Tíminn - 26.02.1955, Blaðsíða 8

Tíminn - 26.02.1955, Blaðsíða 8
59. árgangur. Reykjavík, 26. febrúar 1955. ' 47. blað. Fjölmennið á skólamálafund- inn í Tjarnarkaffi á morgun Þar ræða reyndir og kunnir skólamenn nm þessi miklu vandamál nútímans Ktukkan tvö á morgun hefstí í Tjarnarkaffi nzðri almenn- ur l'midur um skólamál, og hafa þar framsögu tveir reyndir og: kunnir skólamenn, þeir Bjarni Bjarnason, skólastjóri á Laugarvatni, og 3ónas Jósteinsson, yfirkennari við Austur- bæjarskólann í Reykjavík. Séra Gunnar Árnason verður fundarstjórz'. Fundurinn er öllum opinn, sem vilja ræða og hugsa um þessi brýnu vandamál þjóðar innar í dag og á eftir fram- söguræðum fara fram almenn ar umræður. Það er fulltrúaráð Fram- sóknarfélaganna í Reykjavík, sem boðar til þessa fundar, en hann er engu að síður opinn öllum almenningi. Fundarfólk er beðið 'að mæta stundvís- lega, því að búast má við mik illi. aðsókn og fjörugum um- ræðum. Anægðir með Bang- kok-ráðstefnuna London, 25. febr. — 3 daga ráðstefnu ríkja, sem standa að bandalagi SA-Asíu lauk i dag í Bangkok. Eden utan- ríkisráðherra Breta hefir lýst yfir ánægju sinni með fund inn. Dulles kvað bandalags- ríkin hafa samræmt stefnu sína og kynnst sjónarmiðum hvors annars. Kommúnist- um myndi erfiðar eftir en áður að koma fram útþenslu stefnu sinni. Skipulagi hefði verig komið á starfsemi banda lagsins í framtíðinni. Er ráð gert, að ráðstefna verði hald in einu sinni árlega og oftar, j ef þörf þykir. Bjarni Bjarnason Tryggt lán íIS að Ijúká ingu fiskiðjuvers á Seyðisfirði Framkvæmdabanki íslands hefir veitt Seyðisf jarðarkaup- stað lán til 15 ára að upphæð 1,8 millj. kr. til þess að íull- gera fiskiðjuver það, sem bærinn hóf þyggingn á fyrwl nokkru, en hafði stöðvazt vegna f járskorts, Verðjir raú hald ið áfram byggingunni af auknum krafti pg .yið það miðað, að fiskiðjwverið geti tekið til starfa að einJþ,verjy. leyti seint á þessu ári. Lán Framkvæmdabankans verður greitt í tveim áföng- um, 0,9 millj. á þessu ári en 0,9 millj. á fyrsta ársfjórð- ungi næsta árs. Bygging fiskiðjuversins hófst 1953 en stöðvaðist svo sem fyrr segir. Var svo tekiö til að nýju sl, haust, og þá unnig fyrir 610 þús. kr. en áður hafði verið unnið fyrir 1,3 millj. kr. Var þá fullgert saltfiskverkunarhús og búið að steypa undirstöður og grunn og slá upp fyrir veggj um fiskmóttökuhúss, hrað- frystihúss og vélahúss. Séra Gunnar Arnason Taka sjálfsafgreiðslubúðir til starfa hér á næstunni? Sjálfssölubúðz'r er nýtt afgreiðslufyrirkomulag, sem nú á vaxandi vinsældum að fagna víða um lönd. Er ástæða til að ætla, að innan skamms verði þetta nýja fyrirkomulag tekið upp hér í höfuðstaðnum. Hafa forráðamenn Sambands ísl. samvinnufélaga að undanförnu unnið að því að koma á fót slíku fyrirkcmulagi í Reykjavik, sem síðar gæti orðið til fyiirmyndar, bæði þar og annars staðar. Nú hefir Sambandið tekið á leigu stórt verzlunarhúsnæði í miðbænum og mun ætlunin að þar verði komið á fót sölu feúð með nýju fyrirkomulagi, pem líkur eru til að fólk kunni Srel að msta. Síðasta sýning á „Þeir koma í haust" Leikrit Agnars Þórðarsonar „Þeir koma í haust", sem sýnt hefir verið í Þjóðleikhúsinu að undanförnu, verður sýnt í síðasta sinn í kvöld. Leikrit þetta hefir fengið góða dóma og verið sýnt við ágæta að- sókn. Einmitt þegar þessar fyrir- ætlanir Sambandsins eru að korhast í framkvæmd er hér á landi staddur bandarískur sérfræðingur, sem hingað er kominn á vegum viðskipta- málaráðuneytisins og iðnaðar málastof nunarinnar til að leið beina um verzlun og vörudreif ihgu. Hefir hann kynnt sér óg gert tillögur varðandi. vöru- dreifingu Sambandsins og nærliggjandi kaupfélaga og verzlana í Reykjavik. Sýndi hann skuggamyndir á fjöl- mennum fundi verzlunar- manna í Þjóðleikhússkjallar- anum í gær og sagði frá nýj- ungum í fyrirkomulagi sölu- búða og vörudreifingu. Mælir þessi kunnáttumaðvir eindregið með hinu nýja sjálfs afgreiðslufyrirkomulagi. Alþýðublaðið rangfærir um- mæli eigin flokksmanna á þingi Alþýðublaðið er að verða frægt að endemwm fyrir þing- fréttaflutning si?i?i, og er nú svo komið, að blaðið getwr ekki einu sinni hermt rétt nmmæli sinna flokksmanna úr umræðwm. í gær blæs blaðið út mikla sögu uva. gagnrýni Gylfa Þ. Gíslasonar á ríkzsreikninginn frá 1952, sem var til wmræðu í neðri deild í fyrradag en rangfærir á marga lund wmmæli bingmannsins Blaðið lætur lna svo út, sem gagnrýni Gylfa hafi mest beinzt að ríkisreikningn um sjálfum, svo sem þvi að ríkissjóður hefði orðið að greiða 8,2 millj. kr. vegna ábyrgða ríkissjóðs. Nokknr atriði. Hér verður að hjálpa Al- þýðublaðinu lítið eitt við fréttaflutninginn. Sannleik- urinn var sá, að gagnrýni Gylfa beindizt harla lítið að ríkisreikningunum s.jálfum, en hann nefndi nokkrar að- finnslur yfirskoðunarmanna varðandi rekstur einstakra ríkisstofnana, og voru þessi atriði helzt.: Hann fann að drætti, sem orðið hefði á endanlegri af^- greiðslu reikningsins. Ýmsum athugasemdum vísað til að- gerða alþingis og eftirbreytni en ekkert hefir heyrzt frá ríkisstjórn um ráðstafanir í þessu sambandi. Hann nefndi þessar athuga semdir sérstaklega: Útistandandi skuldir Tó- (Framhald á 7. síðu.i Bretadrottning heiðrar Albert Schweitzer London, 25. febr. Elísabet Bretadrottning sæmdi í dag dr. Albert Schweitzer orð- unni „Order of Merit", en hún er eitt virðulegasta og æðsta heiðursmerki Breta. Schweitzer hlaut ins og kunn ugt er friðarverðlaun Nobels fyrir árið 1952. Aðeins einn iítléndingur hcfir verið sæmdur orðu þessari og er það Eisenhower forséti Bandaríkjanna. Arababandalagið að liðast sundur Kairo, 25. febr. í íyrradag undirritaði forsætisráðherra íraks hinn gagnkvæma örygg issáttmála við Tyrki, sem vald ið hefir miklum deiium meðal Arabaríkjanna. Er nú ekki ann að sýnna en Arababandalagið muni klofna vegna samnings þessa. Bætir úr brýnni þörf. Verið er nú,.að athuga um vélakaup til hússins og standa vonir til, að ^nú verði hægfi að hraða byggingunni svo, að fiskiðj uverið | taki til starfa seint á þessu ári að nokkru (Pramhald á 2. síðu) Ný umferðarkvik- mynd sýnd í Klukkan 2 eftir hádegi 1 dag fer fram kvikmyndasýn ing fyrir almenning í Tiarn- arbíói á vegum Slysavarna- félags íslands. Verður þar sýnd ný umferðakvikmynd, sem þeir Gunnar R. Hansen, leikstjóri og Óskar Gíslason, ljósmyndari hafa gert fyrir Slysavarnafélagið. — Mynd þessi er tekin í litum og tek- ur sýning hennar um hálfa klukkustund. Töku myndar- innar hafa 4 vátryggingar- félög kostað, en þau eru Sam vinnutryggingar, Sjóvátrygg- ingarfélag fslands, Vátrygg- ingarfélagið h. f. og Almenh- ar tryggingar h.L Slysavarna félagið væntir þess að fólk fjölmenni á kvikmyndasýn- inguna og taki með sér börn sín. Umferðarmynd þessi verður sýnd í öllum barna- skólum Reykjavíkur í næstu viku, til að byrja með fyrir 7, 8 og 9 ára bekki. Að lokn- um sýningum í barnaskólun- um verður myndin syrid í öllum stærri kaupstöðum landsins á vori komanda. Trú Morgunblaðsins á frjálsa franttakiiS: Frjálsar tryggingar samaog að .slátra' Brunabótaf él. isl. Ofu?kapp Mo?gunblaðsmanna við að hamast gegn því að húseigendur i landinu fái fullt frelsi til að á- kveða og bjóða út branatryggingar sínar er svo mikið, að þeir sjá ekki fótum sínnm forráð, og fer leiðara- höfnndnr blaðsins á nndarlegnstM handahlaupum í þessu mah' í gær. IMI, tl0 ,. Er þar einkum ráðizt að Skúla Guðm'^n^ssyni fyrir það að hafa varið skelegglega rétt húseigenc Vi til frels is í þessn máli, og honum ekkz vandaðar kyeðjurnar. í leiðara þesswm er þessi spaklega máls'grein ,.....Þess vegna vill Skúli láta slátra Brnriabóta- félagi íslands og krefst til þess ótakmarkaðs frelsz's, alveg áh tillits til hagsmwna tryggjenda." sok??arman?ia Hvað var það nú, sem frnmvarp Framsó fól í sér? Ekkert annað en að gefa brimatryggingarnar frjálsar og þar með öllum tryggingarfélögutn frjálsan rétt til að bjóða húseigendum sem lægstár og hag- kvæmastar tryggingar og skapa tryggingafélögunum þar með frjálsa og jafna aðstöðu. Að veita slíkt frelsi er að dæmi Morgunblaðsins sama og að „slátra" Brunabótafélagi íslansd". Mikil er trú þeirra Morgwnblöðsmanna nú orðin á frjálst fram tak og frjálsa samkeppni. Og mikil er trú þessara fyrir svarsman?ia á skjólstæðing sinn, Brn?iabótafélagið, ef jafnréttisaðstaða er hið sama og að „slátra" því.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.