. Þau gengu inn í bókaherbergið. Hann lckaði dyrunum á eftir þeim. — Jæja, sagði hann. Hún stóð á miðj.u gólfi, ráðvillt kona. Hnetubrúnt hár hennar Ijómaði enn, og ennið var sem hvítir vængir yfir dökkum brúnum. Háls hennar var mjúkur og hvítur, vang- arnir rjóðir og blómlegir. Af henni stafaöi æsku og fegurð enn þá, og það snart William sem jafnan fyrr. Hjarta hans hitnaði af ást og a,ðdáun á þessari konu. — Hvers viltu spyrja mig fyrst? spurði hann rólega. — Einskis, sagði hún. — Ég hefi aldrei spurt neins. Hann var of undrandi á orðum hennar til þess að segja

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.