Tíminn - 15.03.1955, Page 5
Þriðjud. 15. tnarz
Samvinna milli
stétta
Þegar Framsóknarflokkur-
inn tók þátt í stjórnarmyndun
1947, eftir að nýsköpunar-
stjórnin hrökklaðist frá völd-
um, fékk hann að nýju í sínar
hendur .stjórn landbúnaðar-
:mála. Framsóknarflokkurinn
beitti sér þá fyrir því, að sett
voru ný lög um verðlagningu
og sölu landbúnaðarafurða.
Samkvæmt þeim lögum skal
verð á búvörum ákveðið þann
ing, að tekjur bænda séu í
nánu samræmi við tekjur
verkamanna og sjómanna. Fé
lög framleiðenda og neytenda
tilnefna þrjá menn af hvorri
hálfu í nefnd, er ákveður verð
lagsgrundvöll. Risi ágreining-
ur um viss atriði í þvi sam-
bandi er úr honum skorið
með dómi þriggja manna, þar
sem aðilar tilnefna sinn mann
inn hvor, en hagstofustjóri er
oddamaður. Hagstofunni er
lögð sú skylda á herðar að láta
i té skýrslur, er skýra mála-
vöxtu. Fulltrúar framleiðenda
og neytenda geta hvorir um
sig krafist þess með tiltekn-
um fresti, að verðlagsgrund-
'völlurinn sé endurskoöaður.
Ef tekjur annarra en bænda
breytast til hækkunar eða
lækkunar, eftir .að verðlags-
grundvöllur er ákveðinn, tek-
ur verðlag á búvörum breyt-
ingum eftir þeirri vísitölu.
Sú skipun mála, sem lögfest
var á þennan veg fyrir for-
göngu Framsóknarflokksins,
hefir.geíið.svo góða raun, að
venjulega hefir orðið sam-
komulag milli fulltrúa fram-
leiðenda Og neýtenda um verð
lagsgrundvöll, svo að til úr-
skurðar gerðardóms hefir ekki
komið — og meira að segja
sami verðlagsgrundvöllur lát-
inn gilda frá ári til árs.
Ef litið er til viðskipta at-
vinnurekenda í kaupstöðum
lahdsins og verkamanna, blas
ir önnur mynd við augum. Þar
fyíkja stéttirnar liði til harka
legrar verkfallsbaráttu. Það
er því ekki að ófyrirsynju, að
tveir þingmenn Framsóknar-
flokksins hafa flutt á Alþingi
tillögur um skipun samvinnu
nefndar atvinnurekenda og
verkalýðssamtaka til þess að
finna grundvöll í kaupgjalds-
málum. Skal það vera hlut-
verk nefndarinnar að afla upp
lýsinga frá ári til árs um af-
komu atvinnuveganna og hag
almennings í þeim tilgangi að
leita megi áliís 'nefndarinnar,
þegar ágreiningur verður eða
ætlar að verða úm kaup og
kjor. "
í greinargerð komast flutn-
íngsmenn tillögunnar þannig
aöorði:
,,Ef meta á, hvað sé sann-
gjárnt kaup og réttlát kjör,
þarf rólega athugun og hag-
fréeðilega. Viðunandi kjara-
samningar og friðsamlegir
fást tæplega, nema á slíkri
athugun sé byggt og sá skiln-
ingur ríki, að þannig eigi að
leita grundvallarins í þessum
málum.
Verkföll og verkbönn knýja
fram úrslit í vinnudeilum, en
eru neyðarúrræði, af því að
þar ræður aflsmunur, en ekki
réttlæti. Þær aðferðir skapa
aldrei grundvöll fyrir vinnu-
friði til frambúöar. íslend-
íngar hafa hvað eftir annaö
ieytt miklum tíma og fjármun
ERLENT YFIRLIT:
Hver verður framtíð Möltu?
VoÆ’kamaiinaflokkuriiin, scm vill iimlima
liana í brezka ríkið, viimur mikiim sigur I
þiugkosniiigum
Fyrra sunnudag föru fram þing-
kosningar á Möltu. Kosningar þess-
ar hafa vakið allmikla athygli, því
að þær snerust að mestu leyti um
framtíðarstöðu Möltu eða nánara
sagt um það, hvort Möltubúar ættu
að óska eftir sjálfstjórn eða inn-
limun í brezka ríkið.
Það er nú liðin rösklega hálf önn
ur öid síðan, að Bretar lögðu Möltu
fyrst undir sig og settust þar að.
Frakkar höfðu þá haft yfirráð á
eynni um skamma hríð, en henni
hafði þá um þriggja alda skeið
verið stjórnað af sérstakri riddara-
reglu, Jóhannítum. Áður hafði ltið
á ýmsu með stjórn Möltu, því að
hún hafði venjuiegast lotið yfir-
ráðum þeirrar þjóðar, sem mestu
réði á Miðjarðarhafinu hverju
sinni, eins og Fönikíumanna,
Grikkja, Karthagomanna, Róm-
verja og Araba. Síðar komu Nor-
mannar þangað og réðu þar ríkj-
um þangað til snemma á 16. öld,
er Karl V. kom því til leiðar, að
Jóhannítar, sem höfðu verið hrakt
lr frá Rhodos, fengu að setjast
þar að.
Af þeim ástæðum, sem nú er
greint, eru Möltubúar mjög bland-
aðir, en þó munu arabísku ættar-
einkennin einna sterkust. íbúar
Möltu cg nærliggjandi smáeyja eru
nú um 250 þús., en flatarmál eyj-
anna er um 323 ferkm, þar af
Möltu sjálfrar 248 ferkm. Aðalat-
vinnuvegurinn er landbúnaður, en
fjarri fer því, að hann brauðfæði
þjóðina, þótt eyjarnar megi heita
meira en fullræktaðar. íbúaruir
hafa því að miklu leyti iifað á
þeirri vinnu og viðskiptum, sem
fylgt hafa dvöl brezka herliðsins
þar.
Mikilvæg herstöð.
Bretar tóku snemma, eftir að þeir
náðu Möltu, að koma sér þar upp
öflugum varnarstöðvum. Lega
Möltu er slík, að þaðan er gott að
fylgjast með ferðum um Miðjarð-
arhafið. Yfirráð Breta yfir Möltu
hafa því verið hernaðarlega mikil-
væg fyrir þá. Segja má þó, að þetta
hafi nokkuð breytzt siðan flug-
vélarnar komu til sögunnar. í síð-
ari heimsstyrjöldinni gerðu mönd-
ulveldin miklar loftárásir á Möitu
og Hitler hafði við orð að gera
hana að öskuhaugi. Vamir Möltu
reyndust hins vegar traustar og
skemmdir urðu miklu minni en við
var búizt. Það sýndi sig llka, að
eyjan getur enn verið mikilvæg her
stöð, þótt flugtæknin hafi nokk-
uð dregið úr mikilvægi hennar á
því sviði.
Lengi eftir að Bretar lögðu Möltu
undir sig, iék nokkur vafi á því,
hver væri þjóðréttarleg afstaða
Möltu. Það var ekki fyrr en 1914,
að Bretar lýstu Möltu formlega
sem brezka nýlendu. Síðan hefir
stjórn hennar heyrt beint undir
brezka nýlenduráðuneytið Árið
1921 var sett á stofn löggjafarsam-
koma á Möltu og hafa Bretar sið-
an smám saman veitt ibúunum
meiri og meiri heimastjórn. Þann-
ig kjósa þeir nú þing, er síðan
myndar stjórn, og ræður hún miklu
um málefni eyjarskeggja, ef und-
an eru skilin hermál og utanríkis-
mál. Brezki landstjórinn hefir þó
neitunarvald um flest, er máli
skiptir, en beitir því mjög hóflega.
Stefna þjóðernissinna.
Á Möltu eru nú tveir aðalflokkar.
Annars vegar er Sjálfstæðisflokk-
urinn, sem er hægri sinnaður, en
hins vegar Verkamannaflokkurinn.
Sjálístæðisflokkurinn hefir haft
meirihluta á þingi og farið með
stjórnina að undanförnu.
Forsætisráðhr. Sjálfstæðismanna
Borg Olivier, hefir undanfarið átt
í samningum um það við brezku
stjórnina að Malta yrði sjálfstætt
samveldisland innan brezka veldis-
ins, en það er stefnumark Sjálfstæð
isflokksins. Gegn því, að Malta
fengi þessi réttindi, hefir Olivier
boðizt til að leigja Bretum land und
ir herstöðvar fyrir 7 milj. sterlings-
punda ieigu á ári. Fyrst um sinn
skyldu Bretar einnig annast stjórn
landvarnarmála og utanríkismála
fyrir Möltu eða þangað til Möltu-
búar óskuðu eftir að taka þau í
eigin hendur. Þá vildi Olivier, að
Bretar mættu ekki leyfa öðrum
þjóðum aðgang að herstöðvum á
Möltu, nema með leyfi Möltustjórn
ar, en amerískt herlið hefir fengið
að setjast að á Möltu, án þess að
það væri borið undir þing eða
stjórn Möltu.
Brezka stjórnin hefir gert þau
gagntilboð, að Malta fengi svipaða
heimastjórn og eyjan Mön. Það
myndi þýða, að hún yrði ekki leng-
ur talin nýlenda, heldur eins konar
hluti brezka ríkisins, en hefði þó
sérstaka stjórn og íbúarnir væru
undanþegnir ýmsum kröfum, sem
hvíla á þegnum brezka ríkisins.
Þessu tilboði hafnaði Olivier og
stóðu málin þannig, þegar kosning-
ar fóru fram.
Stefna Verkamanna-
flokksins.
Verkamannaflokkurinn gekk í
kosningastefnuskrá sinni ekki að-
eins til móts við tillögur brezku
stjórnarinnar, heldur mun lengra
í sömu átt. Hann setti innlimun
Möltu í brezka ríkið sem aðalmál
um í verkföll. Nauðsynlegt er,
að þjóðin geri ráðstafanir til
þess, að þetta endurtaki sig
ekki án fyllsta tilefnis .
Af beggja hálfu yrði í þess-
ari leiðbeinganefnd menn sem
þeir, er þá kysu, tortryggðu
ekki um skort á velvilja í sinn
garð.
Nefndin gerði athuganir sín
ar, eins þótt enginn ágrein-
ingur lægi fyrir, og gæti þess
vegna leiðbeint hlutaðeigend-
um, áður en til uppsagnar á
samningum kæmi, hvað þá
verkfalls eða verkbanns.
Hjá nefndinni yrðu sjónar-
mið aðilanna metin, áður en
þeir segðu sundur með sér og
hiti baráttunar fer að torvelda
samkomulag.
Allir, sem vilja, að skynsemi,
réttliæti og samkomulag ríki á
þessum vettvangi þjóðfélags-
ins, hljóta að geta fallizt á
skipun nefndarinnar, a. m. k.
sem tilraun til þess að hefja
viðskipti stéttanna yfir afl-
raunir verkfalla og verkbanna
og firra þjóðina fjárhagstjóni
af vinnustöðvunum.“
Samtök bænda og samvinnu
manna hafa sýnt það með far
sælu starfi, að hægt er að
skipa hagsmunamálum svo, að
friður og velvild ríki. Þess
vegna hefir alda verkfallsbar
áttu aldrei risið í sveitum
landsins. Öll þjóðin þarf að
gera sér ljóst, aö leiðin til far
sældar í þjóðfélaginu er sam-
vinna en ekki stríð milli
stétta. Skipun slíkrar nefndar
er hér um ræðir, gæti vissu-
lega orðið stórt spor í þá átt
að tryggja slíka samvinnu,
DOM MINTOFF
á stefnuskrá sína. Málta skyldi
verða hluti brezka ríkisins og kjósa
fjóra þingm. á brezka þingið. Hún
skyldi þó halda heimastjórn í viss-
um málum, en t. d. hermál og ut-
anríkismál skyldu alveg heyra undir
brezku stjórnina.
Foringi Verkamannaflokksins,
Dom Mintoff, gat bent á, að efna-
hagslega myndu Möltubúar græða
á innlimuninni. Þá myndi ganga í
gildi á Möltu sama kaupgjald og
er í Bretlandi, og Möltubúar myndu
njóta sömu trygginga og brezkir
þegnar, en nær engar almanna-
tryggingar eru á Möltu nú. Að vísu
myndu skattar eitthvað hækka, en
ekki svo neinu næmi í saman-
burði við það, sem femist í stað-
inn. Það skyidi og vera innifalið í
samningunum, að tollur á sígarett-
um hækkaði ekki, en þær eru nú
helmingi ódýrari á Möltu en í Bret-
landi. Herskyida skyldi og ekki ná
til Möltubúa og ekki skyldu taka
gildi á Möltu brezk lög um hjóna-
skilnaði, en Möltubúar eru ram-
kaþólskir og því andvígir hjóna-
skilnuðum.
Eins og Mintoff setti upp dæmið
um innlimun, leit það allvel út.
Möltubúar skyldu fá hærra kaup
og tryggingar, en þurftu lítið að
láta í staðinn, og fengu undanþág-
ur frá ýmsum kvöðum, sem ella
hefðu átt að vera eðlileg afleiðing
innlimunarinnar.
Hverjar verða undir-
tektir Breta?
Kosningabaráttan varð allhörð.
Sjálfstæöisflokkurinn stimplaði
Mintoff sem algeran svikara og
reyndi að gera sér mat úr áróðri
gegn Bandaríkjunum. Mintoff svar-
aði með því, að Sjálfstæðisflokkur-
inn væri fjandsamlegur þeim rétt-
arbótum, sem innlimunin myndi
veita alþýðustéttunum. Úrslitin
urðu þau, að Sjálfstæðisflokkur-
inn missti meirihlutann og fékk
Verkamannaílokkurinn 23 þingsæti
af 40.
Það mun að sjálfsögðu leiða af
(Framhald á 6. síðul
Útisundlaugin á
Akureyri raf-
magnshituð
Frá fréttaritara Timans
á Akureyri.
Verið er að ljúka við að
setja hér upp útbúnað til raf
magnshitunar í útisundlaug
bæjarins og bætir það mjög
aðstöðu til sundkennslu og
sundiðkana. Laugin fær vatn
úr lindum í Glerárdal en
vatnið kólnar nú meira á leið
inni en fyrr, vegna þess að
einangrun er farin að gefa
sig á löngum tíma. Var laug
in því orðin of köld til sund
kennslu á vetrum. Úr því ætti
nú að rætast.
Á þessu ári er ráðgert að
lokið verði byggingu góðrar
innisundlaugar, sem hér hef
ir verið í smíðum í nokkur ár.
Brunatrygginga-
málin á Álþingi
Eins og áður hefir verið frá
sagt, var frumvarpið um
Brunabótafélag íslands af-
greitt sem lög frá þinginu fyr
ir síðustu helgi.
Þingmenn Sjálfstæðis-
flokksins höfðu forgöngu við
þá lagasetningu, en nutu að-
stoðar allra stjórnarandstöðu
flokkanna.
Þegar Sjálfstæðismenn voru
að mæla fyrir þessu þjóðnýt-
ingarfrumvarpi sínu á Alþingi
urðu áheyrendur vitni að
mjög einkennilegum tilburð-
um þeirra.
Aumleg frammistaða.
Þegar þeir þingmenn Sjálf-
stæðisflokksins, sem einkum
beittu sér fyrir málinu, voru
spurðir að þvi, hvers
vegna brunatryggingar húsa
mættu ekki vera frjálsar, eins
og t. d. bifreiðatryggingar vafð
ist þeim tunga um tönn. Þeir
treystu sér ekki til að svara
þessu, en fóru undan í flæm-
ingi og reyndu að bregða fyrir
sig ýmis konar vífilengjum.
Jónas Rafnar virtist telja það
næga ástæðu til að neita hús
eigendum um frelsi í þessum
efnu m, að þeir hafa ekki
notið þess áður. Hann sagði,
að með þessu væri „einmitt
verið að halda við því fyrir
komulagi, sem verið hefir“!
Og svo flutti hann klögu-
mál á Alþingi yfir því, að
blaðið Dagur á Akureyri
hefði ekki látið í ljós nógu
mikla hrifningu yfir. fram-
göngu hans i málinu.
Þá var málflutningur
Björns Ólafssonar ekki síður
skrítinn. Hann sagði m. a.,
að með því að samþykkja
frumvarp þeirra félaga um
Brunabótafélagið, væru
brunatryggingarnar gerðar
frjálsar! Þetta er vitanlega
fullkomnasta öfugm.æli. Freísi
húseigenda er þar alveg fyrir
borð borið, þar sem þeir fá
ekki sjálfir að ráða því, hvar
þeir tryggja hús sín, en verða
þess í staö, hvort sem þeim lík
ra betur eða verr, að hlýta þvi
sem meiri hluti bæjar- eða
sveitarstjórnar ákveður í því
efni.
Viðurkenna yfirburði
Samvinnutrygginga.
Framsóknarmenn lögðu til
að húseigendum yrði leyft að
brunatryggja hús sín hjá þeim
fyrirtækjum, sem þeir teldu
hagkvæmast að skipta við.
Sjálfstæðismenn þrástagast
á því, að með þessu séu Fram-
sóknarmenn að berjast fyrir
hagsmunum Samvinnutrygg-
inga. í þessu felst fullkomin
viðurkenning þeirra á því, að
betra sé að skipta við Sam-
vinnutryggingar en önnur
tryggingarfélög, svo að ef
tryggingarnar verða gefnar
frjálsar muni þetta fyrirtæki
samvinnumanna ná mjög
auknum viðskiptum.
Stefnuyfirlýsingar
strikaðar út.
Sj álfstæðisflokkurinn hefir
margsinnis lýst því hátíðlega
yfir, aö hann ætlaði að standa
vörð um einstaklingsfrelsið í
þjóðfélaginu og hann vildi
leyfa frjálsri samkeppni að
njóta sín á viðskiptasviðinu.
En með framkomu sinni í
brunatryggingarmálinu hefir
flokkurinn lagt fram enn eina
áþreifanlega sönnun fyrir því,
að hann metur þetta stefnu-
skráratriði einskis og grípur
fúslega til þjóðnýtingarinnar,
(Framhald & 6. eÍou.) .