Tíminn - 17.03.1955, Blaðsíða 7

Tíminn - 17.03.1955, Blaðsíða 7
63. blað. TÍMINN, fimmtudaginn 17. marz 1955. 7 Hvar eru skipin Sambandsskip: Hvassafell fór frá Stettin 13. þ. m. áleiðis til Fáskrúðsfjarðar. Arn- arfell fór frá St. Vincent 7. þ. m. áleiðis til íslands. Jökulfell lestar t Vestfjarðahöfnum. Disarfeil fór frá Hamborg 13. þ. m. áleiðis til íslands. Litlafell er á Akureyri. — Helgafell fór frá Rvik í gær til Akureyrar. Smeralda er væntanleg til Reykjavíkur í dag. Eifrida er væntanleg til Akureyrar 21. marz. Troja er í Borgarnesi. Ríkisskip: Hekla fer frá Rvík kl. 22 i kvöld austur um land í hringferð. Esja er á Vestfjörðum á norðurleið. — Herðubreið fer frá Rvík í kvöld austur um land tii Vopnafjarðar. Skjaldbreið verður væntanlega á Akureyri í dag. Þyrill er í Rvík. Helgi Helgason fer frá Reykjavík síðdegis í dag til Vestmannaeyja. Eimskip: Brúarfoss fer frá Hamborg 19. 3. til Siglufjarðar. Dettifoss fer frá New York 16. 3. til Rvíkur. Fjall- foss fer frá Hamborg 18. 3. til Rott- erdam, Hull og Rvikur. Goðafoss kom til New York 11. 3. frá ICefia- vík. Gullfoss fór frá Kaupmanna- höfn 15. 3. til Rvíkur. Lagarfoss fer frá Hafnarfirði í dag 16. 3. til Akra ness og Keflavíkur og þaðan annað kvöld 17. 3. til Rotterdam og Vent- spils. Reykjafoss fer frá Hull 17 3. til íslands. Selfoss fer frá ísafirði í dag 16. 3. til Flateyrar. Tröllafoss fór frá New York 7. 3. Væntanlegur til Reykjavíkur á morgun 17 3. Tungufoss fór frá Helsingfors 15 3. til Rotterdam og Rvíkur. Katla fer væntanlega frá Gautaborg í dag 16. 3. til Leith og Rvíkur. Flugferðir Loftleiðir. Hekla er væntanleg til Rvíkur kl. .19 í dag frá Hamborg, Kaupmanna .höfn og Stafangri. Flugvélin fer áleiðis til New York kl. 21. Úr ýmsutn áttum Kvenstúdentafélag /slands heldur skemmtifund í Þjóðleikhús kjallaranum annað kvöld kl. 8,30. Fjölbreytt skemmtiskrá. Kvöldbænir 1 Hallgrimskirkju kl. 8,30 síðdegis. Hafið með ykkur Passíusálma. Allir velkomnir. Séra Jakob Jónsson. Skandinavisk Boldklub holder klubaften lördag den 19. marz kl. 8,30 í Slysavarnafélag ís- lands sal, Grófin 1. Dagskrá sameinaðs Alþingis í dag. 1. Öryggi í heilbrigöismálum, þáltill. Frli. fyrri umr. (Atkvgr.). 2. Fyrirspurnir. — Hvort leyfönr skuli. a. Landshöfn í Rifi. b. r Áburðarverð. c. Marshallaðstoð í ágúst 1948. „Allir vegir. .“ (Framhald af 4. sfðu). senda allan póst úr Austur- og Vestur-Barðastrandarsýslu gegnum Reykjavík. Við; sem eigum við þetta öfuga „skipulag" að búa, krefj umst þess, að á þessu sé ráðin bót sem allra fyrst. Við heimt um rétt okkar til mannsæm- andi aðbúðar í þessum málum sem öðrum, og að póstsam- göngur um sýsluna séu teknar tál rœkilegrar yfirvegunar af þar til færum mönnum, og 'þær að því loknu verði skipu- lagðar á hagkvæmasta hátt fyrir alla þá, sem við eiga að búa. Vatnsgeymar, pípur sprungu af ofþrýstingi í Borgarnesi Leiðslan yíir f jörðiim komin í lag, en þrýstihemlar hilaðir. 40 hús vatnslaus Frá fréttaritara Tímans í Borgarnesi. í fyrrakvöld lauk viðgerð á vatnsleiðslunni, sem liggur úr Hafnarfjalli yfir Borgarfjörð til Borgarness. Er þá lang- vinnum vatnsskorti lokið í flestum húsum í Borgarnesi, en samt eru um 40 hús, sem ekki hafa þó vatn enn. Hafa marg- víslegar truflanir orðið á vatnsveitunni innanbæjar. Þegar vatnsrennsli komst aftur á til kauptúnsins, kom í ljós, að víða hafði frosið í leiðslum, einkum þar sem vatnið hefir legið i pípunum, þar sem þær liggja i lægðum í Borgarnesi er mjög mikið um holt og hæðir og því mikil hætta á slíkum truflunum, þegar vatnsrennslið stöðvast í frostum. í gær voru margir að reyna að þlða klaka úr pípunum með glóðárlömpum. Ileitavatnsgeymar sprungu. Þegar vatninu var aftur hleypt. á,„bæjarkerfið kom í ljós, að vatnsgeymirinn, sem tempra á vatnsrennslið og f a.ll þunga vár ekki starfhæfur. Kom vátnið með miklum þunga á vatnskerfi húsanna. Er þarna um 140 metra hátt fall úr Hafnarfjalli. Við þenn an mikia þunga sprungu heitavatnsgeymar * ■mörgum íbúðarhúsum. Borgnesingar hafa c .ðið fyr ir miklu tjóni og erfiðleikum vegna truflana á vatnskerf- inu í vetur. Vatnsveitan hefir lagt í mjög mikinn kostnað vegna þessa ástands, bæði við akstur á vatni til bæjarbua í lengri tíma og svo við við- gerðirnar, sem orðnar eru mjög umfangsmiklar og kostn aðarsamar. Yfirlýsing frá Vinnu veitendasara- bandinu í forsíðufregn í Þjóðvilj- anum í dag stendur: „Þjóðviljinn hefir öruggar heimildir fyrir því, að Vinnuveitendasamband ís- lands hafi á undanförnum árum fengið stórfelldar upp hæðir frá bandaríska her- námsliðinu og Hamiltonfé- laginu. Hafa þessar upphæð ir átt að heita greiðsla fyrir veitta aðstoð í deilum og samningum við verkamenn á Keflavíkurflugvelli, en í raun og veru hefir þetta ver ið beinnf járhagsstyrkur til þess að reyna að efla at- vinnurekéndur sem mest T á- tökunum við alþýðusamtök- in.“ í þessu sambandi viljum vér taka fram, að Vinnuveit endasamband íslands hefir aldrei, hvorki fyrr né síðar, fengið greiðslur í neinu formi frá" bandaríska varnar liðinu né Hamilton-félag- inu og er því fyrrgreind fregn Þjóðviljans algerlega röng. Reykjavík, 18. marz 1955. VinnuveitendasamtfancL íslands Bjarni Sigurðsson. Listmunauppboð í Listamanna- skálanura Næsta listmunauppboð Sig urSar Benedltktssonar verS- ur haldið í Listamannaskál anum á morgun kl. 5 síðd. Verður þar margt gamalla og fágætra úrvalsbóka boðiö upp og einnig málverk eftir ýmsa helztu málara okkar. Einnig nokkrir skrautmun- ir. Sölumunirnir verða til sýn is í Listamannaskálanum í dag kl. 2—7 og á morgun kl. 10—4. Þess má geta að með 'al uppboðsmuna eru þrju einkabréf Jörundar hunda- dagakohungs, hin einu sem til munu vera utan British Museum. Og þar er einnig „placat“ eða sítjórnarskrár- drög Jörundar, sem hann festi hér upp á sínum tíma. Skipshöfn Aruba neitar að halda alla leið Helsinki, 16. marz. Fúmska olíuflutnl!ngaskipið „Aruba“, sem er á leið til kínverskrar hafnar með benzín fyrir þrýstiloftsflugvélar, er nú statt á Indlandshafi. Skips- höfnin hefir hótað að ganga af skipinu í Singapore, ef ekki hefir áður tekizt að ná samrningum um að .^kipið snúi við. Sjómannasamband ið finnska heÞr lýst stuðn- ingi við þá ákvörðun skips- hafnarinnar að ganga af skipinu, enda sé ekki hægt að skipa mönnum að stofna sér í lífsháska. Eigendur skipsins hafa enn ekki tekið ákvörðun um hvort skipið skuli snúa við. Frakkar hyggjast smiða kjarnorku- sprengjur París, 16. marz. Faure, for sætisráðherra Frakka skýrði frá því í dag, að Frakkar væru nauðbeygðir til að hefja smíði kjarnorku- sprengna og annarra kjarn orkuvopna í samvinnu við! aðrar þjóðir. Ef þeir ekki gerðu það gætu þeir ekki lengur talizt í hópi stórvelda, þar eð þjóðirnar væru nú flokkaðar eftir því hvort þær ættu þessi vopn eða ekki. Frakkar myndu því fara að dærai Breta og hefja smíði þessara vopna á næst unni. >•••»«» <B'OOC» |)CKAKmnJCHSSCn LÖGGILTUR SK.1ALAWÐANDI • OG DÖMTOLK.UR i ENSKU • EIEKJUKV8LI - simi 81655 Rannsóknarbeiðnl (Framhald af 5. siðu.) fara fram sérstaka rannsókn í tilefni af þessum orða- sveimi um okurlánastarfsem- ina og vafasöm bankalán. Al- menningur hefir áreiðanlega mikinn áhuga fyrir bví að fá þessi mál upplýst, og sama gildir um þá, er hafa hreint mjöl í pokahorninu, en liggja nú undir óverðskulduðum grun. Skeinniíistarfsemi (Framhald af 3. síðu). þar sem ætíð er skipt um með- spilara. Auk þess eru alltaf fluttar stuttar ræður og kynnt þá ýms mál, sem á dagskrá eru. Loks eru þetta ódýrar skemmtanir, enginn íburður í neinu, aldrei áfengi haft um hönd, og eru öllum til gleði og sóma sem þær sækja. Að lokum, hvað vilt þú segja um stjórnmálin almennt? Það gæti nú verið ýmislegt, en bezt að geyma það sem mest betri tíma. En þó vil ég segja það, að nokkuð mikið finnst mér gæta á meðal almennings óánægju um skiptingu og ráðstöfun þjóðartekn- anna, en það verður ekki lagfært á meðan Sjálfstæðisflokkurinn hef- ir úrslitaáhi'if á stjóm landsins, og alræðisvald yfir bönkum þjóðar- innar. Það á að vera framtíðar- verkefni unga fólksins, og þá fyrst og fremst ungra Framsóknarmanna, að koma réttlátari skipan á það, hvernig tekjum þjóðarinnar er skipt á milli þjóðfélagsþegnanna, svo að hver fái sannvirði vinnu sinnar, en sé ekki miskunnarlaust féflettur af samvizkulausum íjár- glæframönnum. Alþingi (Framhald af 8. slðu). ófriður á þessum sviðum væri þjóðarböl, sem forða-st bæri af fremsta megni. Öll hefðu þau einnig viðurkennt að hagfræðilegir útreikning ar væri það sem gilda ætti og hið sama hefði komið fram hjá öllum, sem málið hefðun rætt á Alþingi. þingi. Útreikningar véfengdir. Gerðir hefðu verið hag- fræðilegir útreikningar, en þáir veriþ véfengdir með skírskotun til þess að réttir liðir hefðu ekki verið teknir með til útrelknings. Ef tú hefðu verið niðurstöður út- reikninga er fulltrúar beggja aðila i nefnd eins og þeirr- ar, sem tillagan er um, hefðu áður með rólegri yfirvegun og ytarlegri komið sér saman um, hvernig fundnar skyldu, þá hefði verið óþarft að deila — og lausn málanna fengin að því leyti til. Glögga menn og góða. Værl þetta ekki rétt álykt að — þá væri heldur ekki að marka þær yfirlýsingar um friðarviljia, sem hann hefði vitnað í að komið hefði fram í blaðaskriíum og ræð um. í nefndina burfti vitan lega að veljast góðir menn, réttlátir og glöggir. Enginn vafi væri á því, að bæði at vinnurekendur og verkalýðs 1 UNIFLO. M0T0R 0IL Ein þykkt9 er kemur I stað SAE 10-30 (Olíufélagið h.f. | SÍMI: 81600 SKIPAIITGCRÐ RIKISIF9S M.s. Helgi Helgason fer t'il Vestmannaeyja í kvöld. Vörumóttaka í dag. og launþegasamtök ættu shkum mönnum á að skipa, ef eftir væri kallað. Ræða Hannibals. Hannibal Valdimarss. tók til máls næstur á eftir fram sögumanni. Hann kvaðfcti fylgjandi tillögunni og fram kvæmd hennar myndi vafa- laust geta dregið úr hætt- unni á því að til átaka kæmi í þessum efnum. Síðan fór hann með nokkrum ákafa að réttlæta verkfallsréttinn og útskýra forsendur hans, rétt eins og einhver hefcS. verið að ráðast á hann. Misskilningwr leiðréttur. Karl Kristjánsson tók aft ur tH máls og benti Hanni- bal á að misskilnings virt- ist gæta af hans hálfu á til lögunni Eins og glöggt kæmi fram íæri því víðs fjarri, að tillögunní væri stefnt gegn verkfallsróttiivum. Nefndin ætti aðeins að vera ráðgef- andi, annast undirbúning og framkvæma hlutlausa rann sókn, sem gæti hvenær, sem þörf væri á orðið grundvöll- ur að réttlátri lausn í deil- um um kaup og kjör. Tillögunni var visað til 2. umr. og fjárhagsnefndar. Guðmundur J. Einarsscn.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.